Dagblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. JANUAR 1978. 5 Áhugi á áfengismálum sjaldan verið meiri en nú: FREEPORT-REGLAN GOJHR Á „HÓTEL HAPPINESS” í REYKJADAL í MOSFELLSSVEIT „Reksturinn á afvötnunarstöð Samtaka áhugafólks um áfengis- vandamálið hefur gengið alveg frábærlega vel. Stöðin, sem er til húsa í Reykjadal i Mosfellssveit, var opnuð 7. desember," sagði Hilmar Helgason formaður SAA í sanitali við DB. „Alls hafa sjötíu manns verið bókaðir inn. Miðað er við að hver sé eina viku í Reykjadal, sem gárungarnir kalla Hótel Happiness. Mikil áherzla er lögð á að láta renna af mönnum og einnig hjálpum við þeim til þess að staðsetja sjúkdóm sinn. Frá okkur fara menn annaðhvort á Vífilsstaði eða Freeport. Með þessari nýtingu verður full nýting allt árið og þá fara 900 marins á ári í gegnum okkar pró- gram. Alltaf eru mun fleiri sem vilja komast að-en fá inni,“ sagði Hilmar. — Hvað þarf að gera til þess að komast inn? „Til þess að sjúklingurinn fái ekki tíma til þess að skipta um skoðun þarf ekki læknisvottorð til þess að komast inn. Algengt er að menn samþykki kannski að kvöldi að fara inn en síðan hafa þeir skipt um skoðun næsta morgun. Það þarf ekki annað en að hringja til okkar. Helzt viljum við að einhver náinn kunningi eða ætt- ingi fylgi viðkomandi til okkar. Langbezt er að fá einhvern AA- mann til þess að vera hjá þeim innlagða í tvo til þrjá tima á meðan hann er að róast. Við störfum eftir sömu reglu og Free- SMJÖR EÐA SMÉR Ohm 3 pf Hvort sem menn eru að kaupa smér eða smjör, þá er um einn og sama hlutinn að ræða, og raunar jafnréttilega að orði komizt að sögn málfræðinganna. Utsalan á þessari ágætu landbúnaðarafurð undanfarna daga hefur greinilega mælzt vel fyrir. Fólk hefur keypt smjör i stórum stil og ætlar greinilega að eiga nóg fyrir sig og sína næstu mánuðina á miklu betra verði en búast má við að taki gildi að lokinni þessari óvenjulegu útsölu. Myndin er úr einni af kjörbúðum borgarinnar. Og þar er það smjörið sem selst. Fjórir bátar á rækju í Húnaflóa „Rækjuveiðin hefur gengið alveg framúrskarandi vel,“ sagði Karl Sigurgeirssön frétta- ritari DB á Hvammstanga. Fjórir bátar eru gerðir út á rækju frá Hvammstanga. Fara um 200-230 stykki af rækju í kg. Bátarnir róa yfirleitt fjórum sinnum í viku og vikuveiðiskammtur á bát er um 7 tonn. Vinnslugeta rækjuvinnslunnar í landi er um 30 tonn á viku. „Með sama áframhaldi og svipuðum gæftum virðist vera að við klárum veiðiskammtinn okkar um mánaðamótin febrúar-marz. AIls vinna þrjátíu manns hjá rækjuvinnslunni og tiu sjómenn eru á bátunum og verður þetta fólk atvinnulaust þegar búið verður að veiða rækjuna,“ sagði Karl. Meðálnýting í rækju- vinnslunni er 22-23%. Er nýtingin dálítið misjöfn eftir því hvort rækjan er full af hrognum eða ekki. Rækjuhrognin eru ekki nýtt en þau geta verið allt að 15% af rækjunni sjálfri. Sagðist Karl vera viss um að nýta mætti þessi hrogn og gera .þau að herramannsmat. Rækjan frá Hvammstanga er fiutt til Svíþjóðar, Englands og Þýzkalands. -A.Bj./KS. port, það er öllum í sjálfsvald sett hvort þeir labba út eða eru kyrrir. Það eru engar dvr læstar hjá okkur og hingað til hefur enginn farið. — Hvað hafa margir Islend- ingar farið á Freeport? „Tvö hundruð og fjörutíu ts- lendingar hafa verið á Freeport og aldrei verið meiri aðsókn þangað en núna. Við búumst við að þeir verði yfir 200 þetta árið. Nú þegar eru farnir tuttugu frá áramötum. En við megum ekki senda of marga í einu og höfum ekki ótakmarkað pláss. Við höfum svona fjögur til fimm pláss á viku,“ sagði Hilmar. — Hver greiðir Freeportdvöl- ina? „Sjúkrasamlagið greiðir kostn- aðinn, en hann er töluvert minni en dvalarkostnaður á Kleppsspít- ala og Vífilsstöðum. Þetta er ein- hver bezta fjárfesting sem hægt er að hugsa sér. En sjúklingurinn sjálfur verður að borga 180 þús- und, sem er fargjald fyrir hann sjálfan og vasapeningar," sagði Hilmar. — En ef sjúklingurinn á ekki fyrir fargjaldinu? Verður hann þá að hætta við að fara? „Það er sennilega 'erfitt að finna nokkurn mann sem svo er ástatt fyrir að enginn hafi trú á honum og vilji hlaupa undir bagga með honum. Þó hefur komið fyrir að fólk hefur átt í erfiðleikum en það er þá vegna þess að svo mikið hefur legið á að komast út. En því hefur alltaf verið bjargað á síðustu stundu. Nú erum við að vinna að því að koma upp sjóði til þess að mæta svona útgjöldum." — Hvernig gengur fjáröflun- in? „Okkur hefur nú nýlega borizt ,100 þúsund króna framlag frá Landssambandi sjálfstæðis- kvenna sem við erum ákaflcga þakklátir fyrir. Er það ekki sízt hinn móralski stuðningur sem okkur er sýndur með slíkum framlögum. Að minnsta kosti tuttugu eða þrjátíu fyrirtæki hafa gefið okkur þá upphæð og sum hærri. Endanleg tala félags- manna í samtökunum liggur ekki fyrir því enn er verið að vinna úr gögnum utan af landi. Við send- um öllum félagsmönnum óút- fyllta glróseðla og meðalframlag, sem okkur hefur borizt, er 2700 krónur," sagði Hilmar Helgason formaður SAA. - A.Bj. ■B ■ fei > ’ þettaaeriéa fyrirþig Aðstoða við að orða auglýsingu þína, ef þú óskar. Svara í síma fyrir þig. Veiti fyrirspyrjendum upplýsingar um það sem þú auglýsir og tek við tilboðum sem berast. Njóttu góðrar þjónustu ókeypis. Opið til kl. 10 í kvöid. H® Dagblaöiö, smáauglýsingaþjónusta. Afgreiösla Þverholti 11, sími 27022

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.