Dagblaðið - 13.10.1977, Page 5

Dagblaðið - 13.10.1977, Page 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1977. & Dagur íherbúðunum: „ÍÞoríákshöfn! Á Skattstofuna! í Tónlistarskólann! ” Ekki er annað að sja er komið er inn í aðalstöðvar BSRB í Reykjavík en að þar hafi menn verið viðbúnir verkfalli. Fjöldi manns er þar a þönum við alls kyns störf, vaktaskipulag að því er manni finnst allfullkomið, yfir- nefnd og undirnefndir verkfalls- nefnda starfa undir stjórn Júlíus- ar Sveinbjörnssonar, snaggara- legs ungs manns, og hafði einhver a orði að þeir vissu ekki hvað þeir ættu að gera þegar hann þyrfti að fara að sofa. Verkfallsnefndum er skipt nið- ur í nefnd er fylgist með sjúkra- húsum og heilsugæzlu, mennta- stofnunum, hinum ýmsu ríkisfyr- irtækjum, lögreglu og svo fram eftir götunum. Hafa sjaifboðaliðar gefið sig fram úr öllum þessum starfs- greinum og vaka yfir því að verk- fallsbrot verði ekki framin. „Við vorum að senda menn til Þorlákshafnar,“ sagði Birgir Sveinbjörnsson úr einni verk- fallsnefndinni.„Þar hefur verið reynt að tengja rafmagn í Lands- höfninni og hleypt var a vatni sem er auðvitað óleyfilegt enda eru hafnarstjóri og menn hans í verkfalli. Eins erum við að fylgj- ast með framvindu maia varðandi togarann Vigra hér i Reykjavík en þar ætlaði útgerðin að fara í kringum verkfallslögin með því að flytja aflann úr togaranum inn að Kletti og vigta hann þar. Annars sagði Birgir að mikið hefði borizt af undanþágubeiðn- um beint til verkfallsnefndar BSRB, en ekki til kjaradeilu- nefndar, menn tryðu bersýnilega að þeir fengju skjótari afgreiðslu þarna a skrifstofunni, sem vel ma vera. Þa nefndi hann sérstaklega menntamaiaraðuneytið sem ja- k ^æðan aðila varðandi verkfallið Verkfallsverðir ræða við hinn meinta verkfallsbrjót a Skattstof- unni sem stendur í skjóli við lög- fræðing stofnunarinnar. DB-mynd HP. og hefðu samskipti við það verið vinsamleg. Loka Tónlistarskólanum! Komið hafði- í ljós að Jón Nor- dal, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, er í Landssambandi framhaldsskólakennara en skól- inn hélt enn afram störfum. Verkfallsnefnd úrskurðaði að skólanum skyldi þegar í stað lok- að, enda þótt stundakennarar væru þar í miklum meirihluta, skólastjórinn ætti að vera í verk- falli og þar með yrði skólinn að hætta störfum. Pélur i uppvaskinu. Jón Nordal skólastjóri var ekki a skrifstofu sinni er verkfalls- verði bar að garði en yfirkennari hafði samband við hann símleiðis og tilkynnti honum hvernig kom- ið væri. Bar hann síðan verkfallsvörð- um bau skilaboð Jóns að hann Nemendur í Tónlistarskólanum tóku því með vinsemd að skólanum var lokað: Astæðan: Skólastjórinn er í LSFK. DB-mynd Sveinn Þorm. sætti sig við orðinn hlut og yrði að loka skólanum. Flestir kennarar tóku þessu vel en fiðlukennarinn hafði a orði að hann myndi kenna nemendum sínum heima. Svo marseraði öll hersingin út. Kaffi og kökur Samband ísl. barnakennara er með sérstaka verkfallsvörzlu en gegnir ennfremur, an þess að ég þori að selja það dýrara en ég keypti, því hlutverki að sjá aðal- stöðvunum fyrir kökum. Höfðu farið' spurnir af því hversu vel SÍB-menn byggju í kökumaium og er DB var þarna a ferð voru fyrstu kökusendingarnar að ber- ast. Þarna hita menn einnig sterkt kaffi og veitir víst ekki af því verkfallsvarzlan er starfrækt all- an sólarhringinn. Tvær ungar stúlkur úr félagsvísindadeild MH, sem ætlað höfðu sér að fylgjast með verkfallsaðgerðum, höfðu óvart lent í uppvaskinu en einnig hafði tíu ara strákur, Pétur Ein- arsson, sonur eins starfsmann- anna, tekið til við uppvaskið. Gripu þær því fegnar það tæki- færi að fa að'fara með niður a Skattstofu þar sem einn starfs- manna var grunaður um meint verkfallsbrot. Júlíus yfirmaður verkfallsvörzlu, fer yfir plögg I aðalstöðvunum. Ilaraldur Steinþórsson framkv.stj. BSRB og verkfallsverðir fylgjast með. Á Skattstofuna! Er þangað kom var allt auðvit- að harðlist en verkfallsverðir fundu smugu og börðu að dyrum hja skattstjóraembættinu.Halldór Sigfússon skattstjóri tók mönnum ljúfmannlega og færði þa til hins grunaða sem dró fram skilríki. Kom þa i ljós að hann var skráður viðskiptafræðingur og atti samkvæmt þvi að vera í BHM en einhver vanhöld höfðu orðið a því að ákvarða nánari stéttarfé- lagsstöðu hans því BHM hafði ekki kannazt við hann. Ekki var gripið til neinna að- gerða þarna á staðnum, heldur héldu verkfallsverðir a brott með skilríkin og lögðu þau í dóm verk- fallsnefndar. Þar sat málið er síð- ast fréttist en sýnir glögglega að naið er fylgzt með því að engir geri tilraunir til verkfallsbrota. Allt í bróðerni „Við reynum að leysa þetta allt 1 bróðerni," sagði einn verkfalls- varða og auðséð var að fara verð- ur að ó.lu með gát. Þannig hafði þeim á Hvanneyri verið leyft að hirða nautin þar a staðnum, borizt hafði beiðni fra RARIK um að fa að gera við raf- línu norðanlands, verktakafyrir- tæki í Kópavogi hafði orðið fyrir óþægindum vegna hinnar ströngu passaskoðunar lögreglunnar a Keflavíkurflugvelli og þar fram eftir götunum. En menn voru í góðum húmor og sögðu brandara um Matthías, DB-maðurinn kunni engan þá, en lærði vísu uppi a ritstjórn sem hann ma til með að la.ta flakka í góðu: Ofan gefur skatt a skatt skattalögin þéttast. Alltaf fitnar Matti Matt, meðan aðrir léttast. Höf. ókunnur. -HP Óskum að ráða röskan og áreiðanlegan starfskraft á auglýsingadeild DB nú þegar, hálfan eða allan daginn. Vélritunar- og íslenzkukunnátta nauðsynleg. Uppl. í síma 27022. JiMEBIAÐIÐ með slitsterkum sólum LOÐFOÐRAÐIR LEÐURKULDASKOR Hrágiímmíáferð Teg.411 Nr. 38—46. Kr. 4.800. Litur: Brúnn. Teg. 403. Nr. 38—46. Kr. 6.830. Litur: Svart með rennilás. Teg. 427 Nr. 38—46 Kr. 6.260. Litur: Brúnn. Teg. 7359 Kr. 40—46. Kr. 8.190. Litur: Brúnn. Póstsendum Opið föstudag til 6.30 samdægurs Iaugardag9-12 Domus Medica Eiríksgötu 3 Sími

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.