Dagblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 15
15 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1978. r Jimmy Carter Bandaríkjafor- seti ætlaði að grípa til harðra að- gerða til lausnar yfirvofandi orkuskorti. Minna hefur orðið úr aðgerðum en til stóð en ekki er vitað hvernig endanleg lög um orkusparnað verða. Gamansamur teiknari í Bandaríkjunum vildi Til lausnar orku- skorti benda á einfalda lausn í orku- vandanum og sést hugmynd hans á teikningunni hér að ofan. Ein hugmynda Carters forseta var einmitt að leggja sérstakan skatt á bensínfrekar bifreiðir. Ann-Margret ekki hrædd við morðhótanir en fær verk í — Mér líkar ekki að starfa of lengi við sama hlutinn óg yrði fljótlega of leið á vinnunni ef slíkt henti, sagði Ann-Margret. Hún neitaði því algjörlega að eiginmaður hennar, Roger Smith, héldi henni meira að starfi en henni líkar. Sagði Ann að hún réði því algjörlega sjálf hvað hún aðhefðist og þar gæti enginn annar stjórnað. — Ég er sænsk og ákveðin og stjórna mér sjálf. Mér fellur starf mitt vel og við það starfa ég ellefu mánuði á ári en tek mér eins mánaðar frí. Síðast tók ég mér leyfi í júlí og þá fórum við öll til Malibu. það er ég, Roger og þrjú börn hans af fyrra hjónabandi. Þar tókum við lífinu með ró, lékum okkur á ströndinni, fórum að synda og öllum leið vel. Enginn vissi símanúmerið okkar svo friðurinn var algjör. Leikkonan leggur áherzlu á að starf hennar sé fjölbreytt og þegar hún kemur ekki fram á sviði vinnur hún við upptöku á gamanmyndum eða alvarlegs eðlis, ýmist fyrir sjónvarp eða venjulega kvikmynd. Kvikmyndaleikkonan Ann- Margret hefur fengið margar leiðar sendingar frá undarlegu fólki sem hótar henni lífláti. En að eigin sögn ann hún starfi sínu meira en svo að hún láti hótanirnar á sig fá. — Ef þú gerir eitthvað sem er fréttnæmt þá verðurðu fyrir þessu, sagði Ann-Margret í viðtali á dögunum. — Allir ruglukollar í heiminum virðast fá þá hugmynd ein- hvern tíma á ævinni að ef þeim takist að skjóta fræga mann- eskju komist þeir í fréttirnar og m.vnd af þeim í blöðin. Til þessa er óttalegt að hugsa en við þessu er ekkert að gera og ég er löngu hætt að velta vöngum yfir því, sagði Ann-Margret. Henni er ljóst, að þegar hún kemur fram á leiksviði fyrir þúsundir áhorfenda er hún mikil freisting fyrir sjúkt fólk og þess vegna eru lífverðir meðai áhorfenda til dæmis þegar hin þrjátíu og sex ára Ann-Margret kemur fram í næturklúbbum. Mér líður mjög vel um þessar mundir og er sérlega upplögð til vinnu, sagði Ann-Margret. Öðru hvoru verður hún þó vör við eftirköst af slysi sem hún varð fyrir við æfingu á sviði í Las Vegas f.vrir fimm árum. Slasaðist hún þá svo mikið, að óttazt var að hún gæti aldrei leikið framar. Svo illa fór þó ekki og leikferill hennar virðist ætla að verða miklu lengri. Ef loftvogin breytist og regn er i aðsigi finnur Ann-Margret fyrir verkjum i baki og einnig kemur fyrir að brakar í kjálk- anum, þegar hún borðar seigan mat eins og steikur. Hann brotnaði meðal annars i slys- 'inu. Einnig ef hún verður þreytt eða æst þá hættir hægri hendinni til að titra. Ann-Margret hefur tekizt að ná mörgum af þeim takmörk- um, sem hún setti sér fyrrum. Ein ósk er þó óuppfyllt. Hún hefur ekki getað eignazt börn. — Það var mér víst ekki ætlað segir hún. — Eg hugleiddi áður fyrr að taka fósturbarn en féll frá þeirri hugmynd. Hún vill ekki ræða þetta mál frekar. En þrátt fyrir ýmis vonbrigði og erfiðleika í lífinu segist hún vera ánægð og gera sér grein fvrir því að mörgum þvki vænt um hana og séu tilbúnir til að hjálpa henni ef á bjátar. — Og það er fyrir mestu, sagði Ann- Margret að lokum. Allar myndirnar eru úr kvikmynd- inni TOMMY en Ann-Margret lék þar stórt hlutverk.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.