Dagblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1978.
15
Hljómsveitin Blues Companý starfar af fullum kraftí
„Bluesinn lifir góðu lífi hér*
segirMagnús
Eiríksson gítarleikari
Hljómsveitin Blues
Companý hefur verið vakin
upp frá dauðum, — loksins.
Það var á árunum í kringum
1970 sem Companýið starfaði
af hvað mestum krafti. Þá var
blues í tízku jafnt hér á landi
og erlendis og allir, sem vildu
vera menn með mönnum,
hlustuðu á gamla bluesleikara
jafnhliða hljómsveit John
Mayall og Cream, svo að tvö
vinsæl nöfn þess tíma séu
nefnd.
„Við höfum leikið talsvert í
framhaldsskólum í Reykjavík
og nágrenni að undanförnu og
hvarvetna við mjög góðar
undirtektir," sagði Magnús
Eiríksson gítarleikari Blues
Companýs, er DB ræddi við
hann um starfsemina. „Við
höfum til dæmis haldið kons-
erta í Keflavík og á. Laugar-
vatni og á morgun eigum við
að vera á Bifröst. — Það
kemur mér eiginlega á óvart
hve góðu lífi bluesinn lifir, þó
að lítið beri á honum á yfir-
borðinu."
I kompanýi með Magnúsi
eru þeir Pálmi Gunnarsson
bassaleikari, Sigurður Karls-
son trommari og Guðmundur
Ingólfsson, sem leikur á píanó.
Lagavalið hjá Blues
Companýi er vel bíandað, bæði
erlend tónlist og innlend,
blues og jazz. „Við erum ekki
með neina framúrstefnu á dag-
skránni,“ sagði Magnús Eiríks-
son. „Það má meira að segja
finna þar bæði íslenzk og
sænsk þjóðlög.“ — Alls tekur
prógramm kvartettsins um
hálfa aðra klukkustund í flutn-
ingi.
Er Mannakornsplatan I
gegnum tíðina kom út seinni
partinn á síðasta ári lét
Magnús Eiríksson hafa það
eftir sér í viðtali, að hann væri
alvarlega að hugsa um að gera
jazz- og bluesplötu. Hann var
Meölimir Blues Companýs hafa hljóðritað dálitið efni ásamt Halldóri Pálssvni saxófónleikara, en vilja þó ekki tala um plötu á þessu
stigi. Meðlimir kompanýsins eru Guðmundur Ingólfsson, Pálmi Gunnarsson, Magnús Eiríksson og Sigurður Karlsson.
inntur eftir því, hvort það verk
væri að komast á rekspöl.
„Við skulum ekki tala um
plötu á þessu stigi,“ svaraði
hann. „Við höfum jú hljóðritað
dálítið efni, hálfa klukkustund
til þrjú korter. Á þessum hljóð-
ritunum eru að mér finnst
margir ljósir punktar. Aftur á
móti held ég að við verðum að
hljóðrita miklu meira til að
velja úr, áður en við getum
farið að hugsa fyrir plötu.“
Halldór Pálsson saxófónleik-
ari lék með Blues Companýi í
stúdíói á meðan hann dvaldi
hér heima fyrir nokkru. Hann
er nú aftur farinn til starfa
sinna ytra.
Þar sem Blues Companý
hefur fengið jafn góðar við-
tökur á skólahljómleikum og
raun ber vitni, þótti til hlýða
að spyrja Magnús, hvenær
hljómsveitin myndi byrja að
leika á opinberum skemmtun-
um.
„Við höldum áreiðanlega
opinbera hljómleika áður en
langt um líður,“ svaraði hann.
„Það er nú liðið hálft annað ár
síðan blueskvöld var slðast
haldið í Reykjavík, svo að það
ætti að vera kominn tími til.
Við höfum góð orð fyrir því að
fá inni á Hótel Loftleiðum
þegar við viljum og ætlum að
sjálfsögðu að notfæra okkur
það.“
- AT-
BOB DYLAN AÐ
LEGGJA UPP f
HUÓMLEIKAFERD
Haft er eftir áreiðanlegum
heimildum, að Bob Dylan sé
nú sem óðast að búa sig undir
langa hljómleikaferð um víða
veröld. Ferðin mun hefjast í
Japan 20. febrúar þar sem
Dylan kemur fram á nokkrum
hljómleikum. Ef allt fer sam-
kvæmt áætlun þar er ætlunin
að fljúga til Ástralíu í b.vrjun
marz.
Ekki ætlar Dylan þó að eyða
sumrinu í hljómleikahald ein-
göngu. Þá tekur hann sér frí til
að vinna að nýrri kvikmynd,
sem hann mun ekki vera byrj-
aður á að ráði ennþá. Þegar
haustar að heldur ferðin áfram
og þá um Bandaríkin. Það
verður síðan, samkvæmt áætl-
uninni, um vorið 1979, sem
■ stjarnan kemur við í Evrópu.
Á meðan Dylan fer þessa
miklu hljómleikaferð, hyggst
hann jafnframt vinna að nýrri
plötu. Öll lög á hana eru nú
tilbúin, en Dylan hefur enn
ekki fundið hljómsveit til að
leika með sér í stúdíóunum.
Bob Dylan hefur fleira í tak-
inu en hljómleikaferðina til-
vonandi. t næsta mánuði
verður frumsýnd kvikmynd
hans, Renaldo and Clara, —
fjögurra klukkustunda langt
stykki, sem meistarinn hefur
nýlega lokið við. t myndinni
koma fram auk Dylans sjálfs
Sara fyrrverandi eiginkona
hans, Joan Baez, og söngvar-
arnir Ronee Blakely og
Ronnie Hawkins.
Renaldo and Clara skiptist
eiginlega í tvennt. í öðrum
hlutanum fara leikararnir í
goðsögulega leit að uppruna
sínum en hann er síðan rofinn
með innskotum frá Rolling
Thunder Revue hljómleika-
ferð Dylans árið 1976.
Bandaríska blaðið Rolling
Stone átti fyrir stuttu smávið-
tal við Dylan um Renaldo and
Clara, en meistarinn brá ekki
fyrri vana sínum, heldur
svaraði út úr og flækti um-
ræðuefnið með mótsögnum og
alls kyns bulli.
Úr ROLLING STONE
Asgeir Oskarsson hætti við fyrirhugaða Svíþjóðarför til þess að setjast við trommurnar í Haukum.
Ásgeir Óskarsson ogPétur
Hjaltested gengnirf Hauka
Ásgeir Óskarsson trommu-
leikari er genginn i hljómsveit-
ina Hauka. Opinberlega tekur
hann við af Ingólfi Sigurðs-
syni, sem hætti á 2. í jólum. 1
millitíðinni lék Ragnar Sigur-
jónsson þó með Haukum sem
afleysingamaður.
En það hafa orðið fleiri
breytingar í Haukum en að-
eins trommuleikaraskiptin.
Pétur Hjaltested er orðinn
hljómborðsleikari hljóm-
sveitarinnar. Hann hefði að
öllu forfallalausu átt að byrja
að leika með Brimkló á föstu-
daginn kemur, en skipti fyrir-
varalaust um hljómsveit. Eftir-
maður hans i Brimkló er eng-
inn annar en Guðmundui^
Benediktsson, sem hafði
starfað með Haukum frá því í
nóvember fram yfir síðustu
helgi. Það er ekki ofsögum
sagt, að mannabreytingarnar
gerist snögglega i íslenzkum
hljómsveitum.
Samkvæmt nákvæmustu
talningum eru þeir Ásgeir og
Pétur Haukameðlimir númer
68 og 69. Hljómsveitin er kunn
fyrir tíðar mannabreytingar
með þeirri undantekningu, að
Gunnlaugur Melsteð er þar
fastráðinn meðlimur.
Guðmundur Benediktsson
er ekki alveg ókunnugur með-
limum Brimklóar. Hann lék
með hljómsveitinni á ferð
hennar um landið í fyrrasum-
ar.
- AT-