Dagblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 9
DAGRLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGl'R 1. FKBIU'AR 1978. 9 Markaðsstofnun, Einokunamefnd, Markaðsdómstóll Albert Guðmundsson (S) bar fram á Alþingi í gær mikinn frumvarpsbálk um ..samkeppni í verðm.vndun og samruna fyrirtækja". Þar er í upphafi fjallað um bann við sam- keppnishömlun. ..Samningar fyrirtækja og samningar eða ákvarðanir sam- taka fyrirtækja. sem gerðir eru í þeiní tilgangi að hafa áhrif á sölúverð eða viðskiptaskilmála. skulu vera marklausir. Þannig er óheimilt að takmarka fram- leiðslu. deila markaði. sam- ræma tilboð, hindra samkeppni eða hafa áhrif á markaðs- aðstæður með öðru móti.“ Þetta á að vera aðalreglan samkvæmt frumvarpi Alberts. Reglunni að banna allar samkeppnishömlur er f.vlgt í frumvarpinu og eink- um stuðzt við þýzku lögin frá 1973. Enn fremur er þeirri reglu f.vlgt. að verðlags.vfir- völdum er ekki gefið vald til að ákvarða verð fyrirtækja. heldur skal svonefndri Einok- unarnefnd gefið takmarkað vald til að banna fvrirtækjum að bre.vta verði sínu. og við- skiptaráðherra fær takmarkað vald til að grípa til algerrar verðstöðvunar. Albert segir i greinargerð. að megináherzlan sé lögð á að skapa þær markaðsaðstæður. sem líklegastar séu til að fóstra eðlilegt og æskilegt viðskiptahf með þjóðarhagsmuni í huga. Auk Einokunarnefndar á samkvæmt frumvarpinu að stofna Markaðsstofnun íslands og Markaðsdómstól. Markaðs- stofnunin á að hindra sam- keppnishötnlur og örva sam- keppni. Markaðsdómstóliinn fjallar um brot á lögunuin. Stofnunin getur meðal annars fyrirskipað fyrirtækjum að breyta samningum og ákvörð- unum og lýst samninga og ákvarðanir marklausar. Hún getur fvrirskipað fyrirtækjum að hætta misnotkun á markaðs- aðstöðu. Hún getur og hreitt dagsektum. Ella getur hún kært málið til dómstólsins. í kafla um viðskiptahömlur I frumvarpinu er meðal ,annars lagt bann við ákvörðun fyrir- tækja á endursöluverði eða viðskiptaskilmálum á navsta sölustrgi. þó með nokkrum und- intekningum. VERÐSTÖÐVUN MEST f 3 MÁNUÐI Markaðsstofnuninni er gefið vald til að sporna gegn samruna f.vrirtækja. ef slíkt getur leitt til þess, að fyrirtæki ráði markaðnum. Hafi f.vrirtæki við eða eftir samruna náð 40 lirósent hlutdeild af markaðnum, skal tilk.vnna sam- runann þessari stofnun, Stofn- unin gi'tur í sumum tilvikum bannað samruna fvrirtækja. Þá er meðal annars bannað að selja vöru eða þjónustu undir kostnaðarverði i þeim tilgangi að skaða samkeppni og knésetja kí'ppinaut. ()ll samstaða í verðákvörðun- um er bönnuð nema um land- búnaðar- og sjávarvörur. Viðskiptaráðherra má. sam- kvæmt frumvarpinu. grípa til f ----------------------------------- Albert með frumvarpsbálk um samkeppni og verðlagsmál Albert (.uðimmdsson á heimili limniiin. verðsliiðvunar i mánuð og framlengja tvisvar. þannig að hún standi ekki lengur en þrjá mánuði. Verðbrey t i ngar e i n ok u n a r- fvrirtækja þurfa samþvkki Einokunarnefndar. Þá þurfa dnu með yngsta f.jölskyídumeð- DB-invnd: Hörður. fyrirtæki. sem ráða markaði. að tilkynna Markaðsstofnun verðbreytingar með hálfs mánaðar fyrirvara. Verzlunarráð hefur staðið að samningu þessa frumvarps. Koma brezku ungl- inganna vfsir að unglingaskiptum — Grundvallaratriði að þeir taki ekki vinnu frá fslenzkum unglingum, segir f ormaður Fevðamálaráðs ..Fjöldi fvrirspurna barst frá áhugasömum brezkum ungling- um. sem gjarnan vildu koma hingað til lands og vinna hér kauplaust næsta sumar. F.vrir milligöngu Ferðamálaráðs var haft samband við þá aðila sem líklegir væru til þess að taka á móti þessum unglingum," sagði Heimir Hannesson. formaður Ferðamálaráðs í samtali við Dag- blaðið. „Sennilegt er að verkefni fáist á þennan hátt hjá ýmsum bæjar- félögum og hafa Hafnarfjörður og Akurevri sýnt áhuga. Einnig hefur köiríið til mála að nokkrir starfi á vegum Náttúruverndar- ráðs. meðal annars í Jökulsár- gljúfrum. Við teljum hins vegar grtind- vallaratriði málsins að þessir brezku unglingar taki ekki störf frá íslenzkum ungjingum. Þetta er miklu frekar hugsað sem vísir að unglingaskiptum. að íslenzkir unglingar færu síðar til Englands og tækju að sér sambærileg störf þar. Endanleg tala þessara áhuga- sömu unglinga liggur ekki f.vrir." sagði Heimir Hannesson. -A.B.j. Borgarráð f restar ákvörðun um meðferð máls borgar- lögmanns Borgarráð ræddi á fundi sínum i gær skýrslu um meintan fjár- drátt f.vrrum borgarlögmanns úr sjöðum borgarinnar. Birgir ísleif- ur Gunnarsson borgarstjóri sagði í samtali við fréttamann blaðsins að borgarráð hefði frestað frekari meðferð málsins. Skýrsla borgar- endurskoðenda hefði meira verið munnleg en skrifleg og þvf yrði ekkert birt úr henni að svo stöddu. Borgarstjóri taldi að þeg- ar borgarráð hefði tekið endan- lega ákvörðun í málinu vrði væntanlega skýrt frá niðurstiiðu þess. Mikiðslasaðureftir umferðarslys 86 ára gamalí maður liggur mikið slasaður i sjúkrahúsinu á Akureyri eftir bifreiðarslys er varð á Hörgárbraut klukkan rúmlega 5 í gær. Gámli maðurinn var á leið yfir Hörgárbrautina, gangbraut. er fólksbifreið bar að. Tókst öku- manni ekki að kotna i veg fyrir slvs. Svolít i F hálka var á brautinni. Gamli maðurinn hlaut allmikla höfuðáverka. auka fleiri meiðsla. Ekki vissi lögreglan nákvæmlega um liðan hans í morgun. -ASt. 70-100 milljónir vantartilað endarnái saman: HM-EINVÍGIÐ ORÐIÐ OFVIÐA SKÁKSAM- BANDIÍSLANDS ..Að halda a íslandi einvígi um heimsmeistaratitilinn í skák er orðið slikl risafvrir- tæki. að telja niá að það sé komið út fvrir okkar svið í Skáksambandi íslands." sagði Einar S. Einarsson sem í gær sat fund með blaðamönnum um ýmis mál skáksambandsins með öðrum stjórnarmönnum sam- bandsins. „Við teljum slíkt einvígis- hald ekki lengur vera skáklist- inni til eins mikils framdráttar og æskilegt væri og jafnvel ekki eftirsóknarvert. Einvígi Kortsnojs nú hvert af öðru blandast æ meira stjórnmálum og pölitik." bætti Einar við. A fundinum kom fram að einvígishaldið m.vndi verða fyrirtæki sem kostaði 170-200 milljónir króna að mati Skáksambandsmanna. Til að Skáksambandið gæti hugsan- lega haldið einvígið vantar 70- 100 milljönir króna upp á fjár- hagsdæmið. A móti þeirri upphæð eru hugsanlegar sjón- varpstékjur erlendis frá. „Hins vegar teljum við einvigishald um HM-titil gott ■landk.vnningaratriði. Þess vegna hefur SSl boðað til funda á rnorgun nteð fulltrúum ráðune.vta. ferðamálaráði. Flug- leiðum. SÍS. Sölunefndinni. ÍSAL og e.t.v. fleirum. Hafi þeir aðilar áhuga á að leggja fram fjármuni og ábyrgðir til þess að gera megi ’sómasamlegt og heiðarlegt tilboð t einvlgið milli Karpovs og Kortsnojs, þá eru-m við i Skáksambandinu reiðubúnir að annast skipulag einvígisins." Einar og félagar hans töldu að skákáhugi væri hér vaxandi og almennur. Með göðum stór- meistaramótum árlega hér yrði þeim áhuga við haldið. Kæmi þar til Reykjavíkurmótið nú og hugsanlegt millisvæðamót á næsta ári. Einvígið væri ekki æskilegt i þessu tilliti miðað við alla agnúa þess og óvissuþætti. -ASt. hófstí morgun Mikillafslátturá vönduöum vörum m.a. náttkjólum ístórum stæröum A Glæsibæ — Sími 83210

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.