Dagblaðið - 30.12.1977, Qupperneq 38
38
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1977.
9
GAMIA BÍÓ
8
Jólamyndin Sfmiii47s
Flóttinn til
Nornafells
WALT DISNEY
PRODUCTIONS'
Spennandi, ný Walt Disney kvik-
mynd, bráðskemmtileg fyrir unga
sem gamla.
íslenzkur texti.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Sama verð á öllum sýningum.
9
HÁSKÓLABÍÓ
8
Jólamyndin sími 22140
Öskubuska
— Nýr söngieikur —
Stórglæsileg, ný litmynd í Pana-
vision sem byggð er á hinu forna
ævintýri um Öskubusku, gerð
skv. handriti eftir Br.van Forbes,
Robert B. Sherman og Riehard M.
Sherman, en lög og ljóð eru Öll
eftir hina síðarnefndu. Leikstjóri
Bryan Forbes.
íslenzkur texti.
Aðalhlutverk Richard Chamber-
iain og Gemma Craven.
Sýnd kl. 5 og 9.
Verð pr. miða kr. 450.
1
NÝJA BIO
8
Silfurþotan
Sími 11544
•»NHM=<g|=t'J5TTeTgl»
. mmcnwm
GENE WILDER JILL CLAYBURGH RICHARD PRYOR
“SILVER STREAK'\uiun«ou!wxo.*wHinCTL«
MÉÖBt*?1V Cl.rTONJ*M£Sm4 PATRICK McGOOHAN «1
ILMUIRMtnWKDMUaS DdCMntfDiKHUIII W
lslenzkur texti.
Bráðskemmtileg og mjög spenn-
andi ný bandarh’ \ikiuynd uin
allsögulega járnbrauuii lestarferó.
Bönnuð innan 14 at.
Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.15.
Bláfuglinn
An EDWAKD LEWIS Production
LENFILM STUDIOS
jANíE CICEfy
ii<_ fóKi^a fYSdK
A GEORGE CUKOR FILM >
______
^gTnnr*
"WtlLqeer,
iodd uxxpiydw
bKvuSva
Al T7Í>. HlM nnni
tslenzkur texti.
Frumsýning _á barna- og fjöl-
skyldumynd 'ársins. Ævintýra-
mynd, gerð t sameiningu af
Bandaríkjamönnum og Rússum
með úrvalsleikurum frá báðum
löndunum.
Sýnd kl. 3
9
LAUGARÁSBÍO
8
Engin sýning í dag.
9
B/EJARBIO
8
Sími50184
Engin sýning í dag.
9
HAFNARBÍO
8
Sirkus
Enn eitt snilldarvek Chaplins,
seiri ekki hefur sézt sl. 45 ár.
Höfundur, leikstjóri og aðalleik-
ari Charlie Chaplin.
tslenzkur texti.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9og 11.
AUSTURBÆJARBÍÓ
8
Sími 11384
íslenzkur texti.
AðBA
ABBA
Stórkostlega vel gerð og fjörug,
ný, sænsk músikmynd í litum og
Panavision um vinsælustu hljóm-
sveit heimsins í dag.
Mynd sem jafnt ungir sem gamlir
munu hafa mikla ánægju af að
sjá.
Sýndkl.5. 7 ' 9
Hækkað verð.
9
TÓNABÍÓ
8
Gauksheiðnð
(One flew over the Ctiekoos'
nest)
Gaukshreiðrið hlaut e.ftirfarandi
Oskarsverðlaun:
Bezta nnnd árins 1970.
Bezti leikari: Jaek Nieholson.
Bezta leikkona: Louise Flotclior
Bezti leikstjóri: Milos Forman.
Bezta kvikmyndahandrit Lawr-
enee Haiiben og Bo Goldman.
Bönnuð börnum innan lö ára.
Svnd kl. 5. 7.30 og 10.
Hækkað verð
9
STJÖRNUBÍÓ
8
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Hækkað verð.
Bönnuð innan 12 ára.
Ferðin til
jólastjörnunnar
Sýnd kl. 3.
URVflL/ KJÖTVÖRUR
OG ÞJÓflU/Tfl .
/1i/allteitthvaö.
gott í matinn
STIGAHLIÐ 45^47 SÍMI 35645
9
Útvarp
Sjónvarp
8
Sjónvarp á nýársdag kl. 22.05:
Jafnvel hjörtu aldinna
kvenna við yztu endi-
mörk slá hraðar þegar
Bing Crosby birtist
Þegar þeir sem nú eru komnir á
miðjan aldur voru enn í mðður-
kviði eða vöggu var Bing Crosby
þegar orðinn þekktur söngvari í
heimalandi sínu.
Hann byrjaði að syngja með
háskólakórnum á skólaárum sín-
um og var uppgötvaður af hljóm-
sveitarstjóranum Paul White-
man. Árið 1931 var hann kominn
með eigin útvarpsþátt og þar með
var framtíð hans ráðin og hann
komst á samning til Paramount
kvikmyndafélagsins. Fyrsta
myndin sem Bing var í meiri-
háttar hlutverki var The Big
Broadcast árið 1932. Eftir það rak
hver myndin aðra og þeir sem á
annað borð hafa eitthvað fylgzt
með í kvikmyndaheiminum hafa
séð Bing t einhverri mynd. Jafn-
vel hjörtu aldinna kvenna uppi á
íslandi slá örlftið hraðar þegar
þær heyra undurbliða rödd hans
eða sjá einhverja af gömlu mynd-
unum hans í sjónvarpinu.
Kl. 22.05 á nýársdagskvöld er
mjög nýlegur þáttur með Bing á
dagskrá sjónvarpsins. Þátturinn
var eins konar minningarþáttur
um hann og gerður í Bretlandi
aðeins nokkrum vikum fyrir lát
hans. Þýðandi er Jón O. Edwald.
Ekki er ýkja langt síðan sjón-
varpið sýndi minningarþátt sem
Bing Crosby var mikill áhugamaður um laxveiði og kom að minnsta
kosti tvisvar hingað til laxveiða. Hann var líka mikill áhugamaður um
golf og lék það öllum stundum. Hann var á sautjándu holunni á
golfvclli á Spáni þegar kallið kom og hann var allur. Hafði hann þá
skroppið tii Spánar yfir eina helgi til þess að leika þessa eftirlætis-
íþrótt sína.
gerður var í tilefni af 50 ára af-
mæli Bell símafélagsins þar sem
Liza Minelli og Bing Crosby
kynntu gamlar stjörnur og
skemmtu einnig sjálf. Var sá
þáttur alveg hreinasta afbragð og
þar að auki gullfallegur því hann
var sendur út í litum. Væri vel til
fundið að endursýna hann ef
hægt væri, — en þátturinn með
Bing á nýársdag er því miður í
svarthvítu samkvæmt upplýsing-
um prentaðrar dagskrár sjón-
varpsins. - A.Bj.
Sjónvarp á nýársdagskvöld kl. 21.05:
Fiskimennirnir
Lífið við Limafjörð
1 formála að skáldsögunni
Fiskimönnum skrifar höfundur-
inn, Hans Kirk, m.a.:
„Lítill hópur manna stóð á
bryggjusporðinum. Þeir horfðu
út á lygnan fjörðinn. Allir voru
sparibúnir: í bláum jakkafötum
með gljáandi stígvél og dökka
hatta. Þetta voru fiskimennirnir
að vestan. Þeir biðu flóabátsins,
sem flutti konur þeirra og börn.
Nú var afráðið að þeir settust hér
að og hér ætluðu þeir að vera til
æviloka."
Þeir höfðu stundað erfiðar og
hættulegar veiðar i Norðursjó.
Þær gáfu lítið af sér og nú ætluðu
þeir sér að hefja nýtt líf við Lima-
fjörð, þar sem lífsskilyrði voru
ólíkt betri. Mennirnir höfðu farið
fyrst, og senn leið að því að konur
og börn kæmu líka.
Bókin er ekki skrifuð um
ákveðna aðalpersónu. Skáldsaga
Kirks fjallar um hóp manna og
sama er að segja um sjónvarps-
myndaflokkinn. Erfið lífsskilyrði
hafa sett mark sitt á þennan hóp
og hann leitar trausts í trúnni.
Fiskimönnunum finnst þeir vera í
framandi landi, þegar þeir setjast
að á Limafirði, einkum vegna um-
•burðarlyndis heimamanr.a í trú-
málum.
Myndaflokkurinn Fiskimenn-
irnir er í sex þáttum. í fyrsta
þætti, sem hefst þegar konur og
börn eru að koma til Limafjarðar
eru kynntar helztu persónur sög-
unnar: Lars og Malene Bund-
gaard vígja nýja húsið. Ekkju-
maðurinn Laust Sand og stjúp-
dóttir hans lenda síðar í hörmung-
um. Þá kynnumst við góðmenn-
inu Jens Rön og hinni forvitnu
konu hans, Teu, Povl Vrist og
konu hans, Mariane, sem alltaf
virðist í góðu skapi. Loks kemur
andlegur leiðtogi fiskimannanna,
Thomas Jensen, sem gerir sóknar-
prestinum ljóst hvað þeir telja
mikilvægast hér á jörðu: að efla
Ulla Koppel sem Adolfine og
Mogens Brix-Pedersen sem Mads
Langer.
guðstrú.
Þriðji þáttur fiskimannanna
verður sýndur á nýárskvöld kl.
21.05.
Útvarp
FÖSTUDAGUR
30. DESEMBER
12.00 DaRskráin. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn-
ingar. Viðvinnuna: Tónleikar.
9 14.30 Miðdegissagan: „Á skönsunum"
eftir Pál Hallbjömsson Höfundur les
(8).
15.00 Miðdegistónlaikar Alexandre
Lagoya og Orford kvartettinn leika
Kvintett í D-dúr fyrir gítar og
strengjakvartett eftir Boccherini.
David Oistrakh óg hljómsveitin Fíl-
harmónia leika Fiðlukonsert nr. 3 í
G-dúr, (K216) eftir Mozart; David
Oistrakh stjóriiar.
15.45 Lasin dagskró naestu viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veð-
urfregnir).
16.20 Popp
17.30 (Jtvarpssaga barnanna: „Hotta-
bych" aftir Laxar Lagín Oddný Thor-
steinsson les þýðingu sína (10).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fróttaauki. Tilkynningar.
19.35 Sögiiþáttur. Broddi Broddason og
Gísli Agúst Gunnlaugsson sagnfræði-
nemar sjá um þáttinn.
20.05 Tónlaikar Sinfóníuhljómsveitar
Islands 15. dasambar sl., seinni hl.
Stjórnandi Jean-Pierre Jacquillat.
Einleikari: Robert Aitken a. Flautu-
konsert eftir Atla Heimi Sveinsson. b.
„Þríhyrndi hatturinn" — ballett-
tónlist eftir Manuel de Falla. — Jón
Múli Arnason kynnir.
20.55 Gestagluggi Hulda Valtýsdóttir
stjórnar þætti um listir og menningar-
mál.
21.40 Dr. Michael Scneider frá Köln leikur
á orgel Dómkirkjunnar í Reykjavík tón-
verk eftir Bach a. Prolúdía og fúga í
Es-dúr. b. Tokkata í F-dúr.
22.05 Kvöldsagan: Minningar Ara Arnalds
Einar Laxness les (7).
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.45 Afangar Umsjónarmenn: Ásmund-
ur Jónsson og Guðni Rúnar Agnars-
son.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
í
^ Sjónvarp
i
20.00 Fráttir og vaður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Prúðu leikaramir (L). Búktalarinn
og gamanleikarinn Edgar Bergen er
gesturí þessum þætti. Þýðandi Þránd-
ur Thoroddsen.
21.00 Antonius flytur úr landi. Antonius er
velstæður og virtur bóndi í Norður-
Póllandi. Hann er þýskur að ætterni
og býr þar sem áður hét Prússland.
Eftir sjö ára baráttu hefur Antonius
fengið leyfi yfirvalda til að flytjast
ásamt fjölskyldu sinni til Vestur-
Þýskalands. Myndin lýsir ferðinni
löngu og aðdraganda hennar.
22.00 Logandi stjarna (Flaming Star).
Bandarlskur „vestri" frá árinu 1960.
Leikstjóri Don Siegel. Aðalhlutverk
Elvis Presley, Steve Forrest og
Dolores del Rio. Myndin gerist I Texas
á róstutímum. Indiánar og hvítir
landnemar berast á banaspjót vegna
landadeilna. Söguhetjan Pacererkyn-
blendingur, og fyrir þær sakir á fjöl-
skylda hans sérlega erfitt uppdráttar í
þessari styrjöld. Þýðandi Jón O. Ed-
wald.
23.30 Dagskrárlok.