Dagblaðið - 30.12.1977, Page 6

Dagblaðið - 30.12.1977, Page 6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1977. —————"N Hvað er þér minnisstæðast frá árinu 1977? — og hvað er þér efst í huga á nýju ári? V ---------------------------- Kjartan Ólafsson, varaformaður Alþýðu- bandalagsins: Fegurð Breiðafjarðar ájúnfmorgni Fegurð Breiðafjarðar á júnf- morgni í Flatey er mér minnis- stæðust frá árinu, sem er að liða. Mér er efst í huga, hvort takast muni í þeim kosningum, sem í hönd fara, að hnekkja pólitísku ofurveldi peningaaflanna í íslenzku þjóðfélagi en tryggja stjórnmálasigur alþýðusamtak- anna. Davíð Sch. Thorsteins- son form. Fél. ísl. iðn- rekenda Hinarköldu staðreyndir kjarasamninganna „Efst í huga mínum við þessi áramót eru kjarasamningarnir sem gerðir voru á árinu og þær köldu staðreyndir sem fylgdu í kjölfar þeirra og blasa nú við öll- um,“ sagði Davíð Sch. Thorsteins- son form. Fél. ísl. iðnrekenda. „Varðandi nýja árið er mér það efst f huga að á því takist loksins að hefja iðnþróun á íslandi, auka framleiðsluna og bæta lffs- kjörin f raun.“ Sr. Halldór Gröndal: Stefnirístórslys- Hugarfari verður að breyta Minnisstæðast frá árinu sem nú er senn á enda er mér sú vakning ungs fólks til trúar á Jesú Krist, sem við höfum fengið að kynnast af eigin raun hér f Grensáspresta- kalli. Varðandi árið sem fram undan er, er mér efst f huga að fslenzka þjóðin beri gæfu til að takast á við verðbólgu og efnahagsvanda og að það verði gert í alvöru. Með þeim orðum á ég við að lagðir verði til hliðar eiginhagsmunir og deilur og tekizt verði á við vand- ann, sem er að verða að stórslysi. Það slys mundi leiða þjóðina út f erfiðleika og þrengingar. Ég hef þá bjargföstu trú að okkur takist að bjargast frá slysinu. Geir Hallsteinsson: 20 marka sonur skyggðiáalltannað A síðasta ári fæddist okkur hjónunum sonur, — 20 marka bolti, 54 sentimetra langur. Tví- mælalaust efni í handboltamann, enda komu hendurnar fyrst í ljós í fæðingunni. Þegar litið er fram á veginn til næsta árs, þá er það heims- meistarakeppnin f Danmörku, sem blasir við. Ég geri mér tvf- mælalaust góðar vonir. Við höfum ekki fyrr lent í jafngóðum hóp og nú. Við ættum að komast áfram I 8 liða keppnina í Danmörku Leik- irnir að undanförnu eru ekki marktækir, — Janusz þjálfari sagði okkur að við mættum búast við þvf að vera „með blý f fótun- um“ í þeim leikjiim. I heims- meistarakeppninni látum við allt saman ganga upp. Björn Jónsson, forseti ASÍ: Kjarabarátta í ár - kjarabarátta næstaár Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra: BurtförÞjóðverja minnisstæðust Mér er minnisstæðast frá árinu, þegar þýzkir togarar sigldu út úr íslenzkri fiskveiðilögsögu hinn 28. nóvember og þar með önnur þeirra þjóða, sem mest hafa veitt hér öldum saman. I raun og veru eru veiðar útlendinga hér búnar að frátöldum þremur litlum samningum. Mér er efst f huga að treysta grundvöll atvinnulffsins og sér- staklega útflutningsgreina. Mér er ljóst, að sem stendur horfum við fram á erfiðleika. Verðbólga er mikil í mörgum okkar við- skiptalöndum en þó miklu meiri hér, þannig að við stöndum höll- um fæti. Við hana verður ekki ráðið, nema til komi samstillt átak þjóðarinnar allrar, þannig að það ástand hætti, að allir séu með kröfuspjöld á lofti. Ólafur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands íslands: Áhyggjurafsamn- ingamálumog efnahagsvanda við f sfnu starfi, sé manni ekki næst og þá eru mér efst f huga þau samningamál, sem við höfum unnið að á árinu,“ sagði Ö.afur Jónsson framkvæmdastjóri yinnuveitendasambands Islands f viðtali við DB. „Sérstaklega höfum við áhyggjur af því, að þau varnaðarorð, sem við hjá Vinnu- veitendasambandinu höfðum í frammi, hafa verið að engu höfð. Varðandi komandi ár er efna- hagsvandinn efstur á baugi og ég vona, að það takist að leiða þau mál nær einhverju réttu takmarki á komandi ári.“ „Kjarabaráttan á árinu, sem er að líða, er mér að vonum ofarlega f huga, þegar litið er til baka,“ sagði Björn Jónsson f viðtali við DB. „Hún hefur að mfnu viti tekizt vonum framar, en hins vegar eru ýmsar blikur á lofti, sem sennilega verða aðalvið- fangsefnið okkar á næsta ári. Ymsir vilja að við höggvum á þá samninga, sem við gerðum sfðast- liðið vor og það er sennilega sú óvissa, sem við verðum að búa við.“ Hún er bara til þess gerð Leikfélag Reykjavíkur: SKÁLD-RÓSA Leikrít í þrem þáttum eftir Birgi Sigurösaon Leikstjórn: Jón Sigurbjömsson Leikmynd: Steinþór SigurAsson Búningur: Björg isaksdóttir Lýsing: Daníel Williamsson Það er einkennileg brotalöm eða þverbrestur á leikriti Birgis Sigurðssonar um Vatns- enda-Rósu sem Leikfélag Reykjavikur frumsýndi í gær- kvöld. í upphafi leiks var þess- legast að efni hans ætti að vera ástir þeirra Rósu og Páls sýslu- manns Melsteðs, sem frægar eru bæði af sögum og vísum, skáldleg endursköpun frekar en endursögn fólks og atburða. 1 þessum hluta leiksins víkur líka Birgir þvert frá aðal- heimildinni um þessa atburði alla, sögu Natans Ketilssonar og Rósu eftir Brynjólf á Minna-Núpi, og snýr beinlínis við atburðarásinni frá því sem er í frásögn Brynjólfs. Þar var Rósa frilla sýslumanns á Ketilsstöðum uns hann ófor- varandis færir heim eiginkonu í búið. Hér færir hann Rósu heim undir verndarvæng konu sinnar sem brátt verður henni of þungur. Því miður varð það aldrei ljóst í Iðnó hvað fyrir höfundin- um vekti með þessum tilfæring- um. Þvf að eftir fyrsta þáttinn breytti leikurinn um stefnu og aðferð: Þaðan f frá rakti hann, nokkurn veginn eftir frásögn Brynjólfs á Minna-Núpi, söguna af ástum Rósu og Natans uns leikurinn skilst við Rósu litlu eftir aftöku Friðriks og Agnesar, morðingja Natans Ketilssonar. En af Rósu er að visu hjá Brynjólfi heil- mikil saga eftir það. Nú má þetta að því leyti einu gilda að auðvitað er Birgi Sigurðssyni frjálst að semja að sinni vild sögu af Rósu Guðmundsdóttur. En fyrir minn smekk var samt fyrsti þátturinn langsamlegasta áhugaverðastur f leik hans um Rósu og synd hann skyldi ekki halda áfram og leiða til lykta það efni sem þar var fitjað upp á. Eiginlega er Rósa fram kom- in alsköpuð f fyrsta þættinum og breytist ekki svo máli skipti eftir það — þótt ósköp væri samtal þeirra Rósu og -sýslu- manns ástriðuvana í fimmta atriði þáttarins. I fyrsta þættin- um er á hinn bóginn byrjuð einkar eftirtektarverð mann- lýsing: önnu Sigrfðar, konu sýslumanns, sem Asdfs Skúla- dóttir lýsti fjarska haglega, hinni köldu markvfsu konu sem svo auðveldlega sér þar ráð fyrir Rósu. Samt finnst mér eiginlegt efni leiksins liggja í átökum þeirra f milli um sál og lfkama sýslumannsins. En þetta efni lætur Birgir sem sé liggja eftir fyrsta þátt- inn og snýr sér f staðinn að nafntoguðum ástum Natans Ketilssonar og Rósu. Nú hefur Natan fyrr laðað að sér fleiri hugi en Birgis Sigurðssonar, án þess neinn fyndi nokkurn tíma almennilega botn f honum. En er ekki maðurinn allur í sinni eigin góðu vfsu: Hrekkja spara má ei mergð. Manneskjan skal vera hver annarar hrfs og sverð, hún er bara til þess gerð. Ætli mætti að eftir þessari einu heimild væri unnt að lýsa hrekkjalómnum, ásta- og ævin- týramanninum sem Rósu heill- aði, svo vel væri. En hjá Birgi varð Natan Ketilsson eiginlega barasta uppsuða úr Natani Þor- geirs Þorgeirssonar í skáldsögu hans, Yfirvaldinu — og verður hann að vfsu þvf ótrúlegri póli- tfskur uppreisnarmaður því oftar sem sú tugga er höfð yfir. En kannski Birgi Sigurðssyni sé ekki alvara með það heldur: minnsta kosti megnaði Harald- ur Haraldsson ekki að fá persónuna til að loða saman, einlæga ást hans á Rósu, sem á víst að vera, við allskostar heimshatur í 3ja atriði þriðja þáttar. Raunar hef ég sjaldan séð klökkari sjón á sviðinu en ástasenu þeirra Natans og Rósu í 4rða atriði annars þáttar, — rétt eins og skopfærslu upp úr Utilegumönnunum ellegar Ævintýri á gönguför. Mér virðist í stystu máli sagt að Birgir Sigurðsson hafi haft í huga tvö leikrit en ekki eitt, — hið fyrra um Skáld-Rósu, það seinna um Natans-málin. Ekki ætla ég að fara að semja fyrir i.ann leikrit um hið fyrra efni. Eí. hitt varð mér hreint ekki Ijóst hvert hann vildi fara með seinnipart leiksins. Nema þá að tjá leikhúsgestum þá algengu visku að góðar sálir komist vel af í gegnum allskonar hrell- ingar (sem þær sjálfsagt gera, þótt ýms séu dæmi önnur). Að minnsta kosti stóð Rósa: Ragn- heiður Steindórsdóttir sigur- brött uppi að leikslokum og ætlaði strax út að taka á móti börnum samkvæmt guðspjalli heppilega tilkomins föru- manns: Steindórs Hjörleifs- sonar. Ég er hálfhræddur um að þetta passi ekki alveg við „lífið“ eins og það er. Hitt var verra að það passar ekki við leikinn. En RagnheiðuL JSteindórs.- dóttir virtist mér gera aðdáan- leg skil þeirri einföldu hug- • mynd sem leikurinn þóttist snúast um: að réttsköpuð ,,kona“ sé ,,lífið“ sjálft. Nú ber, lesandi góður, að gá að þvf að allt veltur á gæsalöppunum, fyrir okkur Birgi báða. Gleði- legt ár!

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.