Dagblaðið - 31.10.1977, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 31. OKTÖBER 1977.
Austur-þýzka flutningaskipið Karlsholst laskaðist svo mikið í óveðri út
af strönd Norður-Noregs í fyrri viku að áhöfnin varð að yfirgefa það.
Eftir það rak skipið nær landi og á myndinni má sjá hvar það liggur
nær aiveg á hliðinni en bátarnir, sem nærri því eru, munu vera að
reyna að bjarga einhverju af farmi þess.
SKIL hjólsögina er óþarfi aö kynna náið, svo þekkt
er hun orðin. Er frábærlega vel hönnuð og jafnvægi
vélarinnar gott. Þannig þarf ekki nein stórátök, þó
verið sé að saga þykkt efni. Auövelt er að stilla dýpt
sagarblaðsins og ,,landið‘‘. Fáanleg eru allar teg-
undir sagarblaða og fljótlegt er að skipta um þau.
Auk hjólsaga framleiðir SKIL afsömu alúð og vand-
virkni, stingsagir, stórviðarsagir, hefla, slipivélar og
fræsara. SKIL rafmagnshandverkfæri svara fyllstu
kröfum nútimans og henta jafnt leikmönnum sem
atvinnumönnum.
Póstsendum myndlista ef óskað er.
ÞEIR SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI,VELJA SML
Einkaumboð á íslandi fyrir SKIL rafmagnshandverkfæri:
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
Það er okkur mikil ánægja að geta nú boðið hin margreyndu og
viðfrægu SKIL rafmagnshandverkfæri. SKIL verksmiðjurnar
voru stofnaðar i Chicago i Bandarikjunum árið 1924
til framleiðslu á nýrri einkaleyfisuppfinningu,
rafknúinni hjólsög, hinni heimsfrægu
SKIL-sög, sem viðbrugðið var fyrir gæði.
Siðan hafa verið framleidd mörg verkfæri og
gerðar margar nýjar uppgötvanir
á rannsóknarstofu SKlL verksmiðjanna,.
sem hafa gert SKIL handverkfærin
heimsfræg og eftirsótt.
ÓLAFUR
GEIRSSON
Erlendar
fréttir
REUTER
Pan Am þota:
Setti hraða-
met ítilefni
50ára
afmælis
Farþegaþota frá Pan Am flug-
félaginu lenti í San Francisco í
gærkvöldi eftir að hafa farið um-
hverfis jörðina á 54 klukkustund-
um og fimmtíu mínútum.
Er það nýtt heimsmet farþega-
þotu og meira en sjö
klukkustundum betra en eldra
metið, sem sett var af Boeing 707
þotu árið 1965, var 62
klukkustundir og 27 mínútur.
Pan Am þotan lagði upp frá
San Fransisco, fór til London,
þaðan til Cape Town í Suður-
Afrfku og Auckland á Nýja-
Sjálandi.
Ekki tókst að halda alveg
áætlun en hugmyndin var að fara
vegalengdina á 48 klukkustund-
um og 40 mínútum.
Tilefni ferðarinnar er að Pan
Am flugfélagið er 50 ára um þess-
ar mundir.
í kránni
fékkst
ekki
deigur
dropi
Viðskiptavinir krar
einnar f Birmingham í Eng-
landi hafa fengið bjór í
krúsir sfnar í fyrsta skipti f
tvö ár.
í heil tvö ár hefur ekki
fengizt (jeigur dropi af
neinu áfengu öli á kránni.
Það stafar af þvi að menn
sem aka út bjórnum, neit-
uðu að aka því á krána
vegna þess að eigandi
hennar hafði verið svo dóna-
legur við þá. Hafði rudda-
skapur kráreigandans tekið
út yfir allan þjófabalk og
þeir menn sem óku út ölinu,
ákvaðu að hann skyldi ekki
fá að komast upp með slíkt.
Hann fékk einfaldlega
engan til að aka út öli á sína
krá.
Nú hafa útkeyrslu-
mennirnir ákveðið að Iétta
banninu og kráin hefur nú í
fyrsta sinn á tveim árum get-
að boðið viðskiptavinum sín-
um upp á einn léttan.
Ástæðan fvrir því að
banninu var létt af, var það
að ölgerðin hefur ákveðið að
færa heldur betur út
kvíarnar og á að stækka
hana og breyta fyrir mörg
þúsund sterlingspund.