Dagblaðið - 24.11.1977, Side 28
ÞörungaævintýriðíReykhólum: r „
GERVIHAGNAÐUR HJA HEIMAMONNUM
— dagblöðin gerð að eigendum
„Þar voru mættir 38 karlmenn,
bæði hluthafar og starfsfólk verk-
smiðjunnar en það sat fundinn i
boði stjór'nar Þörungavinnslunn-
ar með fullu málfrelsi", eins og
segir í frétt af aðalfundi Þörunga-
vinnslunnar sem haldinn var
fyrir nokkru.
Urðu miklar umræður um
rekstur verksmiðjunnar og fjár-
hagsafkomu og sýndist sitt hverj-
um. í skýrslu forstjóra verksmiðj-
unnar, Ömars Haraldssonar, kom
fram, að miðað við aðstæður hefði
reksturinn gengið vel eftir að
Heimamenn sf. tóku við honum
og lægi fyrir að rekstrarafgangur
væri rúmar 12 milljónir króna. Þá
ræddi hann hinn mikla skort á
heitu vatni, sem væri verksmiðj-
unni fjiitur um fót.
Vilhjálmur Lúðvíksson talaði
næstur og gagnrýndi upplýsingar
Omars. Sagði liann að í reikning-
um sínum hefðu Heimamenn sf.
ekki tekið tillit til afskrifta og
vaxta og myndi tapið á rekstri
verksmiðjunnar sennilega nema
um 150—155 milljónum króna,
þegar allt væri talið. Kvartaði Vil-
hjálmur einnig um gagnrýni á
verksmiðjuna, sem fram hefði
Þangprammarnir hafa revnzt
illa; i sumar lá við stórslysi þegar
einum þeirra hvolfdi.
komið í fjölmiðlum, einkum Dag-
blaðinu.
Bragi Björnsson, öflunarstjóri
verksmiðjunnar, kvaddi sér
hljóðs og taldi rétt að þeir sem
sæju um þangöflun kynnu eitt-
hvað til sjóverka. Þessu til stuðn-
ings minnti hann á, að hann og-
Sigurður Hallsson efnaverkfræð-
ingur myndu vera þeir menn sem
mest hefðu skriðið um fjörur í
Breiðafirði. Sagði hann skurðar-
prammana hinar mestu vand-
ræðafleytur, þeim væri sífellt að
hvolfa og væru stórhættulegir.
I framhaldi af umræðum um
fjölmiðlana og gagnrýni þeirra á
vcrksmiðjuna kom fram fyrir-
spurn frá Sveini Guðmundssyni
hvort honum væri heimilt að gefa
Alþýðublaðinu, Dagblaðinu,
Morgunblaðinu, Vísi og Þjóðvilj-
anum hverju um' sig hlutabréf i
verksmiðjunni, 5000 krónur
hvert. Var það má! tekið ti! athug-
unar hjá stjórninni, en fyrst
verða aðrir hluthafar
sér forkaupsrétti.
afsala
- HP
„Myndin túlkar góða
mannlýsingu," sögðu dómnefnd-
armenn í Minoltakeppninni
meðal annars um þessa mynd
eftir Lars Björk, sænskan ljós-
myndara, sem búið hefur hér á
landi um margra ára skeið. Lars
fékk 3. verðlaun í Minolta-
samkeppninni hjá Dagblaðinu og
Vikunni fyrir mynd þessa.
Bakkröfum Blaðaprents
hf. á hendur Dagblaðinu
hrundið fyrir dómi
I borgardómi Reykjavíkur
var nýlega kveðinn upp dómur
í máli, sem Blaðaprent hf. höfð-
aði á hendur Dagblaðinu hf.
Tildrög þess, að mál þetta kom
til dómstólameðferðar, voru í
meginatriðum ágreiningur á
milli Blaðaprents annars vegar
og Dagblaðsins hins vegar um
álagsprósentu á prentungar-
kostnað þann tíma sem Dag-
blaðið var prentað hjá prent-
smiðju Blaðaprents hf.
Stofnsamningur Blaðaprents
hf. kveður á um beztu kjör fyrir
prentun þeirra blaða, sem að
honum stóðu. Dagblaðinu var
gert að greiða tiltekið álag á
þau kjör, þegar það hóf við-
skipti sín við prentsmiðjuna.
Hafði Dagblaðið greitt þá
reikninga sem fram höfðu verið
lagðir af hálfu Blaðaprents hf.
Sem fyrr segir varð ágreining-
ur um álagsprósentu á prent-
unarkostnaðinn.
Taldi Dagblaðið hf. eftir at-
vikum rétt að láta dómstóla
gera út um ágreininginn, ef
Blaóaprent hf. kysi að fara þá
leið.
Krafa Blaðaprents hf. nam
rúmlega 6.6 milljónum króna
auk vaxta og málskostnaðar af
þeirri fjárhæð.
1 dómsorði borgardóms segir
svo: Stefndur Dagblaðið hf.
greiði stefnanda, Blaðaprenti
hf., krónur 1.544.220,00 með
13% ársvöxtum frá 1. febrúar
1976 til greiðsludags og krónur
78 þúsund upp í málskostnað.
Að öðru leyti á hvor aðili að
bera sinn kostnað af málinu.
Magnús Thoroddsen borgar-
dómari kvað upp dóminn.
Hafnaði dómurinn þannig al-
farið meira en þrem fjórðu
hlutum kröfugerðar Blaða-
prents hf. á hendur Dagblaðinu
og kveður sérstaklega á um, að
málsaðilar verði sjálfir að bera
kostnað af málinu að öðru Ieyti
en þeirri fjárhæð, sem óum-
deild var, ca kr. 250 þús.
Var þannig hrundið bakkröf-
um Blaðaprents hf. á hendui
Dagblaðinu að öðru leyti en því,
sem að framan greinir. - BS
3. verðlaun ÍMINOLTAKEPPNINNI:
MANNLYSING
Bæjarst jórinn st jómar
nú dísilmótomum
Blindbylur var á Eskifirði í
gær og hafði einnig snjóað nótt-
ina áður. Sást varla á milli húsa
í gær en á flestum stöðum var
unnið af kappi, m.a. verið að
pækla síld.
Eskfirðingar hafa haft nóg
rafmagn síðan á föstudaginn,
en þá var það síðast skammtað.
Austfirðingar hafa annars
fengið að kenna óþyrmilega á
rafmagnsleysi í vetur, því
skorturinn byrjaði i fyrstu snjó-
um og frostum fyrir hálfum
mánuði. Þrátt f.vrir aðeins smá-
frost, fjórar gráður, stoppuðu
bæði Lagarfossvirkjun og
Grímsárvirkjun samtímis. Varð
þá alit í senn, rafmagnslaust,
sjó.nvarpslaust og símalaust.
Nú er á Eskifirði keyrður
dísilmótor til rafmagnsfram-
leiðslu og er Jóhann Klausen
fyrrum bæjarstjóri mótoristi.
Fer honum það starf mjög vel
úr hendi, enda er hann katt-
þrifinn maður og engin hætta á
að dísilvélarnar stoppi vegna
vanhirðu.
- Regína/ ASt.
frjálst, áháð daghlað
FIMMTUDAGUR 24. NÖV. 1977.
Mata Hari
íReykjavík
Mata Hari, njósnarinn og gagn-
njósnarinn frægi sem flestir hafa
ugglaust lesið um, hefur heldur
en ekki hlotið upphefð. 1 síðasta
Lögbirtingarblaði er fyrirtæki
eitt auglýst, nýtt firma, og ber það
nafn þessa alræmda kvenmanns,
Mata Hari hf.
Að sjálfsögðu er hér um að
ræða tízkuverzlun. Nöfn þeirr.a
þykja bera af í nafngiftum. Tízku-
búðin mun eiga að starfa í
Reykjavík.
Sorptunnur
úr plasti
ogáhjólum
—reyndaríhöfuð-
borginni. Stærri
íláten veriðhafa
eigaaðleysaaf
hólmiótaítunnur
Allsherjarúttekt fer nú fram á
öllu er varðar sorpmál Reykyík-
inga og má líklegt telja að ýmsar
breytingar verði á framkvæmd
þeirra mála er yfir lýkur,“ sagði
Pétur Hannesson, fbrstöðumaður
hreinsunardeildar Reykjavíkur-
borgar í samtali við Dagblaðið.
„Jón Erlendsson verkfræðingur
vinnur alveg að úttektinni og
nýtur aðstoðar tveggja annarra
verkfræðinga eftir þörfurn."
Pétur sagði að i úttekt þessari
væru allar hliðar málsins
skoðaðar, sorphirðingin og að-
ferðir við hana, sorpeyðingin og
aðferðir við hana og skipulagið á
sorphaugunum.
Meðal þess sem verið er að
athuga eru sorpílát við hús. Hafa
verið keypt til reynslu stærri ílát
en núverandi tunnur. Eru það t.d.
240 lítra plasttunnur og aðrar Í20
lítra. Plastílátin sem nú er verið
að reyna eru á hjólum og því
meðfærilegri en núverandi ílát
fyrir þá er að sorphirðingunni
vinna. Er verið, með þessum til-
raunum, að reyna að finna auð-
veldari og fljótlegri leið við sorp-
hriðingu en nú tíðkast. Þykja
nokkur vandkvæði á miklum
fjölda sorptunna við hvert hús og
ætla menn að haganlegra sé að
hafa þar stærri ílát.
Pétur sagði að samræming allra
þátta sorphirðingarinnar væri
mjög þýðingarmikil því miklar
fjárhæðir væru í veði. Niður-
stöður úttektarinnar munu liggja
fyrir innan skamms og á þeim
verða byggðar nýjar úrbætur og
breytingar.
- ASt.
i
í
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i