Dagblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1978. I GAMLA BIO I Síml 1147S1 TÖLVA HRIFSAR VOLDIN (Demon Seed) _Ný. iKindarisk kvikmvnd hrollvekjandi að efni. — íslen/kur l'exli — Aðalhlutverk: Julie Christie. Sýnd k 15. 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Silfurþotan tslenzkur texti. Bráðskemmtileg og mjög spenn- andi ný bandarísk kvikmynd um allsögulega járnbrauiariestarferð. Bönnu^ innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.15. 1 STJÖRNUBÍÓ DÉIP D Hækkað verð. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Síðasta sinn. HAFNARBÍO 8 Slml 16444, ÆVINTÝRI LEIGUBÍLSTJÓRANS Bráðskemmtileg og djörf ný ensk gamanmvnd í litum. BARRY EVANS JUDY GEESON DIANA DORS íslenzkur texti. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. 19 000 ■ salur^^v— i AUSTURBÆJARBÍÓ 8 Slml 11384 ÍSLENZKUR TEXTI HVÍTI VÍSUNDURINN (The White Buffalo) Æsispennandi og mjög viðburða- rík, ný bandarísk kvikmynd í lit- um. Aðalhlutverk: Charles Bron- son, Jack Warden. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. i TONABÍO 8 Gaukshreiðrið ^31,82 (One flew over the Cuckoos’ nest) Gaukshreiðrið hlaut eftirfarandi Öskarsverðlaun: Bezta mynd árins 1976. Bezti leikari: Jack Nicholson. Bezta leikkona: Louise Fletcher Bezti leikstjóri: Milos Forman. ■ Bezta kvikmyndahandrit: Lawr ence Hauben og Bo Goldman. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Hækkað verð. SJO NÆTUR IJAPAN 'Sýnd kl. 3.03. 5.05, 9 og 11.10. salur JÁRNKROSSINN Sýnd kl. 3, 5.20, 8 og 10.40. •salur ÞAR TIL AUGU ÞÍN 0PNAST Sýnd kl. 7, 9.05 og 11. DRAUGASAGA Sýnd kl. 3.10 og 5. VISKIFLOÐIÐ (Whiskv Galore) Gömul, brezk gamanmynd er lýsir viðbrögðum e.vjaskeggja á eyj- unni Todday, er skip með 40.000 kassa af viskíi strandar við eyj- Aðalhlutverk: Basil Redford, Joan Greenwood, James Roberts- son Justice og Gordon Jackson (Hudson í Húsbændur og hjú). Leikstjóri: Alexander Mackendrich. Aðeins sýnd miðvikudag, fimmtu- dag og föstudag kl. 5, 7 og 9. AUKAMYND: TÖFRAMÁTTUR T0D-A0 70 m/m Sjáið þessa frábæru tækni, áhorf-, endum finnst þeir vera á fljúg- andi ferð er skíðamenn þeysa niður brekkur, ofurhugar þjóta' um -á mótorhjólum og skriðbraut á fullri ferð. AÐV0RUN — 2 MÍNÚTUR Ilörkuspennandi og viðburðarík mynd. Leikstjóri: Larry Peerce. Aðalhlutverk: Charlton Heston, John Cassa- vetes, Martin Balsam og Beau’ Bridges. Sýnd kl. 11. Bönnuð innan 16 ára. Síðustu sýningar. i HASKOIABIO Slmi 22tHc CALLAN Mögnuð leyniþjónustum.vnd með beztu kostum brez.kra mvnda af þessu t agi. Leikstjóri: Don Sharp. islenzkur texti. Bönnuð börnum. Endursýnd kl. 5. 7 og 9. Aðeins þriðjudag og miðvikudag. i BÆJARBÍÓ 8 SEXT0LVAN Bráðskemmtjleg gamanm.vnd. íslenzkur texti. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Slmi>50184 og fjörug ensk liÞJÓÐLEIKHÚSIfl Stalín er ekki hér í kvöld kl. 20. laugardag kl. 20. Týnda teskeiðin föstudag kl. 20 sunnudag kl. 20. Öskubuska laugardag kl. 15 sunnudag kl. 15 Litla sviðið: Fröken Margrét í kvöld kl. 20.30. Miðasala 13.15-20. Sími 1-1200. i Utvarp Sjónvarp Útvarp í kvöld kl. 20,40: „Þaö er eins og að standa f rammi fyrir hrundu húsi” Bðmin byija í „dópiraT því þau kunna ekki að i.X eJtf — Þaðerfullorðna IJO fólkinu að kenna SAMI HLUTURINN „Það verður rætt við foreldra sem orðið hafa fyrir því að börn þeirra lenda út í ofneyzlu á áfengi eða fíkniefnum. Þetta er í raun- inni alveg sami hluturinn nema annar er í fljótandi formi en hinn í föstu,“ sagði Andrea Þórðardótt- ir í viðtali við DB vegna þáttar hennar og Gisla Helgasonar í út- varpinu í kvöld. Nefnist sá Það er eins og að standa frammi fyrir hrundu húsi og hefst klukkan 20.40. „Foreldrarnir lýsa þessu mjög vel hvernig allt hrynur saman í fjölskyldunni og grær aldrei um heilt aftur. Snorri Sigurjónsson í fíkni- efnalögreglunni og Bjarki Elías- son yfirlögregluþjónn tala svo um þaö hvernig þessi mál horfa við löggæzlumönnum. Snorri kemur inn á það að slik ofneyzla er sízt á undanhaldi heldur þvert á móti því mikil bylgja flæðir nú yfir. Þar á meðal er sala á efnum sem eru löglega fengin hjá lækn- um og síðan seld á uppsprengdu verði. Þeir sem slíkt gera græða milljónir á sölunni. Þeir svífast einskis til þess að græða sem mest og notfæra sér það að neyt- endurnir verða að fá efnin hvað sem þau kosta. EKKI EINU SINNI SÍMSVARI Að fíkniefnalögreglunni verður að hlúa miklu betur. Hugsaðu þér að það eru ekki nema 4 menn sem vinna þar og svo tveir dóm- arar. Þeir hafa ekki einu sinni svarsíma sem er mjög bagalegt. Það er í rauninni mjög skrýtið því þetta er ódýrt tæki að koma upp og gæti létt svo mikið á bæði rannsóknarmönnunum og for- eldrunum. Því það er þannig að foreldrar þessara unglinga verða varir við ýmislegt. Menn koma heim til barna þeirra með ýmis efni. En þó að foreldrarnir vildu gjarnan láta i té upplýsingar þá er enginn til að taka við þeim. Þeir þora lika ekki að framselja sin eigin börn því þeir treysta ekki kerfinu til þess að sleppa hendi af þeim aftur. Það eina sem foreldrar geta gert núna er að taka sjálfræði af börnunum. En þá er ekki tryggt að þau fái það nokkurn tíma aftur. Kerfinu er heldur ekki treyst fyrir að vernda þessa unglinga fyrir félögum þeirra sem oft fyllast verstu grunsemd- um þegar einhver ætlar að hætta. Lögreglan þarf oft að hirða unga menn upp úr strætinu viti sínu fjær af öldrykkju eða eiturlvfjum. Og þá er eina ráðið ef mennirnir eru undir lögaldri að fara með þá heim lil foreldra sinna. VITAÐ UM MIKIÐ MAGN SEM EKKI NÆST í Rannsóknarmennirnir eiga ekki heldur létt með það að komast yfir efnið því með það er leynt farið. Menn bjóða það ekki hverjum sem er. Hugsaðu þér, á síðasta ári fundust ekki nema 4 < g hálft kíló af hassi og samt er vitað jm mörgum sinnum meira efni sem barst inn i landið. Og þó að einhver náist þá er eins og botn- inn detti úr málinu. Við erum alltaf að lesa um að einhverjir séu settir inn grunaðir um að hafa smyglað svo og svo miklu. En svo bara gerist ekki neitt. Þessir menn fara út aftur og ekkert virðist hafa fundizt. Enda eru þeir þá líklega búnir að selja efnið fyrir löngu og erfitt er að dæla þvi upp úr þeim sem keyptu. Haukur Kristjánsson á Slysa- deildinni verður líka tekinn tali og kemur fram hjá honum að þeim fjölgar sem koma inn vegna of stórs skammts lyfja. Skammt er þess að minnast að í Reykjavik drap sig einn af of stórum skammti. Og eftir á var sagt að um hefði verið að ræða venjuleg heimilislyf. Mér er spurn: Hvað mega menn eiginlega hafa mikið af alls kyns lyfjum heima hjá sér? Voru öll þessi lyf frá sama lækninum? Það hefði vel verið hægt að rekja ef vilji hefði verið fyrir hendi en svo virtist ekki vera. 0F SEINT I viðtali við Jóhannes Berg- sveinsson á Vífilsstaðahæli kemur í ljós að foreldrar koma oftast of seint með börn sín í meðferð. Það er meðal annars vegna þessa ótta sem við töluðum um áðan. Jóhannes telur einnig að byrja fyrirléttaniðnað, 65-100 fermetrar, i Garðabæ, Kópavogi eða Hafnarfírði. Upplýsingarí síma 41317 kl. 19-21 Andrea Þórðardöttir og Gísli Helgason. ejgi mikið fyrr að fræða börn um þessi mál í skólum. Reyndar er fræðslan engin í dag en ætti að vera og það strax í yngstu aldurs- flokkunum. Einnig ætti að kenna börnun- um að tjá sig því eins og við höfum vitað í mörg ár leiðast flestir út í ofneyzlu áfengis eða lyfja vegna þess að þeir kunna ekki að tjá sig meðal jafnaldra sinna. „Ég byrjaði að drekka því ég þorði ekki að bjóða upp stelp- um,“ hafa margir alkóhólistar sagt. En þó við vitum þetta mæta vel þá gerum við ekkert. KRAKKARNIR TILBÚNIR Ég veit þaö af reynslu aö krakk- arnir i skólunum eru tilbúnir til þess að tala um mannleg sam- skipti og allir af vilja gerðir til þess að bæta úr þeim fyrir sína parta. En við fullorðna fólkið verðum að koma til þeirra og gera okkar líka. Við getum svo vel verið öðrum þjóðum til fyrir- myndar í þessum efnum í stað þess að vera alltaf fremst í ósómanum," sagði Andrea Þórðardóttir. DS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.