Dagblaðið - 01.10.1977, Qupperneq 6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. OKTOBER 1977.
Glímt við tvö
stórþjófnaðarmál
Rannsóknarlögreglumenn
glíma nú við lausn tveggja
innbrotsmðla, skartgripa-
ránsins á Frakkastig aðfara-
nótt miðvikudags og peninga-
þjófnaðarins I Bolungarvík
fyrir nær hálfum mánuði.
Ekkert mun enn hafa skeð sem
varpar ljósi á þessi mál.
Bolungarvíkurmálið „er í
biðstöðu" eins og Njörður Snæ-
hólm orðaði það í gær. Unnið er
að rannsókn skartgripamálsins.
-ASt.
Útsala
frá 1. — 7. okt.
I tilefni þess að við höfum rekið sér-
verzlun með áklæði í 5 ár veitum við
10 til 25% afslátt af áklæðum, snúrum
og kögri.
Einnig verða bútar seldir með miklum
afslætti.
Húsmunir, Hverfisgötu 82.
Tœkniteiknari óskast
Rafveita Hafnarfjarðar óskar að ráða
tækniteiknara í hálfs dags starf nú
þegar. Umsóknum skal skilað á sér-
stökum umsóknareyðublödum til raf-
veitustjóra, sem veitir nánari upp-
lýsingar um starfið.
Rafveita Hafnarfjarðar.
Vélstjóri
óskast
nú þegar að Hraðfrystistöð Þórs-
hafnar, húsnæði fyrir hendi.Uppl. í
síma 96-81137 og 81237.
KVAllTMILIJ
KLlJItKUlUNN
Hið lapgþróða Islandsmeistaramót í sandspyrnu
verður haldið sunnudaginn 2. okt. við Hraun í
Ölfusi.
Keppnin hefst kl. 2.00 en mótssvœðið verður opnað
kl. 10.00.
Keppt verður i mótorhjóla-, fólksbíla- og jeppa-
flokkum.
Komið og sjóið sprœkustu jórnfóka landsins.
Þúsundir f lykkjast
— stofnfundurinn í Háskólabíói
klukkan 2 í dag
samtakanna og einnig verða þar mennirnir gerðu sér vonir um og
fluttar ræður og ávörp. má búast við miklu fjölmenni í
Aður en fundur hefst mun Háskólabíói.
Skólahljómsveit Kópavogs leika. Fundarstjóri á fundinum verð-
Þátttaka í samtökunum er ur Eggert G. Þorsteinsson
orðin mun meiri en forgöngu- alþingismaður. -ÖG.
ÍS.Á.A
Þúsundir íslendinga nafa sKráð
sig sem stofnfélaga í Samtök
áhugamanna um áfengisvanda-
málið. Stofnfundurinn verður í
dag klukkan 2 í Háskólabiói.
Þá verður lögð fram stofnskrá
Lions-félagar í Hafnar-
firði selja Ijósaperur
— til styrktar þroskaheftum
Félagar í Lionsklúbbi Hafnar-
fjarðar munu ganga i hús i Hafn-
arfirði á laugardag og sunnudag
og bjóða ljósaperur til sölu.
öllum ágóða af perusölunni
verður varið til styrktar þroska-
heftum börnum.
I fyrra afhenti Lionsklúbbur
Hafnarfjarðar bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar eina milljón kr. sem
varið var til sama málefnis. Nú er
komin aðstaða fyrir þroskaheft
börn á dagheimilinu Viðivöllum í
norðurbæ Hafnarfjarðar.
Þess er vænzt að Hafnfirðingar
bregðist vel við og kaupi perur af
Lionsfélögum. Með því styrkja
þeir gott málefni og fá ljósaperur
á hagstæðu verði.
-JH
ÞjóAleikhúsiÖ
TÝNDA TESKEIÐIN
Grályndur gamanleikur aftir Kjartan Ragn-
arsson.
Loikmynd og búningar: Guörún Svava Svav-
arsdóttír.
Lýsing: Krístinn Daníelsson.
Leikstjórí: Bríat Héöinsdóttir.
Með Týndu teskeiðinni
finnst mér Kjartan Ragnarsson
minna á tvo aðra höfunda, Hk-
lega að flestu öðru leyti alls
ólíka sín í milli — þá Edward
Albee og leikrit hans Allt I
garðinum sem sýnt var I Þjóð-
leikhúsinu fyrir allmörgum
árum, og svo Þorstein Marels-
son og leikrit eftir hann sem
nefndistVenjuleg fjölskylda og
Leikfélag Þorlákshafnar lék í
Kópavogi í fyrra. Hvað sem
þeir annars eiga eða ekki eiga
sammerkt Kjartan, Albee og
Þorsteinn þá vilja þeir allir eða
þykjast vilja lýsa ofur-
venjulegu, hversdagslegu fólki
og svo óbóta- og myrkraverkum
sem svo örgrunnt leynast undir
yfirborði hversdagslegrar far-
sældar. Það er kannski óhætt
að sleppa Þorsteini Marelssyni
strax úr þessu dæmi. En hjá
Edward Albee í Allt í garðinum
verður það svo Ijóst sem á
verður kosið að myrkraverkin,
hór og morð eru i senn af-
leiðing og forsenda farsældar-
innar, þar er allt er látið falt i
eftirsókn eftir imynduðum lifs-
gæðum. Öhugnaður eða ádeila
leiksins verður virk vegna
hversdags-raunsæis hans,
þeirra rauntrúu manngerða
sem leikurinn leiðir fyrir sjónir
og bera uppi atburðarásina með
öllum sínum öfgum.
Grólegar vendingar
Við fyrstu sýn fer Kjartan
Ragnarsson í Týndu teskeiðinni
með kunnugleg efnisatriði og
persónugerðir úr ýmsum fyrri
Islenskum farsa- og gamanleikj-
um og ádeilubornum skáld-
sögum. Þar eru litlu nýriku
hjónin, Júlla og Aggi: Þóra
Friðriksdóttir og Gísli Alfreðs-
son sem lifa og dafna í skjólinu
af miklu meiri peningamanni,
Boga guð- og lögfræðingi:
Róbert Arnfinnssyni og kon-
unni hans, Ástu: Sigríði Þor-
valdsdóttur. Og i kjallaranum
búa ögn rustaleg alþýðuhjón,
Begga og Baldi, sem vel má
vera að velferð þeirra hinna í
rauninni rísi á: Guðrún
Stephensen og Flosi Ólafsson.
Má nú eiga á ýmsu von þegar
takast ástamál milli dóttur-
innar á hæðinni, Jóu: Lilju
Þórisdóttur, og stráksins úr
kjallaranum, Rúnars, sem ofan
á annað þykist vera bolséviki:
Randvers Þorlákssonar.
í Týndu teskeiðinni tekur
þetta sögufólk og söguefni
brátt býsna grálegri vendingu.
Þannig æxlast til að Baldi karl
úr kjallaranum ryðst fullur inn
í samkvæmi til fólksins á hæð-
inni sem einhvern veginn
ekki hefur lag á því að
koma honum af sér með
góðu. Þetta fer ekki betur
en svo að fyrir slysni verða þau
honum að bana. Og gengur svo
atburðarás i leiknum út á það
hvaða ráðstöfun eigi að gera á
líkinu svo að dauði Balda fulla
verði ekki fína fólkinu i leikn-
um að falli. Hún verður ekki
nánara rakin hér, enda sjón
sögu ríkari. En áður en lýkur er
komið á daginn að fólkið í
leiknum erallt hvað sem annað,
þjófar þeir sem ekki eru mann-
dráparar, að þegar hagsmunir
þess og stundargæði eru í húfi
er allt látið falt, æra, samviska
og sannfæring, faðir og móðir,
eiginmaður og eiginkona, ef svo
ber undir.
Grettir og Flosi
Týnda teskeiðin er að mörgu
leyti hugvitsamlegt og hnyttið
leikrit — þótt gamanið sé að
sönnu grátt mjög og virðist ein-
att einkum að þvi stefnt að
ganga fram af áhorfandanum.
Einhverjum verður sjálfsagt
nóg boðið í öðrum þættinum
þar sem verið er að fara með
slátrið úr Flosa Ólafssyni á
sviðinu og henda af honum
hausnum á milli manna. Eina
bótin að annað eins hefur skeð í
fornsögum, sbr. hausinn af
Gretti sem saltaður var ofan i
kassa.
En hvað um það: ef saman-
burði er haldið áfram við Albee
og Allt í garðinum má segja að
á skorti í Týndu teskeiðinni
rökfestu atburðanna í eðlisfari
og lifsháttum fólksins sem hér
er verið að lýsa. Eiginlega
gerast óbótaverkin í leiknum af
tómri slysalegri tilviljun eða
óheppni. Þetta held ég að sé
undir því komið hve persónu-
sköpun er ansi mikið einhæf,
allt fólkið í leiknum f rauninni
einleiknar farsapersónur. Þær
eru svo sem hnyttilega dregnar
hver og ein fyrir sig, og mörg
atvik og orðsvör fleyg og fyndin
í leiknum, en einhvern veginn
skortir á nóga samloðun í milli
þeirra innbyrðis og þar með
samsvörun þess smáheims sem
leikurinn sýnir við heiminn
utan sviðs.
En þá fyrsl yrði hin afkára
atburðarás í leiknum óhugnan-
leg fyrir alvöru ef unnt væri að
festa trú á fólkið í leiknum
utan farsans. Eða þá, öfugt við:
nógu hjólliðugur og leikandi
fyndinn farsi gæti sjálfsagt
snúið óhugnaði efnisins upp i
tóman afkáraskap, dáralegt gys
um altíðar manngerðir og
gildismat. En það tekst ekki
heldur, ef til þess var stofnað.
Burt með
vit og rœnu
Það sem nú var sagt breytir
ekki því að mér finnst Kjartan
Ragnarsson hafa fest sig í sessi
sem leikritahöfundur með sínu
þriðja leikriti: Týnda teskeiðin
er ótvírætt miklu markvissara,
vandlegar samið verk en ærsla-
leikur hans frá í fyrra, Blessað
barnalán. Eins og skapsmunum
og fyndninni i leiknum er
háttað er þess varla að vænta
að honum hlotnist vinsældir
hinnar frjálslegu góðglöðu
Saumastofu sem enn gengur í
Iðnó. Týnda teskeiðin er kann-
ski ekki ýkja frumlegt verk að
hugmyndafari eða persónugerð
frekar en fyrri leikritin tvö.
Samt held ég að Kjartan
Ragnarsson komist hér næst
því til þessa að semja gildan
skopleik, hæðnisádeilu sem
sýni áhorfendum í raunver-u-
Iegan spéspegil með öllum sín-
um afkárahætti.
Það sem vinnst felst kannski
fremur í einstökum atvikum,
viðvikum leiks en samfelldri at-
burðarás eða mannlýsingum.
En margt i lýsingu þeirra fínu
riku hjóna, Boga og Astu, sam-
leik þeirra Róberts og Sigríðar,
lýsti ansi meinlegri sálfræði-
legri athugun. Þau Gisli Al-
freðsson og Þóra Friðriksdóttir
virtust nú engan veginn sam-
valið hjónafólk í sýningunni.
En i miðri sláturtíð annars
þáttarins var eins og um sinn
rofnuðu skefjar farsans af
Gisla og sæist inn í raunveru-
lega mannlega neyð. Karl og
kerling úr kjallaranum fela í
sér vísi að endurmati alkunnra
manngerða eins og Guðrún og
Flosi leiddu þau fyrir sjónir. Og
taka má eftir því að í leiknum
er eins og leiðin til sannleikans
liggi í gegnum brennivín. Hinn
óþolandi fylliraftur úr kjallar-
anum er kannski einasta heila
manneskjan í leiknum í sínum
frábæra rustaskap. Og Júlla frú
á efri hæðinni þarf að drekka
frá sér vit og rænu til að sjá í
þriðja þættinum sjálfa sig og
sitt sálufélag ófölskvuðum aug-
um. Enda kostar það hana lífið.
Það er sem sé ansi nöturleg
heimssýn sem nýja leikrit
Kjartans Ragnarssonar lýsir
sínum grálundaða og hráslaga-
lega hætti: þar leiðir glæp af
glæp og óbótaverkin læsast i
keðju. Þetta er á sviðið sett sem
afkáralegur farsi um og upp úr
alkunnum manngerðum, við
leikmynd sem lýsir með ögn
stílfærðu móti alkunnu reyk-
vísku landslagi. En kveikjan i
hinu gráa gamni er grimm al-
vara.