Dagblaðið - 30.12.1977, Side 24
24
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1977.
um vegna tjóns, sem þeir ollu 1
stríðinu þar. Bandaríkjamenn
vilja aftur á móti fá upplýsingar
um hermenn sem ekkert hefur
spurzt til síðan þeir hurfu i Viet
Nam.
Jimmy Cartertók
við embætti
20. janúar
Jimmy Carter tók við embætti
forseta Bandaríkjanna 20.
janúar. I fyrradag viðurkenndi
hann að hann hefði kannski ætlað
sér um of og ekki náð þeim
árangri sem hann ætlaði sér í
byrjun.
Forsetinn lagði fram mikla
orkusparnaðaráætlun, sem hann
hefur átt í miklum erfiðleikum
með að koma í gegnum þingið í
Washington.
Carter komst að samkomulagi
við Panamastjórn um að ríkið
fengi afhentan skurðinn árið
2000. Þó telja Bandaríkjamenn
sig að einhverju leyti geta varið
hagsmuni sína þar eftir þann
tíma. Mikil andstaða er gegn þess-
um samningi í öldungadeildinni
en þar verður hann að staðfestast
áður en hann gengur í gildi.
Næsta ár ætlar Carter að bæta
almannatryggingakerfið í Banda-
rfkjunum.
Cartergleiðurí
mannréttinda-
málum
I mannréttindamálum sneri
Carter við blaðinu og studdi opin-
berlega baráttumenn fyrir aukn-
um mannréttindum í Sovétríkjun-
um. Þvert gegn fyrri stefnu
Bandaríkjastjórnar.
Forsetinn veitti einnig Israels-
mönnum tiltal fyrir að vera of
lítið sveigjanlegir í friðarumleit-
unum við Araba. Fyrir það fékk
hann litlar þakkír og Gyðingar í
Bandaríkjunum lögðu fæð á for-
setann en þeir höfðu flestir stutt
hann í forsetakosningunum.
Vorsterfékk
líka áminningu
Vorster og Suður-Afríkumenn
fengu einnig áminningu hjá Cart-
er fyrir afstöðu sína til kynþátta-
mála og Namibíu.
í byrjun ferils síns lýsti hann
því yfir að hann vildi opnari starf-
semi hjá opinberum aðilum. Ekki
eru allir sammála um hvernig
hefur tekizt til í þeim efnum.
Vinur hans, Burt Lance, sem
var fjárhagsáætlunarstjóri stjórn-
arinnar f Washington, varð að
láta af störfum vegna gruns um
misferli i eigin fjármálum. Hlaut
Carter nokkurn skaða af því ef
marka má skoðanakannanir.
Samband Kúbu og Banda-
rfkjanna hefur batnað verulega
eftir að Carter tók við embætti.
Eru fyrstu bandarísku ferða-
mennirnir nú farnir að koma til
Kúbu eftir nærri tuttugu ára hlé.
Alltaftómur
kassinníNew York
Risaborgina New York skortir
stöðugt peninga, engin leið virðist
finnast út úr vandanum.
I nóvember var að vísu kjörinn
nýr borgarstjóri, sem öfugt við
alla aðra lofaði engum bótum
næstu fjögur árin og sagðist ætla
að draga saman seglin f starfs-
mannahaldi borgarinnar og
rekstri. Sá góði maður heitir
Edward Koch og tekur við af
Beame sem verið hefur eitt
kjörtfmabil við völd.
Um miðjan júlfmánuði fór raf-
magnið af nærri allri New York
borg f tæpan einn sólarhring.
Gólanhæða sem veikt getur
varnarmátt þeirra þarna ef f
höndum hugsanlegra óvina er.
Assad Sýrlandsforseti hefur
verið tiltölulega hófsamur f for-
dæmingu sinni á samningamakki
Sadats við Israel. Hvorki Egyptar
né Israelsmenn hafa viljað af-
skrifa þann möguleika að Assad
taki þátt í friðarviðræðum á næst-
unni. Bæði Sadat og Begin hafa
lýst því yfir að þeir telji þátttöku
Sýrlands mjög mikilvæga og
nauðsynlega.
Önnur Arabariki eins og írak
Líbýa og Alsir, hafa raunverulega
aldrei tckió beinan þátt f styrjöld-
um við Israel. Þátttaka þeirra og
barátta hefur meira verið til
munnsins og þá ekki spöruð stóru
orðin. Einnig hafa sum þeirra
stutt hryðjuverkasveitir
Palestínumanna verulega.
Bardagará
landamærum
Egyptalands
og Líbýu
Reyndar hefur lengi verið
grunnt á því góða milli Egypta og
Líbýumanna og til bardaga kom á
landamærum rfkjanna f lok júlf.
Egyptaland, Súdan og Sýrland
ákváðu f marz að stofna til stjórn-
málalegrar samvinnu með
frekara samstarf f huga þegar
fram liðu stundir. Lftið hefur
heyrzt af frekara starfi þessa sam-
bands og virðist það helzt enn eitt
andvana fætt bandalag arabaríkj-
anna, en þau hafa verið stofnuð
mörg sfðastliðin tuttugu ár.
I byrjun árs var Indira Gandhi
forsætisráðherra og formaður
Congressflokksins, sem ríkt hafði
á Indlandi frá þvf ríkið fékk sjálf-
stæði eftir síðari heimsstyrjöld.
Árið áður hafi hún stjórnað með
tilskipunum eftir að hafa rekið
þing landsins heim. Andstaða
gegn stjórn hennar jókst stöðugt
og gagnrýni á stjórnaraðferðir.
Mesta flugslys í sögunni varð í marz á flugvellinum i Tenerife á Kanarieyjum, er tvær fuilhlaðnar
farþegaþotur rákust saman á flugbrautinni. Nærri sex hundruð manns létust og aðrir slösuðust.
Vönunar-og
ófrjósemisaðgerð
mættu andstöðu
ílndlandi
Vönunar- og ófrjósemisað-
gerðir á vegum rfkisvaldsins.
sem ætlað var að stemma stigu við
fólksfjölgun, mættu gffurlegri
andstöðu, sérstaklega til sveita
þar sem fólksfjölgun er mest og
þörfin fyrir fæðingartakmarkanir
mest.
Talið er að nokkrar milljónir
Indverja hafi verið gerðir ófrjóir,
sumir á móti vilja sínum. Að-
gerðir þessar voru undir stjórn
sonar Indiru Gandhi og hlutu
hann og móðir hans miklar óvin-
sældir fyrir vikið.
Indira taldi þó heppilegt að
efna til frjálsra kosninga um
miðjan marz og taldi sig eiga
sigurinn visan.
Sú varð þó ekki raunin. Fyrrum
stuðningsmenn hennar f
Congressflokknum voru henni nú
mjög andsnúnir og sögðust vilja
siðbætur i stjórnarfari landsins
auk þess sem þeir töldu Indiru
hafa farið með efnahag landsins
niður fyrir allt velsæmi.
Indira Gandhi
tapaði
kosningunum
Indira tapaði síðan í kosningun-
um og Desai fyrrum samflokks-
maður hennar myndaði stjórn,
sem þó gekk ekki þrautalaust.
Margir töldu sig útvalda f
embættið og erfitt reyndist að
samræma stefnumörk andstöðu-
flokka hins gamla Congress-
flokks.
Indira sagði af sér öllum
trúnaðarstörfum fyrir flokk sinn
eftir að kosningaúrslit voru ljós.
Margir forustumenn Congress-
flokksins voru ákærðir fyrir spill-
ingu og svik eftir að nýja stjórnin
tók við völdum. Þar á meðal voru
Indira og sonur hennar.
I byrjun október var hún hand-
tekin og leidd til yfirheyrslna en f
fangelsi sat hún ekki nema tvo til
þrjá daga. Er henni var sleppt úr
haldi fögnuðu stuðningsmenn
hennar henni innilega og niður-
staðan virtist sú að vegur hennar
hefði fremur vaxið en hitt við
fangelsisvistina.
Ákærurnarálndiru
snerust íhöndum
stjórnarinnar
Málið snerist illa f höndum
stjórnarinnar og gat Indira borió
af sér öll lög.
I nóvember lýsti Indira þvf yfir
að hún hyggðist snúa sér aftur
að stjórnmálum og hcfur nú uppi
mikla tilburði til að taka við völd
um í Congressflokknum að nýju.
Eru ekki allir flokksmenn henni
sammála um það. ,
Einnig hefur komið f ljós að
efnahagur landsins var ekki eins
slæmur og andstæðingar héldu
fram í kosningabaráttunni.
Kosningar voru haldnar í
Pakistan í byrjun marz. Sigur-
vegari í kosningunum var Bhutto
forsætisráðherra landsins. Eftir
kosningarnar hófust miklar
ásakanir á hendur honum fyrir
kosningasvik. Bhutto ætlaði að
láta ákærurnar sem vind um eyru
þjóta en komst ekki upp með það
og að lokum gerði herinn byltingu
og steypti Bhutto, stakk forsætis-
ráðherranum fyrrverandi stðan I
fangelsi og að lokuní'var hann
ákærður fyrir morð eða aðild að
morði.
Á Shri Lanka, sem áður hét
Ceylon, voru kosningar 22. júlí.
Þar féll frú Bandaranaike. Var
þar með engin kona lengur f
valdastóli hér á jörðu.
Ekkja Maosfer
halloka f Kína
Ölgan í Kfna hélt áfram en hún
hófst fljótt eftir dauða Maos á
fyrra ári. I átökunum fóru ekkja
Maos og félagar hennar halloka.
Eru þau venjulega nefnd
Shanghai klíkan eða fjór-
menningarnir á veggblöðum
austur þar.
Hua forsætisráðherra virðist
stöðugt treysta völd sfn og er jafn-
vel farið að brydda á per-
sónudýrkun í afstöðunni til
hans.
Þeir sem vilja byggja upp
nútfmaþjóðfélag f Kfna á
hefðbundinn hátt virðast alltaf
styrkja stöðu sína og veggblöð,
sem munu vera helztu heimildir,
krefjast að fjórmenningarnir svo-
kölluðu hljóti harða refsingu.
ErThailand næsta
landið sem Asíu-
kommarhremma?
Skærur voru alltaf nokkrar á
landamærum Kambódfu og
Thailands. Sumir sérfræðingar
spá því að næsta land sem falli
fyrir Asíukommúnistum verði
Thailand.
Lítið er vitað um þróun mála í
Kambódfu undir stjórn Rauðu
Kmeranna. Orðrómur er sterkur
um miklar hreinsanir og geysi-
stranga vinnuskyldu flestra fbúa
landsins.
I Víet Nam segjast menn einnig
vera að endurhæfa landsmenn þó
sérstaklega fyrrum starfsmenn
fyrri valdhafa, Bandaríkjanna og
allt sem þeim fylgdi.
Víet Nam gekk í samtök Sam-
einuðu þjóðanna á árinu en
Bandaríkjamenn samþykktu
aðild þeirra.
Vfetnamar krefjast mikilla
skaðabóta frá Bandaríkjamönn-
Fellibyljir gengu yfir austurhluta Indlands í nóvember. I það minnsta fimmtán þúsund manns munu
hafa farizt. Manntjón hefur þó að líkindum orðið miklum mun meira. Auk þess varð gf furlegt eignatjón.