Dagblaðið - 21.12.1977, Page 19

Dagblaðið - 21.12.1977, Page 19
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1977. 19 Genm msældakosnkigamar að mark- tækri hemild um poppmarkaðm ídag Vinsældakosning Dag- blaðsins og Vikunnar er nú að komast á fullt skrið. Útfylling- arformið verður endurbirt hér í dag og á morgun í Vikunni, ef svo skyldi hafa farið að einhverjir hefðu misst af herlegheitunum í síðustu viku. Atkvæðaseðlarnir eru þegar farnir að berast. Ástæða er til að skora á þátttakendur að senda lausnirnar sem fyrst til að hægt verði að byrja að reikna út úrslitin strax um árá- mót. Skilafrestur er annars til 28. desember í allra síðasta lagi. Og utan á umslagið á að skrifa Vinsældaval Dag- blaðsins og Vikunnar, Síðumúla 12, Reykjavík. Enn sem komið er hefur aðeins verið kvartað yfir einu atriði í vinsældakosningunum — reyndar úr spurningalistan- um. Stúlka í Keflavík kvaðst ekki þekkja haus né sporð á söngvara hljómsveitarinnar Sex Pistols. Nafn hans stæði ekki einu sinni á nýjasta plötu- umslagi hljómsveitarinnar. Því er til að svara að fáir eða engir skemmtikraftar hafa verið meira í sviðsljósinu á þessu ári en einmitt Sex Pistols og sér í lagi söngvari hljómsveitarinnar. Við vor- kennum því engum að brjóta heilann í svo sem hálfa mínútu eða spyrja kunningjana. Eins og lesendur ættu að sjá, eru vinsældakosningarnar í þrennu lagi. I fyrsta lagi eru það kosningarnar sjálfar. En til að lífga aðeins upp á þær. Spurningar 1. Hvað heitir Megas réttu nafni? gefst þátttakendum kostur á að svara tíu spurningum um popp, bæði innlent og erlent. Loks geta þátttakendur valið þrjú viðfangsefni til að glíma við.Þau eiga að vora í ritgerðar- formi, einhvers staðar í knng- uin þúsund orð. Þeir, sem hafa gaman af að tjá sig og hafa ákveðnar skoðanir á einhverj- um þessara þriggja viðfangs- efna fá hér tilvalið tækifæri til að vinna til verðlauna. Nú, og svo er mögulegt að nýta rit- gerðina í skólanum, ef íslenzkukennararnir gefa færi á frjálsu efnisvali einhvern tíma i vetur. Það er ekki eftir neinu að bíða. Yddið blýantinn eða fyll- ið pennann af bleki og gerið Vinsældakosningar Dag- blaðsins og Vikunnar að mark- tækri heimild um stöðu poppsins á Islandi í dag. Amen. -ÁT- Valefninþrjú Valefnið þarf að vera ritsmíð upp á svo sem 1000 orð, þó að lengdin sé ekkert skilyrði. Veljið eitt efni eða fleiri. Skilið ritgerðunum vélrituðum, ef tök eru á, þá ætti allt að komast óbrenglað til skila. — Þrenn verðlaun verða veitt fyrir beztu valefnin. A. ER HLJÓMSVEITARFORMIÐ SEM SLÍKT AÐ DEYJA ÚT HÉR Á LANDI? B. ER ÞÖRF Á BETRI UMFJÖLLUN DÆGURTÓNLISTAR í SJÓNVARPI 0G HLJÓÐVARPI? C. ERU ÍSLENZKAR HLJÓMPLÖTUR SAMBÆRILEGAR VIÐ ERLENDAR HLJÓMPLÖTUR? 6. Hvað var Elvis Presley gamall, er hann lézt 16. ágúst siðastliðinn? 2. Aldinn söngvari lézt síðsumars. Hann söng lag á plötu, sem er sú söluhæsta heimi. Hvað heitir lagið? 7. Söngkonan Shady Owens söng með fjórum hljómsveitum hérlendis á sínum tíma áður en hún fór utan með hljómsveitinni Ieecross. Hvaða hljómsveitir voru þetta? 3. Gunnar Þórðarson samdi tónlist við umdeilda sjónvarpsmynd eftir Hrafn Gunnlaugsson. Hvað heitir myndin? 8. Hver er höfundur lagsins „Blowing In The Wind“? 4. Ræflarokkhljómsveitin Sex Pistols er sú hljómsveit sem mest hefur staðið í sviðsljósinu í ár. Hvað heitir söngvari hljómsveitarinnar? 9. Þegar hljómsveitin Change leystist upp á sínum tíma ákvað einn meðlimurinn að verða eftir á brezkri grund og starfa þar. Hvað heitir hann? 5. Nefnið þrjú lög eftir Jóhann G. Jóhannsson, sem komið hafa út á hljómplötum 10. Hvað heitir nýjasti meðlimur hljómsveitarinnar Hauka? Innlendur markaður HLJOMSVEIT: 1___________ 2___________ 3___________ SONGVARI: 1.________ 2_________ 3_________ S0NGK0NA: 1_________ 2_________ PLATA ARSINS: 1______________ 2______________ 3______________ LAG ÁRSINS: 1____________ 2____________ 3____________ HLJOÐFÆRALEIKARI: 1_________________ 2_________________ 3_________________ LAGASMIÐUR: 1___________ 2___________ 3___________ TEXTASMIÐUR: 1____________ 2____________ SJÓNVARPSÞÁTTUR: 1________________ 2________________ 3________________ UTVARPSÞATTUR: 1______________ 2______________ 3______________ Érlendur markaður HLJÓMSVEIT: 1___________ 2___________ 3___________ S0NGK0NA: 1_________ 2____:_____ 3__________ SONGVARI: 1_________ 2_________ 3_________ HLJÓÐFÆRALEIKARI: 1_________________ 2_________________ 3_________________ LAGASMIÐUR: 1___________ 2___________ 3___________ PLATA ARSINS: 1_____________ 2_____________ 3_____________ VINSÆLDAVAL DAGBLAÐSINS 0G VIKUNNAR1977 Sendandi: Nafnnúmer:. Heimilisfang: Óvenjuleg plata-ólík flestum öðrum Doildarbungubrœöur — ENN Á JÖRÐINNI Útgefandi: lcecross (IS-004) Upptökustjóri: Axel Einarsson Upptökumenn: Tony Cook og Jónas R. Jónsson. Útsetningar: Deildarbungubrœöur. Skuröur: Malcolm Davies. PYE London Pressun: CBS Holland Hljóöritun: Hljóöriti Hafnarfiröi. I fyrsta laginu (?) á Enn á jörðinni syngja Deildarbungu- bræður um hinn fullkomna stjórnmálamann. Lagið nefnist Jákvæður miðlínumaður. Ég spurði höfund lagsins, Axel Einarsson, eitt sinn að því, hvort þarna væri sungið um framsóknarmenn. Hann neit- aði þessu skelfingu lostinn. „Þessi jákvæði miðlínu- maður er ekki til,“ sagði hann, „en auðvitað væri æskilegast að þeir væru sem flestir. Því miður er þaö svo að allir pólitíkusar hallast ýmist til vinstri eða hægri. Séu þeir hins vegar settir á brotastrik og deilt á milli og stytt, þá kemur hinn jákvæði miðlínu- maður út.“ Sé plata Deildarbungu- bræðra, Enn á jiirðinni, sett á strik og deilt og stytt, þá kemur út ágætis plata og i mjög mörgu frábrugðin öllum þeim sem gerðar eru hér á landi. Meðlimir hljómsveitar- innar, þeir Axel Einarsson, Kristinn Sigurjónsson, Olafur Garðarsson og Árni Sigurðsson kunna vel til verka í stúdíói. Lög þeirra eru ágæt og mörg vel grípandi við fyrstu at- rennu. Textarnir eru alimiklu blandaðri. Sumir eru sérstakir og skemmtilegir — aðrir klúðurslega samansettir. Öll bragfra'ði viröist vera þenn sem biblía búddatrúarmanni. Sé Enn á jörðinni Imrin saman við f.vrri plötur Deildar- bungubræðra, Sögu til næsta bæjar, þá má merkja framfarir í flestu tilliti. Það eina sem á skortír á nýju plötunni er hljómborðaleikurinn, sem var með ágætum á Sögunni. Á Sögu til næsta bæjar voru nokkur erlend lög, sem áttu stóran þátt í þeim viðtökum sem platan hlaut. Sérstaklega má þar nefna lagið María draumadís. Vonandi á það ekki eftir að spilla fyrir Enn á jörðinni að hún er alislenzkt og alvarlegri en hin. Deildar- bungubræður eru með nokkra sérstöðu hér á landi hvað laga- val varðar, en það er mesti misskilningur að hljómsveitin sé grínhljömsveit lengur. Ilún er hljómsveit, sem vissara er að fara að fylgjast gaumgæfilega með. -AT-

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.