Dagblaðið - 24.11.1977, Qupperneq 16
16
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER 1977.
Litið inn á Pálssons Restaurant í New York
MR SEMISLENZK KONA
RÆÐUR RÍKJUM MED RAUSN
Fyrir matelskandi fólk er New
York lík og himnaríki á jörðu. Þar
er hægt að fá allar hugsanlegar
tegundir af mat. Nú er einnig
hægt að fá þar íslenzkan og
skandínavískan mat. Er það í
Pálssons Restaurant, veitingastað
sem opnaður var 4. júlí. Einn af
eigendum hans er Stella Páls-
dóttir eða Pálsson, eins og hún
kallar sig hér. Fréttamaður og
ljósmyndari DB heimsóttu Páls-
sons Restaurant á dögunum.
Eins og vin
í eyðimörkinni
Þegar komið er inn í veitinga-
staðinn af háværri götunni er það
líkt og komið sé inn í annan heim.
Veggirnir eru allir viðarklæddir
en Stella, sem er innanhússarki-
tekt, hannaði sjálf allar innrétt-
ingarnar. Viðurinn á veggjun-
um er að visu ekki íslenzkur
heldur fenginn frá Connecticut.
En matsalurinn er byggður 1 ís-
lenzkum baðstofustíl.
Á veggjunum hanga listaverk
eftir norsku listakonuna Liv
Hassel og einnig eru þarna batik-
myndir eftir Katrfnu og Stefán.
Þessi listaverk eru mjög falleg og
f ara vel á viðarveggjunum. Þarna
eru einnig eins konar hnútalista-
verk eftir systur Stellu, Sigþrúði
Pálsdóttur.
Eftir salnum endilöngum er
bekkur með Gefjunaráklæði,
mjög smekklegu, í mosagrænu og
hvítu. Það fellur mjög vel inn í
heildarmynd staðarins.
Kokkurinn sómi
kokkostéttorinnar
Sex manns vinna á Pálssons
Scandinavian Restaurant& Bar
aurant
Samkeppnin í veitingahúsabransanum i New York er hörð en Stella og félagar hennar hafa ekki yfir
neinu að kvarta. Staðurinn er þegar orðinn vinsæll meðal þeirra sem sækja ieikhúsin og hafa gaman af
því að fá sér gott að borða.
lil fuímM
iSp* <
Hnútalistaverk í borðsalnum sem er innréttaður í baðstofustíl.
Fréttamaður DB, Anna Atladóttir skoðar matseðlinn við barinn, sem
er vel útbúinn eins og slíkur staður þarf að vera.
Kestaurant, einn barþjónn, tvær
þjónustustúlkur og er önnur
þeirra íslenzk, Hólmfríður að
nafni, aðlaðandi stúlka sem býður
af sér góðan þokka. Þrír vinna í
eldhúsinu. Kokkurinn er
finnskur, Martti Menson, og er
kokkastéttinni til mikils sóma.
Matseðillinn er mjög
skandinavískur, mjög fjölbreytt-
ur, margir fisk- og kjötréttir fyrir
utan hið fræga „smörgásbord"
Einnig er hægt að fá ýmsa banda-
ríska rétti eins og nautasteikur
margs konar, enda varla hægt að
hugsa sér matsölustað í New York
sem ekki byði upp a slíka rétti.
Hráefnið til matargerðarinnar
er að mestu Ieyti keypt i New
York og engum erfiðleikum er
Gömlu skíðin hennar Stellu prýða cinn vegginn.