Dagblaðið - 31.10.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 31.10.1977, Blaðsíða 1
f 4 4 i i i i i i i 4 i i i i i i i i 4 i i i 4 i 4 4 4 4 i 3. AR(j. — MANUDAGUR 31. OKTÖBER 1977 — 241. TBL. RITSTJÖRN SÍÐUMULA 12. AUGLVSINGAR ÞVERHOLTI 11. AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2. ■ AÐALSÍMI 27022. Metdagur í síldinni og nú vantar mannskap „Eg tel víst að þetta sé stærsti dagur hjá okkur í síld- inni," sagði Öskar Valdimars- son á háfnarvigtinni á Höfn í Hornafirði í viðtali við DB í morgun. „Ég tel víst að heimabátar og samningsbundnir aðkomubátar muni koma með að landi meira en 8000 tunnur en við höfum auðvitað ekki möguleika á að taka á móti öllu því magni hér á Höfn þannig að ég á von á að bátarnir muni margir sigla austur á Firði eða til Vest- mannaeyja,“ sagði Oskar enn- fremur. Þeir sautján heimabátar sem. hafa tilkynnt um afla munu vera með rétt rúmlega 5400 tunnur. Sagði Oskar að gott veður hefði hér mikið að segja þvf síldin veiddist mikið rétt við land þar sem bátarnir gætu ekki verið nema í bllðu. Frá því að slldveiði með rek- netum hófst í haust eru komin 5.508 tonn á land á Höfn. Þar af hafa 1667 tonn verið fryst en afgangurinn saltaður að mestu þvi aðeins 24 tonn hafa farið í bræðslu. „Hér er annars allt gott að segja, aðeins norðan gola — semsagt fínt veður og nú vantar bara meira fólk til að vinna alla þessa síld sem berst,“ sagði Óskar Valdimarssoh að lokum. - ÓG Betra að draga húfuna niður fyrir eyru Það var kalt í morgun og Esj- an grá niður fyrir miðjar hlíðar. Vetur konungur er að- eins farinn að láta vita af sér. Vindur var á hánorðan í Reykjavík og því vissara að draga húfuna niður fyrir eyr- Frostið var þó ekki nema eitt stig, en snjór náði alveg niður á láglendi. Samkvæmt upplýsing- um Veðurstofunnar er von á áframhaldandi kulda. - JH Ljósmynd keppninni: teinsson. úr Minolta- Eberhardt Mar- Hitleráttison sem nú býr fNorður- Frakklandi — sjá erl. fréttir á bls.9 Geirleikurekki landsleikina við V-Þýzkaland, Pólland ogSvíþjoð — sjá íþröttir bls. 15,16,17,18 og 19 „Þriðja morðið” uppspuni: „Ekki ástæða til frekari rannsóknar” á meintu morði Færeyingsins Petersen —segir rannsóknarlögreglust jóri „Þetta upplýstist ekki svo, að ástæða hafi verið til frekari rannsóknar eða aðgerða af hálfu ákæruvalds,“ sagði Hall- varður Einvarðsson, rann- sóknarlögreglustjóri ríkisins, um meintan dauða færeysks manns, Petersens, hér á landi sumarið 1974. Dauða þessa manns bar fyrst á góma í yfirheyrslum yfir Kristjáni Viðari Viðarssyni, gæzlufanga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. í lögreglu- skýrslu í f.vrravor kvaðst Kristján bera ábyrgð á dauða þessa manns óg lýsti hann að- dragandu þess nokkuð li.'ik'. æmlega. Siðar nefndi Marinó Ciesielski þelta atvik einnig, en mikið ósam- Báðir töluðu þó um þetta ræmi var í framburði þeirra. meinta morð í sambandi við Uggur fyrir játning um þridja morðið? þann flutning á tveimur pokum suður í Hafnarfjarðarhraun, sem Albert Klahn Skaftason hefur margsinnis nefnt i yfir- heyrslum og sagzt hafa verið ökumaður við. Þeir Kristján og Sævar drógu báðir framburð sinn um Fær.ey- inginn Petersen til baka fyrír dómi og þar við situr, eins og kemur fram í svari rannsóknar- lögreglustjóra. Ekki mun hafa verið staðfest að þessa manns væri saknað — og jafnvel ekki að hann hafi verið til. Fréttamenn DB í Fær- eyjum hafa fengið þær upplýs- ingar hjá lögreglunni í Þórs- höfn, að þar væri enginn Peter- sen á íista yfir horfna menn. - ÖV Banaslys íumferðinni —sextán ára pilturlétlfFið Enn eitt banaslys varð 1 • umferðinni á föstudags- kvöld er bíll valt ofan í Mið- dalsgil í Bröttubrekku milli Borgarfjarðar og Dalasýslu. Range Rover bíll frá Reykja- vík var á leið vestur í Dali. I bilnum voru faðir og tveir synir hans auk tvítugs pilts, allir úr Reykjavík. Annar sonurinn, aðeins sextán ára gamall, var látinh þegar Borgarneslögreglan var komin á staðinn. Hann hét Árni Davíðsson, Ljósheim- um 3- - A.Bj. Próf kjör sjálf- stæðismanna í Reykjavík: Tólf menn hafa gefið kost á sér I prófkjörsframboði sjálfstæðismanna til alþing- is I Reykjavík, eins og DB skýrði frá á laugardag. Auk þeirra núverandi þing- manna flokksins I Reykja- vlk, sem víst er talið að sitji áfram á listanum, leitaði kjörnefnd eftir tillögum um frambjóðendur til prófkjörs á fundi með hverfisráðum flokksins sl. miðvikudag. DB nefndi Sigríði Asgeirs- dóttur, Aslaugu Cassata, Ás- laugu Ragnars, Ásgeir H. Eiríkssón, Hilmar Guðlaugs- son, Björgúlf Guðmundsson, Gústaf B. Einarsson, Tryggva Jónsson og Þorwald Mawby. Auk þeirra telur blaðið sig hafa góðar heimildir fyrir eftirtöldum mönnum, sem stungið var upp á: Sr. Þórir Stephensen, Ölöf Benediktsdóttir, Edgar Guðmundsson, Sverrir Axelsson, Kristján Ottósson, Gísli Jóhannsson, Eiríkur Kristjánsson, Lúðvík Hjálm- týsson, Bjarni Guðbrandsson, Gunnar Hauksson, Þórhallur Halldórsson, Helga Gröndal Björnsson, og Kristfn Magnúsdóttir. 32 menn verða á próf- kjörslistanum. Er búizt við því, að kjörnefnd skili störfum og leggi þennan lista fram innan viku af nóvember. Prófkjörið verður 19., 20. og 21. nóvember. -HH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.