Dagblaðið - 30.12.1977, Síða 13
DAGkhAÐiÐ. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1977.
13
Löggjöf og hagkerfi
Hráslagahólmarar telja sig
mjög pólitískt fólk, en pólitík
þeirra má einna helst líkja við
hafragraut. Á sama hátt og þrjú
hráefni (vatn, haframjöl og
salt) eru notuð í hafragraut,
eru þrír stjórnmálaflokkar á
eyjunni. Allir flokkarnir minna
á sama grautinn, en þó er
blæbrigðamunur þar á, alveg
eins og að sumir vilja hafa
saltan hafragraut, aðrir þykkan
og enn aðrir þunnan.
Ég sé ekki ástæðu til að fara
náið út í lög og reglur eyjar-
skeggja, þar sem þeir apa alla
sína löggjöf eftir stórþjóðunum
(og helst þeim sem þeim er
verst við) — nema hvað ég verð
að segja nokkur orð um áfengis-
löggjöf þeirra, en hún mun
vera einstök í heiminum.
Fjármálaráðherra eyjarinnar
hefurstóran ogmikinn vínlager
í kjallaranum heima hjá sér og
þar geta allir landsmenn, sem
orðnir eru 25 ára og eldri, feng-
ið ótrúlegt úrval af vínum, bjór
og spíritus — en.... eplamjöð
geta þeir ekki fengið.
Allt annað. Eplamjöð má
helst ekki nefna á nafn.
Þegar útlendingar biðja um
skýringar á þessu verða eyjar-
skeggjar vandræðalegir og vita
varla hverju skal svara. Sumir
segja að eplamjöður sé of sval-
andi — eitt hitasumar geti
þannig gert þjóðina að
alkohólistum, aðrir segja að
eplamjöður sé hættulegur,
eitraður, smitberandi eða guð
veit hvað. Sennilega skýringu
getur hins vegar engfnn gefið.
Nú kynni e.t.v. einhver að
halda að hráslagahólmarar
kæri sig ekkert um eplamjöð —
en það er öðru nær. Þeir eru
vitlausir í hann.
Að vísu fást epli í landinu og
með hverju kílói af eplum er
leiðarvísir um hvernig eigi að
brugga eplamjöð (þótt brugg sé
reyndar bannað með lögum),
en það skýrir ekki neitt.
Hólmarar brugga sinn epla-
mjöð svo að fjármálaráðherr-
ann neyðist til að hækka verðið
á spíranum í kjallaranum hjá
sér.
Hráslagahólmarar hafa sinn
eigin gjaldmiðil, sem nefnist
húfur. Áður fyrr voru 100 spörð
í hverri húfu, en sakir tíðra
189.926.- á gengi dagsins, kostar
bíleigandann hér heima hvorki
meira né minna en kr. 692.787.-.
Er þá reiknað með að flutnings-
gjald og annar „erlendur
kostnaður“ sé 110 dollarar,
álagning innflytjanda 50% og
söluskattur 20%. í þessari
sendingu kostar 18% vöru-
gjaldið bíleigandann kr.
105.681,- þegar öll kurl eru
komin til grafar. Ræningja-
hendurnar eru tvær; önnur stór
sem ber mest úr býtum, hin lítil
sem fær nóg til að vinna ekki til
óþurftar á meðan.
Sé vörugjaldið skoðað
nokkru nánar í þessu dæmi,
kemur í ljós lúmsk svikamylla,
sem fæstir neytendur hafa
varað sig á. Það kemur í ljós, að
þótt vörugjaldið af FOB-verði,
flutningsgjaldi, vátryggingarið-
gjaldi og tollum sé ekki nema
kr. 57.560,- í þessari varahluta-
sendingu, þá hefur ríkissjóður,
sú botnlausa htt, haft kr.
75.173.- upp úr vörugjaldinu
einu, sem þó var ekki meira en
18% HVERNIG?
Það er vegna þess að 18%
vörugjaldið er í fyrsta lagi
greitt af kostnaðarverði vör-
unnar, í öðru lagi af flutnings-
kostnaði og meðferð erlendis, í
þriðja lagi af flutningskostnaði
til tslands, í fjórða lagi af vá-
tryggingariðgjaldi, í fimmta
lagi af tollgjöldum, í sjötta lagi
hækkar vörugjaldið álagningar-
stofn innflytjandans og í
sjöunda og síðasta lagi hækkar
vörugjaldið og álagning inn-
flytjandans þann stofn sem
söluskatturinn er reiknaður af.
Á þennan hátt eru ekki
einungis bíleigendur plokkaðir
á skipulagðan og lævísan hátt,
heldur neytendur allir eins og
þeir leggja sig.
Rœtur verðbólgunnar
Bílavarahlutasending sem
kostar hingað komin kr.
gengisfellinga (að meðaltali ein
gengisfelling við hverja tungl-
komu) eru spörðin ekki notuð
lengur. Bankakerfi eyjar-
skeggja á í nokkrum erfiðleik-
um.
Almenningur veigrar sér við
að leggja inn sparifé vegna þess
að gengdarlaus verðbolga
hámar það í sig jafnóðum. Ut-
lánastarfsemi bankanna er því
nokkuð takmörkuð — en
sérstæð, engu að síður.
Þar sem nokkuð fleiri vinna í
bönkum en við aðalatvinnuveg
þjóðarinnar (spyrjið mig ekki
um ástæðuna. Það veit hana
sennilega enginn), þá hafa
bankarnir tekið það til bragðs
að lána sjálfum sér til bygginga
á útibúum.
* MmmAiaraounc mo
tollstjörn
ADFLUTNINGS
SKVRSLA____
‘Z'r*
JöusrTö'
, '*2 ? a/er /
WfíHfiFxysr
'íftY&ffviK
Y4rr ~
/S.c/er./9?p
'SUKOhSnÍLl T
$ 2/3ýo /004.
**Yec-3/M- 2Ur7ý. 23177%
3Hr?y
09
/OCO ttXtoeíMMTr {21ol
MsrfJS
l/r/v. i
S19£í
/y. 670/0/7j/j.
soy.
ZOfi J e/.t ■
'C'/ /y ///tjtodí,
s-o SS0/4C.. ÍMyfí./Of-/"/,)
///02 V
9727/. ■
236.874.-, kostar rúmar 690
þúsundir komin yfir búðar-
borðið í gegnum okurmaskínu
ríkisins, og er þó talin lágt toll-
uð vara til jafns við margar
aðrar. Þessi ákveðna varahluta-
sending hefur aflað ríkissjóði
kr. 255.932,- eða rúmlega 108%
af kostnaðarverði hennar.
Nú er þess að geta að álagn-
ing á bílavarahlutum er frjáls.
Bílaumboðið sem var svo hóf-
samt að leggja einungis 50% á
þessa sendingu, fær fyrir snúð
sinn kr. 199.991.- og er þá 2%
bankakostnaður innifalinn í
þeirri upphæð. Bílaumboðið
hefur því fengið sem nemur
rúmum 84% af kostnaðarverði
vörunnar þótt álagningin eigi
að heita 50% í þessu tilfelli.
Einungis vegna 18% vöru-
gjaldsins hefur bílaumboðið
fengið kr. 30.506.- meira í sinn
hlut.
Það mætti segja að þar með
sé ríkið búið að taka upp hag-
keðjustefnu hina nýrri með því
að selja veiðiréttindi, þótt nú
sé það rétturinn til að veiða í
vösum neytenda sem sé seldur,
en gjaldmiðillinn sé þögn og
þjónkun.
Vitið og viljann vantar
Það er bókstaflega grátbros-
legt, ef ekki sorglegt, að horfa
upp á stjórnmálakempur tönnl-
ast á þvf með tárin í augunum,
að taka verði upp baráttu við
hið illa afl í íslenzkum efna-
hagsmálum — verðbólguna.
Það eru engin takmörk fyrir
því hvað þessir menn geta í
Geti þeir ekki staðið i skilum
við sjálfa sig, nú, þá hirða þeir
bara útibúin hjá sjálfum sér
upp í skuldir — og allir eru
ánægðir.
Erlendir fjármálasérfræðing-
ar botna ekkert í þessu kerfi og
hafa jafnvel áhyggjur af því, en
eyjarskeggjar brosa bara
góðlátlega og láta prenta fleiri
seðla; nýjar tegundir, stærri
upphæðir.
Prentsmiðja landsins verður
vist að hafa eitthvað fyrir
stafni.
Niðurstaða
Þar fór ég nú alveg með það.
Það er ekki auðvelt að lýsa
þjóðinni í stuttri grein, hvað þá
heldur að komast að einhverri
niðurstöðu, enda er þetta bæði
fjolbreytt og forvitnileg þjóð,
þótt fámenn sé. Eyjan er líka
bæði sérkennileg og falleg,
þrátt fyrir fráhrindandi nafn.
Kannski á hún enga sína líka í
víðri veröld, en það hefur í
sjálfu sér ekki mikil áhrif á
eyjarskeggja. Líf þeirra gengur
sinn vanagang: þeir stunda
störf sín, sótthreinsa sand og
draga fisk, sem þeir lemja síðan
sundur og saman með þungum
sleggjum og flytja úr landi, þar
sem þeir hafa ekki lyst á hon-
um sjálfir.
Þeir fara sér að engu óðslega,
enda veröa þeir að spaj a
líkamsorkuna, þar sem
vinnudagurinn kemst stundum
upp í 16-18 tíma á sólarhring.
Mannfjötgun er fremur hæg
(af skiljanlegum ástæðum),
nema hvað óeðlilega mörg
lausaleiksbörn fæðast þarna,
en þau eru sennilega flest getin
í vinnutímanum.
Þótt hráslagahólmarar séu
kannski þrasgjarnir og illa
haldnir af efnis- og ein-
staklingshyggju (kommmo-
pítalisma), eru þeir friðsæl-
ustu grey inn við beinið (enda
kannski eins gott — fyrir svona
fámenna þjóð). Þeir eru örugg-
ir um að þeir séu merkilegustu
og dýrmætustu menn heimsins.
Og hver ætlar að haida þvf
frant að þeir séu það ekki?
Þorstelnn Eggertsson.
teiknari
rauninni lagst lágt framan í
alþjóð. 1 sjónvarpinu píra þeir
augun og stara með alvarlegu
augnaráði inn í gatið á upp-
tökuvélinni þegar þeir tala um
verðbólguna sína, sem þeir
segjast hata jafnvel meir en
nokkuð annað. En í imbakassa
neytandans er andlitiö slíkt
„pokerface", að á Dodge City
Saloon hér forðum daga, hefði
það nægt til þess að Doc
Holiday hefði gert í brækurnar
og Jessy James skriðið undir
borð ! hvelli. Enginn, trúir
slíkum mönnum. en allir hafa
gaman að fylgjast með þeim
úr fjarlægð.
Á hinu háa Alþingi er þrasað
mánuðum saman um að ríkisút-
gjöld verði að skera niður, —
eða þar til fjárlög eru drifin í
gegn rétt fyrir jólafrí og öllum
þingmönnum liggur á að
komast í búðir, áður en þeir
fara með mjólkurbílnum úr
bænum.
Sá grunur læðist að manni að
obbinn af þingmönnum hafi
ekki hugmynd um hvernig
aðflutningsgjöld eru reiknuð í
Tollhúsinu við Tryggvagötu.
Sennilega vita þeir ekki ' eldur
að það sé einsdæmi í Evrópu
að lollur sé greiddur af
flutningsgjaldi sem greitt er
innlendum aðilum. Það er þ\ í
ekki að furða þótt þeim gangi
illa að berjast við verðbólguna
blessuðum.
Það vill ákaflega gjarnan
gleymast að þingmenn eru
meðal hæst launuðu embættis-
manna ríkisins og að þeim er
greitt fyrir það að finna lausnir
á vandamálum sem leysa þarf,
en ekki aðeins fyrir að barma
sér vegna gagnrýni sem þeir
verða að þola og eiga skilið. Ef
þingmenn hefðu áhuga, eða
hreinlega nenntu að beita sér
gegn verðbólgunni, þá er þeim í
lófalagið.
Leó M. Jónsson
tæknifræðingur