Dagblaðið - 31.10.1977, Blaðsíða 7
7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 31. OKTOBER 1977.
Endurskinsmerki eru líftrygging íslæmu skyggni:
SÉRSTAKUR ENDUR-
SKINSMERKJADAGUR
í GRUNNSKÓLUNUM
Kjörorðið er: Allir með.endurskinsmerki, bæði ungir og gamiir.
DB-mynd Sveinn Þormóðsson.
,,Á sl. ári var dreift um 60 þús-
und endurskinsmerkjum og telst
það nokkuð mikið. Notkun endur-
skinsmerkja hefur farið mjög
vaxandi meðal fullorðins fólks og
barna. Það eru aðallega ungling-
arnir 13—14 ára sem ekki nota
endurskinsmerki. Notkun merkj-
anna hefur farið í vöxt hjá
menntaskólakrökkum,“ sagði
Guðmundur Þorsteinsson náms-
stjóri umferðarfræðslu umferðar-
ráðs í samtali við DB.
,,Nú er ætlunin að hafa sérstak-
an endurskinsmerkjadag ein-
hverntíma fyrst i nóvember. I til-
efni af því var öllum skólastjórum
grunnskólanna skrifað bréf og
þeir beðnir um að gangast fyrir
fræðslu um endurskinsmerki í
skólanum. Einnig að fræða börn-
in um umferð í slæmu skyggni.
Skólastjórunum var einnig bent á
að tilvalið væri að efna til keppni
milli einstakra bekkjardeilda eða
árganga um notkun endurskins-
merkja."
— Heyrzt hafa kvartanir þess
efnis að flíkur hafi skemmzt
undan næluendurskinsmerkj-
unum og límmerkin hafi skilið
eftir merki á fötunum.
„Já, en það er hægastur vand-
inn að sjá við því. Límmerkin má
líma á skólatöskur barnanna og
nælumerkið má t.d. næla innan í
vasafóður og kippa því upp úr
vasanum þegar skyggja tekur.
Annars mælum við með saum-
merkjum á úlpur barnanna.
Nú hefur endurskinsmerkjum
verið dreift í alla mjólkursölu-
staði þannig að mjög einfalt er að
nálgast þau. Við viljum eindregið
hvetja foreldra til þess að fræða
börn sín um gildi endurskins-
merkjanna og hengja þau á börn
sín í bak og fyrir,“ sagði Guð-
mundur Þorsteinsson.
- A.Bj.
FLAUELS-
BUXUR
3 SRIfl —
6LIT»R
#
MUSSUR
PEYSUR
SKYRTUR
PILS
FL
Blaðburðarböm óskast
strax við
HRINGBRAUT —
MEISTARAVELLI
BIAÐIÐ
KAMRÍEYJAR
eyjar hins eilífa vors
MALLORKA
Vitið þér að Mallorca er eftirsótt vetrarparadís fyrir milljónir
norður Evrópubúa. Þar er sölríkt og yndislcgt vetrarveður, dags-
hitinn oftast 20-28°, enda falla appelsínurnar af trjánum á
Mallorca í janúarmánuði, og sítrónuuppskeran er í febrúar.
m Tti wi "a jirrT \ t
BESTU HÓTELIN OG ÍBÚÐIRNAR SEM VÖL ER Á Sunna býður upp á bestu hótelin, íbúðirnar og smáhýsin, sem fáanleg eru á Kanaríeyjum. Corona Roja, Corona Blanca, Koka, Rondo, Sun Club, Eugenia Victoria, Los Salomones, Atindana bungalows og Don Carlos íbúðir í Las Palmas. Sunna býður upp á vinsælt dagflug á laugardögum. Hægt er að velja um 1, 2, 3 eða 4 vikna ferðir. Brottfarardagar: 5., 26. nóv. 10., 17., 29. des. 7., 14., 28. jan. 4., 11., 18., 25. feb. 4., 11., 18., 25. marz. 1., 8., 15., 29. apríl. Pantið snemma meðan ennþá er hægt að velja um brottfarar- daga og gististaði. Látið drauminn rætast . . . Til suðurs með Sunnu. JÓLAFERÐ MALLORCA 18. des. - 4. jan. Beint dagflug. Dvalið á eftirsóttum íbúðum og hótelum, s.s. Royal Magaluf, Portonova, Hótel Barbadon, Guadalupe og Helios. ÓDÝR LANGTIMA VETRARDVÖL Brottfbr 4. janúar. Dvalið í 10 vikur með fullu fæði á Hótel Helios. Öll herbergi með baði og sólsvölum, glæsilegir sam- komusalir, dansað á kvöldin, sundlaug í garðinum, rétt við bað- ströndina. Verð aðeins kr. 159.000. Flugferðir, hótel og fullt fæði allan tímann.
y Munið ódýru Lundúnarferðirnar. Brottfarir alla þriðjudaga.
KRMSKRIFSTOMN SUHRA UEKJtRGÍTU 2 SfMAR 16400 12070