Dagblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978. ............. ' " V Er himnaríki hérna megin? Útvarp: I LJÖSASKIPTUM Leikrit eftir Ævar R. Kvarati Ekki er ég viss um að rétt sé sem sagði hér í blaðinu á dög- unum, að það væri makalaus nýjung hjá Ævari Kvaran að láta útvarpsleikrit sitt á fimmtudagskvöld ske handan við landamæri lífs og dauða. Fjórði þátturinn í leikriti Einars Kvarans um Hallstein og Dóru gerist sem kunnugt er eftir dau'ðann, og er enn óleyst- ur vandi að tengja saman jarð- neskt og yfir-jarðneskt efni leiksins, baðstofu- og sveitalifs- lýsingu fyrri þáttanna við yfir- skilvitlegt tilverusvið lokaþátt- arins. Skyldi vera tilvinnandi að reyna? Á kannski Einar Kvaran, og andatrúin íslenska, það inni að slík tilraun verði einhvern tíma í alvöru gerð? En fyrir utan Hallstein og Dóru kemur í hugann annað leikrit sem hér varð vinsælt og marg- leikið á fyrri tíð, Á útleið nefn- ist það, og gerist reyndar á leið- inni burt úr jarðneskum tára- dal til betri vista. Nema hvað. Þiótt leikrit Ævars Kvarans vissulega gerist í öðrum heimi var þar engum skilum hins jarðneska og himn- eska fyrir að fara i líkingu við Hallstein og Dóru. Þar voru aftur á móti rakin i flatneskju- legum orðræðuni ýmis fræði spíritista um líf handan líkams- dauðans. Þau vandamál og við- fangsefni sem fólkið reifaði í leiknum voru að vísu öll af því tagi að þau væru betur leyst hérna megin. Kannski himna- rlki sé hér ef rétt er á lífinu haldið? En leikurinn greindi frá hjónum nokkrum, Ásdísi og Hannesi, prófessor í bókmennt- um við háskólann, og syni hjóna, Pétri. Hannes er hygg- inn maður, forsjáll og velvilj- aður, en orðinn ósköp leiður á starfi sínu og langar að lesa eitthvað staðbetra í lífsins og náttúrunnar miklu bók. Frú Asdís hefur elsku mikla á blóm- um og blómarækt, en er annars ósköp kvenleg, viðkvæm og ráð- laus, og stendur I óbættri sök við manninn sinn. Hún hefur sem sé á sínum tfma látið keppi- naut hans um prófessorsstöð- una, Brand nokkurn, barna sig í hefndarskyni fyrir að Brandur beið lægri hlut fyrir Hannesi. Þannig varð nú Pétur til. Fyrir æðri hand- leiðslu tekur Ásdís það ráð að játa öll þessi ósköp fyrir manni slnum. En hann vissi þetta þá allt fyrir, löngu búinn að fyrir- gefa frúnni, ráðinn I því að láta ekki Brand, þann skrattakoll, spilla fyrir sér fjölskyldulífinu og heimilishamingjunni, og Pétur elskaði hann eins og sinn eigin skilgetinn son. Nú átt þú bara eftir að fyrirgefa sjálfri þér, heillin góð, sagði hann við konu sína, eða önnur orð í þá áttina, og við svo búið lauk leik- ritinu. En hitt var ekki útskýrt af hverju fór eins og fór fyrir Pétri og frá sagði fyrr í leikn- um. Hann lenti í drykkju og> dópi og endaði á að hengja sig. Kannski eitthvað hafi verið at- hugavert við heimilishamingj- una og fjölskyldulífið hjá hans góðu foreidrum sem betra hefði verið að ráða fram úr í tíma? En á æðra tilverustigi er Pétur enn að reyna að ná sér upp úr sinni fyrri eymd, og gefur sig í því skyni að hjálparstarfi við aðra sem svipað er ástatt um og sjálfan hann, líkt og gert mun vera í AA-samtökum, Freeport- klíkunni og hinum nýstofnuðu samtökum áhugamanna um áfengismál. Undravert má það heita um þrautreyndan leikara eins og Ævar Kvaran, sem auk þess hefur mikið fengist við ritstörf, að honum virtist með öllu ósýnt um að skrifa lifandi leikhæfan texta, koma fram frásagnarefni eða láta fólk tjá sig í trúverð- ugri orðræðu. Allir I leiknum töluðu í staðinn upp úr einni og sömu kokkabók hinna spírit- isku fræða. Rúrik Haraldsson lék Hannes prófessor, Sigriður Hagalin frú Asdísi, Hjalti Rögnvaldsson veslings Pétur. Að auki var Gísli Halldórsson: Arni, einfaldur al- þýðumaður sem fengist hefur við garðyrkju og var til þess settur að halda I hönd með hinni bágstöddu prófessorsfjöl- skyldu hinum megin. Það var helst á leiknum að skilja að honum mundi um síðir takast að koma þeim öllum nokkuð á Höfundur leikritsins 1 ljósa- skiptum, Ævar R. Kvaran leikari. leið til þroska og ljóss f þeirri vor allra bíði handan við gröf pénu, borgaralegu tilveru sem og dauða. f/ÁJÖgÉk'i Listá Lauga- veginn: KLAUSTURHÓLAR BYGGJA STÓRHÝSI „Skáksambandið hefur keypt þriðju hæðina I húsinu og flytur inn nú á næstunni. Sölvi Öskars- son verzlunarmaður hefur keypt aðra hæð fyrir skrifstofuhúsnæði og á neðstu hæðinni verður Ulrich Falkner gullsmiður og opnar hann sennilega í mánuðin- um, Klausturhólar verða einnig á fyrstu hæðinni og I kjallaranum,'1 sagði Guðmundur Axelsson uppboðshaldari í Klausturhólum í samtali við DB. Guðmundur hefur byggt stórhýsið að Laugavegi 71 en byggingaframkvæmdir hófust í nóvember 1976. Byrjað var að innrétta húsnæði Klausturhóla fyrir nokkrum dögum. — Ætlunin er að á efstu hæðinni verði íbúðarhúsnæði og er verið að selja þá hæð þessa dagana," sagði Guðmundur. „Ætlunin er að halda málverka- og bókauppboðin þarna I fram- tíðinni," sagði Guðmundur. Klausturhólár halda átta bóka- uppboð og tvö til þrjú málverka- uppboð árlega. Ekki vissi Guð- mundur hvenær fyrirtæki hans gæti flutt í nýja húsnæðið en síðustu uppboðin I maí í vor hafa verið auglýst á Sögu og í Tjarnar- búð, þannig að það verður ekki fyrr en 1 fyrsta lagi I haust, sem hann getur haldið uppboð á nýja staðnum. Arkitekt nýja hússins við Laugaveg er Hrafnkell Thorlacius. -A.Bj. Vélhjólasendlar óskast nú þegar BLADIB Þverholti 11- Sími27022 Þetta er hús Klausturhóla við Laugaveginn. Þar verður Skáksamhand Islands til húsa í framtióinni. — DB-mynd Sigurjón.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.