Dagblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. JANUAR 1978. JackieBisset: ff Ekki lengur hrædd við karlmenn ff „Ég er ekki lengur hrædd við karlmenn," sagði Jacqueline Bisset í nýlegu blaðaviðtali. Hún mælti þessi orð þar sem hún.var að vinna við leik í myndinni „Einhver er að drepa hina miklu kokka Evrópu“ (Someoneis :Killing the Great Chefs of Europe) þar sem George Segal er mót- leikari hennar. Bisset leikur matreiðslu- mann sem er sérfræðingur i ábætisréttum. Hún flækist inn í ráðagerð um að koma öllum helztu kokkum Evrópu fyrir kattarnef. Segal leikur fyrrverandi mann hennar, sem er nákvæmlega sama um alla eftirrétti, jafnvel logandi pönnukökur. „Jackie verður að halda myndinni algerlega uppi,“ segir framleiðandi hennar, William Aldrich. Kokkamyndin er þriðja stóra myndin í röð sem Jackie leikur í. Fyrst kom Djúpið, sem nú er sýnd hér 1 Reykja- vík, þá Gríski harðstjórinn sem er að sögn fróðra manna sem næst ævisaga annarrar Jacquelinar. Myndin um morðin á kokkunum var meðal annars tekið í hinum margrómuðu frönsku eldhúsum í París. Byrjað var löngu fyrir dögun til þess að trufla ekki hina venjulegu starfsemi. Eftir að hafa verið heila nótt við vinnu í neðanjarðareldhúsi, sem nefnt er Lido, veitti Jackie blaðamönnum viðtal. Bisset og Nick Nolte í róman- tík í Djúpinu. K Jackie með sambýlismanni sinurn, Victor Drai. „Hið ánægjulega við frama er að þú færð að ráða ein- hverju. Ef ég geri tillögur um senuna núna hlustar fóík. Þannig á það að vera með samstarf. Fyrr á ferli mínum vann ég með leikstjórum sem kærðu sig ekkert um ráð, allra sízt frá konum. Ég verð að viðurkenna að karlmenn vöktu ugg með mér. Ég tel það stafa af uppvexti mínum i Énglandi. Faðir minn var tákn valdsins og litl- ar stúlkur áttu bara að vera sætar og láta vera að spyrja spurninga. Ég er ekki að ásaka föður minn með þessu því ég dái hann mjög. Það var bara svona í Englandi í þá ' daga.“ i Hún segist hafa verið svo hrædd við karlmenn að hún þorði aldrei að mótmæla - „ .... •..................................... . ....

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.