Dagblaðið - 09.01.1978, Side 13

Dagblaðið - 09.01.1978, Side 13
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 9. JANUAR 1978. 17 Leiðbeiningar fyrir garðræktendur: Hvað á að gera í garðinum frá janúar til júníloka? Rétt er að athuga reynitréin i janúar, klippa eða saga burtu skemmdar greinar og tálga eða skrubba upp átusár. í þau á siðan að mála með tjöru eða oliumálningu. Myndin er tekin í marz i fyrra þegar var verið að klippa gömlu reynitrén í bæjarfógetagarðinum við Aðalstræti í Reykjavík. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. GARÐRÆKT Garðrækt er orðin snar þátt- ur i lífi þorra landsmanna og þar sem DB er blað þorra lands- manna fannst okkur tilhlýði- legt að taka til birtingar nokkrar leiðbeiningar fyrir garðræktendur. Höfum við fengið Hermann Lundholm, sem er garðyrkjustjóri Kópa- vogs, til þess að skrifa leiðbein- ingar fyrir garðeigendur. Hefur hann skrifað sérstaka leiðbeiningu fyrir hvern mán- uð, hvað gera skal og að hverju er mest árfðandi að huga hverju sinni. Hermann Lundholm hefur starfað f Kópavogi síðan 1958, en hann er danskur að ætt og fluttist til landsins árið 1938. Vann hann fyrst hjá Stefáni f Reykjahlíð, sfðan I Reykjalundi f Grfmsnesi og loks 9 ár f Hvera- gerði. I dag birtum við leiðbein- ingar fyrir hálft árið, frá •janúar til júnfloka. JANÚAR Um áramótin er lftið hugsað um garðavinnu. En er það ekki einmitt rétti tfminn til að hugsa? Vorið kemur oftast ask- vaðandi allt f einu með öll sfn verkefni og þá er enginn tfmi til að hugsa. Þeir sem eru að byrja að koma sér upp garði ættu að hugleiða framvindu garðvinn- unnar: Hvað skal gera og hvað hefur maður efni á að kaupa til viðbótar. Það getur verið eitt og annað sem má gera. Það mætti breiða grenigreinar eða afklippur úr garðinum yfir steinhæðina eða blómabeðin til að binda snjóinn og hlífa sfgrænum blöðum við næðingi. Ef enginn eða litill klaki er f jörð er gott að dreifa nokkru af garðáburði f lauka- beðin. Einnig má grafa upp hnaus af graslauk og láta f pott til þess að hafa í eldhúsglugg- anum. Það er eins og hvert ann- að stofublóm. Klippa má grænar spirur eftir 2—3 vikur. Þá er tilvalið að athuga hvort öll verkfæri séu f lagi, smurð og brýnd. í þurru og góðu veðri væri rétt að athuga reynitrén, klippa eða saga burtu skemmdar greinar og tálga eða skrúbba upp átusár og mála í með tjöru eða olfumálningu. Ef limgerðin eru orðin of breið er tilvalið að mjókka þau núna. Hermann Lundholm, garð- yrkjustjóri Kópavogs, ætlar að ieiðbeina iesendum DB við garðavinnuna. DB-mynd: Hörður Vilhj. FEBRUAR Þegar komið er fram f febrúar eru dagarnir farnir að lengjast og þótt lftið sé enn hægt að gera utandyra mætti taka fram garðyrkjubækurnar og reyna að finna nýjar hug- myndir fyrir komandi vor. Enn má grisja tré og klippa og þeir sem eiga gróðurhús geta haft nóg að gera. Við skulum gera ráð fyrir að búið sé aö hreinsa úr húsunum, sótt- hreinsa og mála þannig að hægt sé að fara að sá petúnfum, stjúpum og ljónsmunna, svo að einhverjar blómategundir séu nefndar. I lok febrúar er lfka góður tími til að huga að stofu- blómunum, planta um f nýja mold og stærri potta. Margar plöntur má stýfa, bæði til að létta starfsemi rót- anna og til þess að fá þéttar og bústnar plöntur. Þetta á ekki sfzt við um runnakenndar jurtir-svo sem havafrósir, passi- floru o.fl. Afklippurnar er sjálfsagt að nota sem græð- linga. Sumar jurtir verða með tfmanum of fyrirferðamiklar og nauðsynlegt að deila þeim. Svo eru alltaf einhverjir kunn- ingjar sem hafa gaman af þvf að fá „afleggjara". Þá er kannski rétt að bera húsdýraáburð á grasbletti þó ekki væri nema til að friða hann fyrir ágangi á viðkvæm- asta tfmabilinu. Ef þið viljið fjölga trjám eða runnum með græðlingum gæti verið rétt að taka þá núna og geyma f mold eða rökum mosa. Greinar kelur oft þegar komið er fram á vorið. MARZ Nú byrja laukarnir sem gróðursettir voru I haust að skjóta upp kollinum, einkum þeir sem plantað var sunnan undir húsvegg þar sem aldrei frýs. Þótt laukblóm þoli tölu- vert frost getur borgað sig, ef snöggur frostakafli kemur, að skýla spírunum. Nú- þarf að fara að koma begóníum og dallum f potta. Til að flýta fyrir rótarmyndun má raða hnýðunum í bakka eða kassa með mosablendinni mold og láta standa á hlýjum stað. Þegar ræturnar eru orðnar 1—2 cm á lengd má láta hnúð- ana f potta einn og einn f frjóa en létta mold. Nú fara snemmvaxnar, fjöl- ærar jurtir að sýna sig. Verið viðbúin að skýla þeim ef kulda- kast kemur, annars getur farið svo að blómknapparnir sviðni algjörlega. Frost og þfða á vfxl geta lyft smáplöntum upp úr beðunum. Ef ekkert er að gert þorna plönturnar upp og drepast. Þegar svo stendur á verður að koma plöntunum strax aftur ofan í moldina eða Strá mold eða mosa yfir þær. Agæt vörn gegn holklaka er að strá sandi yfir beðin á haustin. Barrtré þarf að verja gegn sólbruna með timburgrind eða striga. Vetrarúðun er athugandi. Það mætti nota þurran og hlýj- an dag til þess að úða rifs og vfði áður en fuglarnir fara að verpa og áður én grænmetið byrjar að spfra. APRÍL I aprfl byrjar vorið fyrir al- vöru, þótt enn geti komið hret. Þar sem húsdýraáburður hefur verið borinn á grasblettinn þarf að mylja áburðinn og jafna úr •honum. Annars þarf að raka sinu og mosa upp úr grasrótinni og bera á blandaðan garðáburð. Gæta skal þess að dreifa vel úr honum, annars koma bruna- blettir. Seint í apríl eða f kringum 20. er heppilegt að láta kartöfl- urnar til spfrunar. Hafi einKver verið svo forsjáll að láta nokkr- ■ar kártöflur í mjólkurfernur með mold fyrir 3—4 vikum, getur hann gróðursett þær undir plasti um leið og jörðin er klakalaus. Nú eru smálaukar farnir að blómstra f garðinum og nú er tfmi til að gefa þeim smá- skammt af áburði. Bezt er að nota garðaáburð eða upplausn af Substral eða Maxicrop. Nú er aðalvaxtartfmi laukanna og þeir þurfa að taka f sig næringu til næsta árs blómgunar. Nú er sá tími sem fslenzka vetrarblómið er upp á sitt feg- ursta. Þeir sem hafa yndi af náttúruskoðun ættu að fara f smáfjallgöngu eða aka suður að Kleifarvatni. Þar er mikið af þvi f klettunum en látið ekki freistast til að slfta það upp og flytja það heim f garðinn. Eins og eyrarrósin er það fegurst f sfnu rétta umhverfi. Nú má sjá ýmsum harðgerum sumarblómum beint f garðinn, t.d. strandlevköj eða strandrós eins og það blóm heitir á is- lenzku, draumsóley og brúðar- slæðu. Einnig má sá beint ýmsum grænmetistegundum eins og gulrótum, steinselju og matbaunum. Nú skuluð þið klippa lim- gerðið og nota gildustu sprot- ana f græðlinga. MAÍ Nú má byrja á að snyrta til f garðinum. Klippa niður gamla blómstöngla áður en nýju sprot- arnir verða of háir. Hafið samt eitthvað til taks til þess að breiða yfir viðkvæm blóm ef það gerir næðing. Hentugt er að skera gras- kantana nú. Ef afskurðurinn er settur upp f smáhrúgu og þlandaður laufi, nýslegnu grasi, afraki af túni og þess háttar fæst fyrirtaks blóma- mold sem nota má bæði á inni- blóm og f sáningu. Nú á að skipta og planta um fjölærum blómjurtum. Takið allan hnausinn upp úr moldinni og blandið safnhaugamold eða húsdýraáburði í holuna og gróðursetjið síðan mátulegan hluta af jurtinni á ný. Afgang- inn má alltaf gefa vinum eða kunningjum. Þeir, sem vilja ala upp fjöl- ærar jurtir frá fræi, ættu að fara að sá núna, einnig til tvi- ærra jurta. Má þar nefna sumarklukku og fingurbjargar- blóm. Til flestra matjurta má einnig sá núna og jafnvel planta út einhverju af káli. Gætið þess að hafa jafnan eitt- hvað til að hvolfa yfir jurtirnar ef gera skyldi hret. Reyna þarf að útrýma illgresi úr trjábeðum og grasblettum. Ef myndazt hafa breiður af skriðsóleyjum eða öðru álfka er bezt að rista ofan af og láta nýjar þökur f staðinn eða fylla upp með gróðurmold og sá gras- fræi. Auöveldast er að losna við njóla og fffla með stungugaffli og toga rótina upp f heilu lagi. Breiður af arfa er bezt að skafa upp og sá sfðan í eyðurn- ar sem myndast. JÚNÍ I byrjun júnt er venjulega lokið við að hreinsa til f garðin- :um og að gróðursetja sumar- blóm. Um miðjan mánuðinn erii dalfur og aðrar hnúðjurtir settar út og þá ætti ekki að vera annað að gera f garðinum en að njóta lifsins og sólarinnar! Það er nú eitthvað annað. Nú er sá tími sem túlfpanar og páskaliljur eru að mestu búin að blómstra. Jafnóðum og blóm- in fölna þarf að klippa eða brjóta blómhöfuðin af svo að jurtirnar fari ekki að eyða orku f fræmyndun heldur farið að búa sig undir næsta árs blómg- un. Minna gerir til þótt ýmsir smálaukar myndi fræ. Þá þarf aóeins að grisja til þess að þeir verði ekki of þéttir. Einnig þarf að klippa lim- gerðin og planta út jarðarberja- plöntum fyrir næsta árs upp- skeru. Með því að skera af blómstraða blómstöngla af snemmblómstrandi fjölærum jurtum eykst blaðvöxtur þeirra og oft geta þessar jurtir blómstrað aftur sfðari hluta sumars. A sama hátt má auka blómgun sumarblóma með þvi að taka blómin af áður en þau fara að mynda fræ. Hvernig væri nú að athuga ,um ýmsar smábreytingar? T.d. má leggja röð af mjóum hellum þar sem blómábeð og grasblett- ur mætast. Með þvf móti sparast kantskurður og auð- veldara er að slá. Nú eru líka seinustu forvöð að bera köfnunarefnisáburð á trjágróðurinn. Ef það er gert eftir júlfbyrjun er hætt við að trén vaxj of lengi fram eftir haustinu og þá er þeim hætt við að kala.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.