Dagblaðið - 21.12.1977, Síða 15

Dagblaðið - 21.12.1977, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1977. 15 Hvað gera þingmenn við sitt langa jólaf rí? segir Karvel Pálmason „Auðvitað að und- irbúa kosningar” Þingmenn fá allra manna mest jólafrí. Þeir fara nú I fri i um það bil mánuð. Hvað gera þeir við þetta? DB spurði lands- byggðarþingmanninn Karvel Pálmason þeirrar spurningar. „Ég fer heim beint í kjara- samninga," sagði Karvel. Vest- fjarðafélögin hafa sagt upp samningum. „Svo fer ég auðvitað að undirbúa kosning- ar.“ „Ég tel, að þingmenn reyni eftir megni að ferðast um kjördæmi sín og hafa samband við fólk í þessu hléi, en það fer að sjálfsögðu eftir staðháttum og veðráttu, hvernig til tekst um það. Svo er meira og minna sem safnast fyrir, meðan menn eru á þingi í Reykjavík. Svo taka þingmenn þátt i alls konar félagsmálastarfsemi heima í héraði. Ég heid, að þetta hlé sé ekki of langt, en slíkt er þó alltaf álitamál. Það kann að vera slæmt nú, að þingmenn séu fjarverandi, þegar spurningin er: Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera í sam- bandi við atvinnuvegina?“ sagði Karvel. Hnotubrjóturinn — jólasýning Þjóðleikhússins Þegar uppselt á fyrstu sýningarnar Það verða stór nöfn í jólasýningu Þjóðleikhússins að þessu sinni, en það er Hnotu- brjóturinn, ballett við tónlist eftir Tjækovskí. Aðalkarldans- arinn verður Helgi Tómasson og dansar hann á fimm fyrstu sýningunum. Með honum er ballerína frá Bandarikjunum, Anna Aragno, en hún hefur áður dansað hér á listahátíð. Þegar er uppselt á þessar fimm sýningar, en írumsýningin verður að vanda annan jóladag. Þegar Helgi fer aftur utan tekur einn af beztu dönsurum Finna í dag, Matti Tikkanen við aðalhlutverkinu. Stúlkur úr tslenzka dansflokknum munu síðan skiptast á að dansa aðal- kvenhiutverkið. Sýning þessi er mjög dýr í uppsetningu, enda er hún fjölmenn. Leikstjóri er Yuri Chatel frá Bandaríkjunum, en hann kom hingað i haust til þess að setja upp þessa sýningu með íslenzka dansflokknum. Enn ein bandarísk ballerína fer með hlut- verk í ballettinum, Mitzy McKee. Una Collins sér um búninga, en hún starfaði hér á árum áður og Sigurjón Jóhannsson teiknaði leikmyndir. -JH. ' vsiassmmmmmmBmsMimmaai Félagar úr tslenzka dansflokkn- um tóku sér smáhlé frá æfingun- um og fengu sér kaffisopa er Bjarnleifur ljósmyndari kom I heimsókn í gær. Skólabörn keppa um góð verðlaun 1 desember efnir Umferðarráð til getraunar fyrir skólabörn víðs vegar um landið og er getrauna- seðlum dreift til nemenda á aldrinum 6-12 ára. Getraunin er unnin í samstarfi við menntamálaráðuneyti, lög- regluyfirvöld og bæjarfélög. Dreift er 30.500 getraunaseðlum. Verðlaun eru veitt í hverju byggðarlagi og eru gefendur verðlauna ýmsir aðilar, svo sem bæjarfélög, tryggingarfélög og þjónustuklúbbar. Dregið er úr réttum svörum og hljóta þeir heppnu verðlaun. Algengast er að lögregluþjónar færi verðlauna- höfum verðlaunin heim á aðfangadag eða sem næst jólum. Með getraun þessari er stefnt að auknu samstarfi við foreldra um umferðarfræðslu og er til þess ætlastaðgetraunin sé unnin undir handleiðslu foreldra og kennara. Fjórir bitar komnir í Borgar- fjarðar- brúna Nú er lokið við að setja niður stólpana 12 í Borgarfjarðarbrúna en því var lokið seint I sumar. Settir hafa verið fjórir bitar á milli stólpa — griðarmiklir bitar sem hver um sig vegur 64 tonn. Verð er að vinna við að steypa bitana, en alls verða þeir 52. Eins og sagði vegur hver um sig 64 tonn, er 2.25 metrar á hæð og rétt tæpir 40 metrar að lengd. Ekki verða fleiri bitar settir í ár, þá vegna veðurs. Nú er verið að vinna við að leggja veg frá Vesturlandsvegin- um að eyrinni, við sunnanverða brúna. h. haiis. ■ Jólahyasintur Jólablóm á hverju heímilí Þeim fjölgar sem nota hyasintur til að setja punktinn yfir jólaskreytinguna á heimilinu. Lifandi blóm í mildum litum sem stendur lengi og varpar Ijóma á umhverfið. Hyasintur standa lengst séu þær vökvaðar lítillega og hafðar á svölum stað á nóttunni. ^Blóma fiamleióendur i

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.