Dagblaðið - 21.12.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 21.12.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1977. 9 íran: 343 látnir i jarðskjálfta Vitað er um að minnsta kosti þrjú hundruð fjörutiu og þrjár manneskjur sem látið hafa lífið í jarðskjálftanum sem varð í tran í gær. Ottazt er að manntjón hafi orðið mun meira því leitar- og hjálparsveitir hafa ekki getað leitað að fullu í rústum þorpa í Suðaustur-Iran en þar varð skjálftinn harðastur. Nærri þrjú hundruð manns hafa særzt samkvæmt opinberum upp- lýsingum. Flugvélar og þyrlur vinna nú aó því að koma lyfj- um, matvælum, tjöldum og öðrum gögnum til heimilislauss fólks sem hefst við á víðavangi. Fremur kalt er nú á þeim slóðum þar sem jarðskjálftinn olli mestu tjóni en það mun vera í um það bil 700 kílómetra fjarlægð frá höfuðborg tran, Teheran. Jarðskjálftinn mældist 6,2 stig á Richterskvarða og mesta tjónið varð í borginni Zarand og fjórum þorpum í nágrenni hennar. Kanadastjórn lánar Pólverjum Kanadastjórn ákvað í gær að lána Pólverjum 295 milljónir doll- ara eða jafnvirði um það bil 60 milljarða íslenzkra króna. Lánið á að nota til að kaupa kanadískar vörur á næstu tveim árum. Ætla Pólverjar meðal annars að styrkja pappírsiðnað sinn með auknum vélákaupum. Einnig verða keypt tæki til námugraftar, efnaiðnaðar og raforkuiðnaðar. Ennfremur munu Kanadamenn ætla að selja Pólverjum tæki og vélar til ferðamannaiðnaðar og til notkunar um borð í skipum. Ráöherra rekhm fyrír stuðning við Suður-Afríku Malcolm Fraser forsætisráð- herra Ástralíu brá skjótt við og rak einn nýskipaðan ráðherra sinn fyrir að láta i ljósi stuðning við kynþáttaaðskilnaðarstefnu Suður-Afríkustjórnar i gær. Glenister Sheil var skipaður ráð- herra aðeins fyrir mánuði, eftir kosningasigur Frasers og stuðn- ingsflokka hans. Sagðist Fraser hafa ráðfært sig við aðstoðarforsætisráðherra_sinn Doug Anthony sem einnig er for- maður þess flokks sem ráðherr- ann rekni tilheyrir. Öánægja með opinberan stuðn- ing Glenister Geil kom fljótlega í ljós eftir að hann var skipaður í embætti. Upp úr sauð þó þegar hann lýsti stuðningi sínum i við- tali við dagblað í Melbourne og sagðist telja að kynþáttaaðskiln- aðarstefnan ætti erindi til Astra- líumanna, sem gætu margt af henni lært. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórn Ástralíu voru fljótir að lýsa yfir andstöðu við sjónarmið Sheil en hann lét sér ekki segjast og undanfarna daga hefur hann ít- rekað stuðning sinn við stjórnir hvftra manna í Suður-Afríku og Ródesíu. Sagðist hann mundi styðja þær hvenær sem væri og ítrekaði einnig þá skoðun sína að hann teldi Ástralíu eiga að taka stefnu hinna tveggja ríkja í Afríku til fyrirmyndar. Ekki kom á óvart þó Fraser forsætisráðherra ræki Sheil úr ráðherraembætti því hann er þekktur fyrir andstöðu sina gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnu. Linda Blair ákærð fyrir meðferð á eiturlyfjum Leikkonan Linda Blair, sem varð sem frægust fyrir leik sinn í kvikmyndinni Exorcist, var handtekin i Connecticut og sek- uð um að hafa flúið frá Florida, en þar hafði 'nún verið ákærð fyrir að hafa verið í einhverj- um tengslum við kókaínsölu- menn að sögn lögreglunnar þar. Upphaf málsins mun hafa verið að Linda Blair v^r við- stödd útför hljómsveitarstjóra rokkhljómsveitarinnar Lynyrd Skynyrd I Florida. Nokkrir meðlimir hljómsveitarinnar fórust í flugslysi fyrir nærri tveim mánuðum. Hefur lögregl- an í Florida ákært þrjátíu og átta manns veena þess að hún telur þá hafa neytt ýmissa eiturlyfja við útförina. Leikkonan var handtekin í borginni Wilton i Connecticut. Lögreglan þar hefur einnig ákært hana fyrir að hafa I fór- um sínum eiturlyf við handtök- una. Linda Blair var látin laus gegn tryggingu i gær en sagt er að meðal þeirra sem flæktir séu í eiturlyfjamál þetta séu sonur og dóttir öldungadeildarþing- manns frá Florida. Linda Blair, sem þekkt varð fyrir hlutverk sitt i kvikmyndinni Exorcist þar sem hún lék stúlku sem haldin var illum anda var ákærð í Florida fyrir nokkru um að hafa neyttog haft eiturlyf undir höndum. A myndinni er hún með leikaranum Richard Burton. ALGJÖR NÝJUNG ■ Polyamide VISCOSUISSE Hekmcct 22 dtex Sokkabuxur og nærbuxur í einu lagi Svissnesk gæðaframleiösla Buxnahlutinn styrkturmeð HelcmxxL sem lætur vel að húðinni, einnig með mjúkri baðmullarbót MJÚK BAÐMULLARBÓT FÁST EINNIG MEÐ FROTTEBUXNAHLUTA OG V-SNIDI — LITIR: PERLE BAMBI, COSTA BR., 0G FLANÉLLE VERÐ KR. 670. Póstsendum Domus Medica — Egilsgötu 3 Pósthólf5050 - Sími 18519

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.