Dagblaðið - 21.12.1977, Síða 8
8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1977.
Bandaríkin: r
MITCHELL UR FANG-
ELSI í SJÚKRAHÚS
John Mitchell fyrrum dóms-
málaráðherra Bandarikjanna
verður leyft að yfirgefa fangelsi
það sem hann dvelst i í Alabama í
næstu viku. Að sögn opinberra
aðila vestra þarf Mitchell að
leggjast inn á sjúkrahús vegna
veikinda í mjöðm.
John Mitchell var dómsmála-
ráðherra í ríkisstjórn Nixons fyrr-
um Bandaríkjaforseta. Varð hann
að segja af sér embætti vegna
tengsla sinna við svokallað,
Watergatemál og tilraunir til að
þagga það niður. Hlaut dómsmála-
ráðherrann fyrrverandi í fyrstu
30 mánaða til átta ára dóm en
sfðastliðið haust var dómurinn
mildaður og hljóðar nú ekki upp á
nema eins til fjögurra ára fang-
elsi.
Heimild Mitchell til að dvelja
utan fangelsisins er aðeins tima-
bundin að sögn Griffen Bell nu-
verandi dómsmálaráðherra. Ráð-
herrann sagði ekki hve lengi John
Mitchell yrði heimilað að dvelja
utan fangelsismúranna.
Admlrai
Loksins
á íslandi
Búningar:
ENGLAND - WEST HAM - LEEDS - M. UNITED
0. FL. einnig
ADMIRAL ÆFINGABÚNINGAR
BERRI og HENSON búningar á flest fclenzk lið —
Póstsendum Danskir æfingagallar — Gott verð
Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar
Klapparstíg 44—Sími 11783
John Mitchel!, fyrrum dómsmálaráðherra Nixons, sem kom svo
mikið við sögu Watergatemálsins, fer nú á sjúkrahús vegna
sjúkdóms í mjöðm.
Begin kominn
heim
Menachem Begin, forsætisráð-
herra Israels, kom í gær til Tel
Aviv úr ferð sinni til Washington
og Evrópu en þar gerði hann
Carter Bandaríkjaforseta og
öðrum vestrænum ráðamönnum
grein fyrir nýjum tillögum sínum
til friðar í Miðausturlöndum.
Begin mun hitta Sadat forseta
Egyptalands á jóladag á heimili
hins síðarnefnda í borginni
Ismalibad.
Landvarnaráðherra Israels,
Ezer Weizman, kom í óvænta
heimsókn til Egyptalands í gær.
Ræddi hann við egypzka land-
varnaráðherrann og einnig Sadat
forseta.
Ekki hefur verið sagt neitt
opinberlega um erindi Ezer
Weizman til Kairo en búist er við
að hann vinni að undirbúningi
fundar þeirra þjóðarleiðtoganna
Begins og Sadats.
r
ÍSLENZKAR
ÚRVALSGREINAR II
Annað bindi safnritsins sem
Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjala-
vörður og dr. Finnbogi Guð-
mundsson landsbókavörður hafa
búiö til prentunar. Fyrsta bindi úr-
valsgreinanna kom út í fyrra og
hlaut miklar vinsældir.
ALMANAK Hins íslenska
þjóðvinafélags með ÁRBÓK
ÍSLANDS
Almanakið er eitthvert fróölegasta
heimildarit sem út er gefið á ís-
lensku. Ritstjóri er dr. Þorsteinn
Sæmundsson stjarnfræðingur en
höfundur árbókarinnar Ólafur
Hansson prófessor.
BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS
OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS
Skálholtsstíg 7 - Reykjavík - Sfmi: 13652
ANDVARI 1977
Aðalgrein hans er ævisöguþáttur
Egils Gr. Thorarensens kaupfé-
lagsstjóra í Sigtúnum á Selfossi
eftir Guömund Daníelsson rithöf-
und, en aó auki flytur tímaritiö
fjölbreytt efni. Ritstjóri er dr.
Finnbogi Guðmundsson lands-
bókavörður.
Erlendar
fréttir
Bandaríkin:
CARTER
r
A
HNETU-
BÚINU
UM
JÓLIN
Jimmy Carter Bandaríkjafor-
seti flýgur í dag til heimabæjar
síns, Plains í Georgia, þar sem
hann ætlar að dvelja um jólin. Að
sögn talsmanna hans mun hann
undirbúa heimsreisu sína en að
öðru leyti hafa hægt um sig.
Carter hyggst dveljast til 26.
desember í Plains en síðan hefur
hann fyrirhugaða ferð sína hinn
29. des. og fyrsti viðkomustaður-
inn verður Pólland. Síðan er ferð-
inni heitið til íran, Indlands,
Saudi-Arabíu, Frakklands og
Belgiu.
Bandaríkjaforseti mun verða
kominn aftur til Washington 6.
janúar á næsta ári.