Dagblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. FEBRUAR 1978. Er Gaukshreiðríð rétt mynd af geðspítulum á Islandi? Hrefna Olafsdóttir skrifar: Er það möguleiki að myndin í Tónabíói, sem nú er verið að sýna, Gaukshreiðrið, sé sönn mynd af meðferð geðsjúkra í Bandaríkjunum í dag? Auk þeirrar spurningar vil ég harma hve íslenzkir áhorf- endur eru illa upplýstir. Þegar myndin er hvað sárgrætilegust þá veltust þeir um af hlátri. t myndinni er raflosti beitt eins og sjálfsögðum hlut og heilaskurðaðgerð einnig. Þetta eru taldar úreltar aðgerðir, sem ekki er beitt hér á landi, í það minnsta ekki á Kleppsspítala. Einnig var það þannig á meðan ég starfaði þar að hið rig- bundna kerfi og skilningsleysi sem sjúklingar mæta sam- kvæmt myndinni fyrirfannst ekki þar. Þeir eru margir sem eiga við geðræn vandamál að stríða og finnst mér kvikmynd þessi alls ekki til þess faílin að auka Kynvillu- leikrit sjónvarpsins óheppilegt Móðir hringdi og vildi lýsa því áliti sínu að leikrit um kyn- villinga eins og sýnt var í sjón- varpinu á mánudagskvöldið væri engan veginn sýningar- hæft. Taldi hún efni þess alls ekki við hæfi barna og hefðu þau örugglega ekki gott af slikri fræðslustarfsemi. Skoraði hún á útvarpsráð og stjórnendur sjónvarps að gæta vel að hvaða efni væri flutt í þessu tæki. sem væri daglegur gestur í stofum nær allra lands- manna flest kvöld vikunnar. Undirskrift Guðmundar varfölsuð Mánudaginn 23. þ.m. kom grein í Dagblaðinu undir fyrir- sögninni Reikningar Utivistar verði birtir á prenti. Náunginn falsar mitt nafn undir greinina, en ég er 14 ára gamall. Þessi maður ætti að hugleiða kín- verska spakmælið: ,,Að ljúga að öðrum er ljótur Nvani, en ljúga að sjálfum sér, er hvers manns bani.“ Vona ég svo að maðurinn standi fyrir máli sínu þegar þar að kemur. Guðmundur Jónsson, Langholtsvegi 131. Dagblaðið gerði hinn 24. janúar sl. grein fyrir ástæðum þessa máls. Raddir lesenda traust þeirra og skilning eða þeirra nánustu á geðsjúkrahús- um. Eftir að hafa séð Gauks- hreiðrið gæti læðzt illur grunur að fólki um það sem gert yrði við það ef svo færi að dvöl á Kleppsspítala yrði nauðsynleg. Yrði það drifið í raflost eða yrði gerð á því heilaaðgerð eitt- hvað í líkingu við sem í kvik- myndinni er sýnt? Á heimili mínu hafa undan- farið dvalið sjúklingar af Kleppsspítala, því er ég oft spurð um þessi mál og hef orðið vör við að fólk er fáfrótt um meðferð geðsjúkra hér á landi. Virðast sumir halda að hún sé eitthvað í þeim dúr sem í Gaukshreiðrinu er sýnd. Þeir eru einnig mjög margir sem halda að gúmmíklefar og spennitreyjur séu aðalhjálpar- gögn þeirra sem vinna á geð- sjúkrahúsum, sérstaklega Kleppsspítala. Meira að segja gamla sagan um sandburðinn er enn við lýði. Margir halda líka að geð- sjúkir séu fávitar, missi vitið, viti ekki neitt, skilji ekki neitt, skynji ákaflega takmarkað og geti ekki neitt. Sama sé hverju þeir klæðist eða hvað þeir borði. Þetta er auðvitað alls ekki rétt. í augum þeirra sem ekki þekkja til er Kleppsspítali ægileg stofnun. Sumir læsa vandlega bifreiðum sínum og skrúfa upp rúður ef þeir þurfa að aka í nálægð spítalans. Hræðslan er svo mikil við „brjálæðingana". Einnig eru þeir til sem um nokkurt skeið þurfa að leita lækninga á Kleppsspítala eða öðrum geðsjúkrahúsum. Vegna þessarar afstöðu og röngu vitneskju almennings um geð- sjúkdóma fara þessir sjúkl- ingar með veikindi sín eins og mannsmorð. Auðvitað vilja þeir lifa eðlilegu lífi og láta taka mark á því sem þeir segja. Vegna þess sem ég hef sagt hér fyrr í bréfinu þá finnst mér ágætis tiléfni fyrir þá sem sér-, fróðir eru á'sviði geðsjúkdóma að fræða almenning um málin. Kvikmyndin Gaukshreiðrið, sem sýnd er í Tónabíói við mikla aðsókn, er einnig nægi- legt tilefni til fræðsluher- ferðar. Fræðslan gæti komið í blaða- greinum, útvarpsfyrirlestrum og kannski er til.efni sem hægt er að sýna í sjónvarpi eða taka fyrir í hinu vinsæla Kastljósi. Hrefna Ölafsdóttir, Bitru Arnesssvslu i * . íM M %fýh éý'f: Ein stutt tvær lanaar Þótt þú búir úti á lándi getur þú samtsem áður notfært þér smáauglýsingar Dagblaðsins. Smáauglýsingaþjón- usta blaðsins svarar í símann fyrir þigog sendir þér öll tilboð sem berast, með næsta pósti, eða les þau upp í símann. Öll þessi þjónusta er þér að kostnaðarlausu, utan venjulegs birtingarverðs auglýsingarinnar. ■ Dagblaðið,smáauglýsingasími 91 -27022. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, simi 27022 BIAÐIÐ Spurning dagsins FINNST ÞER RETT AÐ BIRTA NÖFN ÞEIRRA SEM UPPVÍSIR VERÐA AÐ SKATTSVIKUM? Ingibjartur Magnússon: Ekki nema um sé að ræða meiri háttar skattsvik, sem skipta verulegu máli. Guðbjörg Einarsdóttir skrifstofu- maður og húsmóðir: Ef um lítilvæg mál er að ræða finnst méi það ekki koma til greina. Högni Helgason starfar á skrif- stofu Rarik: Ef birta á nöfn þeirra sem sekir verða um slíkt athæfi þarf það að vera gert í samræmi við aðrar nafnbirtingar afbrotamanna. Þá má ekki gleyma því að nafnbirting kemur kannski ekki síður niður á aðstandendum en þeim sem dæpidur er. Guðbrandur Bjarnason „slæp- ingi“: Já. ef á annað borð nöfn afbrotamanna eru birt. þá á alveg eins að segja frá skattaafbrota- mönnum. Kristin Alexandersdóttir starfar hjá Hampiðjunni: Já, það finnst mér, og tel það einnig hreinlega óforskammað að stela undan skatti, nóg er nú samt. * . 'V Arnbjörg Andrésdóttir starfar hjá skattrannsóknarstjóra: Auðvitað eru fleiri sem svíkja undan skatti en þeir sem teknir eru og málin eru einnig svo marg- vísleg að ekki er hægt að hafa um þetta neina allsherjarreglu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.