Dagblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 2
DACBLAÐIÐ. MIDVIKl'DAÍH'H 1 FKBRl'AR 1978.
2
„Fjallabaksleiðin” úr Kópavogi í Garðabæ:
Keðjan á miðjum vegi
hin mesta slysagildra
Svava Bernhtift skrifar:
„Undarles er sú framkvæmd,
seni við áhufiafólk um hesta-
mennsku þurfum aó húa við í
námunda við hesthúsin okkar í
Kópavogi, Þarna hefur verið
lagður vegur, „f.iallabaksleið".
frá Kópavogi í Garðahæ
(austast i kaupstoðunum).
Skammt frá hesthúsunum
hefur verið komið upp miklu
mannvirki á veginum, — stál-
stólpum með gevsimikilli keðju
sem á er letrað LOKAÐ.
Þennan veg á greinilega ekki
að nota, einhverra hluta vegna,
og er hann þó væntanlega
greiddur af almannafé.
Eg var þarna á ferð ríðandi í
m.vrkrinu s.l. fimmtudagskvöld.
Lenti hesturinn þá á keð.junni
og duttum við bæði, en vorum
þó óslösuö eftir, sem var mesta
mildi. Hringdi ég morguninn
eftir i fulltrúa vegagerðarinnar
og spurði hverju þetta sætti.
Kvaö hann veg þennan gerðan
fyrir Almannavarnir og væri
ekki fyrir almenna umferð. Hjá
Almannavöt nuin gat ég þó ekki
fengið staðfest að vegurinn
væri að neinu leyti til orðinn
fyrir ósk þeirra.
En hvað um það. Þarna er
vegur. sem er ólýstur. og á
honum miðjum er þessi mikla
hindrun, sem öðru hvoru er
eyðilögð af einh.verjum. Þannig
var engin keðja í byrjun vik-
unnar. en á fimmtudagskvöld
var hún komin aftur. svo ég
varaðist hana ekki. Sem slík
getur keðjan orðið hin mesta
slysagildra.
Þætti mér vænt um ef Dag-
blaðið gæti frætt lesendur sína
nánar um veg þennan og þá
einnig hvort eitthvað sé óeðli-
legt við að skattborgarar fái að
nota þennan slóða sem lagður
er fyrir fé þeirra. — og það
hindrunarlaust."
EINGONGU VARUÐAR-
VEGUR SEM LIGGUR
UM EINKAVEG
I)B haföi samhand við Gunnar
Gunnarsson Itigmann Vega-
geröar ríkisins.
Hann sagði að lokið hefði
verið við að leggja þennan uni-
rædda veg í janúar 1975. Upp-
haflega hafi hann verið hugs-
aður sem varúðarráðstöfun og
til notkunaref umferð tepptist á
Hafnarfjaróarvegi af einhverj-
um orsökum.
Að hluta til væri vegurinn
tengdur einkavegi eigenda
býlisins Smárahvamms. Væri
hann það nærri íbúðarhúsinu
þar ;tð næstum ma'tti segja að
útid.vrnar opnuðust beint út á
veginn. Hefði eigandinn
kvartað yfir óþægindum af
mikilli umferð um veginn og
eindregið óskað eftir að honunt
væri lokað. Hafi Vegagerðin
ekki séð ástæðu til annars en
verða við þeirri ósk ábúanda
jarðarinnar og raunar talið
hann hafa til þess fullan rétt að
fara fram á slíkt.
Gunnar Gunnarsson tók þó
fram. að eigandi Smárahvamms
hefði ávallt góðfúslega veitt
heimild til umferðar um veg-
inn. þega/ þörf hefði verið á.
Keðjan sem sett hefði verið
milli stólpanna á veginum hefði
verið sett af Vegagerðinni. Hún
hefði aftur á móti fengið litinn
frið og stöðugt klippt eða rifin í
burtu. Hefði stundum ekki liðið
nema tæpur sólarhringur frá
því hún hefði verió lagfærð þar
til allt hefði verið komið í sama
farið aftur.
v Umbúnaðurinn á vegin-
um væri hafður með glitaugum
þannig að í l.tósgeislum bifreiða1
ætti að vera auðvelt að koma
auga á hann í tæka tíð.
I'íptu t'kkí á pt'ófkjörin
þ\ í pfiufar ýmsir hrapa
og lloWtseigendafelomn
fara loTvs að tapa. A.
Raddir
lesenda
Vantarskrúf-
járn hjá Bif-
reiðaeftir-
litinu
GK. vildi vek.ja athygli á. að
mun betri aöstaöa væri orðin
hjá Bifreiðaeftirliti rikisins
eftir að það flutti úr Borgartún-
inu itpp á Artúnshöfða.
Eitt skorti þó á og það vært
að veita bifreiöaeigendum, sem
skipta þ.vrftu um nú'mer eða
set.ja ný númer á bifreiðar
'Sínar, betri aðstöðu. Taldi GK.
að ekki væri svo erfitt að setja
nokkur skrúfjárn og lykla í
kéðjur bifreiðaeigendum lil af-
nota. Ætti þá að vera lítil hætta
að að tólin hyrfu.
Einnig vildi hann vekja
ath.vgli á þeirri þjónustu, sem
bifreiðaverkstæði við hlið eftir-
litsins veitti. Þar væri hægt að
fá skipt um bílnúmer, númerið
rétt og hreinsað og taldi GK að
ekki væri mikið að greiða fyrir
þá þjónustu 500 krónur. eins og
sett væri upp.
Til
hamingju
með
nýja
flokkinn
Stefán Þorvaidsson skrifar:
Mig langar til að konta á
framfæri þökkum og hamingju-
óskum til nýja stjórnmála-
flokksins og foringja hans með
þeirri von að hann eigi eftir að
ná forustu í stjórnmálum hér-
lendis.
Ég geri þetta vegna þess að
n.vi flokkurinn er til mikillar
fvrirmyndar f.vrir hina flokk-
ana, til dæmis varðandi úr-
bætur í skattamálum og um að
láta varnarliðið taka þátt í
greiðslu fyrir vegagerð.
Einnig öska ég Guðmundi G.
Þórarinssyni til hamingju með
sigurinn í prófkjörinu.
Stefán Þorvaldsson,
Héraösskólanum að Skógum
Kangárvallasýslu.