Dagblaðið - 13.10.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 13.10.1977, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. OKT0BER 1977. Augndeild Landakotsspítala göngudeild: Þar eru nær öll fjögurra ára ItAHM a ftAfff|MA^11A — riímlega600mannskomaþangað VUffl dJfUfffff UIUU íglákuskoðun reglulega Um tíu af hverjum hundrað krökkum í grunnskóla þurfa að nota gleraugu. Þegar lengra kemur í námi fjölgar gleraugna- gUmunum jafnt og þétt og í menntaskólum og háskóla eru 30 til 40 af hverjum hundrað nem- endum með gleraugu. Það er því töluverður fjöldi fólks sem þarf að leita til augnlækna, en eflaust hafa margir rekið sig a að ekki er það auðsótt mál. Annaðhvort er að bíða marga klukkutíma á stofu augnlæknisins eða hringja og fá pantaðan tíma marga mánuði fyrirfram. Þeir sem eru svo heppnir að ná sambandi símleiðis og geta pantað tíma sieppa við biðina á stofunum. En hvernig er þá augnlækna- þjónustan og eigum við ekki von á að úr rætist? Við lögðum leið okkar á augndeild Landakotsspít- alans og ræddum þessi mál við Guðmund Björnsson yfirlækni. Við fáum úrlausn mála eftir þrjú til fjögur ár Guðmundur Björnsson yfir- læknir sagði að eftir um það bil þrjú ár myndi ástandið lagast. Þá ætti ekki að verða eins erfitt að ná fundi augnlæknis og nú er. Erlendis eru nú átta til tíu læknar við sérnám í augnlækningum. Þeir koma væntanlega heim nú a næstu árum og bæta úr því ástandi sem hefur verið samfara augnlæknaskortinum. Guðmund- ur sagði að erfitt væri að komast í sérnám í augnlækningum erlend- is. Þeir sem væru við nám væru t.d. í Kanada, Bretlandi, Svíþjóð og Þýzkalandi. En hvernig er bilið brúað meðan augnlæknar eru svo fáir? Fá landsmenn nægilega gott eftir- lit með sjón sinni? Við augndeildina a Landakoti er starfandi göngudeild, sem Guð- mundur Björnsson veitir for- stöðu. Þar er fylgzt með rangeygð- um börnum og fullorðnu fólki með glákusjúkdóm. Öll fjögurra ára börn eru sjónprófuð Starfsemi göngudeildarinnar skiptist í tvo staði. Annars vegar er fylgzt með glákusjúklingum og hins vegar meðhöndluð börn með sjóngalla. öll fjögurra ára börn eru sjónprófuð um leið og þau fá Það var þröng á þingi í hiðslof- unnL. síðustu sprautuna hjá ungbarna- eftirlitinu. Síðustu tvö árin hafa nær öll fjögurra ára börn verið skoðuð hjá ungbarnaverndinni I Reykjavík, Akranesi og Selfossi. A árinu 1976 voru 1100 börn skoð- uð og f ljós kom að um tlu af hverjum hundrað þurftu að leita til augnlæknis vegna sjóngalla eða sjóndepru. Þessi börn komu öll á göngudeildina og voru skoðuð þar og fengu viðeigandi meðferð. Guðmundur yfirlæknir sagði það nauðsynlegt að ná til barna með sjóngalla áður en þau næðu skólaskyldualdri. í flestum tilfell- um er hægt að laga sjóngalla, ef börnin koma til meðferðar nógu snemma. Þegar þau eru orðin sjö til átta ára getur það verið of seint. Við göngudeildina er sérstök augnþjálfunardeild. Þar starfa tvær stúlkur, sem eru sérmennt- aðar sem augnþjálfar, en það er strangt þriggja ára nám eftir stúdentspróf og aðeins hægt að Guðmundur Björnsson yfirlækn- ir á göngudeildinni. DB-mynd Hörður. læra það erlendis. Til þeirra koma biirn, sem eru með sjón- galla, sem hægt er að laga með sérstakri þjálfun. Börn sem eru t.d. rangeygð er hægt að þjálfa þannig að þau beiti báðum augum jafnt. Stúlkurnar hafa farið út um land og leiðbeint hjúkrunarfræð- ingum á heilsugæzlustöðvum, hvernig á að sjónprófa börnin. Þannig er hægt að finna flest fjögurra ára börn, sem þurfa á meðferð að halda vegna sjóngalla einhvers konar. Sjúkrahúsþjónustan er fullnœgjandi Á augndeild Landakotsspítala eru starfandi fjórir sérfræðingar, þar eru einhig tveir aðstoðar- læknar við sérnám. Guðmundur Björnsson sagði að sjúkrahús- þjónustan væri fullnægjandi og augndeildin á Landakoti væri eina sinnar tegunöar á landinu. Sá sem þarf á augnuppskurði að halda, verður e.t.v. að biða í nokkra mánuði, en það þykir ekki saga til næsta bæjar. Ef slys ber að höndum er alltaf sérfræðingur á vakt á sjúkrahúsinu. Einnig er augnlæknir á vakt á slysadeild Borgarspftalans. Rúmlega 600 koma reglulega í glákuskoðun Á göngudeildina koma einnig sjúklingar sem þarf að fylgjast náið með vegna gláku, en hún leiðir til blindu, ef viðkomandi kemst ekki undir læknishendur í I « * I4F I 16.18 20. r Aslaug, sem er 4 ára, fær hér meðferð hjá Marianne Blandon, sem er augnþjálfi að mennt, en það nám tekur þrjú ár eftir að lokið er stúdentsprófi. tæka tíð. Unnt er að stöðva sjúk- dóminn á þvi stigi sem hann finnst, en ekki er hægt að lækna hann. Þeir sem fara í rannsókn hjá Hjartavernd eru glákuprófaðir. Þannig finnast margir, sem svo þurfa að vera undir stöðugu eftir- liti hjá göngudeildinni. Á siðasta ári komu 600 manns reglulega til skoðunar. Þegar fólk er orðið fimmtugt er æskilegt að það láti athuga augu sín reglulega. Glákan gerir engin boð a undan sér, hún kemur eins og þjófur á nóttu. Sjúkdómnum fylgir enginn sársauki og sjúkl- ingurinn verður hans ekki endi- lega var, vegna þess að sjónsviðið minnkar smátt og smátt svo hægt að viðkomandi veitir því ef til vill ekki athygli að hann hefur misst sjón, fyrr en sjúkdómurinn er kominn á töluvert hátt stig. verður að hafa það í huga að a Öldugötuna komu 600 sjúklingar til skoðunar reglulega vegna gláku ásamt öllum börnunum sem fá þar ómetanlega bót á sjón sinni, sem annars myndi há þeim alla tlð, ef göngudeildar nyti ekki við og sjónverndarstarfs sem þar er unnið. - KP Mikið og gott starf unnið við erfiðar aðstœður Þrátt fyrir að mikill skortur sé á fullnægjandi augnlæknaþjón- ustu, þá er mikið öryggi að vita til þess að vel er fylgzt með sjón barna og hægt er i flestum tilfell- um að laga ýmsa sjóngalla áður en skólaganga hefst. Síðar má vera að viðkomandi þurfi á gleraugum að halda, verði t.d. nærsýnn, og þá kemur að því að reyna að fá tíma hjá augnlækninum. Guðmundur yfirlæknir á göngudeildinni sagði að nærsýni væri ættgeng, hún stafaði ekki af miklum bóklestri, eins og oft hefur verið talað um. Sú staðreynd að 30 til 40 af hverj- um eitt hundrað nemendum í mennta- og háskóla nota gleraugu hefur oft orðið til þess að gefa þeirri tilgátu byr undir báða vængi, að nærsýnin stafaði af miklum lestri, en svo er ekki. Þessl gleraugu eru notuð við augnrannsókn og börnin látin skoða sérstakar myndir með þelm. Áslaug var látin horfa á mynd af flugu og var svo beðin að taka í vænginn á flugunni; hún var smeyk fyrst í stað, en af því að þetta var bara þýkjustu fluga var það allt í lagi. DB-mynd Hörður. Húsakynni göngudeildarinnar að Öldugötu 17 eru mjög ófull- nægjandi. Húsið er gamalt og var auðvitað aldrei ætlað til þessarar starfsemi. Sem dæmi um þrengsl- in þar má taka það fram að stúlk- urnar sem þjálfa börnin gera það í herbergi sem er einnig kaffi- stofa. Biðstofan er i senn herbergi fyrir þann sem tekur á móti pönt- unum og skráir niður tíma sjúkl- inganna. Herbergið rúmaði ekki alla og sumir þurftu að standa frammi á gangi, þar til þeir voru kallaðir inn til læknanna. Einnig Marianne er með spjiild með merkjtim á. sem Aslaug á að likja eftir með þeim ta-kjum sem henni eru fengin. DB-mynd Hörðnr.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.