Dagblaðið - 13.10.1977, Page 14

Dagblaðið - 13.10.1977, Page 14
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. OKTOBER 1977. Leikbrúöur: ELDGAMLAR EN SÍUNGAR Brúðuleikur kemst nú sífellt meira f tizku. Fyrir svo sem einu til tveim arum voru brúðu- leikrit aðeins færð upp fyrir börn sem nokkurs konar „mini- leikhús". En nú fara sýningar sífellt að stækka og þeim fjölg- ar óðfluga. Fullorðnir, ekki síð- ur en börn, hafa lika gaman af brúðunum. Kröfur þær sem gerðar eru til brúðuleikhús- anna aukast lika. Og stjórnend- ur þeirra fá sifellt meira lof og eru margir hverjir heimsfræg- ir, t.d. Jim Henson pabbi Prúðu leikaranna. En upphaf leiks með brúður er órafjarri í sögunni og í raun- inni óþekkt. Þó er vitað með vissu um nokkra menn f forn- öld sem bjuggu sér til brúður og settu upp sýningar með þeim. I Grikklandi S sögutim- um var brúðuleikur mjög vin- sæll. Ekki ómerkari menn en Herodotus (uppi 458-425 fyrir Krist) flutti þð hefð yfir frá Egyptalandi. Meistari brúðu- leikjanna i Aþenu var Xenoph- on (uppi 430-352 fyrir Krist) sem meðal annars var nemandi Sókratesar. Rómverjar tóku svo upp þennan skemmtilega leik. Upphaflega fluttu þeir inn brúður fra Grikklandi. Valda- menn þjóðarinnar á borð við Marcus Aurelius sýndu mikinn áhuga á brúðuleik. Á þeim tima voru brúðurnar búnar til úr brenndum leir og settar saman á mjöðmum og öxlum. Kínverjar komu með nokkrar brúður til Japans að sögn á 12. öld. En þær brúður gleymdust brátt. En nokkru seinna komu þær aftur fram í Japan og voru þá nefndar Bunraku eftir manni þeim sem fann þær upp, ef svo má taka til orða. Höfuðið var úr tré en hægt var að hreyfa það. Bunrakurnar gátu þannig brosað og lokað augun- um. Sögurnar sem aðallega voru sagðar með hjálp brúð- anna voru gamlar riddarasög- ur. Eitt leikhús f Bunraku stíl er ennþá til i Osaka. En í Kina voru brúður þekkt- ar í mörg þúsund ár áður en þær náðu til Evrópu. Þar voru notaðar bæði strengja- og hand- brúður og jafnvel brúður sem stóðu á priki sem fært var til. Brúðurnar voru mjög vinsælar þar í landi og miklar og stórar brúðuleiksýningar fóru fram. Miðaldakirkjan var ekki allt of hrifin af brúðunum. Þær voru taldar af hinu illa þar sem þeim tókst að ná meiri athygli en kirkjunni tókst. En yfir- menh kirkjunnar sáu þó að til- gangslaust var að banna brúð- urnar svo þeir ákváðu í leynd að nota þær trúnni til fram- dráttar. Og þá var tekið upp það nafn á svona brúðum sem enn er notað víðast hvar i Evrópu Marionette — litla Maria. Helgileikir með brúðum urðu þá brátt ákaflega vinsælir meðal fyrirfólks. A mörkuðum og öðrum stöðum þar sem al- múginn kom saman voru brúð- ur teknar fram mönnum til gleði. Oftast voru þó ekki færð upp eins merkileg stykki og í húsum aðalsins. Það varð til þess aðvaldamennfóruað reyna að fá þvi framgengt að brúð- urnar yrðu bannaðar. En það tókst ekki I nútíma lífi eru brúður eins sjálfsagður hlutur og mest get- ur verið. Börnin eru send að sjá meistara Jakob og við fullorðna fólkið sitjum fyrir framan sjón- varpið þegar Prúðu leikararnir birtast. En brúðurnar núna eru ólíkt fjölbreyttari en þær voru. Þó eru enn gerðar leirbrúður sem ekki geta hreyft nema hendur og fætur. A meðfylgj- andi myndum getur að Hta' nokkrar slikar brúður sem gerðar voru i Salzburg. Þær voru síðan látnar leika óperur Mozarts við mikla hylli áheyr- enda og áhorfenda. DS-þýddi. c Verzlun Verzlun verziun BUeHTAL keramikflísar. „ÚTI & INNI“ Á GÓLF 0G VEGGI. Komið og skoðið eitt mesta flísaúrval landsins. JL-húsið Bvggingavörukjördeild Sími 10600. Þungavinnuvélar \llar gerðir og slærðir vinnuvéla og vörubila á söluskrá. Hlvemnn úrvals vinnuvélar og bíla erlendis frá. Vlarkaðstorgið, Einliolli 8, simi 28590 og 74575 kviildsimi. MOTOROLA Allernalorar í liila og hála, (i/12/24/32 volla. I'lalinnlausar transislorkveikjur i flesla bila. HAUKUR & ÓLAFUR HF. Anpúla 32. Simi 37700. 0&B Simi 40299_______ INNRÉTTINGAR Auðbrekku 32, Kópavogl. Eldhúsinnréttingar. Hnota og eik. Til afgreiðslu innan 2ja til 3ja vikna. Upipstilltar ávstaðnum. Vhrzlunin ÆSA auglýsir: Setjum gulleyrnalokka I eyru með nýrrl tækni. Notum dauðhreinsaðar gullkúlu Vinsamlega pantið i sima 23622. Munið að úrvalið af tizkuskart- grlpunum er í ÆSU. 12. Á

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.