Dagblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 1
• iW 4. ARG. — LAUGARDAGUR 21. JANUAR 1978 — 18. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11. — AÐALSÍMI 27022. / \ „Slógu vopnin úr eigin höndum” - segir einn „stjórnar- andstæðingurinn” íDagsbrún um meðf ramb jóðendur sína Deilur eru risnar milli þeirra sem ætluðu að standa að fram- boði gegn Dagsbrúnarstjórn. „Ekki er ótrúlegt að hugmynda- fræði kommúnismans hafi haft svo óheillavænleg áhrif á þá Sigurð Jón og Benedikt S. en víst er að vera þeirra í Kommúnistaflokki íslands hefur greinilega haft mjög truflandi áhrif á dómgreind þeirra og ætti að vera öðrum flokksfélögum þeirra víti til varnaðar," segir Hermann Ölason, sem átti sæti á lista „stjórnarandstæðinganna", um suma meðframbjóðendur sína. Framboðið strandaði sem kunnugt er á ýmsum formsat- riðum. Hermanm sem var í 7. sæti listans, segist lýsa vanþóknun sinni á framferði meðframbjóðenda sinna „varð- andi samskipti þeirra við kjörstjórn er þeir létu ginnast til að undirrita yfirlýsingu um að þeir mundu sætta sig við úrskurð kjörstjórnar um lög- mæti framboðslista okkar, hver svo sem niðurstaðan yrði“. „Þar með var aldrei hægt að kæra úrskurðinn, ef þess var þörf, til Félagsdóms, sem hefði þá fengið tækifæri til að kanna öll gögn sem kjörstjórnin ein hefur haft í sínum höndum og aldrei leyft andframbjóðendum núverandi stjórnar Dagsbrúnar að kynna sér,“ segir Hermann. HÖFÐU EKKI SAMRÁÐ „Framangreindir meðfram- ajóðendur mínir, sem ég lýsi nú vanþóknun á og aumka fyrir barnaskap, að ekki sé dýpra tekið í árinni, skipuðu þrjú efstu sæti andstöðulistans og eru Sigurður Jón Ölafsson, Benedikt S. Kristjánsson og Ölafur Vilbertsson. Þetta fram- ferði þeirra, að slá vopnin úr eigin höndum, lýsir fáránlegum og félagslegum vanþroska, enda skal það undirstrikað að þessir kumpánar höfðu aldrei samráð við meðframbjóðendur né neina stuðningsmenn listans," segir Hermann Ólason. „Menn geta gert sér í hugar- lund hver framvinda Jslenzkrar verkalýðsbaráttu yrði ef slíkir stjórnvitringar næðu völdum í verkalýðs- félögum landsins. Varla mundu kjör verkamanna batna við slík vinnubrögð í harðri samninga- baráttu um kaup og kjör.“ -HH. Er himna- ríki hérna megin? — sjá gagnrýni um útvarpsleikrit Ævars Kvaran á bls. 4 „Græn- fóðrað lamba- kjöt” — Siggi flug fjallar um sunnudags- steikina - bls. 2 Tími svarta- galdurs — sjá kjallaragrein Hrafns Sæmundssonar á bls. 10 og 11 »--- * Hvað er Hótel Happiness í Mosf ells- sveit? — bls.5 Ólikt hafast þau að, dýrin — rétt eins og mannfólkið. Villisvínið sífellt í hinum versta ham, harðsnúið, skapvont og ófriðlegt. Geitin friðsöm og fríð. Myndina tók ljósmyndarinn okk- ar, Ragnar Th. Sigurðsson, nú nýlega í Svíaríki. \ „Gluggagægir” handtekinn íHlíðunum — baksíða

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.