Dagblaðið - 31.10.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 31.10.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 31. OKTOBER 1977. Svokallað „Flateyrardæmi” Fyrir réttum hálfum mánuði (þegar þetta er ritaö) birtust í Dagblaðinu þrjár greinar um mál- efni Flateyrarhrepps. Ekki hafði ég hugsað mér að standa í opinberum blaðaskrifunt um málefni minnar heimasveitar, en að athuguðu máli og sam- kvæmt ábendingu tel ég þó rétt að koma á framfæri nokkrum athugasemdum þótt síðbúnar séu. Ég geri greinunum í heild ekki skil. Taldi raunar að þær dæmdu sig sjálfar. Sá sem læsi þær opnum augum sæi að heimildar- maður eða -rhenn blaðamanns- ins fóðruðu hann ekki hlut- drægnislaust. Öhætt er að fullyrða, að hér er ekki um að ræða neinn aðal- manna í hreppsnefnd Flateyrar- hrepps. 1 gerðabók hreppsnefndar eru færð þau mál, sem tekin eru á dagskrá, tillögur og niðurstöður, Ennfremur bókanir sem einstakir hreppsnefndarmenn óska eftir, og fyrirspurnir þeirra, en umræður yfirleitt ekki. Hygg ég að þetta sé í samræmi við það sem almennt gerist. Tilvitnanir í ein- stakar bókanir hreppsnefndar gefa því ekki viðhlítandi heildar- mynd, nema rétt sé fyllt í eyð- urnar. Ýmis atriði, sem fram koma í greinunum eru því miður rétt, önnur beinlínis röng, og í heild er frásögnin villandi. Um vinnubrögð blaðamannsins Um þau vil ég aðeins segja þetta. Ef hér er á ferðinni sú tegund blaðamennsku, sem nefnd hefur verið rannsóknarblaða- mennska þá rís greinarflokkur- inn ekki undir nafni. Skal ég nefna um það dæmi. Með tyrstu grein er birt mynd af Suðureyri og hún sögð af Flat- eyri, en með síðustu grein er birt rétt mynd af Flateyri. t fyrstu greininni fór blaða- maðurinn vestur og kannaði vandamálið, en í athugasemd með síðustu grein kom fram, að hann fór hvergi. 1 fyrstu grein er innheimta talin 51,1% árið 1974, en síðar mun hafa verið leiðrétt að hún hafi verið rúm 90% það ár. Ruglað er saman nöfnum á núver- andi sveitarstjóra og fulltrúa S.F.V. í hreppsnefnd. Villandi er frásögnin um aðgerðir og gang mála varðandi hreppsnefnd — sýslumann og ráðúneyti. Virða verður blaðamanni það til vorkunnar, að hann telur sögu- mann eða -menn sína svo örugga heimildarmenn, að ekki þurfi að leita staðfestingar einhverra aðal- manna í hreppsnefnd eða annarra, sem vel þekkja til mála. Það voru mistök og öllum geta jú orðið á mistök. Það skal hins vegar við hann virt, að allar greinarnar bera með sér yfirbragð endursagnar og hann forðast að leggja sjálfur dóm á málin eða fella órökstudda sleggjudóma. Staða hreppsins 1 myndatexta segir, að sveitar- félagið standi á brauðfótum. Lesa má út úr greinunum að hreppsnefndin sé óábyrg og aðgerðalaus og aðeins einn maður komi þar inn öðru hvoru og tali af viti, þ.e. formaður verkalýðs- félagsins og varamaður S.F.V. í hreppsnefnd. Þessu skal öllu mótmælt og mjög ómaklegt er, ef þeir sem lesið hafa greinarnar mynda sér þá skoðun. YDKIFX RAnMINTANQPAnAR — svaroddvita Kjallarinn Gunnlaugur Finnsson Rekstur, fjórreiður, bókhald Þrír ofangreindir þættir eru að sjálfsögðu nátengdir hver öðrum og öruggt bókhald undirstaða þess að hægt sé að fylgjast með fjárreiðum sveitarfélagsins. Eg mun þó fara nokkrum orðum um hvern þátt fyrir sig. Framkvœmdir og rekstur I upphafi kjörtímabilsins biðu hreppsnefndarinnar mörg knýj- andi úrlausnarefni. í tíð fyrrver- andi hreppsnefndar hafði verið brotið í blað að því er varðar frumkvæði hreppsins í húsnæðis- málum. Breytt atvinnuástand og hugur ungs fólks til að setjast að í sveitarfélaginu kallaði á vaxandi aðgerðir af hálfu þess, enda hefur tekist að snúa vörn í sókn, árlegri fækkun íbúa um iangt árabil breytt í fjölgun 1. des. 1975 til 1. des. 1976, og er þess að vænta að svo verði áfram. Vinna þurfti að skipulagi nýs byggðarhverfis og í tengslum við það að holræsa- og gatnagerð, hafnargerð og malbik- un í takt við önnur sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum árin '1974 og 1975. Var þá annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Hreppsnefnd gerði sér þess glögga grein, að þessi ár var bogi framkvæmdanna spenntur til hins ýtrasta, en að draga þyrfti seglin saman á síðari hluta kjör- tímabilsins. Svo hefur og orðið raunin, enda þótt enn sé unnið að mikilvægum framkvæmdum, bæði að því er varðar húsnæðismál sem og við byggingu íþróttahúss og sund- laugar, en þar hófust fram- kvæmdir í sumar. Ég tel, að fyrr- nefndar framkvæmdir hafi gengið mjög vel undir yfirstjórn fyrrverandi sveitarstjóra og tel rétt að það komi fram. Það þurfti þvt engum, sem til þekkti, að koma á óvart, þótt lausafjár- og greiðslustaða hrepp’sins yrði erfið, einkum á árinu 1976 og yfirstandandi ári. Fjórreiður I greinarflokknum eru ræki- lega tíunduð vanskil hreppsins og skal það ekki afsakað hér né annars staðar. Aðeins skal á það bent, að dráttarvextir eru túlkaðir sem beint tap. Vitanlega. er beina tapið mismunur dráttar- vaxta og útlánskjara viðkomandi lánastofnunar. Auðvitað er odd- vita ekki síður en öðrum hrepps- nefndarmönnum raun að greiðslu dráttarvaxta, sem og að í nokkrum tilvikum kom til inn- heimtukostnaðar, sem reiknast að sjálfsögðu beint tap. Það væri vel, ef Flateyrarhreppur væri eina sveitarfélagið, sem lent hefði í greiðslu dráttarvax,ta. Hins vegar má það vel koma. fram, sem sögumaður — eða -menn hafa sennilega vandlega þagað yfir. í árslok 1975 hafði verið staðið við allar greiðslur vaxta og af- borgana af föstum lánum, bæði þeim sem féllu í gjalddaga á þvi ári og ógreitt var frá fyrra ári. Ennfremur greidd upp skuld við rlkisábyrgðasjóð f.f. ári. Sömu sögu er að segja 1976 með einni undantekningu auk ríkisábyrgða- sjóðs. Bókhald — reikningar Hér er komið að þeim þættin- um sem fyrst og fremst hefur gefið tilefni til þessara blaða- skrifa. Ekki hvarflar að mér að draga fjöður yfir það, að hér kom upp sú staða, sem óviðunandi er hverri sveitarstjórn. Hreppsnefnd er sökuð um að- gerðaleysi og sofandahátt í þessum málum. Eg tel rétt að rekja í tímaröð helstu atriði er varða þennan þátt. Á fyrsta ári sveitarstjóra 1975 skilaði hann reikningum fyrir 1974 það tímanlega, að þeir voru afgreiddir á sýslufundi það sumar með þeim fyrirvara, að sjóðsupp- gjöri var þá enn ólokið. Þegar tillaga fulltrúa S.F.V. um upp- sögn sveitarstjóra var tekin fyrir og afgreidd í byrjaðan nóvember 1975, lá fyrir endanlegt sjóðsupp- gjör undirritað og unnið af öðrum hinna kjörnu endurskoðenda. Upplýst var á þeim fundi að búið væri að færa bókhald hreppsins allt upp til þess tíma. Þótti þeim sem greiddu atkvæði gegn tillögunni ekki forsendur fyrir því að segja sveitarstjóra upp. Þegar hann 2'/í mánuði síðar sendi uppsögn sina (þá er hann síðar dró til baka) var ekki annað vitað en að reikningar gætu verið tilbúnir á eðlilegum tíma, miðað við það sem að ofan segir. Hins vegar kom i ljós um vorið og sumarið, að svo var ekki. Gátu þeir ekki komið til af- greiðslu sýslufundar, sem hald- inn var í ágúst 1976. 8. okt. samþykkti hreppsnefnd ráðningu fyrrverandi sveitar- stjóra (Þ..G.) og skyldi hans starf fyrst og fremst fólgið í því að ná endum saman og færa bókhaldið upp til þess dags, sem hann lyki störfum. Ætlað var að þessu verki yrði lokið í sfðasta lagi í desember. Þær vonir brugðust, bæði vegna anna Þ.G. við önnur störf sem og að umfang verksins reyndist meira en það upphaflega var talið vera. Oddviti fullyrti aldrei hvenær r. eikningar yrðu tilbúnir, en þegar það bar á góma greindi hann frá því, hver væri spá Þ.G. um lok verksins. Rétt er sagt frá uppsögn sveitarstjóra, og rann uppsagnar- frestur og starfstími út 1. ágúst s. l. í júlíbyrjun óskaði sveitarstjóri eftir að verða leystur frá störfum þ.e. hann ætti inni sumarfrí. Ekki hafði þá tekist að ráða nýjan mann til starfans. Það er fyrst hálfum mánuði fyrir starfslok sveitarstjóra, að fulltrúi S.F.V. ber upp tillögu um að „lyklarnir verði teknir af Kristni“. Eg tel að sú tillaga hafi verið borin upp vegna misskilnings, og reisi þá skoðun mína á samtali við flutningsmann og Þ.G. eftir þann fund. Hreppsnefnd féllst ekki á tillöguna. Þess er að vænta að þessu bók- íialdsmáli ljúki áður en næsta mánuði lýkur og verði afgreitt heima í héraði áður en jólahátíð gengur í garð. Ég tel mig ekki hafa dregið fjöður yfir þau mistök sem orðið hafa og tvö dagblöð hafa tíundað fyrir þjóðinni. Ég hefi í þessari grein minni heldur ekki tekið upp hanskann fyrir - fráfarandi sveitarstjóra. Vilji hann telja það fram sem honum kann að vera til málsbóta er hann einfær um það, sýnist honum svo. Þess er að vænta, að þeim hægist nú sem svo grandvarlega eru þenkjandi.'að það særði sam- visku þeirra, ef slíkt mál kæmist ekki inn í umræðu þjóðmála- blaða. Þess er líka að vænta, að þeir láti ekki sverð réttlætis og heiðar- leika síga, hvar þar sem mönnum er trúað fyrir almannafé, vörslu þess og ráðstöfun. Gunnlaugur Finnsson alþingismaður. Vikan Sölubörn óskast Uppl.ísíma 36720 í eftirtalin hverfi á Seltjarnarnesi og f Reykjavík Hverfi 2: LÁTRASTRÖND FORNASTRÖND SELSTRÖNI) SKÖLABRAUT REST MELBRAUT REST SUÐURBRAUT l'NNARBRAUT BAKKAVÖR Hverfi 8: SELJAVEGUR FRAMNESVEGUR HOLTSGATA VESTURGATA BREKKUSTÍGUR SJAFNARGATA BAKKASTÍGUR HRINGBRAUT AÐ HOFSVALLARGÖTU VESTUR AÐ BRÆÐRABORGARSTÍG Hverfi 9: BRUNNSTÍGUR MÝRARGATA NÝLENDUGATA R.4NARGATA BARUGAÍA STÝRIMANNASTÍGUR UNNARSTÍGUR MARARGATA HRANNARSTÍGUR = ÖLDUGATA = ÆGISGATA Hverfi 11: SUÐURGATA STURLUGATA ODDAGATA ARAGATA LÖUGATA ÞRASTARGATA FALKAGATA SMYRILSVEGUR GRÍMSIFAGI LYNGHAGI STARHAGI Hverfi 12: EINARSNES GNITANES B Al'GANES AlSTURNES SKILDING ANES I ÁFNISNES SKELJANES SIIELLSTÖDIN .PM1 Hverfi 13: BALDURSGATA VÁLASTÍGUR NÖNNUGATA HAÐARSTÍGUR FREYJUGATA BRAGAGATA FJÖLUGATA SÖLEYJARGATA Hverfi 17: SÆTUN steintun BORGARTUN SKULATUN HÖFÐATUN LAMBTUN miðtUn hatun Hverfi 18: STAKKHOLT MJÖLNISHOLT BRAUTARHOLT NÖATUN SKIPHOLT AÐ NOTATUNI STANGARIIOLT STÓRHOLT FLÓKAGATA MEÐALHOLT EINIIOLT ÞVERHOLT IIATEIGSV. AÐ LÖNGUHLÍÐ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.