Dagblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 24
Telur innheimtu fyrir-
framgjalda ekki f sam-
ræmi við stjórnarskrá
— hef ur óskað gjaf sóknar í máli gegn bæ jarstjóra til að fá úrskurð þar um
Skattgreið-
andi
á Akranesi
harðuríhorn
aðtaka:
Skattgreiöandi á Akranesi,
maöur úr rööum opinberra
starfsmanna, hefur opinber-
lega dregið í efa heimild baejar-
félags síns til innheimtu á fyrir-
framgreiðslu útsvars fyrir
tímabiliö febrúar til júní. Telur
þessi skattgreiðandi að fyrir-
framgreiöslur þessar brjóti í
bága viö stjórnarskrána. Visar
hann í þeim efnum á 67. grein
hennar, þar sem fjallað er um
eignarréttinn.
I bréfi er hann skrifaði
bæjarstjóranum á Akranesi
bendir hann á misræmi sem
fram komi á gjaldseðli, útgefn-
um af bæjarsjóði Akraness, þar
sem honum sé gert að greiða kr.
21.200 á mánuði, tímabilið
febrúar til júní, eða 60% af
fyrra árs útsvari. Telur hann
þetta einhliða ákvörðun stjórn-
valda og tilkynningar í f jölmiðl-
um um fyrirframinnheimtu á
70% miðað við fyrra árs útsvar
stangist á við gjaldseðilinn.
Færir hann eftirfarandr rök
fyrir mótmælum sínum.
• 1. Framtalsfrestur er ekki
liðinn og því liggja alls ekki
fyrir niðurstöður um tekjur
hans eða gjöld.
• 2. Þar sem hann hefur
greitt öll sín gjöld til bæjar-
sjóðs frá fyrri árum og framtal
og skattálagning hefur ekki
farið fram fyrir 1978, telur
hann bæjarsjóð Akraness ekki
hafa öðlast einhliða sjálfs-
ákvörðunarrétt um fyrirfram-
greiðslur opinberra gjalda.
• 3. Hann telur innunnin
laun á fyrri hluta árs 1978 óum-
deilanlega sína eign, þar til
álagning hafi sannanlega farið
fram og vísar í 67. grein
stjórnarskrárinnar.
Að framansögðu telur hann
ljóst að framangreind inn-
heimta fáist ekki staðizt.
Skattgreiðandinn hefur til-
kynnt bæjarstjóra bréflega að
verði þessi sjónarmið hans ekki
virt muni hann reyna að leita
réttar síns með lögum.
Skattgreiðandinn mun hafa
óskað eftir skriflegu svari en
ekki fengið.
Næst skrifaði hann bæjar-
fógeta og óskaði úrskurðar
hans um óskoraðan eignarrétt
sinn á þeim launum sem hann
kynni að vinna sér inn á tíma-
bilinu janúar til júní 1978,
gagnvart opinberum aðilum,
enda sé hann skuldlaus, fram-
talsfrestur 1978 ekki liðinn og
álagning opinberra gjalda hafi
ekki farið fram. Kveður skatt-
greiðandinn brýna fjárhagslega
hagsmuni sína, fjölskyldu
sinnar og fleiri gera það að
verkum að honum bæri nauð-
syn til að fá umbeðinn úrskurð
bæjarfógeta.
Kveðst hann í bréfinu ekki
telja sig lögformlega skuldugan
opinberum aðilum, meðan
álagning hafi ekki farið fram,
og því geti þeir ekki ráðstafað
neinu af launum hans með ein-
hliða ákvörðunum, án þess að
brjóta í bága við stjórnar-
skrána.
Svar bæjarfógeta hefur ekki
borizt. Síðan hefur skatt-
greiðandinn skrifað dómsmála-
ráðuneytinu og óskað gjaf-
sóknar 1 máli sinu gegn bæjar-
stjóranum á Akranesi í þessu
máli og bendir á lagaheimildir
þar um.
Ráðuneytið hefur svarað
þessu síðasttalda bréfi skatt-
greiðandans. í svarbréfinu er
talið nauðsynlegt að skattgreið-
andinn geri nánari grein fyrir
stefnukröfum og^einnig að fyrir
liggi upplýsingar um fjárhags-
lega stöðu hans, áður en málið
er afgreitt. Ráðuneytið biður
um skattframtöl hans fyrir tvö
s.l. ár og vottorð um núverandi
atvinnutekjur.
Mörgum mun finnast þetta
mál varðanrfi fyrirframgreiðsl-
ur skatta hið athyglisverðasta
og verður fróðlegt að sjá hvern
framgang það fær innan
„kerfisins".
ASt.
Þótt vindar blási og kuldinn nísti merg og bein getur vissulega verið fallegt á Islandi á vetrum. Þessi
m.vnd segir það betur en mörg orð. DB-mynd Hörður.
Prófkjör.
Alþýðuf lokkur og
Sjálfstæðis-
flokkurumnæstu
helgi
Tvenn prófkjör fara fram um
næstu helgi. Annars vegar er
prófkjör Alþýðuflokksins í Vest-
mannaeyjum vegna bæjar-
stjórnarkosninganna í vor og eru
átta menn þar i framboði.
j Kjörstaður verður í fundarsal
verkslýðsfélaganna að Miðstræti
11 og gilda sömu reglur um at-
kvæðisrétt og verið hafa í öðrum
prófkjörum flokksins.
Annað og töluvert viðameira
prófkjör fer einnig fram um helg-
ina, eða prófkjör Sjálfstæðis-
flokksins vegna alþingiskosning-
anna í Reykjaneskjördæmi.
Tólf menn eru þar í framboði
og verða kjörstaðir. í flestum
hreppum kjördæmisins.
Dagblaðið mun kynna fram-
bjóðendur þessa í blaðinu hér á
morgun og fram að helgi.
-HP-ÓG
BORGARRÁÐ STINGUR STÓR- I—segir
SVIKAÁKÆRUM UNDIR STÓL I PýlllJ,>dal
Bréfi, sem kunnir borgarar rita
borgarráði Reykjavíkur og bera
æðstu menn borgarinnar stórum
sökum, er stungið undir stól og
ekki rætt á meðan önnur og minni
mál eru afgreidd.
Þetta kemur fram í bréfi Páls
Líndal fyrrverandi borgarlög-
manns til Dagblaðsins.
í bréfinu segir Páll að bréfið
hafi verið sent fyrir viku og síðan
hafi verið haldnir tveir fundir
borgarráðs. Eftir þeim fréttum
sem hann hafi sé hér ekki um að
ræða neitt smámál og nefnt hafi
verið að um geti verið að ræða
hagsmuni sem skipti hundruðum
milljóna ef ekki meira.
Fram kemur að Páll telur ýmsa
aðila innan borgarkerfisins hafa
stundað annarlega fréttamennsku
af sjóðþurrðarmáíi sínu þó dregið
hafi verið í land með ýmsar frá-
sagnir síðustu daga.
DB tókst ekki að ná sambandi
við borgarstjóra né ritara borgar-
ráðs til að fá umsögn þeirra um
ásakanir Páls Lfndal. - ÓG
Tapar Skáksamhandlð hundr-
uðum þúsunda á gengissigi
— meðan á skákmótinu stendur
Stórmeistara-
mótið hefst
á laugardag:
Reykjavíkurmótið í skák sem
hefst á Loftleiðum á laugardag
verður sterkasta skákmót sem
hér hefur verið haldið. Vantar
35 Elo-stig upp á að það sé í 12.
styrkleikaflokki og er hugsan-
legt að stig einstakra þátttak-
enda hafi breytzt svo á síðustu
vikum að'mótið nái þeim styrk-
leikaflokki. Slík mót eru sjald-
gæf.
Sjö verðlaun eru veitt, 2200
dollarar fyrir 1. sæti slóan 1500,
1000, 700, 500, 300 og 200
dollarar. Ef verðlaun væru
greidd út í dag nemur verð-
launaupþhæðin, 1,4 milljónum
króna. Þegar til veitingar
kemur kann sú upphæð að vera
allt að 200 þúsund krónum
hærri, vegna gengissigs sem
spáð er.
Auk verðlauna fyrir lokasæti
eru greiddir 50 dalir, eða um
11000 krónur fyrir hverja unna
skák, 15 dollarar, eða um 3300
krónur fyrir tapaða skák og 10
dollarar eða 2200 krónur fyrir
jafntefli.
Þessir bónusar eru einn
þátturinn í nýja íslenzka móts-
fyrirkomulaginu sem notað er
og miðar að skemmtilegri skák-
um fyrir áhorfendur og að því
að skákmenn sýni tilþrif og
neyti allra möguleika. ASt.
frjúlst, áháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 1. FEB. 1978
Týndi 80
þúsund kr. og
skjölum
Utanbæjarmaður sem býr í
Hraunbænum og vinnur hjá Stál-
ofnum í Kópavogi varð fyrir því
óhappi á mánudaginn að týna
seðlaveski sínu. I veskinu voru
um 80 þúsund krónur f peningum,
auk persónuskilríkja, launaseðla
og fleira.
Lfklegustu staðirnir sem til,'
greina koma að maðurinn hafi
týnt veski sínu eru á bílastæði við
Hraunbæ 90 og á Smiðjuveginum
í Kópavogi þar sem hann fór fót-
gangandi um.
Þetta er tilfinnanlegt tjón fyrir
manninn og er þvf heitið á hvern
þann er eitthvað af þessu finnur
að láta vita til Stálofna, sí'mi
73880,______________ASt.
Gæzluvarð-
hald Hauks
framlengt um
einn mánuð
—Úrskurðurinn
kærður
Gæzluvarðhald Hauks Heiðar
var framlengt um einn mánuð
með úrskurði Sakadóms í gær.
Skipaður réttargæzlumaður
Hauks. Sveinn Snorrason hrl.,
kærði strax úrskurðinn til Hæsta-
réttar.
Rannsóknarlögreglustjóri
ríkisins, Hallvarður Einvarðsson,
krafðist framlengingar á gæzlu-
varðhaldinu. Birgir Þormar, full-
trúi yfirsakadómara, kvað upp
úrskurð um gæzluvarðhald til 1.
marz næstkomandi.
Rannsókn Landsbankamálsins
er sem kunnugt er ekki lokið.
BS
Húsavík:
Innbrot
íbrauðgerð
— a.m.k. 100 þús. stolið
í nótt var brotizt inn í skrif-
stofu brauðgerðar Kaupfélagsins
á Húsavík og samkvæmt frum-
rannsókn virðist hafa verið stolið
þaðan a.m.k. 100 þúsund krónum.
Svo virðist sem sprengdur hafi
verið upp gluggi og farið þannig
inn á skrifstofuna. Þar hefur
verið rótað mikið til og sfðan
brotin upp skúffa í skrifborði og
peningarnir teknir.
Lögreglan á Húsavfk vinnur að
frumrannsókn málsins. HP
Öngþveiti á
heiðinni
1 morgun var mikið öngþveiti á
Hellisheiði og þurfti Vegagerðin
að aðstoða marga bílstjóra sem
komnir voru þversum með bfla
sína í hálkunni þar.
Lögreglan á Selfossi hafði ekki
nákvæma tölu yfir alla þá bíl-
stjóra sem voru á ferð yfir
heiðina í morgun en þeir voru
margir og hálkan mikil. Hafði
snjóað blautum snjónum ofan i
hálkuna sem fyrir var og varð
vegurinn um heiðina mjög háll.
HP