Dagblaðið - 21.12.1977, Side 14

Dagblaðið - 21.12.1977, Side 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1977. STIFTUNG WARENTEST Qualitátsurteil: Nýjasta gerðin af BRAUN gufukrullu- jórni er með hitastilli, þ.e. lógt hita- stig fyrir fínt hór, meðalhitastig fyrir venjulegt hór og hótt hitastig fyrir þykkt hór. Hentug vegghalda fylgir krullujórninu. Krullu járnið er bœði fyrir 110 og 220 volt. JÓLAGJÖF SEM GLEÐUR ALLAR KONUR: teetl/77und 10/77 sehr guí helHt: 29 Baktnmiarar TntaM: 4 Þeir prófuðu 25 rafmagns- rakvélar BRflUn Hið óháða vestur-þýzka neytendablað TEST (Stiftung Warentest) tók ýmsar tegundir af rafmagnsrak- vélum til prófunar í blöðunum 1/77 og 10/77. Af 25 mismunandi gerðum af rakvélum var BRAUN MICRON eina rakvélin, sem fékk dóminn SEHR GUT eða MJÖG GÓÐ. BRAUN vörumerkið sjáið þér í öllum verzlunum, sem selja góð raftœki. Aðalumboð Hvernig hár heíiir þú? Curl Braun a BRflun ÍSLENZKUR OSTUR ÓDÝRARI í NEW YORK EN HÉR HEIMA Mikið hefur verið rætt um verð á íslenzku kjöti á erlendum mörk- uðum undanfarið. Þykir það ekki góð stefna að selja íslenzkar af- urðir erlendis langt undir því markaðsverði sem hér er. í Bandaríkjunum er íslenzkur ostur á markaðinum og hefur ver- ið lengi. Hann er seldur í kræsingadeildum stór- markaðanna undir vörumerkinu Öðinn. Er þetta venjulegur 30% brauðostur og kostar hann 1,59$ punduð. Það samsvarar að kg. kosti 743,90 ísl. kr. Til saman- burðar má geta þess að álíka amerískur ostur (cheddar cheese) kostar 1,99$ pundið eða sem svarar 930,70 kr. kg. Frændur okkar Norðmenn fá heldur betra verð fyrir sinn ost sem þeir selja í sams konar verzlunum. Er sá seldur undir vörumerkinu Jarlsberg og kostar pundið 2,19$ eða sem svarar 1024,00 ísl. kr. á kg. Ekki er islenzki osturinn þó ódýrastur, það er hollenzkur ostur, sem kostar 1,49$ pundið eða 697,50 ísl. kr. kg. í verzlunum í Reykjavík kostar 30% ostur hins vegar í heilum stykkjum kr. 945 kr. hvert kg. og 954 kr. í bitum. -A.Bj. Hvað eru marg- ir á röltinu? — Um 30 manns gista gamla Farsóttarhúsið um iólin Um jól er ekkert gamanmál að vera á vergangi. Sem betur fer er séð fyrir því að heimilislausir í borginni þurfa ekki að eyða jólanóttinni í kulda og matarleysi. Líklegt má telja að um 30 ,,útigangsmenn“, eða þeir sem i daglegu tali eru nefndir ,,rónar“, séu á ferðinni i höfuðborginni um hátíðarnar og eins og veðrið hefur verið undanfarna daga fer ekki hjá því að fólk spyrji sig, hvar þeir séu eiginlega niðurkomnir? Öruggt má telja að þessi árstími sé ekki þeirra „vertfð“, því að skemmtiferðaskipin og blundur í sólinni á Austurvelli er óralangt undan. „Það er sennilega ekki mikið af þeim í bænum núna, a.m.k. ekki þeim sem eru drukknir," sagði Rúnar Guðmundsson varðstjóri í stuttu rabbi við Dagblaðið. „Tvær síðustu nætur hafa þrír þeirra gist hjá okkur, en þeir hafa verið fluttir upp að Hlaðgerðarkoti." Rúnar sagði, að þessum mönn- um hefði fækkað verulega á und- anförnum árum, unnið hefði verið að því að koma þeim fyrir á drykkjumannahælum eins og Gunnarsholti og Hlaðgerðarkoti. ,,Þá er að nefna Farsóttarhúsið gamla. Þar dveljast alltaf þó nokkrir, svo lengi sem þeir hald- ast sæmilega edrú,“ sagði Rúnar ennfremur. „Hjá okkur eru 10, sem eru edrú, en þeim fer sennilega fjölg- andi nú þegar nær dregur jólum,“ sagða Júlíus Snorrason, forstöðu- maður Farsóttarheimilisins í viðtali við DB. „Þá eru hérna fjórir, sem eru að láta renna af sér og um einn veit ég sem er úti á „röltinu" eins og það er kallað — hann er nýdottinn". Júlíus sagði að hjá honum hefðu verið um 30 manns um jólin í fyrra „og ég geri ráð fyrir að þeir verði ekki færri í ár." Mönnunum er gefinn matur í Farsóttarhúsinu á jóladag og nýársdag, en Júlíus benti á að mörg undanfarin ár hefði Vernd verið með jólamat f.vrir útigangs- mennina á aðfangadag og hefði sú jólahátíð þeirra verið haldin í húsi Slysavarnafélagsins á Grandagarði. -HP.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.