Dagblaðið - 24.11.1977, Side 11

Dagblaðið - 24.11.1977, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. NÖVEMBER 1977. 11 nú kannað nákvæmlega, greinist i tvö atriði. Hið fyrra gerir ráð fyrir timabundnu banni við kjarnorkutilraunum í friðsamlegum tilgangi og siðara atriði tillögunnar mælir fyrir um algjört bann við öllum hernaðartilraunum með kjarn- orkuvopn, bæði ofanjarðar og neðan. Hingað til hefur aðeins verið í gildi samningur um takmark- að bann við friðsamlegum og hernaðarlegum kjarnorkutil- raunum. Bandaríkin, Sovétríkin og Bretland komust að samkomu- lagi árið 1963. Samkvæmt því var ekki heimilt að gera til- raunir í andrúmsloftinu, í geimnum og á hafsbotni. Hins vegar var ekkert kveðið á um neðanjarðartilraunir. Síðan hafa nær stöðugt farið fram umræður um hvernig banni við neðanjarðarsprengingum skyldi fyrir komið. Sovétríkin og Bandaríkin komust að nokkru leyti að sam- komulagi árið 1974 þegar ákveðið var að leyfa ekki 1 neðanjarðarkj arnorkusprengj- ur sem væru stærri en 150 kíló- tonn. í fyrstu náði þetta sam- komulag þð ekki til kjarnorku- tilrauna í friðsamlegum til- gangi. 1 fyrra var þó ákveðið að þetta samkomulag næði einnig til þeirra. Reyndar hefur sam- komulag tvíveldanna frá 1974 og 1976 ekki gengið í gildi ennþá. Meginbreytingin í stefnu Sovétríkjanna í þessum málum, sem fram kom í ræðu Brésnevs, er sú að nú er gert ráð fyrir að samkomulag um kjarnorkutil- raunabann nái einnig til frið- samlegra tilrauna. Þykja þetta stórtíðindi á Vesturlöndum og er aðalástæðan fyrir meiri bjartsýni um samkomulag. Ástæðan fyrir því að Sovét- ríkin hafa hingað til ekki viljað samþykkja bann við tilraunum með kjarnorkusprengjur til friðsamlegra nota er talin sú að þeir hafa talið möguleika á að geta notfært sér þær við ýmsar stórframkvæmdir. Er þá til dæmis átt við gerð mikilla virkjana og jarðganga til námu- graftar og þvíumlíkt. Vestræn lönd, sem ekki hafa yfir stórum óbyggðum land- flæmum að ráða eins og Sovét- rikin, hafa ekki getað séð neina möguleika á að notfæra sér þessa möguleika kjarnorku sprengja. En hver er ástæðan til að vestræn ríki hafa ekki sætt sig við takmarkað bann við kjarn- orkutilraunum sem næði aðeins til hernaðartilrauna? Ástæðan mun vera sú að þau óttast að Sovétríkin muni í skjóli frið- samlegra tilrauna halda áfram hernaðartilraunum sínum. Þessi ótti hefur meðal annars helgazt af því að Sovétmenn hafa ekki fallizt á neins konar eftirlit með tilraunum. Munur- inn á hernaðartilraunum og til- raunum í friðsamlegum til- gangi er ekki talinn svo mikill að auðvelt sé að gera sér grein fyrir eðli hverrar tilraunar. Margir telja að ástæðan fyrir stefnubreytingu Sovétmanna varðandi friðsamlegar tilraunir sé að þeir hafi komizt að þeirri niðurstöðu að árangurinn væri ekki í samræmi við áhættu og kostnað. Áður en hægt er að gera sér vonir um algjört samkomulag um bann við kjarnorkuvopna- tilraunum eru þó ýmis ljón í veginum. Tillögur Brésnevs gera aðeins ráð fyrir tíma- bundnu banni við tilraunum í friðsamlegum tilgangi. Vest- rænir sérfræðingar óttast að með þessu muni Sovétmenn eiga við að þær tilraunir megi hefjast aftur innan tiltekins árafjölda. Einnig má benda á að yngri kjarnorkuveldi, eins og Frakk- land og Kína, eiga alveg eftir að segja sitt álit á málinu en þau hafa hingað til verið treg til nokkurra skuldbindinga í kjarnorkumálum. Telja þau Bandaríkin, Sovétríkin og Bret- land hafa haft svo langan tíma til að gera tilraunir að þau vilja ógjarnan samþykkja tilrauna- bann fyrr en franskir og kín- verskir visindamenn hafa náð lengra á þessu sviði. Það er synilega ekki á færi annarra en ofurmenna að kenna slíkan reglugraut. Margir hafa spurt sjálfa sig: Er Alþingi að detta i sama pyttinn og um árið, þegar klekkja átti á nóbelsskáldinu Halldóri Laxness fyrir útgáfu hans á íslendingasögum? Þau lög sem þá voru samin voru dæmd dauð og ómerk í Hæsta- rétti, en ef menn vantar skemmtilegt lesefni ættu þeir að glugga í Alþingistíðindin frá þessum tíma. Reynsla kennara og blaða- manna af niðurfellingu zetunnar er mjög góð. Aferð ritmálsins er fegurri og hóti nær framburði, sem óneitan- lega er nokkur kostur. Zetan samkvæmt reglunum frá 1929 var mesti vandræðagripur og tíðast ekki borið við að kenna hana á barnaskólastiginu nema í úrvalsbekkjum. Raunin varð líka sú að fáir lærðu að beitá zetureglum svo nokkur mynd væri á. 1 elsta menntaskólanum í Reykjavík er líklega eitt harðsnúnasta kennaralið á landi hér og ófáar munu þær Kjallarinn Ingólfur Pálmason stunair sem nemendur hafa setið yfir zetuverkefnum þar. Ég hef nokkra reynslu af staf- setningarkunnáttu stúdenta, ma. frá téðum skóla, og ég get borið um það að leikni nemenda í þessu atriði er ekki upp á marga fiska. Sá mun líka vera dómur flestra handritales- ara hér á landi, að margir rit- færustu menn þjóðarinnar séu ekki sterkir á svellinu í zetu- reglum. Sú kenning að vegið sé að málkerfi íslenskrar tungu með niðurfellingu þessa dauða tákns fær ekki staðist. Höfund- ur Fyrstu málfræðiritgerð- arinnar skildi þegar á 12. öld að z er óþörf í íslensku ritmáli, þó að hann gripi stöku sinnum til hennar til að spara bókfellið. Lætur hann þá z standa fyrir hljóðasambandið st, ekki ts (dæmi: „optaz“ f. ,,oftast“). Og þegar prentun bóka hefst hér á landi á 16. öld er z notuð af slíku handahófi að ekki verður séð að nein regla gildi um notk- un hennar. Er vant að sjá hvaða ástæða er til að viðurkenna ekki brottfall tannhljóða á und- an s, þar sem hvarf þeirra er viðurkennt I ýmsum öðrum samböndum, t.d. í þátíð sagn- anna lenda og benda og margra fleiri. (Hér vildu sumir e.t.v. tala um samlögun og styttingu, en það kemur í einn stað niður). Kannski á einhver Miklar varúðarráð- stafanir eru hafðar í öllum kjarnorkustöðv- um vegna hættu á að geislavirk efni komist i snertingu við um- hverfi sitt. Er þá sama hvort um er að ræða tilraunastöðvar i hern- aðarþágu eða orkuver til aimenningsþarfa. Tilboð Brésnevs for- seta Sovétríkjanna, sem hann lagði fram í ræðu á sextíu ára bylt- ingarafmælinu, þykir marka nokkur tima- mót í umræðum um algjört bann við kjarnorkutilraunum. Á forsetinn og foringi kommúnistaflokks Sovétrikjanna eftir að skrifa undir slíkt sam- komulag? lukkuriddari eftir að koma fram og heimta að við skrifum iendti og bendí't, væntanlega undir því yfirskini að verið sé að verja málkerfið. Sumir telja að ritun zetu auki tilfinningu fyrir skyldleika orða, og vera má að í örfáum tilvikum sé nokkuð til í því. En ég fullyrði að öllum þeim tíma sem fer í þjálfun zetureglna sé betur varið til að efla málsmekk manna með lestri góðra bókmennta og til aukinnar ræktar við önnur at- riði stafsetningarinnar. Nú mætti spyrja: A þá ekki að fella niður ypsílonið líka? Svarið við því er NEI. Þó að þetta sé dautt tákn eins og zetan, hefur það verulegt gildi fyrir þá viðleitni okkar að varðveita yfirbragð og sam- hengi ritmálsins. En eitt lík í lestinni er líka meira en nóg. Kennarar munu ekki telja eftir sér að fræða nemendur um uppruna þessa rittákns, þó að það kosti flesta ærið puð í uppflettibókum. Og gerum okkur ljóst að allt hjal um framburðarstafsetningu er óraunhæft með öllu og spillir aðeins fyrir farsællF lausn þessara mála. Komið hefur fram i umræðum á Alþingi að nú skuli hamra hinar nýju zetureglur miskunnarlaust inn í börn á grunnskólastigi. Virðast sumir þingmenn telja það brýnasta verkefni kennara að sitja yfir slíku þjóðnytjastarfi. Undan- farin ár hefur farið fram örlítil könnun á framburði skóla- barna á vegum Kennaraháskóla Islands. Þær athuganir benda til þess að við þurfum að taka framburðamálin fastari tökum en hingað til. Þingmönnum má ekki haldast uppi að rugla dómgreind manna með því að telja ritun z hluta af því máli sem hér hefur verið drepið á. Og þó að zetureglurnar frá 1929 hafi reynst mörgum þungar í skauti — raunar óeðlile'ga þungar — mun bræðingur sá sem verið er að hnoða saman á Alþingi þessa dagana reynast mönnum hálfu þyngri. Það er trúa mín að sú samsuða eigi eftir að falla niður dauð og ómerk fyrir dómi þjóðarinnar. Ingólfur Pálmason kennari Kjallarinn Aðalheiður Bjarnfreðsdöttir þessi vizka? Við þekkjum það, >em stöndum að kjarasamning- um, hvernig allt er útreiknað af færustu mönnum og aiiar sjáanlegar aukaverkanii teknar til greina en samt skeður alltaf sama sagan. Kommurnar hrapa og strikin brotna og verðbólgan, þessi vin- sæli óskapnaður, bætir Islands- metið mun meira en vonazt var eftir. Á Alþingi sitja nú að mestu leyti einhvers konar fræðingar. Því miður er það orðin þjóðtrú að þar verði að vera eingöngu menntamenn. Þrátt fyrir það er virðingin fyrir því í lágmarki nú. Kœnlega samsett stéttabjóðfélag Efnanagsmálin eru í öng- þveiti. Það viðurkenna allir. Það skyldi þó ekki í og með stafa af því að þeir, sem með þau fara, hafa of litla reynslu af lífsbaráttu? Hvað sem menntagikkir segja er lífið skóli sem við skyldum ekki vanmeta. Allra sízt við sem tilheyrum verka- mannastétt. Við eigum ekki að ala á hatri til menntamanna. Við eigum bara að gera kröfu til að vera metin líka og fyrst og fremst eigum við að gera það sjálf. Island er harðbýlt land. Allir undirstöðuatvinnuvegir eru bornir uppi af erfiðisfólki sem alltaf er skammtað minnst. íslenzkt þjóðfélag er stétta- þjóðfélag, kænlega samsett. Þeir sem saman eiga eru settir í dálítið misjafna launaflokka og síðan att saman meða yfirstétt- in hirðir rjómann ofan af. I starfi minu veldur það mér oft sársauka og undrun að sjá og finna hvað þeir, sem eru pínulítið betur settir, eru fúsir til að taka afstöðu beint og óbeint gegn þeim sem eru ein- hverjum þrepum neðar í stað þess að nota aðstöðu sína til að rétta þeim hönd, og það ekkert síður þótt þeir komi úr um hverfi þar sem þeir hefðu átt aé læra allt annað. Sem betur fer er þetta þó ekki einhlítt. En of algengt er það. í Þjóðleikhúsinu er verið að sýna nýtt leikrit, Stalín er ekki hér. Höfundur sýndi mínu félaei bá vinsemd að bjóða trúnaðarmönnum og einhverj- um með þeim a æfingu. Við notuðum boðið hressilega og nutum verksins mjög vel. Ég hef heyrt að sumir teldu að persónur leikritsins væru ekki til. Undirtektir félaga minna sýndu að þeir þekktu þetta fólk. Óskandi væri að fleiri höf- undar fylgdu fordæmi Vésteins og gæfu fólki úr verkalýðs- hreyfingunni svipað tækifæri og hann gaf okkur. Sofa vinstri konur? Nú standa yfir prófkjör sem margir hafa gagn og skemmtun af. Póstkassar fyllast af áróðurspésum. 1 einum las ég áskorun um að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn til að sigrast á verðbólgunni. Eigum við að trúa því að stjórn fjármála batni við að við tæki annar Matthías? Annars er það eftir- tektarvert að nú keppast allir, sem sækjast eftir þingsæti, við að boða nýja efnahagsstefnu. Ekkert sýnir betur að efnahags- málin eru fólki verulegt áhyggjuefni og óánægjan með stjórnina á efnahagsmálum er mikil. Á einu er ég hissa og það er hve áhugi vinstri kvenna er lít- ill á því að fá fleiri konur á þing. Veit ég vel að konur geta verið og eru eins íhaldssamar og karlar, en dettur nokkrum í hug að þrjár konur komi miklu til leiðar í samfloti með 57 körl- um? Ef þær væru 15 væri ein- hver von. Ég er sjálfsagt ekki mikill spámaður en ekki mundi mig undra þótt vinstri hreyfingin vaknaði áður en langt um líður við þann vonda draum að meðan konur hennar sátu og nærðust á hugmyndafræði tóku þær til hægri til sín kvenna- fylgi, sem annars stefndi til vinstri. Aðaiheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.