Dagblaðið - 21.12.1977, Síða 12

Dagblaðið - 21.12.1977, Síða 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1977. 12 r v Að koma lagi á myndasafnið Draumur um veruleika, íslenskar sögur um og eftir konur. Helga Kress valdi sögurnar og sá um útgáfuna. Mál og menning, Reykjavík 1977, 203 bls. Það hefur sannarlega verið upplífgandi að lesa bókmennta- greinar Helgu Kress í Skírni á undanförnum árum, þar sem hún hefur tekið til gagngerðs endurmats stöðu kvenna í íslenskum bókmenntum. Henni hefur tekist að blása nýju lífi í þetta æruverðuga rit, þar sem karlmenn hafa ráðið öllu í rúmlega eina og hálfa öld, og vakið með greinum sínum sára reiði karlrithöfunda, bók- menntafræðinga og gagnrýn- enda. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, lesið bókmennta- greinar sem meir vekja til umhugsunar og andsvars.. TIL ERU KVENRITHÖFUNDAR Og nú hefur Helga annast útgáfu á smásögum um og eftir konur, Draumur um veruleika, þar sem hún velur sögurnar með þrjú höfuðsjónarmið í huga, eins og hún segir í for- mála, sem eru „jafnt af listræn- um, félagslegum sem sögu- legum toga“. Hún segir enn- fremur að erindi þessa safns sé tvíþætt: ,,Því er ætlað að vekja athygli á því, að til eru íslenskir kvenrithöfundar, þótt ekki fari mikið fyrir þeim í bókmennta- sögum eða á öðrum opinberum vettvangi. Jafnframt á það að geta veitt nokkra innsýn í hugarheim kvenna, viðhorf þeirra og vitund á hverjum tíma“ (8). AF HVERJU SVO FÁAR? Sögunum er fylgt úr hlaði með stórfróðlegum inngangi ,,Um konur og bókmenntir“ þar sem þetta fyrirbæri er skoðað frá nýrri hlið og margt dregið fram í dagsljósið. Helga leitast við að finna svar við spurning- unni: ,,Af hverju eru kvenrit- höfundar svo fáir?“ og kemst að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa vitnað í ýmsa kvenrit- höfunda allt frá Virginíu Woolf og Theódóru Thoroddsen til Asu Sólveigar, að „Það hefur aldrei verið ætlast til þess af konum að þær yrðu rithöf- undar.“ Ástæðan er félagsleg, rótgrónir hleypidómar og alda- gömul kúgun. „KONUR GERÐARSVO TIL ÓSÝNILEGAR" Helga útskýrir á hvern hátt „bókmenntastofnunin'* svo- nefnda, þ.e. útgefendur, fjöl- miðlar, gagnrýnendur, bók- menntafræðingar, bókmennta- leg ráð (og úthlutunarnefndir), háskólinn og rithöfundar sjálfir, er skoðanamyndandi, og hvernig þessi stofnun ræður því hvern sess ritverk öðlast i bókmenntasögunni. Þar er sláandi dæmið um Sigurð Nordal prófessor, sem sagðist vera vinveittur kvenrithöfund- um, en valdi ekki verk eftir eina einustu konu í fyrstu út- gáfu sína af íslenskri lestrar- bók. Helga telur að viðfangsefni og gildismat kvenna fari í taug- arnar á gagnrýnendum og að þeir „afskrifi gjarnan sem eitt- hvert óþarfa mas“ allt tal kven- rithöfunda um ástir og hjóna- bönd, börn og heimilislíf. Þá eru nú sjóferðir, stríð og íþróttir eitthvað annað og merkilegra og þær bækur mikilvægar, sem um slíkt fjalla, segir bókmenntastofnunin. „Konur verða að hafa eitt- hvað að segja,“ sagði rit- höfundur nokkur við mig á dögunum, þegar mál þetta bar á góma. Svo er nú það. KVENFRELSISSJÓNAR- MIDIÐ BANNFÆRT? Helga skiptir sögunum í þrjá kafla: 1880-1930, 1930-1970 og 1977. Hún telur að saga ísl. kvennabókmennta sé ná- tengd kvenréttindabaráttunni og hefjist með Torfhildi Hólm um 1880. Næsta tímabil tengir hún við lýðveldisstofnunina og tímaritið Melkorku. Hið þriðja og síðasta hófst með nýju kven- frelsishreyfingunni og tengist höfundunum Svövu Jakobs- dóttur og Jakobínu Sigurðar- dóttur. Það er hárrétt hjá Helgu, að ritdómurum yfirsést gjarnan kvenfrelsissjónarmiðið í verkum þessarar höfunda. Myndu þær annars hafa hlotið náð hjá „bókmenntastofnun- inni“? AÐ ÞRÁ — BÍÐA — DREYMA 0G DEYJA Það fer ekki mikið fyrir baráttu eða uppreisn kvenna í fyrsta þætti sagnanna. Sög- urnar eru fremur lýsandi og ádeilan liggur undir yfir- borðinu. Prósaljóð Vilborgar Dag- bjartsdóttur, „Draumur“, er hér undantekning, enda valið sem einkunnarorð bókarinnar. „Jafnvel sjálfur Öðinn á ekki nema eitt erindi við konur“, segir Vilborg. „Og ég sem hélt ég væri skáld“ (37). Torfhildur Hólm leggur sögu sína í munn karlmanni og lýsir miklum vonbrigðum hans vegna framhleypni og uppástöndugheita unnustunnar sem vill fá að halda fram þekk- ingu sinni. Það hefur verið djarft uppátæki af stúlku um 1880 að fleygja trúlofunarhring sínum í pytt. I sögu Ölafar frá Hlöðum þráir konan ást og hlýju manns- ins, „Hvernig átti hann að þrá hana eins og hún hann, hann, sem var sjálfum sér nógur og þurfti hennar auðvitað ekki“ (54). Theódóra Thoroddsen segir í sögu sinni frá hversdagslegu amstri húsfreyju, m.a. kaupum á kartöflum í „Matardeild Sláturfélagsins". Söguna um sniglana, sem hún finnur i moldinni innan um kartöfl- urnar, má lesa sem tákn fyrir hennar eigin verk eins og hún lítur á þau og hlutskipti hennar sem rithöfundar. Ingunn frá Kornsá lýsir einum degi úr ævi sinni, þegar amma hennar var jörðuð, og segir hann einn ljósasta blett- inn í endurminningum sínum. Ekki hafa hinir dagarnir verið beysnir. í þessari sögu túlkar Ingunn á nokkuð róttækan hátt þjóðsöguna um tröllið sem seiddi til sín sængurkonuna. „Hún hefði heldur kosið að gista i fossinum með litla barnið sitt, en að mæta oftar slíkri harðýgi - og skilnings- leysi“ (64). „Síðsumarkvöld" eftir Huldu lýsir vel hvernig konur eru al- gjörir þolendur í ástamálum, hvernig hún leitar útrásar í faðmi náttúru eða situr við gluggann og horfir á stjörnuna sína, en það er það eina sem hún á eftir af unnustanum þegar hann er farinn út í heim. í þessari ljóðrænu sögu tengir hún ást og dauða og sættir sig við minninguna eina. LAGT TIL ATLÖGU I miðkafla bókar gerast konur herskáari. Elínborg Lárusdóttir lýsir þjónustustörf- um húsmóður í þögn og umburðarlyndi, þar til kvöld eitt að konan hefur fengið nóg Bók , menntir Rannveig G. Ágústsdóttir og fer á kvenréttindafund án þess að þvo upp, bursta skóna stráksins eða rétta karlinum skyrtuna hans. Bókin dregur nafn sitt af sögu Ragnheiðar Jónsdóttur, „Draumur um veruleika". Helsta leið konunnar til að umbera veruleikann er að hverfa á vit draumsins. En í þessari sögu snýst þetta við, draumur konunnar, þar sem hún sér fyrir sér framtíðina ■ MOSFELLSSVEiT - MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT KjlBWfCMÍ 0PIÐ TIL KL. 22ALLA DAGA Bökunarvörur á tilboðsverði Hátíðamatur á hvers manns borð Ódýru reyktu rúllupylsurnar Hangiframpartar ágamla verðinu meðan birgðirendast Það verða gleðilegjól íKjörvali VERIÐ VELKOMIN Þverholti - 270 Mosfeilssveit - Sími 66620 íslenzkar bækur. Leikföng frá Airfix, Bambola, Lego, Matchbox, Playmobile og m.fl. Jólakort og jólaskraut í úrvali, fallegt jölakort af Lágafellskirkju. Ritföng. Erlend blöð. Vasabrotsbækur. Filmur, filmuframköllun. Hop- timistarnir vinsælu. Gjafavara. Opið til kl. 8 alla virka daga nema föstudaga til kl. 10. Opið laugardaga. Verið velkomin og reynið viðskiptin. RADÍÓVALSF. MOSFELLSSVEIT - SÍMI66640 Utvarps- ogsjónvarpsverkstceði — verzlun Tiljólagjafa: Mikið úrval af hljómplötum og kassettum, kassettutöskum. Plötustatíf, hillusett, skúffuskáp- ar, ferðatæki, segulbönd, tölvuúr, •vasatölvur og m.fl. Utvarpstæki, kassettutæki, bíl- tæki, bíltæki m/kassettum, kass- ettutæki í bíla, hljómflutnings- tæki, hátalarar í bíla, sjónvarpsi loftnef. Opið 9-8 virka daga, einnig á laugardögum ÞVERH0LT MOSFELLSSVEIT BENSÍNOG OLÍUR FRÁSHELLOGBP —Filmur og tóbak— —ís og ístertur — Gos ogsœlgœti— Ath. Mikið úrvalafkonfektkössum MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT I

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.