Dagblaðið - 31.10.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 31.10.1977, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 31. OKTOBER 1977. Brutust inn í þrjá sköla og vörugeymslu F’imm drengir, allir í kringum 15 ára aldurinn, hafa viðurkennt að hafa verið vaidir að innbrotum á fimm stöðum í Reykjavík. Brutust þeir inn í þrjá skóla, Hagaskóla, Réttar- holtsskóla og ölduselsskóla í Breiðholti. Auk þess fóru þeir tvívegis inn í vörugeymslu SÍS austan Sundahafnar. Ekki unnu piltarnir þessi verk allir í hóp heldur saman á víxl, ýmist tveir eða fleiri. ASt. HLUTI100 MILUÓN KR. HEILSUGÆZLUSTÖÐVAR TEKINN í NOTKUN A HÖFN í HORN AFIRÐI Heilsugæzlustöðin í Höfn — DB- myndir Vígsteinn. 135 ÞUSUND KR. GJÖF TIL SVFÍ Frú Eiríka og Þorgrimur St. Eyjólfsson útgerðarmaður í Keflavfk hafa afhent Slysa- varnafélagi tslands 135 þúsund krónur frá Ásu Guðmunds- dótti r Wright. Skömmu fyrir andlát sitt ánafnaði frú Ása ákveðinni peningaupphæð til SVFÍ til minningar um foreldra sína, læknishjónin frú Arndísi Jónsdóttur og Guðmund Guðmundsson, er síðast var læknir í Stykkis- hólmi. SVFt þakkar gjöf þessa sem verður varið til eflingar sjó- slysavarna að ósk gefandans. Merkum áfanga hefur nú verið náð 1 heilsugæzlumálum Austur- Skaftfellinga með þvi að heilsu- gæzlustöð var formlega tekin i notkun á Höfn í Hornafirði á föstudaginn var. Framkvæmdir við byggingu hófust seint á þjóð- hátiðarárinu 1974 og er kostnaður kominn í rúmlega 100 milljónir króna. Enn er norðurálma hússins ófullgerð en þar er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir tannlækni og sjúkraþjálfará. í heilsugæzlustöðinni, sem er 725 fermetrar að grunnfleti, er aðstaða fyrir tvo lækna, auk sér- fræðings. Þar er einnig rann- sóknastofa og röntgenmynda- stofa, aðgerðarstofa og eitt sjúkraherbergi. Arkitekt byggingarinnar er Jón Haraldsson og verktaki fyrri hluta verksins var Guðmundur Jónsson byggingameistari. Byggingafélagið Höfn h/f var verktaki við tréverk og innrétt- ingar. Hermann Hansson for- maður bygginganefndarinnar flutti ávarp og lýsti fram- kvæmdum stöðvarinnar. Matthías Bjarnason, heilbrigðisráðherra flutti ræðu og afhenti stöðina til SÁÁ hyggur á opnun afvötn- unarstöðvar á Akureyri Nú stenaur til aö SamtoK áhugamanna um áfengismál, SÁÁ, færi út kvíarnar til Akur- eyrar. Þrír menn frá samtökun- um, Hilmar Helgason, fram- kvæmdastjóri, Pétur Sigurðsson alþingismaður og Steinar Guðmundsson skrifstofumaður, auk þriggja Akureyringa sem staðið hafa að undirbúningi kynningarfundar á Akureyri efndu til blaðamannafundar á laugardag. Sunnanmenn lýstu til- gangi og framtíðaráformum sam- takanna en norðanmenn áhuga sínum og áformum um að opna upplýsinga og ráðgjafaskrifstofu á Akureyri um áramót. Einnig var rætt um afvötnunaraðstöðu fyrir drykkjusjúklinga. Var sérstak- lega þökkuð sú aðstaða sem for- ráðamenn og læknar Kristnes- hælis hafa látið I té, — þótt hún hafi ekki verið fullnægjandi. SÁÁ mun beita sér fyrir því að þessi aðstaða verði stóraukin og bætt með opnun afvötnunar- aðstöðu og ráðningu starfsfólks til hennar. Sérstaklega var tekið fram á fundinum að AA-samtökin á Akureyri eru í heild ekki aðili að samtökunum en flestir AA-menn eru félagsmenn sem einstaklingar. SÁÁ menn sýndu mikinn áhuga á að kanna hvort Laugaland í Eyjafirði hentaði sem endurhæfingarstöð fyrir drykkjusjúka, eftir að þeir hafa verið í meðferð á afvötnunar- deild. Kom fram ósk um samstarf við skólayfirvöld um fræðslu í skól- um bæjarins um áfengisvanda- málið og þær hörmulegu af- leiðingar sem ofneyzla þess getur haft I för með sér. SÁA-menn þáðu hádegisverðar- boð bæjarstjórnar Akureyrar og voru málin reifuð þar. Kom fram mikill áhugi bæjarstjórnarmanna á málefninu og greinilegt að sam- tökin vænta mikils af samstarfi við Akureyrarbæ. Klukkan 2 var haldinn almennur útbreiðslufundur í Borgarbíói og tókst hann mjög vel. Að honum loknum áttu SÁÁ menn viðræður við stjórn Lækna- félags Akureyrar. Kom fram hjá læknunum að mikil þörf er á afvötnunar- og endurhæfingar- aðstöðu á Akureyri. Æ fleíri bætast í þann hóp sem til þeirra leita vegna ofneyzlu áfengis eða vegna veikinda sem rekja má til hennar. Læknarnir lýstu fullum stuðningi við þau áform sem SÁA hefur uppi í þessum efnum. Fax/abj. SKÁTAR KENNÁ Á ÁTTA- VITA 0G LANDABRÉF Hjálparsveit skáta hefur i hyggju að halda námskeið í meðferð áttavita og landabréfa fyrir rjúpnaskyttur og svo að sjálfsögðu aðra er áhuga hafa á að afla sér þekkingar um meðferð slikra tækja. Námskeiðin verða tvö — hvort um sig stendur í tvö kvöld og verðui' þátttökugjald 1000 krónur. Þá verða einnig veittar upplýsingar um með- ferð ferðabúnaðar svo og ferða- fatnað. Námskeiðin verða haldin í húsnæði hjálparsveit- arinnar i Ármúlaskóla — og verður síðara kvöldinu varið i verklega æfingu. Námskeiðin eru einkum ætluð rjúpnask.vttum — en þó alls ekki einhlítt. Allir þeir er áhuga hafa á að læra um notkun áttavita og landabréfs eru velkomnir á námskeiðin — enda getur góð kunnátta í með- ferð áttavita og landabréfs skipt sköpum hjá sérhverjum ferðalangi á Islandi. landi veðrabrigðanna. rekstrar. Oskar Helgason oddviti Hafnarhrepps er formaður rekstrarnefndar Heilsugæzlu- stöðvarinnar. Héraðslæknirinn á Höfn er' Kjartan Árnason. Hefur hann starfaði í héraðinu óslitið í tuttugu og sjö ár, síðan hann lauk námi. Er hann eini læknirinn í Höfn en stefnt er að því að fá annan lækni til starfa við stöðina. Ljósmóðir er Vilborg Einarsdóttir og ráðsmaður Gísli Arason. Tveir læknaritarar starfa við stöðina, Ragnhildur Sigbjörnsdóttir oe Hefna Hektorsdóttir. mm Læknirinn sagði 1 viðtali við DB að fyrst í stað yrði hann að notast við þau tæki sem til voru. Lftið röntgentæki var meðal þeirra áhalda sem til voru og er allsendis ófullnægjandi. Sagði læknirinn að tilfinnanlega vantaði í stöðina gott röntgett tæki. Ibúar á Höfn f Hornafirði voru 1250 í fyrra en í Austur Skafta- fellssýslu eru fbúar um 3000 talsins. Þar að auki þarf læknir- inn i Höfn að sinna sjómönnum og öðru aðkomufólki, sem alltaf er nokkuð af á Höfn. Vígsteinn/abJ Hermann Hansson kaupfélags- stjóri og formaður byggingar- nefndar. Grindavík: „EG VIL FA MER MANN” Leikfélag Grindavikur æfir nú af kappi leikritið Ég vil fá mér mann, sem frumsýnt verður á, næstunni. Höfundur leikritsins er Philip King en þýðandi Sigurður Kristjánsson. Leikur þessi er fimmta verk- efni félagsins og er Magnús Jóns- skytur það nokuð skökku við son leikstjóri. Hlutverk eru níu og er æft og sýnt i gamla Kaupfélagshúsinu. Enn hefur leikfélagið ekki fjár- hagslegt bolmagn til þess að taka félagsheimili sitt, Festi, á leigu og upphaflega hugmynd sem liggur að baki rekstri slíkra félags- heimila. Formaður félagsins er Guðveig Sigurjónsdóttir. HP

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.