Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.01.1978, Qupperneq 22

Dagblaðið - 21.01.1978, Qupperneq 22
22 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1978. 9 GAMLA BIO 8 HÖRKUTÓL am'"47S (The Outfit) Spennandi bandarísk sakamála- mynd með Robert Duvall, Karen Black Endursýnd kl. 9. Bönnuð innan 16 ára. FLOTTINN TIL NORNAFELLS Sýnd kl. 3, 5 og 7. 9 NÝJA BIO 8 Sími 1 J 544 Silfurþotan íslenzkur texti. Bráðskemmtileg og mjög spenn- andi ný bandarisk kvikmynd um allsögulega járnbrauiariestarferð. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.15. 9 HASKOLABIO 8 Sími 22 »40 Svartur sunnudagur (Biack Sunday) Hrikalega spennandi litmynd um hryðjuverkamenn og starfsemi þeirra. Panavision. Leikstjóri: John Frankenheimer. Aðalhlutverk: Robert Shaw, Bruce Dern, Marthe Keller. Islenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5 og 9. Hækkað verð. Þessi mynd hefur hvarvetna hlot- ið mikla aðsókn enda standa áhorfendur á öndinni af eftir- væntingu allan tímann. Síðasta sýningarhelgi. 19 000 salurA- JÁRNKROSSINN Stórmynd gerð af Sam Peckinpal Sýnd kl. 7.45 og 10.30. ALLIR ELSKA BENJI Frábær fjölskyldumynd. Sýnd kl. 3 og 5. salur FLÓÐIÐ MIKLA Bráðskemmtileg litmynd. Sýnd kl. 3.10, 5.05, 7.05, 9 og 11. >salur RADDIRNAR Ahrifarik og dulræn. Sýnd kl. 3.20. 5.10. 7,10, 9,05 og 11. 9 HAFNARBIO 8 SJmi'16444 UNDIR URÐARMÁNA Hörkuspennandi Panavision lit- mynd með Gregory Peck. Bönnuð innan 14 ára. íslenzkur texti. Sýnd kl. 9 og 11.15. SIRKUS með Chaplin. Sýnd kl. 3, 5 og 7. 9 AUSTURBÆJARBÍÓ 8 íslenzkur texti. Sími 11384 A9BA ABBA Stórkostlega vel gerð og fjörug, ný, sænsk músikmynd í litum og Panavision um vinsælustu hljóm- sveit heimsins í dag. Mynd sem jafnt ungir sem gamlir munu hafá mikla ánægju af að sjá. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hækkað verð. 9 STJÖRNUBÍÓ 8 Sími 1893JB Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Hækkað verð. Bönnuð innan 12 ára. FERÐIN TIL JÓLASTJÖRNUNNAR Sýnd kl. 3. 9 TÓNABÍÓ 8 Sínti 31182 Gaukshreiðrið (One flew over the Cuckoos’ nest) Gaukshreiðrið hlaut eftirfarandi Öskarsverðlaun: Bezta mynd áriris 1976. Bezti leikari: Jack Nicholson. Bezta leikkona: Louise Fietcher Bezti leikstjóri: Milos Forman. Bezta kvikmyndahandrit: Lawr- ence Hauben og Bo Goldman. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Hækkað verð. 9 LAUGARÁSBÍO 8 Sír.ii 32075 AÐV0RUN - 2 MÍNÚTUR 91,000 People. 33 Exit Gates. One Sniper... TWCMINUTE RNING Hörkuspennandi og viðburðarík ný mynd um leyniskyttu og fórn- arlömb. Leikstjóri: Larry Peerce. Aðalhlutverk: Charlton Heston, John Cassa- vetes, Martin Balsam og Beau Bridges. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bönnuð börnum innan 16 ára. 9 BÆJARBÍÓ 8 Simi,50184 SKRIDBRAUTIN •2$» A UNIVERSAL PICTUBE TECHNICOLOB® PANAVISION • Mjög spennandi ný bandarlsk mynd um mann er gerir skemmdarverk i skemmtigörðum, Aðalhlutverk: George Segal, Richard Widmark, Timothy Bottoms og Henry Fonda. Islenzkur texti.- Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum innan 12 ára 9 Utvarp Sjónvarp 8 Útvarp í dag kl. 17.30: Framhaldsleikrit fyrir börn og unglinga Landnemar í arínn: Bandaríkjunum í dag kl. 17.30 byrjar flutningur á nýju framhaldsleikriti fyrir börn og unglinga í útvarpi. Nefnist það Antilópusöngvarinn og er eftir norska höfundinn Ingebrikt Davik en byggt á sögu eftir Ruth Underhill. Leikritið er i 6 þáttum. Þýðinguna gerði Sigurður Gunnarsson en íeik- stjóri er Þórhallur Sigurðssop. Með stærstu hlutverkin fara Steindór Hjörleifsson, Kristbjörg Kjeld, Hákon Waage, Jónina H. Jónsdóttir, Stefán Jónsson, Árni Benediktsson og Þóra Guðrún Þórsdóttir. Leikurinn gerist um miðja síðustu öld. Landnemafjölskyldan Hunt er á leiðinni til Kaliforníu, þvert yfir Bandaríkin, til að finna sér nýjan samastað. 1 fyrsta þætti kynnumst við Hunt-hjónunum, börnum þeirra tveimur og frænku. Þau hafa slegið tjöldum í Nevada-eyðimörkinni áður en þau leggja á fjallgarðinn mikla sem skilur þau frá gósenlandinu. Eins og aðrir landnemar óttast þau mjög indíána en þau órar auð- vitað ekki fyrir hvað framtíðin ber í skauti sínu. Ingebrikt Davik er um fimm- tugt og orðinn kunnur höfundur barnabóka. A stríðsárunum dvaldist hann á Islandi ásamt fl. löndum sínum og stundaði m.a. nám í Menntaskólanum á Akur- eyri en fór heim að stríðinu loknu. Frá 1959 hefur hann verið fastur starfsmaður hjá norska út- varpinu og séð þar um dagskrár fyrir börn, einnig í sjónvarpi. Tvær bóka hans hafa verið þýddar á íslenzku: Ævintýri í Mararþaraborg og Mummi og jólin og hafa báðar verið fluttar hér i útvarpinu í leikritsformi. Davik hefur auk þess ort m’ikið af ljóðum fyrir börn og gefið úl hljómplötur þar sem hann spilar bæði og syngur. Höfundur segir sjálfur að Antilópusöngvarinn sé eitt skemmtilegasta viðfangsefni sem hann hafi glímt við. Þó að hug- myndin sé komin úr bók eftir kanadíska konu hafði hann frjálsar hendur um efnismeðferð og bætti ýmsu nýju inn í sem byggt var á eigin reynslu. Leikur- inn gerist fyrir meira en öld í annarlegu umhverfi en boð- Ingebrikt Davik. skapur hansei sígildur og á erindi til okkar enn í dag. Sjónvarp í kvöld kl. 21.10: Dave Allen kominn aftur Stundum rætast óskir manna mun fyrr en þeir þorðu að gera sér vonir um. Svo er um óskir þeirrar, er þessa dálka ritar, um að Dave Allen yrði ekki lengi fjarri skjánum. Hann er strax kominn aftur með sína írsku kímni og hressilegt fas, engu lík- ara en gamall vinur sé kominn í heimsókn. Megi hann dveljast sem lengst. Fyrir nokkru kom hér í blaði þýdd grein um Allen þar sem því var haldið fram að hann væri í sínu innsta eðli strangtrúaður maður. Það finnst okkur sem horfum á þætti hans ákaflega ótrúlegt þar sem hann gerir að fáu meira grín en einmitt þeim trúuðu og er þá nokkurn veginn sama hvaða trúflokki þeir fylgja. En aldrei skyldi maður segja aldrei, hvorki um það mál né ann- áð. Dave tekur fyrir anzi mörg vandamal hins borgaralega sam- félags og hæðist að öllum. Það mun líklega öllum í fersku minni hvernig hann í síðasta þætti gerði grín að því mikla hundafári sem geisar í Englandi og er að kæfa allt og alla. Allir þurfa að viðra hunda sína úti og þeir gera sín stykki þar sem þeir eru staddir, hvort heldur það er á gangstétt- irnar eða gólfin á kránum. Það var víst fréttaritari íslenzka út- varpsins í Lundúnum sem fann það út að ef kránum þar yrði lokað legðist hundahald þar niður að verulegu leyti. Menn hafa það sér til afsökunar á kvöldin að fara út að viðra hundinn sinn þegar þeir raunar ætla á krána. En þetta var nú útúrdúr. Það er Dave Allen sem er aðal- málið og hann birtist á skjánum í litum klukkan 21.10. - DS Sjónvarp íkvöld kl. 21.55: Dagbók stofustúlku Morð í sveitinni Það verður víst ekki á allt kosið í henni veröld og fyrst glæný bíó- mynd var á dagskrá sjónvarps síðasta laugardag er víst ekkert .hægt að segja þó að myndin í kvöld sé komin nokkuð til ára sinna. 1 kvöld fáum við að sjá myndina Dagbók stofustúlku (Diary of a Chambermaid) og er hún bandarísk að gerð, frá árinu 1943. Myndin er byggð á skáld- sögu eftir Octave Mirabeau. Myndin fær þokkalega dóma í kvikmyndahandbók okkar en ekkert meira en það. Henni eru gefnar 2 stjörnur og.hálf til við- bótar og sagt að hún sé þrátt fyrir nokkur athyglisverð atriði nokk- uð óljós og flókin. Sagt er frá Célestine sem er metnaðargjörn stúlka. Hún ræður sig sem stofustúlka hjá aðalsfjöl- skyldu uppi í sveit. Það fólk er nokkuð sérviturt og öðruvísi en það sem Célestine hefur áður kynnzt. I sveitinni gerast alls kyns furðulegir atburðir og að lokum er framið morð. Frá þessu öllu er þó sagt i létt- um dúr og er myndin það sem kallað er á útlenzku comedy- drama eða grátbroslegur leikur. Nýir spyrjendur koma fram í Gestaleik í kvöld í þetta sinn eru það fimm menn af Suðurlandi sem fá að spreyta sig á að þekkja réttu mennina og að þekkja leyni- gest. Fimmmenningarnir eru Þor- steinn S. Árnason, sem selur happdrættismiða og tryggingar, Valdimar Bragason prentari, Eygló Lilja Leikstjóri myndarinnar er Jean Renoir en aðalhlutverk eru í höndum Paulette Goddard og Burgess Meredith. Þýðandi er Ragna Ragnars. Myndin sem hefst klukkan 21.55 er rúmlega klukkustundarlöng. - DS Granz húsmóðir og bankastarfs- maður, Ketill Högnason tann- læknir og Sigurgeir Hilmar Frið- þjófsson kennari og áhugaleikari. Stjórnandi þáttarins er Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri. Stjórnandi upptökunnar, sem er í litum, er Rúnar Gunnarsson. - DS Sjónvarp íkvöld kl. 20.30: Gestaleikur 5 menn af Suðurlandi spyrja

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.