Dagblaðið - 30.12.1977, Síða 40

Dagblaðið - 30.12.1977, Síða 40
L* * , I? \ #1 /W iíSta Collins-krakkarnir eru komnir — John Collins á Loftleiðahótelinu í morgun. DB-mynd: Hörður. „Collins krakkarnir” komnir í pílagrímsför til íslands Hauki endan- lega spark- að: Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður í Keflavík hefur fengið pokann sinn. Ölafur Jóhannesson dóms- málaráðherra kallaði Hauk f.vrir sig í gær og tilkynnti hon- um, að hann hefði fallizt á tillögur bæjarfógetans og sýslu- mannsins í Keflavík, Jóns Eysteinssonar, um að vikja bæri Hauki úr starfi. Fellur Haukur því af launaskrá \rikisins um áramótin. Astæðurnar fvrir brott- vikningu Hauks eru aðallega þrjár, að sögn Baldurs Möllers, ráðuneytisstjóra Olafs: 1. Tékkamisferli. sem viður- kennt var og ákært hefur verið út af. Það telst ekki samrýmas! Haukur „Kemur þetta ekki á óvart” ætla í mál við ríkið, segir Haukur starfi lögreglumanns. 2. Handtökumálið svokallaða. Þar stangast framburður Hauks á við eiðfestan framburð margra lögreglumanna og annarra vitna. Á því eru engar skýringar. Þetta er talið viðhalda tortryggni í garð Hauks og því gæti hann ekki starfað sem rannsóknarlög- reglumaður. 3. Ýmis unimæli, sem hann hefði haft um yfirmenn slna og samstarfsmenn við rannsókn framangreindra mála. Sú afstaða. sem fram kemur í þeim ummælum. útilokar starf hans við embætti bæjarfógetans í Keflavík. Haukur sagðist í samtali við fréttamann DB vitaskuld hafa átt von á þessum málalokum, en nú myndi hann fara í mál við dómsmálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs vegna ólöglegr- ar brottvikningar úr starfi. ,,Um tékkamálið vil ég segja, að það er ekki búið að dæma i málinu. Þversögn dómsmála- ráðherra er augljós: hann hefur sjálfur verið dæmdur fyrir brot á hegningarlögum Það samrýmist kann-;ki starfi dómsmálar.herra, þótt það sam- rýmist ekki starfi nmiu sen lögreglumanns," sagði Haukur. ,,Hvað varðar handtökumálið þá vil ég benda á, að að minnsta kosti tveir lögreglumenn hafa borið ljúgvitni gegn mér. Þá mótmæli ég því harðlega að ég hafi sýnt yfirmönnum mínum og samstarfsmönnum dóna- skap.“ Haukur sagðist telja að brott- rekstur sinn þjónaði sameigin- legum hagsmunum Jóns Eysteinssonar bæjarfógeta og ýmissa brotamanna og fíkniefnasala á Suðurnesjum. Ekki eitt einasta fíkniefnamál hefði verið upplýst i Keflavik síðan hann hefði verið látinn hætta störfum. ,,Svo vona ég að skipt verði um dómsmálaráðherra að vori," sagði Haukur að lokum. -ÖV. Þegar Bobby Fischer stikaði þóttafullur í áttina að skák- borðinu í Laugardalshöllinni árið 1972 virtist hann ekki taka eftir fjölda áhorfenda, sem á vegi hans urðu. Skyndilega færðist bros yfir andlit Fischers. þegar hann sá fullorðinn mann í hjólastól meðal mannfjöldans. Stórmeistarinn heilaði manninum í hjólastólnum svo hlýlega að augljóst var, að hann hitti þarna góðan vin. Þéssi maður var John Collins. Hann er nú kominn til Islands öðru sinni með hóp barna, sem eru hingað komin í pílagrímsför til Laugardalshallarinnar til þess að sjá staðinn þar sem Fischer vann heimsmeistaratitilinn í skák af Boris Spassky. „Collins krakkarnir" eru orðnir margir og sumir þeirra heims- frægir. Meðal þeirra eru Fischer og séra Lombardy, sem íslenzk- um skákunnendum er að góðu kunnur. Ásamt Collins er séra Lombardy fararstjóri fyrir hópi barna á aldrinum 7 tií 15 ára, sem komu til Islands i morgun með Flugleiða-flugvél frá New York. Þau tefla hér kappskákir við íslenzk börn og unglinga. Taflfélag Reykjavíkur" og Skák- samband Islands taka á móti þess- um góðu gestum og annast skipu- lagningu skákmóta, sem hér verða haldin. New York Times segir frá þessu sérstæða ferðalagi hinn 24 des. sl. Þar er sagt frá því, hvernig John Collins maðurinn i hjólastólnum, helgaði sig þeirri köllun, að efla skákáhuga barna og unglinga í Bandaríkjunum. Collins krakkarnir tefla við Islenzka jafnaldra sína í Kristals- sal Hótel Loftleiða í kvöld. Hefst keppnin kl. 8. Á sunnudaginn tefla Collins krakkarnir við annan hóp islenzkra barna og unglinga. Á mánudaginn verður svo hraðskákmót eftir Monrad- kerfi í Skákheimilinu við Grensásveg. Að sjálfsögðu koma Collins krakkarnir í Laugardals- höllina. Þeir fara síðan aftur heim hinn 3. janúar. -BS. Vinsældakosning Dagblaðsins og Vikunnar: Atkvæðaseðlar liggja frammi í ellefu verzlunum og keppnin kynnt sérstaklega f Mikil þátttaka hefur verið í vinsældakosningum Dag- blaðsins og Vikunnar, þrátt fyrir joiaös, og höfum við nú ákveðið að gefa enn fleiri tækifæri á því að fylla út at- kvæðaseðla. Hafa þeir nú verið sér- prcntaðir og munu liggja frammi í eftirtöldum hljóm- plötu- og hljóðfæraverzlunum í dag: Plötuportinu, Skífunni, bæði í Reykjavík og Hafnar- firði, Karnabæ, öllum verzlun- um, Fálkanum, öllum verzlun- unum, Hljóðfærahúsi Reykja- víkur og hljóðfæraverzlun Poul Bernburg. Ennfremur munu blaða- mennirnir Ásgeir Tómasson, Helgi Pétursson og Ömar Valdi- marsson kynna vinsælda- kosninguna sérstaklega í fjórum veitingahúsum í kvöld, Sesar, Klúbbnum, Öðali og í Sigtúni. Þar munu atkvæðaseðlar einnig liggja frammi og geta kvöld gestir þessara veitingahúsa því skemmt sér við það að útfylla seðlana þar. Annað tveggja geta þeir slegið utan um þá og sent okkur hingað í Síðumúla 12 eða skilið þá eftir hjá dömunum í fatahenginu. Skilafrestur er til 6. janúar nk., en eins og komið hefur fram i fréttum munu úrslitin verða kunngjörð í heljarmiklu hófi að Hótel Sögu þann 19. janúar nk. HP Þessa styttu gerði Hallsteinn Sigurðsson fyrir Dagblaðið. Um hana er keppt í vinsælda- kosningunni. frfálst, úhád dagblað FÖSTUDAGUR 30. DES. 1977. Ungi maðurmn semféllniður strompinn: Fékk að fara heim og er að jaf na sig Ætlaði hann að hlýja sér ístrompinum? Ungi maðurinn sem féll niður strompinn að Kaplaskjólsvegi 63 í Reykjavík snemma á þriðjudags- morgun fékk að fara heim til sín eftir rannsókn á slysadeild Borgarspítalans. Var þar gert að sárum hans, sem voru lítil, hann var lítils- háttar marinn og rispaður. Hins vegar er hann að vonura eftir sig eftir þessa ægilegu lífs- reynsiu og hvilist því heima fyrir. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar man hann ekki gjörla hvað gerðist þennan morgun, en ekkert bendir til þess að fleiri menn hafi verið þarna uppi á þakinu með honum. Er helzt leitt getum að þvi, að hann hafi ætlað að hlýja sér í ylnum i strompin- um, sofnað og fallið niður, en það er aðeins tilgáta. HP Antík-málið: Framhaldið ræðst í dag Rannsókn antík-málsins hefur legið niðri um sinn vegna kröfu, sem fram kom frá verjanda Björns Vilmundarsonar, um að Þórir Oddsson, deildarstjóri í rannsóknarlögreglu ríkisins, viki sæti. Þórir hefur rannsóknina með höndum. Jafnframt kom fram krafa frá verjandanum, Tómasi Gunnarssyni hrl., um að Halldór Þorbjörnsson, yfirsaka- dómari, yrði úrskurðaður van- hæfur til að fara með stjórn málsins í Sakadómi Reykjavíkur. Þórir Oddsson mun kveða upp úrskurð um kröfuna í dag. Fari svo, að kröfunni verði hafnað, verður rannsókn málsins haldið áfram strax eftir áramót. Övlst er hvenær rannsókninni lýkur, enda er um margslungið skattalaga- og bókhaldsmál að ræða. ÖV Enginn „maður ársins” í ár „Maður ársins" verður ekki kjörinn að þessu sinni f Dag- blaðinu, eins og venja er þó. 1 atkvæðagreiðslu ritstjórnar skiluðu mjög margir auðum seðlum og virtist blaðamönnum ekki ástæða til að velja einn mann fremur en annan „mann ársins". JBP

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.