Dagblaðið - 21.12.1977, Síða 32

Dagblaðið - 21.12.1977, Síða 32
ER SALTAUSTURINN HELZTIORSAKAVALDUR ÁREKSTRANNA? Uppleyst asfaltið leggst sem skán á dekkin og virkar líkt og áburður á skíði Hinir tiðu árekstrar sem orðið hafa í vetur af völdum hálku valda mörgum áhyggjum og eru í raun íhugunarefni fyrir ábyrga aðila. Einn þeirra sem um þessi mál hafa mikið hugsað er Ingvi Hjörleifsson ljósameistari hjá Sjónvarpinu. Hann hefur komizt að raun að hljólbarðar bíla í höfuðborg- inni verða fljótt ílla nothæfir til aksturs vegna tjörulags sem á þá sezt. Ingvi telur ljóst að hér eigi saltausturinn mikla sök á. Saltið leysir upp asfaltið og á hvern hjólbarða sezt skán af tjöru eftir stuttan akstur á salt- ausnum borgargötunum. Þessi tjöruskán á hjólbörðunum verkar líkt og áburður sem borinn er undir skíði. Verða hljólbarðarnir glerhálir og sé í þá komið minnsta slit, eru þeir eins og skautar undir bílunum og við bílana verður litt ráðið þegar snjóar svo aftur ofan í og vfir saltbornar göturnar. Ingvi sýndi okkur fjóra hjól- barða er hann tók af bil á sunnudag. Á þeim var þykk tjöruskán. sleip og giampandi er hún var þornuð. Ingvi sagði að algengt væri að þessi tjöru- skán festist i bílskúrsgólfi yfir nótt og rifi upp málningu á gólfi þá er bíllinn er hreyfður að morgni. Tjöruskán þessi getur orðið margir millimetrar að þykkt og getur fært nagla í hjólbörðum í kaf. Engar rannsóknir munu hér fara fram á áhrifum saltausturs á götur en byggt er á rannsókn- um erlen-iis, þar sem asfalt er af allt ann. rri blöndu og söltun gatna miklu fátíðari en hér. Hér er á ferð mál sem réttir aðilar ættu að taka til athug- unar. Árekstrasúpan sem hér á sér daglega stað vegna hálku kostar oft hundruð þúsunda á dag og milljónatugi yfir árið. Sé hægt að fækka þessum árekstr- um með einhverju móti er mikið unnið. - ASt. 1» Ljóslega má sjá tjöruskánina á hjóibarðanum til vinstri. Hjól- barðinn tii hægri er hreinn af tjöru. MÁ BJÓÐA ÞÉR SKÖTU í MATINN? Gamall siður sem enn er íheiðri hafður, að borða skötu á Þorláksdag ,,Við erum líklega með svona um hálft tonn í bleyti, fyrir utan þessa þurrkuðu," sagði Jón Árna- son starfsmaður i fiskverzluninni Sæveri I Miðbæ við Háaleitis- braut. Jón var I miðju kafi við að skera niður stórlúðu þegar blm. og ljósmyndara bar að garði. „Blessuð vertu, hún er vel kæst þessi, áður en hún er útvötnuð. Svo er hún líka til kæst og ósöltuð og þurrkuð. Hún er bara söltuð í pottinn eins og venjulegur fiskur. Það er sú vestfii zka.“ — Borðar þú skötu - jálfur? ,,Já, það er nú líklega, ég er fæddur og uppalinn á Vestfjörð- um, sagði Jón. ,,En ég vil heldur þá sem er útvötnuð. hin er aðal- ,lega borðuð norðan til á Vest- fjörðum, eins og við ísafjarðar- djúp.“ Það er gamall siður á Islandi að borða kæsta skötu á Þorláks messu, sem er á morgun. Kílóið kostar 474 kr., sama og saltfiskur. A.Bj. H Jón Arnason með skötuna sem verður á borðum Reykvíkinga á Þorláksmessu. — DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. Karvel stððvaði uppreisn gegn Gylfa „ÞARNA SÉST HVAÐ ÓHÁÐUR ÞINGMAÐUR GETUR HAFT AÐ SEGJA” „Það hefur verið stefna okkar í Samtökunum allt síðan 1974 að láta kosningar I Norðurlandaráð afskiptalausar. Eg ákvað að þessu sinni að láta þær áfram afskiptalausar. Þarna kom I ljós hvað óháður vestfirzkur þingmaður getur haft að segja. Hann gat ráðið úrslitum." Þessi afstaða Karvels varð til þess, að „uppreisn" tveggja þingmanna Alþýðuflokksins um að fella Gylfa Þ. Gíslason frá áframhaldandi setu 1 Norðurlandaráði, fór út um Karvel Pálmason. þúfur. Jón Armann Héðinsson og Eggert G. Þorsteinsson hugðust styðja Magnús Torfa Ölafsson (Samtökunum) I ráðið. Þeir félagar gerðu sér vonir um stuðning tveggja eða þriggja framsóknarþingmanna við slíkt framboð. Hefði Gylfi þá fallið en hvort tveggja gerðist að Karvel fékkst ekki með í þetta bandalag og Fram- sóknarmennirnir brugðust. Þá hefðu Magnús Torfi og Gylfi getað fengið þrjú atkvæði hvor og „uppreisnarmenn" vildu ekki láta reyna á hlutkesti. Gylfi hefði haft stuðning Benedikts Gröndal og Sig- hvatar Björgvinssonar. Kosningunum var frestað um tíma, meðal annars til að koma reglu á í liði framsóknarmanna. Loks voru listar lagðir fram og komu fram þrir listar. Á lista stjórnarliða voru Ragnhildur Helgadóttir (S), Jón Skaftason (F), Sverrir Hermannsson (S) og Halldór Ásgrímsson (F). Al- þýðubandalagið bauð fram Magnús Kjartansson og Al- þýðuflokksmenn Gylfa Þ. Gísla- son. Urðu allir sjálfkjörnir. - HH frjálst, áháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 21. DES. 1977 Tveir drukkn- ir sjómenn dregnir upp úr höfninni — annar flúði við dyr Slysavarðstofu, hinn lét ófriðlega Lögreglan dró tvo drukkna sjómenn úr Reykjavíkurhöfn f nótt. Voru þeir þá orðnir all- þrekaðir og kaldir enda höfðu þeir verið allt að 10 mínútur milli skipa i höfninni. Sjómennirnir hresstust fljótt er á land kom. Flúði annar úr höndum lögregl- unnar er að Slysavarðstofunni kom, þar sem hlynna átti að mönnum tveimur. Hinn var ódæll og lét ófriðlega við hjúkrunar- fólk. Lögreglan var tilkvödd kl. 1.10 í nótt að mb. Hákoni ÞH 250. Annar mannanna hafði þá fallið i sjóinn. Hinn hugðist kippa honum upp úr en féll við þá hetjulegu tilraun sjálfur í höfn- ina og gat nú hvorugur aðra björg sér veitt en hanga í bjarghring sem til þeirra var kastað. Lögreglumenn drógu mennina upp og voru þeir á þeirri stundu allþjakaðir. Að venju var haldið rakleitt í slysadeild til að hlúa að mönnun- um. Strax á leiðinni létu þeir ófriðlega og við dyr slysadeildar hljóp annar á brott og segir ekki meir af honum. Hinn lét mjög ófriðlega þó blautur væri. Honum virtist ekki verða meint af sjó- baðinu þessa mestu skammdegis- nótt ársins, sem er eitt mesta slysaár í sögu þjóðarinnar. ASt. Jólaferð þjófanna lauk f morgunsárið Piltarnir tveir sem í fyrri viku urðu uppvísir að hálfrar milljón króna þjófnaði frá drykkjufélaga þeirra í Reykjavík verða I dag leiddir til yfirheyrslna. Uppvíst varð ekki um þjófnað tvímenning- anna fyrr en þeir voru komnir áleiðis til Kaupmannahafnar í Flugleiðavé! á föstudagsmorgun- inn i síðustu viku. Er yélin lenti biðu danskir lögreglumenn pilt- anna og handtóku þá. Piltarnir komu aftur heim til Islands i nótt eftir tafsama ferð. Lenti vélin ekki fyrr en á fimmta tímanum í morgun, að sögn Njarðar Snæhólm. Danskir lögreglumenn fylgdu piltunum til tslands. ASt. Drengur drukknaðií A-Landeyjum Enn eitt banaslysið varð i gær er fjögurra ára drengur féll í frá- rennslislæk f Austur-Landeyjum og drukknaði. Slysið varð um klukkan eitt en þá var drengur- inn á ferð frá fbúðarhúsi á staðn- um til útihúss. Eftir því sem bezt verður séð hefur honum skrikað fótur á snjódyngju við lækinn með þeim hörmulegu afleiðingum að hann féll f lækinn og lét þar lífið. Lffgunartilraunir voru hafnar á drengnum þegar eftir að til 'hans náðist en þær báru ekki árangur. Drengurinn átti fjögurra ára afmæli f gær. Ekki er unnt að birta nafn hans enn sem komið er. ASt.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.