Dagblaðið - 31.10.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 31.10.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 31. OKT0BER 1977. 15 i íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I og einnig að undirbúningi lands- liðsins var áfátt fyrir keppnina vegna utanaðkomandi aðstæðna. Það breytir því ekki, að islenzka liðið hefur of marga „farþega“ eins og áður sagði, leikmenn með allt of litla reynslu. Leikmenn sem ekki eiga enn erindi í lands- lið. Það vekur því furðu að lands- liðsnefnd skuli ekki sjá ástæðu að nota Pál Björgvinsson og Stefán Gunnarsson. Þeir með sína miklu reynslu mundu áreiðanlega reynast drjúgur liðsstyrkur. Þvi hefur verið borið við, að Páll sér i lagi væri enn ekki i nógri æfingu — en reynsla NM sýnir að ýmsir leikmenn eru ekki í nðgri æfingu. Menn ættu að minnast, að hinn góði árangur í Austurriki var fyrst og síðast að þakka mikilli leikreynslu lykilleikmanna — hið sama gildir einnig um Danmörku ef árangur á að nást. Núverandi landsliðskjarni er einfaldlega ekki nógu góður. Mörk Islands skoruðu — Jón Karlsson 8 — 5 víti. Ölafur Eiilarsson 7. Geir Hallsteinsson 5, Þorbjörn Guðmundsson 3 og Árni Indriðason 2. Mörk Dana skoruðu — Anders Dahl-Nielsen 8, Mikhael Berg 6, svo og Thomas Pazy. Henrik Jacobsgaard skoraði 3 mörk, Erik Petersen, Bjarne Jeppesen og Jesper Petersen skoruðu eitt mark hver. - h. halls. Þrumufleygur Ólafs færði íslandi stig gegn Dönum —að loknum venjulegum leiktfma, Ísland-Danmörk 25-25. Margir Ijósir punktar eftir vonbrigðin gegn Noregi Islendingar hlutu nokkra upp- reisn æru eftir ósigurinn gegn Norðmönnum á NM i handknatt- leik er ísland gerði jafntefli við Dani, 25-25 á Iaugardag. Óiafur Einarsson skoraði jöfnunarmark tslands þegar venjulegum ielk- tíma var lokið. fslenzku leik- mennirnir fögnuðu jafntefli og eins og svo oft áður stóð islenzka liðið sig framar vonum þegar hvað minnstu var búizt við af því. En jafnteflið reyndist ekki nóg — fsland varð að ieika við Færey- inga um fimmta sætið á NM. ísland hlaut því eitt stig úl úr riðlakeppninni — en þrátt fyrir það mátti vissulega sjá ánægju- lega leikkafla til íslenzka liðsins gegn Dönum, já hreint frábæra. Eins og svo oft var Geir Hall- steinsson maðurinn á bak við — hreint óstöðvandi. Snilli hans ásamt þrumuskotum Ölafs Einarssonar skópu fimm marka forustu Islands um tfma, 10-5, og síðan 12-7 en þá hljóp allt í baklás hjá íslenzka liðinu og Danir náðu að minnka muninn fyrir leikhlé í tvö mörk, 15-13. Sá munur hélzt framan af síðari hálfleik — þannig var staðar. um miðjan síðari hálfleik 19-17 — þá komu hins vegar fimm dönsk mörk og Danir virtust stefna hraðbyri í sigur, 19-22, síðan 21-24 — en Danir gáfu eftir í lokin og Islendingar náðu að bjarga leiknum, jafntefli 25-25. Þrátt fyrir neðsta sætið í riðlin- um sást ýmislegt ánægjulegt I kring um leik íslenzka liðsins. Snilldarleikur Geirs Hallsteins- sonar í fyrri hálfleik — þrumu- skot Ölafs Einarssonar þá — og síðan kom Jón Karlsson sterkur upp í síðari hálfleik, bókstaflega bjargaði stigi í höfn. íslenzka liðið þreyttist greini- lega í síðari hálfleik, rétt eins og leikmenn hefðu ekki nægt úthald. Geir Hallsteinsson var ekki eins áberandi í síðari hálfleik, þreytt- ist, kanóna Ölafs Einarssonar missti marks. Þá reyndist ekki nóg breidd í íslenzka liðinu, jú, Jón Karlsson með sína miklu reynslu stóð upp úr. Þorbjörn Guðmundsson og Arni Indriðason stóðu fyrir sinu í vörninni og drjúgir I sókn — skoruðu samtals 5 mörk — en aðrir leikmenn kom- ust ekki á blað. Þettta er ihugunarefni fyrir landsliðsnefnd — aðeins 5 leik- menn skoruðu mörk Islands, 25. Allt of margir farþegar eru I is- lenzka liðinu, virka nánast statist- ar. Ihugunarefni, sem krefst svara og þá kemur fyrst að kalla verður einhverja „útlendingana" heim. Gallinn er sá, að þeir geta ekki tekið þátt í æfingapró- grammi landsliðsins fram í des- ember — en Island þarfnast að- stoðar þeirra, það má hverjum manni ljóst vera. Auð vitað var og skarð fyrir skildi að Björgvin Björgvinsson sér i lagi og Viggó Sigurðsson gátu ekki leikið í NM Olafur Einarsson sendir fallega á Arna Indriðason á línuna — og Arni skoraði. UB-mynd Bjarnleitur. Þú byrfar daginn vel, ef þú drekkur mjóljkurglas a<ð morgnl- i>ví ísköld mjóikin er e'kM bara svalandi d.rvkk;u.r. hektar fæóa.. sem inni- h&lúur lifsnauðsymleg næringar- efni í riku.m m.æli. svo s.em k k.alk.. prótín og vítamín. Mjólkurglas að rnorgni gefur þér forskot á góðan dag. 9 Miolk og nijolkuiTtiimiir orkulind okkar og heilsugjaS ÚrslitáNM Crsiit leikja í A-riðli á NM urðu: Svíþjóð-Færeyjar 34-15 Færeyjar-Finnland 17-20 Svíþjóð-Finnland 33-15 Lokastaðan í A-riðli var því: Svíþjóð 2 2 0 0 67-30 4 Finnland 2 1 0 1 35-50 2 Færeyjar 2 0 0 2 32-54 0 Urslit leikja í B-riðli urðu: Ísland-Noregur 17-18 Noregur-Danmörk 15-20 Island-Danmörk 25-25 Lokastaðan í A-riðli varð: Danmörk 2 1 1 0 45-40 3 Noregur 2 1 0 1 32-38 2 fsiand 2 0 1 1 42-43 1 Orslit um 1. sætið: Danmörk-Svíþjóð 21-20. Um 3. sætið Noregur-Finniand 25-20 Um 5. sætið: Island-Færeyjar 27-18 Mjólk inniheldur kalk, motín,vítanim og

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.