Dagblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. JANUAR 1978, 7 r \i Launahækkanirnar 1977: Alþingismenn fengu mesta hækkun að eigin ákvörðun Þingmenn hækkuðu ílaunum um 78,3%, BHM-menn um allt að 76%, BSRB-menn um allt að 76,45% ogbankamenn um tæp 67% “naun. —„,976-<,0^,977. " ^ ■ BHM BSRB Laun alþingismanna hafa hækkað mest allra launa á tíma- bilinu frá því í desember 1976 þar til í desember 1977. Á þessu tímabili hækkuðu þingmenn laun sín um 78,30%. Næst- mesta launahækkun hafa bankastjórar fengið en á sama tímabili nemur launahækkun þeirra 77.10%. Laun hæsta- réttardómara hafa á sama tíma- bili „aðeins“ hækkað um 72.40%. Frá þessu segir i fréttatil- kynningu sem Bandalag há- skólamanna sendi frá sér í gær. Er tilk.vnningin send út vegna blaðafrétta um 78.3% hækkun á launum alþingismanna og þeirrar fullyrðingar að þau séu miðuð við þr.iðja hæsta launa- flokk BHM. Segir í tilkynning- unni að ætla hefði mátt að laun ríkisstarfsmanna innan BHM hefðu hækkað jafnmikið á sl. ári. Því gr mótmælt og sagt að • hækkun launa ríkisstarfs- manna innan BHM sé frá 73,77% ul 75.99%. BHM birtirí fréttatilkynningunni saman- burð á launum BHM-fólks, BSRB-fólks og bankamanna. Er hann sem hér segir: Lfl. 105 75,99% Lfl. 6 Lfl. 109 73.87% Lfl. 10 Lfl. 115 73,73% Lfl. 13 Sagt er að skýring á tneiri hækkun til þingmanna en al- mennt gerist innan BHM séu ákvæði samninga um að þeir sem eigi 15 ára starfsaldur að baki skuli hækka um einn launaflokk. Samkvæmt þessu ákvæði hefur rúmlega þriðj- ungur opinberra starfsmanna fengið tilfærslu milli flokka og launaflokkum var végna þessa ákvæðis fjölgað um einn. Allir 72,09% Lfl. 6 66,87% 73,38% Lfl. 9 66,59% 76,45% Lfl. 12 66,52% Itingmenn þjóðarinnar fengu launaflokkshækkunina þar sem þeir miða laun sín við þriðja hæsta flokk. í fréttatilkynningu BHM er því mótmælt að opinberir starfsmenn njóti svipaðra eða meiri hlunntnda en þingmenn hvað varðar dagpeninga, húsa- leigustyrk, bílastyrk o'.fl. Segir að fullvrðingar þar um séu svo fráleitar að ekki taki að svara og ekki sé við hæfi að alþingis- menn fari með slíkt fleipur. Rætt er um ástæður hinna miklu launahækkana á sl. ári og sagt að á árunum 1974-6 hafi kaupmáttur launa rýrnað mjög en tekizt hafi að koma horum i svipað horf á sl. ári og htinn var 1973. Ríkisstarfsmenn urðu, að því er segir i tilkynn- ingunni, að þola meiri kaup- máttarrýrnun en aðrir og kaup- máttur launa þeirra nú er um 95% af því sem hann var í árslok 1973 enda þótt þjóðar- tekjur á mann séu talsvert hærri 1977 og 1978 en á hinu svokallaða ,,metári“ 1973. - ASt. ✓ Kjarvalsmyndir í eigu borgarinnar á sínum stað í Kjarvalssal „Myndirnar á sýningunni eru allar í eigu Reykjavikurborgar og fáeinar hafa ekki verið sýndar áður,“ sagði Alfreð Guðmundsson forstöðumaður Kjarvalsstaða i samtali við DB. Tilefnið var að á morgun verður opnuð sýning í Kjarvalssal á Kjarvalsstöðum á fimmtíu og níu málverkum eftir listamanninn. Eru það bæði olíu- málverk, rauðkritarmyndir, blekteikningar, vatnslitir og vax- litir. Þá er einnig á sýningunni lítíll en ákaflega snotur steinn sem meistarinn málaði á mynd af engli. Ekki er vitað hve gömul þessi mynd er. Á sýningunni eru líka sýnis- horn af þeim listaverkabókum um Kjarval sem út hafa komið. Eru þær fjórar og kom sú fyrsta út 1938. Sýningin er opin kl. 14-22 um helgar, 16-22 þriðjudaga til föstud. en lokað er á mánudögum. Bæði sýningarskrá og aðgangur er ókeypis. -A.Bj. Fyrir utan málverkin í sýningunni er steinn sem Kjarval málaði engil á. en steinninn er-gjöf frá Karitas Bjargmundsdöttur. DB-mvnd Ragnar Th. Sig. Gerður Steinþórsdóttir kennari: Borgarstjórnarfulltrúar mega ekki einskorða sig við einstök verkefni „Eg vil auka hlutdeild kvenna í nefndum innan Framsóknar- flokksins og leitast við samstarf við þá menn sem þar starfa fyrir,“ sagði Gerður Steinþórsdóttir kennari í viðtali við Dagblaðið. Hún er einn frambjóðenda til prófkjörs innan Framsóknar- flokksins vegna borgarstjórnar- kosninganna í vor. Prófkjörið fer fram núna um helgina eins og greint er frá annars staðar í blaðinu. „Það er einnig nauðsynlegt að borgarfulltrúar flokksins einangri sig ekki við einstaka málaflokka helóur verða þeir að re.vna að fylgjast með á sem flest- um sviðum." Gerður sagði að henni væru hugleikin málefni eins og uppbygging dagvistunarheimila, að enn betur væri hlúð að öldruðu fólki og að eins væri nauðsynlegt að skapa jafnvægi milli aldurs- hópa í hverfum borgarinnar. „Það er hins vegar ijóst að at- vinnumál borgarbúa verða eitt aðalvandamál þeirra sem sitja í borgarstjórn næstu ár," sagði Gerður ennfremur. Fiskverðið: Hætt við fund yfirnefndar Til stóð að yfirnefnd reyndi enn einu sinni í gær að halda fund til að ákvarða fiskverð en hætt var við fundinn. Aðilar eru sammála um að boltinn sé hjá ríkisstjórninni og er beðið einhvers konar ákvarðana hennar til að gera kleift að komast að niðurstöðu. Yfirnefnd' ætlar að halda fund í dag. -HH. Verðlaunaljóð á tónleikum Atli Heimir Sveinsson hefur gert lög við sex ljóð eftir Ölaf Jóhann Sigurðsson úr Norður- landaverðlaunabók hans, Að lauf- ferjum og brunnum, er hann nefnir Litlar ferjur. Verk þetta verður flutt á tónleikum Tón- listarfélagsins í kvöld kl. 19.00 í Austurbæjarbíói. Söngflokkurinn Hljómeyki flytur ljóðin en undirleik annast Guðný Guðmundsdóttir, fiðla, Monika Abendroth, harpa, Jónas Ingimundarson, píanó, Reynir Sigurðsson, víbrafónn og slag- verk, og Atli Heimir Sveinsson sem leikur á selesta og stjórnar hljómleikunum. t Hljóme.vki eru Aslaúg Ölafs- dóttir, Elin Sigurvinsdóttir, Guð- finna Dóra Ólafsdóttir, Kristin Ólafsdóttir, Ruth Magnússon, Sigurður Bragason, Guðmundur Guðbrandsson, Halldór Vilhelms- son og Rúnar Eiriksvnn Þetta eru sjöundu tónleikarnir fyrir styi ktarlélaga si •■rt: múi; inn 1977-78. - A.B j. CAT. 966C hjólaskófla árgerð 1975 1500 vinnustundir. Ný dekk. Ný 3,5 rúmm skófla. Vél í sérflokki. Hagstætt verð ef sainið er strax. Vagnhöfða 3, Reykjavík, sími 85265. Vörubifreiða- og þungavinnuvélasala. -HP.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.