Dagblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1978. Hættulegt að puttast? Einu sinni þegar ég var strákur og leiðin upp í Mosfells- sveit var ennþá löng og ferðir strjálar, var ég eitt sinn sendur um vorkvöld með héraðs- lækninum — sem þá bjó auðvitað í Reykjavík — i bæinn til að ná í meðul. Svo var til ætlast, að er ég hefði fengið meðulin færi ég með Raf- stöðvarstrætó inn að Elliðaám og puttaðist þaðan heim. En það var ekki mikið um bíla. Ég gekk sem leið lá upp Artúnsbrekkuna, sem þá var æði mikið meira á fótinn en nú, upp yfir Krossmýrina, Jörfann og Mómýrina og var kominn langleiðina inn á Sléttamel þegar bíll kom loks á eftir mér í kvöldblfðunni. Þetta var gljásvartur Moskvits með gamla opellaginu síðan fyrir stríð, en þess háttar bílar voru einmitt nýir hér þetta vor. Heldur þótti mér aksturslagið voveiflegt. Bíllinn var ýmist hægra megin eða vinstra megin, þó vinstri regla þætti þá ennþá góð, fór ýmist lötur- hægt eða spretti hressilega úr spori dálítinn spöl. Ég var á báðum áttum með hvort ég ætti að veifa þessum bíl, því mér leist satt að segja ekki nógu vel á akstursmátann. En mér var í mun að koma meðulunum heim sem fyrst og lék auk þess forvitni á að prófa að sitja i svona bíl, enda lengst af hart leikinn af bíladellu. Svo ég lét arka að auðnu og rak út höndina. Bíllinn nam staðar með því ið öll fjögur hjólin voru af ikyndingu sett í kyrrstöðu svo svarbrúnar rákir mynduðust í ofaníburðinn. Við stýrið sat ung stúlka, og við hlið hennar sat naggur með flírulegt glott. Hann lagðist hálfur yfir stúlkuna, rak hausinn út um gluggann hennar megin og spurði hvert ég væri að fara. Ég svaraði því sem satt var. „Hoppaðu inn,“ sagði maðurinn, hvað ég gerði. Stúlkan lagði nú af stað aftur og ók skaplega. Framundan var Lækjarhvarfið með gömlu blindbeygjunni sinni undan Lækjarhólnum, siðan tók við blindbeygjan við Holtsendann, því næst tiltölulega greitt um sinn. Maðurinn notaði þennan hluta fararinnar til að gæla við eina stútmjóa og kvenkindina á víxl — saup á annarri en strauk hina. Stúlkan reyndi að bera af sér lögin með annarri hendi en stýra með hinni, og varð mér nú miklu skiljanlegra hvers vegna hún þræddi báðar vegarbrúnir jafnt. Ég gat ekki betur séð af fasi hennar og látbragði að henni þætti bíllinn miklu meira spennandi en kavalérinn, sem virtist vera eigandi hans eða altént umráðamaður, og ekki láði ég henni það. Þegar kom upp undir Lamb- hagafell var gaurnum farið að skiljast að stúlkunni var ekki fagnaður af strokum hans og káfi. Þá sneri hann sér að því að gera úttekt á aksturslagi hennar. Honum þótti hún fara alltof hægt, slengdi krumlunni á hné hennar bensingjafar- megin og þrýsti fast. Bíllinn jók ferðina jafnt og þétt, og stúlkan fór að hljóða. Þegar nálin á hraðamælinum var komin upp í áttatíu voru hljóðin orðin allveruleg. Svo hélst með hljóð og hraðaipæli þar til heidur hallaði af á Sauðholts- mýrinni, að hraðamælisnálin fór yfir níutíu. Þá hrein daman svo voðalega að mér varð hreint ekki um sel og gaf sér varla andrúm á milli. Samt fór bíllinn tiltölulega beint þénnan spöl. Drjólinn hló hins vegar af- skaplega og sleppti ekki takinu fyrr en á móts við Lágafellslæk, enda var þá komið fast að því að ég fylgdi ekki lengra. Ég skjögraði út úr bílnum og þakk- aði fyrir mig. Eftir stundarhik á afleggjaranum var bílnum snúið við og ég sá hann halda til baka. Væri nú þessi saga öll ef gestir hefðu ekki komið skömmu síðar og sagt frá bíl sem þeir sáu á hvolfi ofan I skurði við veginn niðri á Jörfa. Þeir lýstu bílnum og fólkinu úr honum svo að ég þekkti þar velgerðafólk mitt frá þvl fyrr um kvöldið. Þetta er í það eina skipti sem ég veit til að ég hafi verið nokkuð hætt kominn á putta- ferðalögum mínum um dagana, og hef þó notað mér þann ferða- máta drjúgum. Hins vegar hafa þeir putta- lingar, sem ég hef tekið upp, verið æði misjafnir. En atvik frá þessari viku er þó með þeim minnisstæðari, sem mig hafa hent: Ég var á leið I bæinn I norðangarra og nokkru frosti. Þegar ég kom niður undir Sléttamel, var konukind að staulast þar í snjóruðningum I kantinum, snyrtilega klædd en kuldaleg nokkuð og hafði I frammi látæði þess sem vonast eftir miskunnsömum samverja á bíl. Ég var einn og hafði því enga ástæðu til að sýna ekki tillitssemi heldur nam staðar. Konan kortt áö binmhi a% sagði: „Ég var að bíða eftir rút- unni.“ Ég hélt í fáfræði minni að þetta væri ekki rútutími en sagði þó ekkert. Eftir stundar- þögn hélt konan áfram: „En hún er kannski farin.“ „Nú veit ég ekki,“ svaraði ég. „Ég ætlaði sko alla leið niður í bæ,“ sagði hún. „Ég fer bara niður í Síðu- múla,“ sagði ég. Háaloftið „Það er ágætt,“ sagði hún og hlammaði sér inn. „Þá get ég náð í strætó.“ Hún lokaði dyrunum og starði beint fram fyrir sig, þegar ég tók af stað. Þegar billinn var kominn á hæfilega ferð, sagði hún: „Annars getur verið hættulegt að fara svona upp í bíl hjá hverjum sem er!“ Ég skal fúslega játa, að það kom svolítið á mig. Eg vissi ekki hvort ég átti að margfalda meinleysissvipinn eða gera mig sem voðalegastan. Þar af leið- andi breyttist ég víst ekkert, og svei mér þá, sem það færðist ekki skuggi yfir svip konunnar, þegar ég ók sem leið lá niður á Grensásveg og skildi hana eftir í strætisvagnaskýlinu þar. Til að kóróna allt saman var ég svo lítilfjörlegur að hlaupa á eftir henni með veskið hennar, sem hún skildi eftir í sætinu þegar hún fór út úr bílnum. Hún varð mjög fá við, þegar ég fékk henni það. Ég hef ekki séð þessa konu í annan tíma. En síðan þetta gerðist hef ég ekki losnað við þá tilfinningu að ég hafi valdið henni óskaplegum vonbrigðum. Varð hann úti í f rosti og snjó Vísur og vísnaspjall Jön Gunnar Jónsson Einn af sérstæðum fræðimönnum úr alþýðustétt, sem uppi voru á öldinni sem leið, var Daði Níelsson, sem hlaut viður- nefnið fróði. Hann var fæddur 1809 og látinn 1856. Hann átti ættir sínar að rekja til Breiðafjarðar, missti ungur föður sinn og lenti á hrakningi. Hugur hans var allur bundinn við bækur, fræði- mennsku og skáldskap. Hann þótti ekki mikil athafnamaður á veraldarvísu, en varð þó að vinna fyrir sér með ýmsum hætti. Hann varð úti í bóksöluferð tæp- lega fimmtugur. Ráðvandur bæði og réttorður var, rýrleg heimsgæði þó sjálfur upp skar. Trú, þoiinmæði og tryggt sinnisfar í tötrugum klæðum hann innst bar. Úti helfrosinn hann enti sitt fjör, í neyðarvosi og fátæks manns spjör. Sál, hærra kosin, í friðlanda för frelsaðist, losuð við þung kjör. Úr eftirmælum Bólu-Hjálmars um Daða fróða. Daði var í vinnumennsku i Strandasýslu, Húnavatnssýslum, Skaga- firði og allt norður til Akureyrar, stundum hjá eldri bræðrum sínum, einn þeirra var séra Sveinn Níelsson, sem nafnkunnur var á sinni tið og síðar. Ekki giftist Daði eða átti börn, en systir Natans Ketilssonar taldi sig hafa verið heitbundna honum. Eftir hann liggur mikið handritasafn, prestasögur og ann- arra embættismanna, æviminningar og ættfræðirit, ennfremur rímnaflokkar. Hans er getið í Rithöfundatali, er Jón Borgfirðingur gaf út 1884, og Finnur Sigmundsson helgar honum eitt hefti í ritsafninu Menn og minjar 1946. Mikið af handritum Daða er varðveitt f Lands- bókasafni. Þó Daði yrði ekki gamall maður orti hann svo, og hefur áreiðanlega sagt hug sinn allan: Dagar fjölga, dofnar fjer, daprast sál af kvíða, minnkar dugur, minnið þver, mörg vill neyð á stríða. Eru kraftar innra manns eyddir mest og farnir, fölnar gleði fagur glans, fækka lífdagarnir. En Daði er mikill trúmaður. Mig þó hrelli mótgangsstríð, mæða þung og ami, lof sé fyrir liðna tíð Ijúfum engla grami. Vegna yngri lesenda er rétt að taka fram að fjer er fjör og í síðustu Ijóðlfnu er verið að tala um englakóng, himna- föðurinn. Sorgleg reynsla sú mig slær og sinnu kvelur mína, umflúið að enginn fær armæðuna sína. Löngun hjá mér fulla finn fjandskan heim að kveðja, min er ævi margbrotin mótlætingakeðja. Mæðu og þrautir mjög i heim margar þó ég finni, einatt greiðir guð úr þeim gæsku vel með sinni. Þessar vfsur eru teknar úr lengri kvæðum, en sumar eru stakar, ein er svóna: Ævin vesöl áfram dregst oft með böli hörðu. Öþreyttur ég ekki leggst andaður í jörðu. Hann tekur lffskjörum sfnum möglunarlaust, allt er f Drottins hendi, og allt fyrir löngu áformað. Rönd ég ekki reisi við raunaþjökun minni, nema guð mér ljúfur lið leggi af miskun sinni. Ef mig færir nevðin ný nærri hels að svifi, taumana drottiun tekur i til þess að ég lifl. Og það fór nú einsog það fór. En trúaðir kunna svör við öllu. Huggun slika á hæstu vog hafið get ég eigi. Nákvæm, fersk er náð hans og ný á hverjum degi. Ég gat f upphafi þessa þáttar nokk- urra verka Daða hins fróða, en sú tjpp- talning gefur litla hugmynd um eljuverk þessa sérstæða og fátæka manns, sem oftast átti aðeins fáar tómstundir vinnu- manns til sinna eigin þarfa og sem varð að snapa bækur og handrit að láni sitt úr hvorri áttinni. Hann naut engrar skóla- menntunar. Hann þýddi samt bækur af erlendum málum og aflaði sér fræði- gagna utan landssteina, og lærðir menn sóttu til hans fróðleik. Um Daða látinn orti Bólu-Hjálmar erfiljóð, sem vitnar um aðdáun og virðingu, þó ekki geti það talist til betri kvæða Hjálmars. Annað skáld, Grfmur Thomsen, birti f Fjallkonunni, rúmum 30 árum eftir fráfall Daða eftirfarandi vísur: Sá, þótt væri hann sjálfmenntaður, sögu var hann dyggur þegn, sannkallaður sagnamaður, sannleikanum trúr og gegn. Eigi fyrir hefð né hrósi hann að sínu starfi vann. Hann að sannleiks leitaði ljósi, leitaði vel og margt hann fann. Hinu liðna heitt hann unni, hugall, að ei gleymdist það. Maklegan í minningunni mörgum bjó hann samastað. En —á lífsins útigangi enginn hæli Daða bjó, — loksins einn á viða vangi varð hann úti i frosti og snjó. Nein ei framar neyð hann pinir, norðanbylur lukti hvarm, og fannar sveiptur silfurlíni sofnaði hann við móður barm. J.G.J. — S. 41046

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.