Dagblaðið - 24.11.1977, Side 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1977.
3
Heyrnardaufir hafa lítið
gagn af innlendum þáttum
GEYSILEGT FYRIRTÆKIAÐ TEXTAINNLENDA ÞÆTTIOG
ÓFRAMKVÆMANLEGT í SUMUM TILFELLUM, — segir útvarpsst jöri
Þórarinn M. Friðjónsson
sendi okkur langt bréf sem
skrifað er 17. nóvember. Hann
minnist m.a. á grein sem Guð-
mundur I. frá Akureyri skrif-
aði í Visi 5. nóv. þar sem greint
er frá að á landinu séu 200
heyrnarlausir. Allir óski þeir
eftir að fá íslenzkan texta með
sjónvarpsfréttum og öðru efni
sem er með íslenzku tali. Lýsir
Þórarinn vonbrigðum sfnum
vegna þess að forráðamenn
sjónvarpsins hafa daufheyrzt
við óskum heyrnardaufra um
textun íslenzkra mynda. Telur
hann það stafa frekar af
heimsku en þekkingarleysi.
Síðan segir Þórarinn:
„Fólk sem hefur mjög góða
heyrn hefur engan skilning á
heyrnarleysi né heyrnardeyfð
einfaldlega vegna þekkingar-
skorts á þeim sjúkdómi. Hugs-
um okkur heyrnarlausan ein-
stakling sem orðinn er um eða
yfir 75 ára. Hann hefur átt sjón-
varp í mörg ár. Oft koma í
heimsókn til hans gestir, konur
og karlar á aldrinum tuttugu og
fimm til sjötugs og allt þetta
fólk á eitt sameiginlegt með
hinum fyrrgreinda einstakl-
ingi, það er HEYRNARLAUST.
Allt þetta fólk situr og horfir á
sjónvarpið — á kúrekamynd.
Áður var búið að sýna þáttinn
Kastljós. Sjónvarpið var látið
vera í sambandi en menn töl-
uðu saman jafnhliða því sem
einn og einn skotraði augunum
út undan sér á imbakassann við
og við.
Hvernig haldið þið að þetta
fólk tali saman?
Ef þið vitið það er skilnings-
leysi ykkar óafsakanlegt.
Einnig er óafsakanlegt að ekki
skuli enn vera farið að texta
þætti eins og Kastljós og aðra
sem eru með íslenzku tali.
En ef þið vitið ekki hvernig
þetta fólk talar saman skal ég
segja ykkur það: Það talar
saman á táknmáli sem er þess
venjulega mál. Fyrir kemur að
Krakkarnir eru að horfa á sjónvarp í búðarglugga. Þótt geysilegt fyrirtæki sé að texta sjónvarps-
myndir, eins og útvarpsstjóri beridir á, væri e.t.v. hægt að hugsa sér að einstaka innlendir þættir, eins
og t.d. barnatímarnir, væru textaðir fyrir heyrnardaufu börnin. — DB-mynd Arni Páll.
það tali saman á fingramáli en
það er afar sjaldgæft.
Yfirleitt horfa heyrnarlausir
á sjónvarp og þá á bíómynd-
irnar. Af öðru sjónvarpsefni
hefur þetta fólk yfirleitt ekki
gagn en verður samt að borga
allt afnotagjald af imbakössun-
um sinum.
Þegar rætt var við hæstvirt-
an forsætisráðherra, Geir Hall-
grímsson, í Kastljósi höfðu þeir
heyrnarlausu ekki, gagn af því
vegna þess að þeir heyrðu
hvorki spurningarnar né svör-
in.
Ég vil leyfa mér að skora á
forráðamenn sjónvarpsins að
séð verði til þess að eftirtaldir
þættir verði textaðir: Fréttir,
Kastljós, Nýjasta tækni og vís-
indi, innlend leikrit og þau sem
flutt eru á íslenzku máli, erlend
málefni, spurningaþættir og
hvers konar aðrir þættir með
íslenzku tali.“
Loks segir Þórarinn að hann
vonist til þess að textun mynda
verði komið á sem allra fyrst og
vill hann endurtaka þakklæti
sitt til Guðmundar I. á Akur-
eyri fyrir grein hans.
Svar:
Þar sem nokkuð hefur verið'
ritað um textun sjónvarps-
mynda fyrir heyrnardaufa á
lesendasíðum DB undanfarið
var haft samband við Andrés
Björnsson útvarpsstjóra og
hann spurður álits á málinu.
Hann sagði að nú væri orðið
nokkuð langt síðan málinu
hefði verið hreyft I útvarpsráði.
Þetta er geysilegt fyrirtæki,
sagði útvarpsstjóri, og ófram-
kvæmanlegt að texta ákveðið
efni. Eins og er er eiginlega allt
útlent efni textað. Textun inn-
lenda efnisins, sem er um 40%
af efni sjónvarpsins, er miklum
vandkvæðum bundið og ekki
framkvæmanlegt í mörgum til-
fellum. Þar má nefna fréttir,
umræðuþætti og þá þætti er
sjónvarpað er beint. Þetta er
einnig mjög kostnaðarsamt
fyrirtæki, sagði útvarpsstjóri.
V
„BURSTAÐU TENNURNAR UPP ÚR KEYTU”
Páll Daníelsson Kópavogi
skrifar:
„Það mígrigndi þegar ég kom
að Vogakaffi. Ég var orðinn
hundblautur og ákvað að fara
inn og fá mér kaffi. Ég settist
við borð næst glugga og dreypti
á funheitu kaffinu. Það yljaði
svo sannarlega og ég tók óðum
að hressast.
En nú vaknaði lestrarþorsti
minn af værum blundi og ég
tók að svipast um eftir
einhverju til að svala honum.
Við næsta borð sátu fjórir
galvaskir verkamenn yfir kaffi
og töluðu hávært og glaðlega
um yfirburði frjáls útvarps-
reksturs I prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins. Þeir hömpuðu
Mogganum og voru því miður
ekkert að láta hann af hendi. í
glugganum hjá þeim lá
rennandi blaut blaðadrusla sem
mér sýndist vera Alþýðublaðið.
„Má ég kíkja í blaðið þarna,
strákar?“ spurði ég
kurteislega.
„Alveg s'jálfsagt," svaraði sá
elzti í hópnum og rétti mér
lufsuna, sýnilega feginn að
losna við ruslið.
Mér til mikilla vonbrigða
reyndist þetta vera Tíminn, en
allt er hey í harðindum,
hugsaði ég mæddur og fór að
fletta klessunni daufur í
dálkinn.
En skyndilega fór af mér
doðinn. Þarna var þó spenn-
andi fyrirsögn: Tunglsýki
eða....?
Gréin þessi skrifaði einhver
Guðmundur P. Valgeirsson,
greinilega bóndi að atvinnu.
Hvernig mannfýlan fór að þvl
að berja saman þetta langa
'grein fulla af dylgjum,
óhróðri, ósvífni, persónu-
árásum og rugli er hreinlega
ofvaxið mínum takmarkaða
skilningi!!
I grein þessari tætir bréf-
ritari af sér slík fúkyrði og rit-
sóðaskap að ég get hre.inlega
ekki látið hjá líða að senda
honum tóninn. Ég ætla að
reyna að stilla stóru orðunum i
hóf þótt ég sé í rauninni efins
um að hann skilji annað.
Guðmundur! Farðu út í fjós
og fáðu þér góðan sopa af
keytu. Þú getur líka burstað
tennurnar upp úr sama vökva.
Eftir það ættu taugarnar að
vera komnar á viðráðanlegt
stig. Síðan skaltu skakklappast
inn I bæ og fá þér sæti við
skrifborð. Ef þú hefur rasssæri
skaltu fá þér púða. Skrifaðu
siðan aðra grein i Tímann.
Orðaðu hana kurteislega. I
þeirri grein skaltu greina frá
því sem þér svíður mest í land-
búnaðartillögum Jónasar
Kristjánssonar. Þegar þú ert
búinn að því, komdu þá með
gagnrök en ekki fúkyrði,
skitkast og dylgjur. Ef þú getur
þetta skal ég senda þér brjóst-
sykurmola í pósti.
Ég ætla ekki að hafa þennan
stubb minn lengri. Ég er fullur
af heilagri reiði fyrir hönd
JónasarKristjánssonarritstjóra,
sem ég tel ákaflega skynsaman
og mætan mann, og tek ég upp
fyrir hanri hanzkann alveg af
eigin höhdum.
Eg efast ekki um að þessi
stubbur minn komi fyrir augu
Guðmundar, þótt ég birti hann
í Dagblaðinu. Guðmundur les
það alveg áreiðanlega og það er
alltaf von til þess að mann-
greyið skáni á sönsum ef hann
les það að staðaldri."
Gauja,
—hringduaftur
Kona nokkur bað dálkinn að
koma eftirfarandi á framfæri
vegna þess að hún vill hitta
æskuvinkonu sína aftur. Hér er
um 50 ára vináttu að ræða:
„Gauja, þú hringdir i mig á
Neshagann 31. október. Viltu
nú ekki vera svo góð að hafa
samband við mig aftur.
Þakkir."
Œimxxm
qum
1
f.
lesendur segja
Tunglsýki
- eða?
Þaö þarf ekki að hlusta oft eöa
lengi á lestur úr forustugreinum
dagblaftanna ti) þess aft þaft
hvarfli aft manni. aft ritstjóri
Dagblaftsins. Jónas Kristjáns-
son. bui vift gallafta geftheilsu.
Ulskuskrif hans um menn og
málefni gefa tilefni til þess... —
Þó kastar fyrst tólfunum þegar
hann kemst I ham og tekur aft
ræfta um bændur og landbunaft-
armál. Þá hreint umhverfist
hann og á þá ekki nógu sterk orft
til aft ..xyna og sanna" hvert
bol landbunafturinn á Islandi sé
fyrir þjóftina og efnahagsllf
hennar. Virftist svo sem þau mál
sa-ki á hann meft vissum milli-
liilum og hann fái þá hrein cftis-
köst út af þeim.
Þaft cr margreynt mál. aft öll
skynsainleg roksemdafærsla
um þennan undirstöftuatvinnu-
veg þjðftarinnar fcr fyrir ofan
garft og neftan hjá þessum
manni. A þeim vcttvangi þýftir
ekki aft ræfta vift hann um þessi
mál. Þaft er vonlaust.
Aftur og fyrrmeir var sagt um
vissa menn aft þeir væru tungl
sjúkir. Dróleiki og ósjálfrátt
málcfti gripi þá meft vissum
millibilum. sérstaklega i sam-
bandi vift tunglkomur Þessi
sjukdómur þótti hvimleiftur og
illt aft lækna hann Þó átti al-
þvfta manna ráft vift þessu:
Iteynt var aft taka sjuklingnum
blóft svo rækilega aft óróleiki
hans rénafti. Ef þaft dugfti ekki
var gripift til þess ráfts aft bafta
sjúklinginn upp úr 5 til 10 daga
gamalli keytu Þrja daga i róft
Alti þaft aft duga flestum til
bata.
Vift þaft aft hlusta á lcstur for-
ustugrcinar Dagblaftsins nu Ivo
slftustu daga datt mér I hug sú
spurning hvort Jónas Kristjáns-
son ritstjóri væri ckki haldinn
þcssum kvilla? — Margt cr scm
stvftur þaft. Meft vissum milli-
hilum lckur hann sig til og hant-
asl scm óftur ntaftur gcgn bænd-
um og isl landbunafti. finnur
tmniim alll lil fnráttu og lclur
haim mcsla mcin þjoftlilsins
f:g minnist ckki aft hafa hcyrt
a-siskril hans um þcnnan at-
vinnuvcg frá þvl .1 sauftburfti I
vor þar lil iiu siftuslu dagana. cr
Jonas gcngur nu hrcinlcga ber-
scrksgang á nv og á sama hátt,
ncina nu cr þaft ckki landbúnaft-
arframleiftslan ein sem þarf ab
leggjast niftur svo hag og heilsu
landsmanna vcrfti borgift og
ameriskir kjuklingar og annaft
góftgæli.hundódýrt. komi i staft-
inn. Nú eru þaft llka vegir. skól-
ar og önnur mannvirki utan
þéttbýlisins. sem vcrfta fyrir
barftinu á geftvonzku hans Allt
þctta á aft fara sömu leift þvl þaft
þjónar cngum tilgangi ncma
fyrir oþarfa bændur. og á þar af
lciftandi cngan tilverurétl aft
hans dómi. — Ef svona mál-
flutningur cr ckki aí sjúklegum
toga spunninn veit ég ekki af
hvafta rolum hann er runninn.
Þaft er þvi ærin áslæfta til aft
ætla. aft fv rrgrcindur kvilli hrjái
þennan sjálfskipafta siftgæftis-
poslula. Ilonum og oftrum væri
þvf stór grcifti gcrftur. cf takasl
inadti aft lækna hann Þaft væri
þvi rcynandi fyrir hann aft grlpa
til hinna gömlu læknisráfta I
þcirn von. aft aunnngja inaftur
inn fengi bata Þaft væri honum
og öftrum nokkurs virfti. Þó aft
læknisráftift dygfti ckki til bata
cru ekki miklar llkur á honum
vcrsnafti frá þvl sem nú er
B*. 5. novrmbrr t»77
Guftmundur I*. Valgrirston
Spurning
dagsins
Hvað finnst þér um lýsinguna á
veginum milli Reykjavikur og
Mosfellssveitar? Fyndist þér að
koma ætti fyrir lýsingu við
veginn? (Spurt i Mosfellssveit, 15
km frá Reykjavik).
Baldvin Björgvinsson múrari, 47
ára: Ég er ekki frá þvi að það ætti
að lýsa veginn upp, að minnsta
kosti við Grafarholt. Jú, ég fer á
milli daglega, er búsettur I
Mosfellssveit.
Sigrún Baldursdottir atgreiosiu-
mær f Kjörvali, 16 ára: Það væri
heldur skárra ef vegurinn væri
upplýstur. Ég fer á milli daglega,
er keyrð.
Snorri Snorrason kaupmaður f
Snerru, 23 ára: Ja, mér fyndist
ekki fjarri lagi að reyna að lifga
leiðina svolitið upp með ljósum, i
það minnsta mætti bæta við
kattaraugum í vegkantinn.
svanur Gestsson verzlunarmaður,
29 ára: Það mætti vel hugsa sér að
vegurinn yrði upplýstur en ég hef
ekki mikla trú á að það verði
gert. Jú, ég fer á milli daglega en
er að byggja i sveitinni.
Valdlmar Jónsson kaupmaður i
Radíóvali, 39 ára: Það væri mjög
gott ef vegurinn væri lýstur eins
og gert er að Arbæjarhverfi. Nei,
ég þarf ekki að fara á milli
daglega.
Benóný Bergmann þjófabjöllu-
sérfræðingur, 26 ára: Þessi vegur
ætti endilega að vera upplýstur.
Það er ótrúlega mikil umferð um
hann. Jú, ég fer á milli daglega nú
sem stendur.