Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.12.1977, Qupperneq 17

Dagblaðið - 30.12.1977, Qupperneq 17
DAGBLÁÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1977. 17 mætum úr landi. Þar var Citroen GS. Bílnum var komið fyrir á þilfari keflvísks fiskibáts, en hann reyndist full lítill til bílflutninga í slæmu veðri og því fór glæsivagninn í hafið og liggur hann nú á sextugu dýpi. Sök bítur sekan. Norðlenzkur kennari sigraði í kappdrykkju á Spáni. Hann drakk 25 tvöfalda Cuba-libre Arið 1977 varð metár hvað loðnuveiðar snertir og aflahæsta skipið Sigurður RE 4. (romm í kók) og að loknu kapp- inu stóð hann upp og fór á barinn og keypti sér einn litinn. Frjálst mun að reyna að slá metið ef menn gera það á eigin ábyrgð. Eirin þurrasti, hægviðrasamasti og sólrfkasti vetur sem sögur fara af, kvaddi. (Jrkoman f Reykjavík var aðeins einn þriðji af meðalúr- komu og 30 milljónir spöruðust f snjómokstri. Hraungos hófst við Leirhnjúk og lítið hraun rann, 50x200 m. Miklir jarðskjálftar fylgdu og tvær af þremur þróm brustu og skemmdir urðu á húsum Kísil- iðjunnar. Sáttafundir í vinnudeilu ASl og vinnuveitenda voru langir og þreytandi og því fengu menn sér gjarnan „kriu“. Maí Samningaviðræður VSl og ASÍ í apríl báru fremur litinn árangur og því var sett á yfirvinnubann þegar í upphafi maímánaðar. At- vinna lamaðist víða og tafir urðu miklar vegna bannsins. Margir launþegar kvörtuðu sáran er yfir- vinnubannið dróst á langinn og léttast tók i launaumslögunum. Maríjúanapakka rak á land við Geldinganes og innihélt hann fíkniefni að söluverðmæti um eina milljón. Enginn vildi kannast við að eiga góssið. Rafknúin dráttartík olli tæknibyltingu á göngum Land- spítalans, en tfkin dregur allan mat úr eldhúsi á hinar ýmsu deildir spitalans. Áður þurftu starfsmenn að ganga 35-40 km á dag eftir göngunum. Góðviðri vetrarins var svo mikið að fyrsti sláttur í Kópavogi var í byrjun maí. Þetta var reynd- ar á íþróttavellinum, sem er upp- hitaður og því svolítið svindl. Eins og alþjóð veit eru íslenzkar stúlkur þær fallegustu f heimi og því taldi Utsýn ástæðu til að senda þrjú sýnishorn úr landi, en þær höfðu fengið ferða- verðlaun í vinninga fyrir fegurðina. Vonir standa þó til að þær skili sér aftur til sama lands og nái sér í íslenzka sveitapilta. Mikil deila upphófst á milli Skúla á Laxalóni og veiðimála- yfirvalda en þau töldu að nýrna- veiki væri í stofni Skúla. Skúli mótmælti harðlega og kallaði að- förina ofsóknir og hatur en allt kom fyrir ekki. Stofninum var eytt er fram kom á haustið eftir miklar deilur. Nýr baðstaður naut mikilla vinsælda og olli hneykslun betri borgara, því þar sáust á stundum berir bossar og brjóstin breið. Baðstaður þessi samanstendur af volgum læk og grjóti við Nauthólsvlk og varýmist kallaður Volga eða Læragjá. Þar sem Herjólfur var bilaður og lokadagur i nánd hjá Vest- mannaeyingum voru góð ráð dýr. Málið leystist þó er Fokker vél Fl flutti Eyjarskeggjum 2 tonn af brennivlni. Nauðsynlegt þótti að drekka út lélega vetrarvertlð. En fleiri skemmtu sér en Eyjaskeggj- ar. Ung stúlka á Akureyri dansaði þar til fóturinn gaf sig og lögregl- an flutti hana burtu fótbrotna. Og gæsaskyttur f námunda við Sauðárkrók reyndu skotfimi sína og skutu hest. Vorið hafði nú alvarlega haldið innreið sína og hitinn komst í 15-17 stig norðanlands og austan og Sunnlendingar fóru að öfunda þá af sumarsólinni, sem ekki skin jafnt á alla, hvort sem þeir eru réttlátir eða ranglátir. Nú var hver síðastur að auglýsa eftir stúlku eða manni þvi eftir fyrsta júlf var kyngreining i aug- lýsingum bönnuð. Eftir það tröllriðu starfskraftar auglýsing- um I dagblöðunum og fæðingar- kraftar tóku á móti börnum. Þá glöddust Kópavogsbúar því nú geta þeir fengið gleraugu. Ungur maður opnaði gleraugna- verzlun í kaupstaðnum. Ef dæma má eftir skipulagi bæjarins var ekki orðin vanþörf á bót i þessum efnum. Enn var togaranum Narfa breytt. Hann kom til landsins sem síðutogari, en var breytt í skuttog- ara og nú f loðnuskip. Allt bendir til þess að næst verði honum breytt f kafbát. Það er erfitt að vera þorskur í dag var haft eftir Pétri Sigurðssyni forstjóra Landhelgis- gæzlunnar. Svo bar til að Krafla var nokk- urn veginn til friðs f mai. Júní Allsherjarverkfall skall á á Stór-Reykjavikursvæðinu í byrjun júní. Samningar náðust síðan um miðjan mánuðinn og Tvisvar á árinu gaus i Mývatnssveit og órói var allt árið á Kröflusvæðinu, skjálftar tíðir og skemmdir á mannvirkjum í Bjarnar- flagi. töldu vinnuveitendur umsamið kaup allt of hátt, en Björn Jóns- son taldi samningana þá beztu, sem náðst hefðu. Launþegar tóku krónutölunni þó ekki með húrra- hrópum og vissu að verð vöru og þjónustu yrði fljótt að éta upp það sem náðst hafði. Sjónvarpskvikmyndin Blóð- rautt sólarlag vakti upp mikla umræðu f lesendadálkum DB og komu til hjálpar en góðu hófi gegndi og varð lögreglan að bjarga hinni beru á braut. Viða hefur verið unnið að breikkun vega og ýmsum bótum og því þótti yfirvöldum nóg komið af svo góðu og ákváðu að mjókka Þrenglsaveginn og á því starfi að vera lokið fyrir haustið 1978. Þessi ákvörðun vakti nokkra undrun austanmanna. Verkfall BSRB stöðvaði fjölmörg kaupskip á ytri höfninni i Reykjavík og þegar skipstjórar gerðust óþolinmóðir þeyttu þeir eimpípurnar í kór. voru menn yfirleitt á því að hroll- vekjan hefði verið hrollvekjandi viðbjóðrr. Sumir vildu þó meira af svo góðu. Álitið er að hundar séu rétt- hærri en menn, ef dæma má eftir tík einni í Fossvogshverfi. Hún beit menn í þrígang en var ekki fjarlægð, þrátt fyrir hundabann. Það er álit manna að ef Jón Jóns- son hefði bitið þrjá nágranna sína hefði honum verið boðið upp á vatn og brauð. Bandarísk kona, sjáandi og raunvísindamaður, kom hingað til Sá fáheyrði atburður gerðist að tslendirigar afþökkuðu brennivin, sem þeim var boðið. Það voru námsmenn i Stokkhóimi, sem af- neituðu miðinum 17. júní, því þeir treystu sér ekki til þess að sitja veizlu ríkisvaldsins á meðan námslán væru við nögl skorin. Þingmaður og fyrrverandi ráð- herra var stöðvaður í græna hliðinu á Keflavikurflugvelli ög varningurinn, sem hann var með gerður upptækur og honum gert að greiða sekt. Orsök alls þessa var að í hliðinu var afleysingatoll- Læragjá naut mikilla vinsælda sl. sumar. setans og lögregluþjóns á Seyðis- firði. Ollu laun löggunnar miklum ugg i dómsmálaráðuneytinu. Tíðindalítið var meðal hassista, en pillumaður einn sem ekki fékk lyfseðil hjá lækni, hefndi sín með því að háma í sig lyfseðlablokkina hans. Kvenréttindafélagið lét heldur betur í sér heyra. Þær gerðu ályktanir um það hvenær karlar væru beztir Niðurstaðan: Þegar þeir eru saddir, örlítið hýrir, heitir og nýbaðaðir. „Hver kona, sem náð hefur likams og sálar- þroska þarf fleiri en einn slíkan,“ sögðu konurnar. Hvað skyldi hún amma heitin hafa hugsað? Enn unnu íslendingar á vesa- lings Bretunum , — núna í telex- keppni í skák. Vonandi höfðu okkar menn ekki rangt við. Allt of margir reyndu fyrir sér á þann hátt á síðasta ári. Dagblaðið var vel með á nótunum í því efni og hleypti af stokkunum myndasögu Aðstaða til þess að fara í sund- fötin við Læragjá var heldur bágborin. með nafninu Bísi og Krimmi. Þeir félagarnir voru starfandi í ábyrgðarstöðum hjá því opinbera hér áður fyrr. Minkur einn, sem átti að vera dauður, sýndi ótrúlega húsbónda- hollustu. Þjófar stálu bíl skytt- unnar, en yfirgáfu bílinn fljót- lega, þegar minkurinn i aftursæt- inu fór að lifna við og sýna í sér tennurnar. Skemmtiferðaskip renndi inn á Reykjavíkurhöfn og að sjálfsögðu var fyrirsögnin með mynd af því: Rigningin tekur völdin á Islandi. Hassmáiin tóku nú nýja stefnu. Ungmenni, sem ætluðu að smygla lands til þess að leita að orku við Kröflu. Tungur hermdu að hún ferðaðist um á kústskafti. Enn hefur lítið heyrzt um niðurstöður könnunarinnar. Danir greindu frá því að börn á Islandi væru notuð í þrælavinnu og minnti það helzt á sögur Charles Dickens. Börnin ynnu 12—14 tíma á dag og væru rekin ef þau mættu ekki aftur kl. 8 næsta morgun. Lesendum til glöggvunar skal bent á að árið sem er að liða er 1977 en ekki 1877. I lesendadálkum DB kom fram að mikill sparnaður væri að þvf að láta framkalla filmur erlendis í stað þess að Iáta gera það hér og væri framköllun ytra allt að 371% ódýrari. Minna má nú gagn gera. Ráðstefna var haldin á Loft- leiðahóieiinu og nefndist hún vöxtur án vistkreppu. Þar greindi bandarískur prófessor frá því að mannkynið þyrfti að haga sér eins og íslenzkur bóndi, ef ekki ætti að fara illa fyrir þvi. Dagblaðið tekur undir þau orð. Rangæingar eru menn hjálp- samir og brugðust því vel við er dansmær er sýndi þeim nekt sína bað þá að þurrka áer eftir að hún steig úr baði sínu. En fleiri vörður, sem ekki þekkti þing- manninn og því fór sem fór. Væntanlega gætir hann sin betur næst og fer ekki í gegnum hliðið á meðan fávísir afleysingastrákar eru þar. íslendingar urðu sér enn til skammar í Færeyjum Vegna óspekta og drykkjuláta. Islend- ingar eru einu útlendingarnir sem lögreglan í Færeyjum hefur ama af. Litvæðing sjónvarpsins jókst hægt og hægt og tekjur af inn- fluttum litsjónvarpstækjum námu hundruðum milljóna. Hugmynd kom fram um það að Bjarnarflag yrði bjargvættur Kröflu og þar yrði borað, en pípu- lögn þaðan og að Kröflu myndi kosta um einn milljarð. Júlí Júlímánuður heilsaði með því að ausa regni yfir réttláta Reyk- víkinga, — á sama tíma nutu ranglátir Austfirðingar og Norð- lendingar veðurblíðu mikillar. Þá gerðist það í tölvusölum Skýrsluvéla að launatölvan hikst- ,aði á launum tveggja manna, for- Þcgar sól sást á lofti gengu ung- meyjarnar um léttklæddar og kariþjóðin var fljót til hjálpar ef á þurfti að halda.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.