Dagblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1978. _ Er gatnamálastjóri ábyrgur? — saltið eingöngu tilað ekkiþurfi að útbúa strætisvagnana tilaksturs ísnjóogófærð Já, ég spyr? Ber gatnamála- stjóri ábyrgðina á þeim skelfi- lega fjölda slysa sem orðið hefur í umferðinni á þessu ári? Samborgarar góðir. Eigum við að líða að sparnaðarsjónar- mið verði þess valdandi að allir vegfarendur séu í stórhættu? A ég þar við þann saltburð á göt- ur borgarinnar sem farið hefur fram á þessum vetri, eingöngu til þess ð SVR þurfi ekki að búa vagnana til aksturs í snjó og hálku. Samanber grein í Dagblaðinu um tjöru, sem sezt á hjólbarða og gerir þá líkari skautum en hjólbörðum, vil ég segja það eitt að ef sannast að þetta sé rétt eru borgaryfirvöld ábyrg fyrir þeim mikla fjölda um- ferðarslysa sem orðið hefur í borginni á þessum vetri og fyrri vetrum. Virðingarfyllst, Vilhjálmur Guðbjörnsson Hamraborg 6 Kópavogi. „Grænfóðrað lambakjöt” Það er engu líkara en verið sé að klípa kött í rófuna ef einhver vogar sér að skrifa eitt- hvað um hina margnefndu bændastétt. Sérstaklega grimmur er blaðafulltrúi bændasamtakanna og finnst mér stundum skrif hans varla í þágu þeirra samtaka, svo mörgu er brenglað í skrifum hans og sumt rangtúlkað. Ég held að blaðafulltrúinn þurfi ekki að segja okkur að „íslenzkir bændur framleiði ódýran og góðan mat“. Það vita allir, að dilkakjötið okkar er afbragðs matur ef rétt er rækt- að, en einhvern veginn er ég ekki alveg dús við það að bænd- urnir framleiði ódýran mat. íslenzkir bændur þurfa sjálf- sagt á öllu sínu að halda og gott betur. Það þurfa allir, ekki bara bændur. Aðferðirnar við það að láta „endana“ ná saman eru mér ekki að skapi en fjöldi manns á nú í mesta basli að láta endana msétast, en hafa bara ekki þá möguleika sem bændur hafa til þess að rétta sinn hlut. Konan mín keypti í matinn (sunnudagsmatinn) eitt dilka- læri sem við fyrstu sýn virtist mjög vænt, feitt og fallegt. Ég er nú einn af þeim sem verða að gæta nokkurs hófs í mataræði hvað fituna snertir, og því var mikið af fitunni á lær- inu skorið frá og fleygt því sápugerð stundum við því miður ekki. Ég skal taka það fram hér að ég vil gjarna kaupa vænt læri heldur en lítið því þessi margnefnda fita gerir kjötið langtum mýkra. Allveruleg breyting á þessu kjötlæri hafði átt sér stað á meðan það var í ofninum og kom nú í ljós að þetta læri hafði verið af mjög rýru lambi, þrátt ; * ;* V» e,'-ín: * . ‘ .. ■ .........» ■ -: Siggi flug er ekki viss um að rétt sé að beita sauðfé á gra-nfóðurakra rétt fvrir slátrun telur að með því salnist óeðlilega mikil fita á hið annars ágæta lambakjöt. Raddir lesenda fyrir alla fituna. Éyrir u.þ.b. 2 árum birtist í einu dagblaðanna skýrsla um "kroppþunga dilka og var að finna í skýrslunni að yfirleitt höfðu dilkar til jafnaðar verið um 450 grömmum þyngri þetta ár en árin á undan. Nú vaknar spurning: á hvern hátt fékkst þessi aukni þungi? Undanfarin ár hefur verið slátrað um 800-900 þúsund fjár og getur nú hver sem er reiknað út hve mikið af fitu hefur verið framleitt með t.d. grænfóðurgjöf, en það tíðkast nú.orðiðað bændur beiti fé sínu á grænfóður er það kemur af fjalli til þess að fá aukinn kroppþunga og til þess að láta endana ná saman. Mérdatt þetta (svona) i hug. Siggi flug 7877-8083 Látnum á að sýna til hlýðilega virðingu Kona á Njálsgötunni hringdi: „Éyrir nokkru gerðist sá at- burður hér í nágrenni að dauðs- fall bar að höndum í einu hús- inu. Trúlega hefur það borið að með óvenjulegum hætti, alla- vega komu lögreglubílar þeys- andi á miklum hraða með blikk- andi ljós og hljóðmerki. Lögreglumenn fóru inn í húsið og komu þaðan síðar út með líkið í gráum plastpoka. Nú hafði þessi mikla fyrirferð á lögreglunni dregið að sér tals- verðan skara af áhorfendum, m.a. börnum, og þótti viðstödd- um heldur nöturlegt að sjá hvernig Iíkið var flutt í pokan- um. Éinnst rhér að framkvæma mætti flutning á látnum á virðulegri hátt en hér var gert og mun vera gert í mörgum tilfellum." MANSTU EFTIR N0KKRUM ÚTVARPSÞÆTTIEÐA ÚT- VARPSEFNI SEM FLUTT HEFUR VERIÐ NÝLEGA 0G ÞÉR HEFUR ÞÓTT G0TT? Stella Magnúsdóttir húsmóðir: Nei, ég ntan nú vkki eftir neinum sérstökum en hlusta aftur á móti töluvert á útvarp. Helga Isaksdóttir húsmóðir: Já. þátturinn sem Andrea Þórðar- dóttir og Gisli Helgason voru með síðastliðið sumar Hann var mjög góður. Hulda Þorsteinsdöttir verzlunar- stjóri: Ég hlusta nijög lítið á út- varp og get þvi ekki svarað þessu með góðu mót i Elias Baldursson sjómaður: Ég inan nú ekki eftir því — og þó, ég hlustaði á leikritið Júnó og pá- fuglinn og likaði vel. aigrún Jónsdóttir, starfar hjá Hagkaupi: Ég vinn úti og fylgist því litið með útvarpinu. En þegar ég geri það finnst mér það ágætt. Ég sakna þáttanna hans Ævars Kvaran og tel að fleiri slíkir þaútir mættu vera. Stella Guðmundsdóttir, starfar hja Hagkaupi: Ég hlusta svo lítið á útvarp vegna vinnunnar en leik- ritin eru ágæt og mættu vera miklu fleiri. Einnig er þátturinn daglegt mál, sem kemur eftir kvöldfréttirnar, frábær og Gísli Jónsson, sem sér um hann nú, aldeilis bráðgóður. Svo hlusta ég alltaf á ferðaþætti þegar þeir eru á dagskrá.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.