Dagblaðið - 31.10.1977, Blaðsíða 31
31
Útvarp íkvöld kl. 19.40: Um daginn og veginn
Sjönvarp íkvöld kl. 20.30: íþróttir
Eftirhreytur af
Norðurlandamótinu
„Nú þetta verður aðallega frá
Norðurlandamótinu í handknatt-
leik. Ég verð að vísu með fjóra
tíma um helgina í það en það
nægir mér engan veginn. Á mánu-
daginn verða svona eftirhreytur,“
sagði Bjarni Felixson er hann var
inntur eftir efni iþróttaþáttarins í
kvöld.
„Þetta efni frá Norðurlanda-
mótinu verður aðalatriðið í
þættinum. Svo ætla ég auk þess
að sýna ýmislegt erlent sem mér
hefur borizt eftir verkfallið.
Þar má til dæmis nefna bíla-
íþróttir, meðal annars rall. Og svo
maraþonhlaupið í New York. Svo
veit ég ekki hvort mér endist tími
fyrir rneira," sagði Bjarni.
Þegar þetta er skrifað
(föstudag) voru úrslit Norður-
landamótsins ekki ljós. tslending-
ar leika í riðli með Norðmönnum
og Dönum. t öðrum riðli eru svo
Svíar, Finnar og Færeyingar.
-DS.
EINNIG MÁLM- 0G GLERLAMPA
- LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL -
Suðurlandsbraut 12
LJOS & ORKA Sími 84488
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUH 31. OKTOBER 1977.
Útvarp
Sjónvarp
„EINU SINNIUNGUR, ALLTAF
UNGUR” — Þorsteinn Ö. Stephensen talar
Grunnur Seðlabankahússins við Arnarhól. DB-mynd Ragnar Th.
„Nei, blessuð vertu, elskan
mín, ég er ekkert búinn að ákveða
hvað ég ætla að tala um. Það er
svo margt sem er ofarlega f hug
mínum,“ sagði Þorsteinn ö.
Stephensen er við hann var rætt
um þáttinn Daginn og veginn. í
honum ætlar Þorsteinn að tala í
kvöld.
„Eg hef ekki nema einu sinni
talað um daginn. og veginn í út-
varpinu og það var fyrir mörgum
árum. En þá líka syndgaði ég
mjög upp á náðina. Bæði talaði ég
of lengi og f stað þess að ræða um
mörg efni talaði ég nær eingöngu
um eitt.
Mig minnir að það hafi verið
þegar byggja átti Seðlabanka-
húsið niðri á Arnarhóli. Þá kom
þarna fólk úr öllum áttum til að
mótmæla. Mér er það ákafalega
hugstætt því það er gaman að sjá
fólk bregða svo snöggt við. Það er
alltaf gaman þegar fólk tekur við
sér.
Þetta var árið sem VL undir-
skriftirnar fóru fram. Og ég man
að ég skrifaði borgarstjóra bréf
með undirskriftarlista þeim sem
gengið hafði manna á milli. Ég
orðaði það svo að nú á þessum
fimbulvetri undirskriftanna á
tslandi og svo framvegis.
Sjónvarp íkvöld kl. 21.15: Tennessee Williams
HÖFUNDUR SPOR-
VAGNSINS GIRNDAR
—og annarra f rægra verka
Fáir leikritahöfundar eru cins
vel þekktir á tslandi og Banda-
rfkjamaðurinn Tennessee
Williams. Sjónvarpið helgar hon-
um meira að segja sérstakan þátt
nú í kvöld, þar sem við hann er
rætt og hann les úr ljóðum sfnum.
Einnig verða fluttir kaflar úr
fimm leikritum eftir hann.
í Brittannicu er þessar1
upplýsingar að finna um
Tennessee Williams. Hann hét
upphaflega Thomas Lanier og er
fæddur árið 1914 f Bandaríkjun-
um. Nánar tiltekið þann 26. marz í
Columbus f Missisippiríki. Hann
sótti skóla f Missouri og Washing-
ton og skrifaði BA ritgerð sfna frá
Háskólanum í Iowa 1938.
Williams hóf að skrifa strax í
æsku og hefur skrifað bæði skáld-
sögur, ljóð og leikrit. Fyrst varð
hann frægur árið 1945 fyrir
lerkrit sitt the Glass Menagerie
(Glerdýrin) sem gekk mjög vel
Broadway. ilann vann verðlaun
Þetta mál er mér svo sem
ennþá hugleikið og það getur vel
verið að ég tali eitthvað um það.
Mér gremst svo öll þessi tvöfeldni
og fals. Það var auðséð á fundin-
um að fólkið vill ekki Iáta byggja
þarna, allra sfzt banka. Þegar þeir
sáu þetta sögðust þeir ætla að
endurskoða málið. Ég átti von á
þvf að þá myndu þeir hreinlega
pakka saman sfnu dóti og fara. En
f stað þess eru þeir enn þá að
reyna að mjaka sér til á lóðinni.
Ætli þeir haldi hreinlega ekki að
ég og þessir sem ákafastir voru
gegn þessu séu dauðir. En ég er
sko ekki dauður, það eiga þeir
eftir að sjá.
Unga kynslóðin er lfka á móti
þessu, það veit ég. Annars veit ég
að maður á ekkert að vera að
skilja að ungu kynslóðina og þá
eldri. Það er eins og ég sagði við
pilta sem komu hérna um daginn.
Einu sinni skáti, alltaf skáti, er
sagt. Má ekki allt eins segja: Einu
sinni ungur alltaf ungur“?
Og þegar Þorsteinn ö. er
annars vegar held ég að allir
fallist á þetta.
-DS.
NY ÞJONUSTA:
24 - STUNDA - FRAMKÖLLUN
LITMYNDIRÁ
KLUKKUSTUNDUM
Hafnarstrætí
17
Simi 22580
inyndiðja
n_
Suðuriands-
braut 20
Sími 82733
BIAÐIÐ á ríkisstyrks
NÝ SENDING
MARMARALAMPA
gagnrýnenda f New York þrisvar
sinnum fyrir það leikrit og Spor-
vagninn Girnd sem hér hefur
verið sýndur og Cat on a Hot Tin
Roof (Köttur á heitu blikkþaki).
Verðlaun útgefanda fékk hann
einnig fyrir tvö síðarnefndu
verkin.
Persónur Williams eru allar
sjúkar á sálinni og geta ekki
hegðað sér sjálfstætt, aðeins
brugðizt við hegðun annarra. Þær
eru flestar grimmar hver við aðra
og innst inni eru þær grimm rán-
dýr sem eyðileggja vilja
náungann og sjálfar sig. Fyrir
þetta fólk er ekki hægt að vona
neitt og ekkert hægt að gera.
Hér hafa verið sýnd eftir hann
verkin Sporvagninn Girnd, Húm-
ar hægt að kveldi, Sumri hallar,
Tobacco Road, Glerdýrin og
Köttur á heitu blikkþaki
(bfómynd sem hér var sýnd og
var einnig flutt í útvarpi).
-DS.