Dagblaðið - 30.12.1977, Side 14
14
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBE;B.1»7J.
Vamarmálin
Varnarmálin hafa mikió
verið í sviðljósinu að undan-
förnu en með nokkuð öðrum
hætti en áður hefur tíðkast. í 27
ár eða frá því að varnar-
samningurinn var gerður 8. maí
1950 hafa engar breytingar
verið gerðar á honum. Það
vakti því ekki litla athygli þeg-
ar Gunnar Thoroddsen iðnaðar-
ráóherra fór i prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins skyndilega að
ræða um nauðsynlegar
breytingar á samningnum og
jafnframt um íhajd^emi þeirra
sem engu vildu breyt^i. Það er
virðingarvert og gefur bjartar
vonir, að ráðherra skuli vera
vaknaður eftir rúmlega aldar-
fjórðung og meira að segja
kominn með annan fótinn
undan ábreiðunni meðan flest-
ir alþingismenn og ráðherrar
breiða upp fyrir höfuð þegar á
varnarmálin er minnst, enda
mun þekking þeirra á gildi
varnarstöðvanna og rekstri
þeirra vera vægast sagt
draumórakennd.
Það var þegar ljóst strax eftir
að varnarsamningurinn var
gerður, að á honum væru alvar-
legir ágallar, sem nauðsynlega
þyrfti að breyta. Er hér sérstak-
Íega átt við 8. gr. samningsins
er varðar tollfríðindi varnar-
liðsins og 2. gr. 10. lið, er
heimilar varnarliðinu að fara
með ákveðið lögregluvald á
samningssvæðunum.
Öll þau ógeðfelldu skrif,
sem viðhöfð hafa verið undan-
farið um að taka aðstöðu- eða
leigugjald fyrir varnarsvæðin
sýna ótrúlegt þekkingar- og
þroskaleysi greinarhöfunda,
sem fyrst og fremst einkennast
af þröngum hagsmuna- og
penngasjónarmiðum, en þeim
mun minna ræða þessir aðilar
um raunhæfar aðgerðir til
verndunar mannslífum og eign-
um. Tæpast hefði nokkur trúað
því, að til væru þúsundir
íslendinga, eins og skoðana-
könnun Sjálfstæðisflokksins
leiddi í ljós sem væru tilbúnir
aðeins 33 árum eftir að við
urðum fullvalda ríki að sam-
þykkja að erlent herveldi
greiddi leigu- eða aðstöðugjald
fyrir herstöðvar í landinu.
1 þessu sambandi er einnig
rétt að hafa í huga, að
ísiendingar eru þegar orðnir
alltof háóir Bandaríkjunum á
viðskiptalegum grundvelli,
þannig að þeir geta hæglega
haft afgerandi áhrif í utanríkis-
og enahagsmálum okkar á
hverjum tíma. Enda þótt
viðskiptakjör okkar við Banda-
ríkin séu hagstæð, megum við
aldrei láta þau verða til þess, að
sjálfstæði þjóðarinnar verði
stefnt í hættu. Vinveitt sam-
skipti þjóðanna með gagn-
kvæmri virðingu eiga að geta
haldist óbreytt, enda þótt valda-
hlutföll þessara þjóða séu
mikil, en þá verður þjóðin að
reka sjálfstæða og heilbrigða
utanríkisstefnu.
Breytingar á rekstri
varnarsvœðanna
Það hefur verið eindregið
álit mitt um áratugaskeið, að
við ættum með skipulögðum
aðgerðum að stefna að þvi loka-
takmarki, að varnarliðið hverfi
héðan í nokkrum áföngum. Til
að ná þvi markmiði er nauðsyn-
legt að gera eftirtaldar
breytingar á rekstri varnar-
svæðanna.
1. Islenska ríkisvaldið geri
alla verksamninga við varnar-
liðið, en síðan séu þeir boðnir
út á frjálsum markaði.
(Nýframkvæmdir, viðhalds- og
þjónustusamningur).
2. ísl. ríkið geri samning við
Bandaríkjastjórn um rekstur
eftirtalinna starfsdeilda:
Verkleg framkvæmdadeild
(skrifstofuhald, eftirlit við-
gerða, verkfræðingadeild, hús-
næðismáladeild, viðgerðadeild,
flntningstækjad. og rekstrar-
deild). Birgðadeild varnar-
liðsins (skrifstofudeild, birgða-
og bókhaldsdeild, eldsneytis-
deild, birgðavörsludeild og
mötuneyti). Bókhalds- og end-
urskoðunardeild, spítali
varnarliðsins, tómstundastofn-
un, verslunarmiðstöð, rekstur
skemmtistaða, flugvélaviðgerð-
ardeild og hluti af flugrekstrar-
deild.
3. Bandaríkjastjórn annist
áfram rekstur radar- og fjar-
skiptastöðva, orustuflugsveitar,
radarvéla og hergagna-
geymslna.
4. Fækkað verði i varnarliðinu
um rúmlega helming, enda fari
þeir úr öllum starfsdeildum,
sem tilgreindar eru í annarri
gr. hér að framan.
5. Öll starfsemi varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli verði
aðskilin eins fljótt og auðið er
frá almennri flugumferð. Er
hér bæði átt við búsetu varnar-
liðsmanna og athafnasvæði
þeirra, sem ekki tekur til flug-
sveitanna.
6. Varnarliðið greiði full
aðflutningsgjöld af öllum
vörum til sinna afnota, nema af
hernaðartækjum, einnig greiði
þeir bensín- og bifreiðaskatt og
lögboðin tryggingagjöld.
7. fslenskur gjaldmiðill sé
notaður af varnarliðsmönnum á
samningssvæðunum.
8. Ríkisstjórnin tilnefni a.m.k.
4-5 íslendinga til að kynna sér
almennan hernaðarrekstur
NATO ríkja og sérstaklega,
hvaða hlutverki ísland gegnir
innan bandalagsins á hinum
ýmsu sviðum hermála. Séu
þessir menn síðan ráðgjafar
ríkisstjórnarinnar i varnar- og
öryggismálum. Akvörðunar-
tökur um framkvæmd almanna-
varna varðandi verndun
mannslífa og eigna í hernaðar-
átökum verði ekki teknar fyrr
en álit sérhæfðra manna liggur
fyrir.
9 Umræddum ráðgjöfum ríkis-
stjórnarinnar í varnar- og
öryggismálum verði falið að
fylgjast náið með starfsemi
bandaríska hersins á varnar-
svæðunum (einnig vopnabún-
aði). Þá verði þeim reglulega
látnar í té af viðkomandi yfir-
mönnum varnarliðsins
hernaðarlegar upplýsingar um
umsvif sjó- og flughers Varsjár-
bandalagsríkja á N-Atlantshafi.
10. Stofnuð verði sérstök
varnar- og öryggismáladeild,
sem hafi aðsetur á Keflavíkur-
flugvelli, en samtímis verði
varnarmáladeild utanríkis-
málaráðuneytisins lögð niður.
Það er mjög niðurlægjandi
og ekki sæmandi fullvalda ríki
að geta ekki að eigin frum-
kvæði vegna þekkingarskorts
staðreynt hvaða herbúnaður sé
Kjallarinn
Krístján
Pétursson
staðsettur þér á landi á hverj-
um tíma, né heldur fengið af
sömu ástæðum nauðsynlega
vitneskju um hernaðarumsvif
Varsjárbandalagsríkja á hafinu
umhverfis landið.
Augljóst er að umræddar
breytingar á rekstri samnings-
svæðanna myndu leiða til
aukinna tekna íslenska ríkisins
og að fjölga þyrfti íslenskum
starfsmönnum eitthvað frá því
sem nú er. Eitt veigamesta at-
riðið við umrædda breytingu
væri að íslendingar fengju i
hendur mjög aukin völd og
stjórnunaraðstöðu gagnvart
Bandaríkjastjórn varðandi
rekstur stöðvarinnar.
Samgangur varnarliðsmanna
við íslendinga myndi
stórminnka, tolla- og skatt-
fríðindi þeirra yrðu úr sögunni,
tolllaga- og gjaldeyrislagabrot
ættu að hverfa að mestu leyti.
Gerum heiðarlega
verksamninga
Mikill meirihluti þjóðarinnar
er sammála, því, að við eigum
að losna við varnarliðið í áföng-
um. Dettur þvl nokkrum
heilvita manni í hug I fullri
alvöru, að á sama tíma og stefnt
er að því markmiði sé skynsam-
legt að gera samning við Banda-
ríkin um greiðslu aðstöðugjalds
fyrir varnarsvæðin. Slíkur
samningur myndi óhjákvæmi-
lega stórauka áhrif og völd
Bandaríkjamanna hér á landi
(eru þó nóg fyrir) og þjóðin
yrði þeim efnahagslega háð um
langa framtíð. Það eru löngu
þekktar staðreyndir að
meiriháttar lántökur, sérstak-
lega smáríkja, frá stórveldum
geta verið mjög varhugaverðar
og stundum beinlínis hættuleg-
ar sjálfstæði þeirra. Sama
gildir um of einhæf
vöruviðskipti slíkra aðila.
Bandaríkin og Rússland auk
fleiri stórvelda hafa margsinnis
sýnt í verki hvernig þau hafa
notað fjárhags- og hernaðarlega
aðstöðu sína til að ná afgerandi
áhrifum í innan- og utanríkis-
málum ýmissa smáríkja. Öþarft
er að lýsa nánar þessari þróun
stórveldanna á undanförnum
áratugum, flestum er kunnugt
um hvernig þeirri valdabaráttu
hefur verið háttað.
Þeir aðilar sem vilja taka til
fyrirmyndar samninga Tyrk-
lands og Grikklands við Banda-
rikin varðandi greiðslur fyrir
herstöðvar, ættu að kynna sér
umrædda samninga gaumgæfi-
lega áður en þeir mæla með
slíkum samningum okkur til
handa. Eins og kunnugt er eru
samningar Bandaríkjanna við
umrædd ríki fyrst og fremst
gerðir til að reyna að hafa áhrif
á og jafna deilur á milli þeirra
vegna Kýpurmálsins, svo og
til að tryggja stöðu þessara
ríkja innan NATO. Forsendur
fyrir umræddum samningum
þessara ríkja við Bandaríkin
eru því allt aðrar en þær, sem
svonefndir Aronistar eru að
berjast fyrir hér á landi.
Að endingu vil ég bæði
benda þeim aðilum á, sem eru
andvígir aðild okkar að NATO
og þeim sem eru með henni, að
raunhæfasta leiðin í varnar-
málunum er að gera heiðarlega
verksamninga við Bandarikin
um rekstur varnarsvæðanna,
sem miða að því að styrkja
valdaaðstöðu og áhrif okkar á
rekstri stöðvanna en á þánn
hátt tryggjum við best, að
varnarliðið hverfi héðan í
áföngum. Allar upphrópanir,
eins og „burt með herinn“,
„burt úr NATO“, eru því miður
ekki tímabærar en við vonum
sjálfsagt öll að sá tími sé ekki
langt undan, að NATO og Var-
sjárbandalagið verði lögð niður
og Austur- og Vestur Evrópu-
ríkin geti lifað f sátt og sam-
lyndi.
Kristján Pétursson
deildarstjóri.
fm —1 1
Um hvað snúast vamarmálin?
Á undanförnum árum, og allt
frá þvi að landið var hernumið
af Bandaríkjamönnum 7. júlí
1941, hefur mikið verið rætt á
Islandi um, hvort þjóðin hafi
raunverulegan hag af dvöl
bandarísks hers hér á landi og
einnig hvort vera okkar í
NATO sé æskileg, og sýnist sitt
hverjum i þeim efnum.
Er herinn hér til
að verja ísland?
Því nafa Bandaríkjamenn
sjálfir svarað neitandi, saman-
ber orð Roosevelt Bandaríkja
forseta 1941, þegar hann segir
að vegna öryggis Banda-
ríkjanna sé nauðsynlegt að her-
nema tsland. Það hefur
sjálfsagt komið berlegast í ljós
i siðasta þorskastríði
tslendinga, hversu mikil vörn
var í að hafa hér bandarfskt
varnarlið. Þegar Bretar réðust
með vopnavaldi inn í íslenska
landhelgi, þá heyrðist hvorki
hósti né stuna frá varnarliðinu.
Er öryggi í að
hafa varnarlið?
Á tslandi eru margir sem
álita, að öryggi sé í að hafa
varnaliðið til björgunaraðgerða
á erfiðum timum. Þó eru þeir
fleiri sem álíta, að íslendingar
séu fullfærir um að vinna það
eins og dæmin sanna, fái þeir
til þess tæki og búnað. Reyndar
sé meira öryggi í því að
íslendingar sjái sjálfir um
björgunaraðgerðir, vegna þess
að á ófriðartímum kallar her-
stöð hörmulegar hernaðar-
aðgerðir yfir landið, því að her-
stöðvar eru fyrstu skotmörk í
stríði.
Ættum við að leigja
hernum afnot af landinu
okkar fyrir stórfé?
Nú þegar ljóst er að herinn
er ekki hér til að verja landið,
eins og þorskastríðin sanna,
gerast þær raddir æ háværari,
að sjálfsagt sé að herinn borgf
stórfé fyrir aðstöðu sina á
tslandi, þar sem hann sé hvort
sem er ekki til annars brúkleg-
ur. En i þessu felst stórkostleg
hætta, sem hagfræðingar
stjórnmálaflokkanna eru nokk-
uð sammála um. Hættan er sú,
að landið yrði algerlega háð
leigutakanum efnahagslega,
vegna þess öngþveitis sem
myndi óhjákvæmilega skapast I
efnahagsmálum.
Hvers vegna herstöð?
Stór hluti íslenskrar fésýslu-
stéttar hefur efnahagslega
hagsmuni af dvöl hérsins.
Þegar herinn kom voru
stofnuð sérstök hagsmunasam-
tök til að græða á honum. Þau
eru starfrækt enn í dag, og for-
ráðamenn þeirra eru f ýmsum
æðstu váldastofnunum þjóð-
arinnar.
Þá eru þeir til sem telja að
herinn verndi okkur gegn yfir-
vofandi árás Sovétrikjanna,
en þeir gleyma, að sovéski
herinn hefur ekki haft sig f
frammi nema á „yfir-
ráðasvæði" sinu, sem Banda-
rikjastjórn viðurkennir.
Sumir íslendingar halda að
hersetan sé nauðsynlegt skil-
yrði þess að tsland sé frjálst
lýðræðisriki. Þessu getur þó
enginn haldið fram nema að
trúa f barnslegri einlægni á
Rússagrýluna.
„Svo aldrei framar
íslands byggð sé
öðrum þjóðum hóð“
Ölafur Thors sagði m.a. í
þingræðu á Alþingi 20. sept.
1946. I fyrra báðu Bandaríkin
okkur um Hvalfjörð, Skerja-
fjörð og Keflavik. Þau fóru
fram á langan leigumála,
kannske hundrað ár, vegna
þess að þau ætluðu að leggja i
mikinn kostnað.
Þarna áttu að vera voldugar
herstöðvar. Við áttum þarna
engu að ráða.
Við áttum ekki svo mikið sem
að fá vitneskju um, hvað þar
gerðist. Þannig báðu Banda-
ríkin þá um land af okkar landi
til þess að gera það að landi af
sinu landi. Og margir óttuðust,
að sfðan ætti að stjórna okkar
gamla landi frá þeirra nýja
landi, gegn þessu reis fslenzka
þjóðin. -
Og Gunnar Thoroddsen sagði
m.a. við sama tækifæri: Mála-
leitun um herstöðvar af hálfu
Bandaríkjanna var gersamlega
ósamræmanleg sjálfstæði
tslands. Og min skoðun er sú,
að til litils hafi þá verið
skilnaðurinn við Dani og stofn-
un lýðveldisins, ef skömmu
siðar hefði átt að gera slíka
skerðingu á sjálfstæði okkar.
(tilvitnun lokið)
Höfum við gengið
til góðs?
í upphafi bandariskrar her-
setu voru tslendingar lang-
Kjallarinn
Jónas Fr. Elíasson
flestir gegn her í landi. Nú 36
árum sfðar er friðvænlegra í
heiminum, en herinn er hér
enn.
Sameinumst um að bæta um-
hverfi okkar og fegra það. Skil-
um næstu kynslóð hverfinu
fegurra og betra en við tókum
við þvi. Það gerum við held ég
bezt með þvi að losa okkur við
þann her sem ég tel vera blett á
okkar menningarsögu, þjóð-
frelsisbaráttu og sjálfstæðis-
hugsjón. Takist okkur það, þá
tel ég að við höfum gengið til
góðs/götuna fram eftir veg.
Jónas Fr. Elíasson
lsafirði.