Dagblaðið - 24.11.1977, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER 1977.
Kjallarinn
Kristinn Snæland
Eg hef raunar lengi haldiö
fram að vinna á skrifstofu Flat-
eyrarhrepps sé tveggja manna
verk og verði ekki, miðað við
svipaðar framkvæmdir, með
nokkru móti unnin sómasam-
lega af einum. Þetta sjónarmið
er nú jafnvel viðurkennt af
Hendrik Tausen.
Höfuðpaurarnir í þeirri
óreiðu, sem skapaðist í
bókhaldinu, erum því við tveir,
Hendrik Tausen og ég, og mun-
um við sjálfsagt axla hvor sína
ábyrgð.
Reikningarnir eru nú í
endurskoðun og mun niður-
stöðu að vænta fyrir áramót.
Við þá endurskoðun hafa unnið
Þórður Gíslason og fleiri en
ekki hef ég verið spurður álits
um þá menn. Mitt álit er að
vinnubrögð Þórðar hafi verið
þannig, eftir að hann hóf þau.
störf, að ég geti ekki unað af-
skiptum hans af málinu né
niðurstöðu.
Þórður hefur ítrekað lýst því
yfir og borið það út að ég væri
búinn að týna gögnum sem
hann hefur þó fundið í vörzlu
sinni. Til dæmis krafði hann
mig um tvær möppur með
öllum fylgiskjölum
heilsugæzlustöðvarinnar á Flat-
eyri og bar það út að ég væri
búinn að týna þeim. Þessar
möppur fann hann svo á skrif-
stofu sinni í Reykjavík. Ekki er
útilokað að hann hafi lánað þær
Hendrik Tausen til skoðunar
þann tíma er Þórður taldi þær
týndar. Vinnubrögð Þórðar og
tengsl hans við Hendrik Tausen
eru þannig að óviðunandi
fyrir mig að hann vinni við
reikningana.
Vœngir hf.
Kaflinn „víða liggja þræðir“
væri beint hlægilegur ef ekki
væri jafnframt haft í huga hve
Dagblaðið hefur fjandskapazt
við Guðjón Styrkársson,
stjórnarformann Vængja hf.
„Víða liggja þærðir“ er dular-
fullt heiti á kafla sem fjallar á
óskiljanlegan hátt um mál sem
allir Flateyringar gjörþekkja
nema Hendrik Tausen.
1. marz 1976 hætti þáverandi
umboðsmaður Vængja á Flat-
eyri störfum og ekki fékkst
annar 1 hans stað. Málið var
nokkrum sinnum rætt á hrepps-
nefndarfundum (án bókunar)
og loks ákveðið sem þrautaráð
að sveitarstjóri sæi um flugið
fyrst um sinn eða uns umboðs-
maður fengist.
Umboðið hvíldi á hrcppnum
tvo mánuði en i maí var
verkfall hjá Vængjum. I lok
þess mánaðar var haldinn aðal-
fundur Kaupfélags önfirðinga
og fyrir þann fund tók stjórn
félagsins þá ákvörðun að taka
að sér umboðið. Sú ákvörðun
var tekin eftir að sveitarstjóri
hafði beitt talsverðum
þrýstingi.
Stjórnarformaður kaup-
félagsins og kaupfélags-
stjóri tóku þó fram að það
skilyrði væri sett að
hreppurinn hlypi undir bagga
með akstur á flugvöll, ef svo
stæði á.
Einstaklingur hafði löngum
séð um þennan akstur (tuttugu
og fjórir kílómetrar hvora leið)
en í forföllum hans hafði sveit-
arstjóri stundum tekið að sér
aksturinn, enda með meirapróf
og eins það að aksturinn lenti
gjarnan á hádegismatartímum
og þoldi maðurinn vel sveltinn.
Þá var og einatt erfitt að fá
lausa menn með meirapróf til
að hlaupa í skarðið.
Þessar ferðir, sem að miklu
leyti lentu á einkatíma sveitar-
stjóra fóru því a taugarnar á
Hendrik Tausen , og fleiri
hreppsnefndarmönnum, sem að
sjálfsögðu þótti heldur ekki
,,fínt“ að sveitarstjórinn stund-
aði aksturinn. Fór því svo að á
hreppsnefndarfundi 20. janúar
1977 var samþykkt eftir fyrir-
spurn frá sveitarstjóra að hann
færi ekki oftar í akstur fyrir
Vængi hf. Sunnudaginn 6.
febrúar 1977 er næsti hrepps-
nefndarfundur og á þann fund
er hringt og leitað eftir aðstoð
vegna aksturs á flugvöll. Sam-
þykkt var af öllum hrepps-
nefndarmönnum að sveitar-
stjóri viki af fundinum til þess
að bjarga málinu.
Hendrik Tausen sat báða
þessa fundi. Eftir þetta hljóp
sveitarstjóri oft undir bagga
með akstur og spurði engan
leyfis.
Vandamál hreppsnefndar
varðandi Vængi hf. eru nú leyst
þannig að ökumaðurinn, sem
öllu bjargaði, er nú starfs-
maður Kaupfélags önfirðinga
en núverandi sveitarstjóri
hefur ekki meirapróf þannig að
hvorki ekur hann fólki á völl né
snjóbíl á f jöll.
Vandaðurfrágangur
Vegna fullyrðinga um marg-
ar útgáfur reikninga 1974 og
1975 er nauðsynlegt að taka
fram að. fyrri útgáfurnar voru
einungis vinnuplögg sem
óheiðarlegur maður getur
vissulega látið líta út sem
endanlega framlagða
reikninga.
Staðreyndin var sú að þessi
vinnuplögg voru vandlega
unnin, og vandlega vegna þess
að ekki var reiknað með að þau
yrðu misnotuð af slíkri mann-
gerð sem Hendrik Tausen.
Dagblaðið neitar
um leiðréttingu
Varðandi „Tökum lyklana af
Kristni" er það að segja að Dag-
blaðið ruglar saman tveim
mönnum og segir einungis hálf-
an sannleikann, þó allur sann-
leikurinn liggi fyrir hjá því í
fundargerðunum.
Kristján J. Jóhannesson, nú-
verandi sveitarstjóri, kom
hvergi nálægt lyklamálinu og
hann greiddi heldur ekki sjálf-
um sér atkvæði í hina nýju
stöðu.
Kristján V. Jóhannesson, aðal-
fulltrúi Frjálslyndra í
hreppsnefnd, lagði þetta til í
reiði við oddvitann en dró þessa
tillögu sína til baka á næsta
hreppsnefndarfundi. Kristján
J. Jóhannesson var síðan ráð-
inn sveitarstjóri með at-
kvæðum sjálfstæðismannsins
Einars Odds Kristjánssonar, at-
kvæði fulltrúa Frjálslyndra,
Kristjáns V. Jóhannessonar, og
með atkvæði Magnúsar Bene-
diktssonar.
Athyglisvert við þennan
lokaþátt er það að Dagblaðið
hefur neitað Kristjáni J.
Jóhannessyni um að leiðrétta
þennan hluta söguburðarins.
0g svo
Er nú svo komið að Dag-
blaðið hefur fallið verulega í
áliti þeirra mörgu Flateyringa
sem það lesa.
Hendrik Tausen er í Færeyj-
um og ekki viðstaddur lögtök
og deilur vegna framkvæmda
þeirra í Vatnsfirði sem hann
veitir forstöðu.
Karvel Pálmason undirbýr
valdatöku í Alþýðusambandi
Vestfjarða með Tausen í huga
sem framkvæmdastjóra og jafn-
framt framboð sitt utanflokka á
Vestfjörðum með aðstoð
Tausens. Til þrautavara ætlar
Hendrik sér að verða fræðslu-
fulltrúi A.S.V. til að standa þó
allavega vel að vigi í út-
breiðslustarfinu.
Flateyringar láta sér hins
vegar fátt um finnast, bíða
rólegir eftir niðurstöðu
reikninga, kveða ekki almennt
upp hvatvíslegan dóm né
heldur að þeir ati auri þá menn,
sem þó margt hafa gert vel.
Flateyringar eru sannarlega
gott fólk og vandað, þó átján
undantekningar sanni regluna.
Kristinn Snæland,
fyrrverandi sveitarstjóri,
Flateyri.
13
f 1 " .. ^
Myrkur verkfallsins
í fyrri grein minni lofaði ég
að reyna að skýra nánar
núverandi „efnahagsundur“
Færeyinga. Ég gat þess að
afkoma Færeyinga væri mjög
góð og að aðalorsök þess væri
að rikisumsvif væru mjög lítil,
ef litið er á hið tröllaukna,
stórhættulega ríkisbákn, sem
þjóðin okkar stynur nú undir
og kemur (að vísu af mörgu
fleiru) í veg fyrir að íslenzk
alþýða geti haft svipaðar tekjur
og frændur okkar í Færeyjum.
Færeyingar nota danska
alvörukrónu og hafa þess vegna
lítið af verðbólgu að segja.
Utanríkisþjónustan er kostuð
af Dönum, vegamál, samgöngur
og margs konar þjónusta er allt
dvergvaxið miðað við hið yfir-
þyrmandi og á mörgum sviðum
alóþarfa þjónustubákn okkar.
Fleiri orsakir koma þarna
eflaust til greina.
Sameiginlegt
herbragð
Það er nú öllum ljóst að
síðasta verkfall, verkfall BSRB,
hafði verið vel undirbúið og
skipulagt með fullum stuðningi
og samþykkt ASl-forystunnar.
Nægir að minna á verðbólgu-
söng Björns og Kristjáns í út-
varpi og víðar. ASÍ-forystan
lofar því alltaf fyrir hvert
verkfall að semja við alla
starfshópa þjóðfélagsins. Þetta
hefir ætíð verið svikið, það
sannar verkfall hinna
opinberu. Því var ekki samið
við þá um leið?
Eg get ekki skilið hvers
vegna verkfallsherinn tekur
ekki völdin alfarið í landinu.
Alveg sérstaklega hefði það
verið auðvelt í síðasta verkfalli:
Allt lögregluliðið á bandi verk-
fallsmanna, algerlega óhugs-
andi að nokkur andstaða yrði.
Eru þeir kannski þrátt fyrir
„gæsaganginn" og herbúða-
gleðina svo miklir aumingjar að
þora ekki að taka á sig nokkra
ábyrgð en vilja heldur geta
sakað einhverja ímyndaða yfir-
stétt um þjófnað og yfirgang og
heimta allt af öðrum? Það er
víst hægt en ósköp er þeir
menn auvirðilegir sem haga sér
þannig.
Útvarpsþulurinn
Einn ágætur útvarpsþulur
skrifaði mikið um húsbónda-
vald fyrir löngu síðan og
hvernig þeir beittu því valdi
gegn hjúum sínum. Það er
hálfleitt þegar gamlir og góðir
jafnaðarmenn horfa ætíð til
löngu liðinna tíma viðurkenna
ekki breytta tíma og sja þess
vegna ekki hinn mikla mismun
launþegabaráttu fyrr og nú,
þegar engan skortir yfirleitt
neitt. I fyrsta lagi eru verk-
föllin hápólitísk. For-
sprakkarnir þurfa að sýna
mátt sinn og megin og að þeir
hafi húsbóndavaldið á þjóðar-
heimilinu og svo er verkfalls-
baráttan nú mikil átök milli
Kjallarinn
IngjaldurTómasson
hagsmunahópa sem ætíð endar
með sigri þeirra sem bezt eru
settir á kostnað láglauna-
manna.
Agæti útvarpsmaðurinn og
fleiri láta gamminn geisa á
síðum dagblaðanna en aðeins
gegn grein Sigurðar Llndal.
Það er eins og þeir sjái ekki
fjölmargar greinar sem hafa
birzt gegn hinum lúalegustu
verkfallsaðgerðum sem þekkzt
hafa, að minnsta kosti nú í
seinni tíð. Sigurður er áreiðan-
lega fullfær að svara fyrir sig,
enda flest í hans grein
óhrekjanlegar staðreyndir. Það
sannast hér að „sannleikanum
er hver sárreiðastur".
Utvarpsþulurinn afsakar og
hvítþvær allar hinar alóþörfu
ofbeldisaðgerðir verkfallsins..
Ég nefni aðeins að hann heldur
að allar framkvæmdir í læknis-
fræði og nýtízku tækni á
sjúkrahúsum og víðar sé verk-
fallsbaráttunni að þakka. Er
það þess v.egna að sjúklingar,
bæði á spítölum og heima, eru
ekki látnir óáreittir? Ég varð
undrandi að þulurinn skyldi
geta minnzt á Alþýðubankann!
Ljós í myrkri verkfallsins
Athyglisverðasti ljósgeislinn
í verkfallinu var lokun
brennivínsútsölu rikisins. Þótt
víst sé að margir vínsalar og
einstaklingar hafi birgt sig vel
upp fyrir lokunina, sannaðist
það fullkomlega að lokun er
möguleg.
Umferðarslysum og öðrum
slysum vegna óspekta af
drykkju fækkaði stórlega.
Slysavarðstofan hafði það
náðugt. Areiðanlega hafa færri
leitað læknis vegna drykkju.
Það verða sennilega 30-40
dauðaslys á þessu ári. Ég
fullyrði að helmingur þessara
slysa verður vegna víndrykkju.
Þar við bætast hin fjölmörgu
slys sem orsaka meiri og minni
örorku. Tryggingar bíla verða
óhóflega dýrar. Allt þetta kost-
ar þjóðina mörgum sinnum
meira en víngróða ríkisins
nemur. Ætli það væri ekki
reynt eitthvað til bjargar ef svo
sem tvær togaraskipshafnir
færust á ári?
Eitt af því jákvæða í þessu
verkfalli er að það hefir sýnt
sig að þjóðin getur á mörgum
sviðum stórminnkað hina ýmsu
opinbera þjónustu. Ég nefni
aðeins útvarp og sjónvarp. Ég
held að þjóðin hefði bara gott
af því, bæði uppeldislega og
andlega, að dagskrá þessara
stofnana yrði stytt að miklum
mun. Fólk hefði þá tíma til að
slappa af í kyrrð og næði.taka
rykfallnar bækur úr bóka-
skápum. Margir eiga ágæt
hljómflutningstæki og geta val-
ið tónlist að vild. Þvi miður er
margt af því sem þessir fjöí-
miðlar flytja þjóðinni ýmist
hörmulega lélegt eða beinlínis
mannskemmandi. Þó vil ég
taka fram að margt gott er þar
flutt.
Hvar ó að taka
peningana?
í samtökum BSRB eru yfir
átján þúsund félagar. Gera má
ráð fyrir að um tuttugu þúsund
manns vinni hjá „hinu
opinbera". Segjum að hver hafi
tvo á sinu framfæri, það gerir
sextíu þúsund manns af liðlega
tvö hundruð þúsund manna
þjóð. Utgjöld vegna launa-
hækkana verða um eðá yfir tlu
milljarðar á ári. Það vita allir
að annaðhvort verður þessi
fjárupphæð tekin af þjóðinni I
auknum sköttum eða miklum
niðurskurði á bráðnauðsynleg-
um verklegum framkvæmdum.
Allir vita líka að islenzka
þjóðin vinnur ekki fyrir sér.
Mismunurinn er jafnaður með
stöðugum erlendum lántökum
og falskri seðlaprentun (lög-
legri þó).
1 grein I Dagblaðinu var
haldið fram að margir
opinberir starfsmenn hefðu
sjálfstæðan atvinnurekstur í
aukavinnu og gæti hugsazt að
aðalstarfið sæti á hakanum og
þá unnin eftirvinna við það.
Bent var á að margir opinberir
starfsmenn hefðu tvöfalt
sumarkaup og allir vissu um
hið mikla atvinnuöryggi sem
þeir hefðu. Þessu hefur hvergi
verið mótmælt. Hvað segir
Pétur hér um?
Allir vita um hið mikla
öryggi sem opinberir starfs-
menn njóta I lifeyrismálum.
Þeir einir eru fullkomlega
gulltryggðir að grafarbakka og
líka makinn sem eftir lifir.
Þarna hefir skapazt eitt
óhugnanlegasta misrétti gagn-
vart öðrum landsmönnum, sem
um getur. Þessu verða stjórn-
völd að breyta með einhverjum
ráðum.
Ingjaldur Tómasson,
verkamaður.