Dagblaðið - 31.10.1977, Blaðsíða 29

Dagblaðið - 31.10.1977, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 31. OKTÖBER 1977. 29 ELDHUS- Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 - Sími 15105 Tónlist J.ÓN KRISTiNN CORTES Gerum skipulagstillögurá stadnum — Greiösluskilmálar okkar alltaf jafn hagstæbir. jön Loftsson hf. - STYRKUR til háskólanáms eða rannsóknastarfa í Bret- landi Breska sendiraðið í Reykjavík hefur tjáð íslenskum stjórnvöldum aö The British Council bjóöi fram styrk handa íslendingi til náms eöa rannsóknastarfa viö háskóla eöa aöra vísindastofnun i Bretlandi háskólaáriö 1978-79. Gert er ráöfyrir að styrkurinn nœgi fyrir fargjöldum til og frá Bretlandi, kennslugjöldum, fœöi og húsnæöi, auk styrks til bókakaupa. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi og að ööru jöfnu vera á aldrinum 25—30 ára. Umsóknir um styrk þennan skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfis- götu 6, Reykjavík, fyrir 10. desember nk. — Tilskilin eyöublöö, ásamt upplýsing- um um nauösynleg fylgigögn, má fá á ráöuneytinu og einnig í broska sondiráö- inu, Laufásvegi 49, Reykjavík. Menntamálaráöuneytið, 26. október 1977. Styrkur tilháskólanáms íSvíþjóð Sænsk stjórnvöld hafa tilkynnt aö þau bjóöi fram í löndum sem aöild eiga aö Evrópuráöinu tíu styrki til háskólanáms í Svíþjóö háskólaáriö 1978-79. — Ekki er vitaö fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut íslendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætlaöir til framhaldsnáms viö háskóla. Styrkfjárhæö- in er 1.72 5 sænskar krónur á mánuöi í níu mánuöi en til greina kemur í einstaka tilvikum aö styrkur veröi veittur til allt aö þriggja ára. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi áöur en styrktimabil hefst. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til: Svenska Institutet, P.O. Box 7072, S-103 82 Stockholm, Svorige, fyrir 28. febrúar 1 978. Menntamálaráðuneytið, 26. október 1977. Sinfóníuhljómsveit íslands: Sinfóníuhljómsveit islands, 2. tónleikar í Hóskólabiói, 27. október, 1977. Efnisskra: Mozart: Sinfónía nr. 38. Dvorak: Aría úr óperunni „Rusalka". C.M. von Weber: Aría úr óperunni „Der Freischutz". Alan Berg: Sieben frue Lieder. Tschaikowsky: Capriccio Italien. Stjórnandi: Karsten Andersen a Einsöngvari: Sieglinda Kahmann. Til íslands hafa á undanförn- um árum og áratugum komið fjöl- margir tónlistarmenn til lengri eða skemmri dvalar. Margir þeirra hafa tekið sér íslenskan ríkisborgararétt og hjálpað til við uppbyggingu tónlistarlífs i landinu. Dæmin eru mörg sem sanna það. Sá listamaður sem síðast kom er Sieglinde Kahmann er fluttist hingað búferlum sl. vor ásamt manni sínum, Sigurði Björnssyni óperusöngvara en hann tók við framkvæmdastjórn Sinfónfu- hljómsveitar Islands um síðustu áramót. Sieglinde hefur þegar hafið störf á listasviði sínu, sem söngkennari við Söngskólann í Reykjavik og einnig við Tónlistar- skólann í Hafnarfirði. Kennarar og flytjendur Nú er svo að margir álita að tónlistarmenn gerist ekki kennarar fyrr en hæfni þeirra sjálfra sem flytjenda er farin að bila, en það er auðvitað alrangt. Flestir okkar söng- og hljóðfæra- kennarar eru fólk í fullu fjöri, flytjandi list sína af miklum krafti um allar trissur. Sieglinde Kahmann er einn af þeim. Hún og maður hennar hafa um langt ára- bil starfað í óperuhúsum Þýska- lands, en eins og allir vita getur verið leiðigjarnt að starfa til lengdar á sama stað eða við sömu störf. Allir vilja og þarfnast ein- hverja tilbreytingu. Því var það gæfa okkar íslendinga að þau hjónin ákváðu að koma til íslands í stað þess að láta einhverja aðra nióta hæfni sinnar og reynslu. Stjórnandinn, Karsten Andersen, sá til þess að jafnvægi væri með hljómsveit og einsöngvara. Myndir: jke Söngur Sieglinde Kahmann var yfirvegaður, þróttmikili og tilflnningarikur. líAR'ORUI? LaugamesveguM52 Simi 86411 Stjarna kvöldsins Sieglinde Kahmann var svo sannarlega stjarna kvöldsins á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands sl. fimmtudagskvöld. I aríunum tveimur fyllti rödd hennar salinn, þróttmikil og hljómfögur, hvergi veikur punktur. Hvergi datt hljómurinn úr rödd hennar, hvar á tónsviðinu sem það var, en slíkt vill oft henda einsöngvara, að hljóm- urinn vill verða minni á dýpri enda tónsviðsins eða þá flatur og skerandi á efra sviðinu. En ekki svo hjá Sieglinde, allt tónsvið hennar var jafnt og hljómmikið. Túlkun hennar var með af- brigðum, rismikil og tilfinninga- rík, og þá sérstaklega í ljóðaflokki Albans Berg. Karsten Andersen sá til þess að hún fengi nóg rúm 1 tónvefnaði þeim sem barst frá sviðinu, einkanlega 1 arfunum, en ekki eins vel I verki Bergs. Hljóm- sveitin lék af mikilli nærfærni og nákvæmni, þannig að heildin varð eins og best varð á kosið. ljós á perunni 7 Ef ekki, þá höfum viö mikiö úrval af Ijósaperum í flestum stæröum og styrkleika. ”Rafvörur” hefur úrval efnis til raflagna, einnig dyrabjöllur og raftæki. Rafvirkjar á staónum. Eins og rammi Verk Mozart og Tchaikowskys voru eins og rammi utan um einsönginn, sinfónían vel leikin, en eftir á fannst manni hún hafa verið nánast sem upphitun og Capriccio Italien sem lokaorð góðra tónleika, leikið af miklu fjöri og innlifun. Samt er dálítið hvekkjandi hve hljóðfæraleikarar Sl eiga oft erfitt með að vera sammála um hvar í slagi stjórn- andans þeir eiga að koma inn. Þeir ættu t.d. að þekkja Karsten Andersen og slög hans betur en flestra annarra stjórnenda, að PPP undanskildum. Margargerðir—Einnig VIVA eldhúsinnréttingar 15% afslattur INNRETTBNGAR ELDHUSDEILD Hringbraut 121 — Sími 10-600 SIEGLINDE KAHMANN

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.