Dagblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 9
n AfiRT,Af)Tf). FÖSTUDAGUR 3. FEBRUAR 1978.
9
DEILUR í BORGARSTJÓRN
UM MÁL BORGARLÖGMANNS
„Enginn okkar, sem önnumst
skipulagningu funda borgar-
ráðs og borgarstjórnar,
könnumst við það bréf sem Páll
Líndal gerir að umtalsefni í
grein sinni í dagblöðunum í
dag,“ sagði Birgir Isleifur
Gunnarsson borgarstjóri i
upphafi borgarstjórnarfundár
síðdegis i gær.
„Allar tilraunir til að hafa
uppi á þessu bréfi, þar sem um
mjög alvarlegar ásakanir er að
ræða á hendur embættis-
mönnum og stjórnendum borg-
arinnar, hafa reynzt árangurs-
lausar," sagði borgarstjóri
ennfremur efnislega.
Hann sagði að hugsanlegt
hefði verið talið að um væri að
ræða bréf sem barst okkur á
þriðjudaginn í fyrri viku. Þar
kvartaði lóðareigandi í mið-
borginni yfir þvi að hafa ekki
fengið gögn og upplýsingar um
fyrirhugaða breytingu aðal-
skipulags miðborgarinnar og
var jafnframt með nokkrar
ásakanir í garð forstöðumanns
þróunarstofnunar borgarinnar.
„Sá bréfritari getur á engan
hátt fallizt á að um sitt bréf geti
verið að ræða,“ sagði borgar-
stjóri. Birgir Isleifur kvaðst
vilja taka þetta fram þar sem
um mjög alvarlegar ásakanir
væri að ræða í grein Páls
Líndals í dagblöðum í gær.
Alfreð Þorsteinsson (F) tók
næstur til máls utan dagskrár
og sagði sér virðast öll meðferð
máls Páls Líndals vera þess
eðlis að hún krefðist nokkurra
svara af hálfu borgarstjóra.
Hann spurði hvort rétt væri í-
bréfi Páls til borgarráðs að
borgarendurskoðandi hefði
brotizt inn í læstar hirzlur
fyrrum borgarlögmanns og þá
hvort það hefði verið með vit-
und og vilja borgarstjóra sjálfs.
Hann spurði við hvaða dómsúr-
skurð eða lagaheimild hefði
verið stuðzt við opnun læstra
hirzlna Páls, hefðu þær verið
opnaðar í leyfisleysi hans
sjálfs.
Alfreð beindi einnig þeirri
spurningu til borgarstjóra,
hvort hann væri sammála Bergi
Tómassyni borgarendur-
skoðanda um að rétt væri að
gefa dagblöðum upplýsingar
um mál Páls á meðan það væri
á rannsóknarstigi. „Telur borg-
arstjóri ekkert athugavert við
að núna fyrst sé að komast upp
um þetta misferli sem sam-
kvæmt upplýsingum hans á að
hafa staðið í sjö ár?“ spurði
borgarfulltrúinn.
Alfreð Þorsteinsson sagði að
sér þætti málsmeðferðin öll í
hæpnasta lagi, eins og raunar i
fleiri hliðstæðum málum hjá
borginni. „Það er ekki bara
spurt hér hvað Páll Líndal
kann að hafa gert af sér,“ sagði
hann, „heldur einnig hvað
borgarendurskoðunin hefur
gert og sjálfur borgarstjórinn
varðandi meðferð þessa máls.“
Borgarstjóri tók aftur til
máls og mótmælti harðlega
ásökunum Alfreðs um að máls-
meðferðin væri hæpin. Hún
hefði þvert á móti verið á allan
hátt eðlileg. Birgir ísleifur
kvað borgarráð í dag endanlega
afgreiða mál Páls Líndals. 1
borgarráði hefðu allir orðið
sammála um að fullur trúnaður
ríkti um málið og þann trúnað
vildi hann ekki brjóta.
Hann sagðist vera sammála
Alfreð um að óheppilegt væri
að blöð fengju upplýsingar af
málum sem væru í rannsókn og
tók fram að af hálfu borgar-
endurskoðanda hefði ekki verið
notað orðið „fjárdráttur" i
viðtali hans við Dagblaðið sl.
föstudag. Það hefðu verið orð
blaðamannsins sjálfs — og vön-
um blaðamanni eins og Alfreð
Þorsteinssyni ætti að vera
kunnugt að erfitt gæti verið að
bíta af sér aðgangsharða blaða-
menn.
Undirritaður blaðamaður DB
getur fyrir sitt leyti staðfest að
borgarendurskoðandi notaði
ekki orðið „fjárdráttur" um
meint misferli Páls Líndals.
Borgarendurskoðandi svaraði
hins vegar umbúðaiaust
spurningu blaðamanns um
„meintan fjárdrátt" fyrrum
borgariögmanns.
-ÓV.
Landsbankamálið á Alþingi:
„Reikningar sex fyrirtækja
misnotaðir til þess að ná
peningum út úr bankanum”
— segir
íbréfi
Lands-
bankans
í ræðu sinni utan dagskrár á
Alþingi í gær las viðskipta-
ráðherra, Ölafur Jóhannesson,
bréf, sem honum bárust vegna
fyrirspurnar hans um rannsókn
Landsbankamálsins.
Efnislega segir svo í bréfi
Landsbankans sem undirritað er
af bankastjórunum Helga Bergs
og Björgvin Vilmundarsyni:
„Nokkru áður en rannsóknar
var óskað hafði eitt af viðskipta-
fyrirtækjum bankans óskað eftir
sundurliðun á kostnaðarreikningi
hjá áb.vrgðardeildinni og hafði þá
komið í ljós, að ósamræmi var
milli færsluskjala í bókhaldi
bankans og tilsvarandi færslu-
skjals í bókhaldi fyrirtækisins.
Þegar endurskoðunardeild
bankans kannaði hvað mismuni
þessum ylli, varð ljóst, að Haukur
Heiðar m.vndi hafa útbúið tvenns
konar færsluskjöl, önnur sm
viðskiptamaðurinn greiddi eftir,
hin með lægri upphæð, sem
gengu til bókhalds bankans, en
siðan dregið sér mismuninn. Var
þá beðið um rannsókn þá, sem
fyrr er getið og enn stendur yfir.
Mismunar af þessu tagi hefir
orðið vart í um 25 tilvikum á
tímabilinu 1970-1977, að báðum
árum meðtöldum, og lúta þau öll
að viðskiptum sama viðskipta-
fyrirtækis. Samtals nemur sá mis-
munur, sem um ræðir í þessum
tilvikum, nálega 50 millj. kr.
Ekkert hefur komið fram, sem
bendir til að hliðstæður fjárdrátt-
ur hafi átt sér stað í sambandi við
viðskipti annarra fvrirtækja við
ábyrgðardeild bankans en þessa
eina, en það verður að sjálfsögðu
rannsakað til hlítar. Á hinn
bóginn hefur Haukur misnotað
reikninga sex fyrirtækja til þess
að ná því fé, sem hann dró sér, út
úr bankanum. Enn er ekki full-
kannað að hve miklu leyti féð
hefur verið dregið af bankanum
og að hve miklu leyti af viöskipta-
fyrirtækinu, en flest bendir þó á
þessu stigi til þess að það sé að
mestu af þankanum.
Ekkert bendir til að neinn
innan bankans sé samsekur
„Gögn og greinargerðir
eru stöðugt að berast”
— segir rannsóknarlögreglustjóri
ríkisins
„Gögn og greinargerðir eru
stöðugt að herast." segir í bréfi
rannsóknarlögreglustjóra
ríkisins, sem hér fer á eftir að
slepptum inngangi sem er um at-
riði sem DB hefur áður greint frá
í fréttum af málinu:
„Við þá rannsókn, sem þegar
hefir farið fram, hefir kærði
Haukur Heiðar játað að hafa um
árabil staðið að stórfelldum fjár-
tökum og misferli með skjöl í
sambandi við viðskipti bankans
og tilgreind fyrirtæki. Þykir í
meginatriðum upplýst með hvaða
hætti kærði hefir staðið að
þessum fjártökum að því marki
sem kæruefni og rannsóknargögn
liggja þegar fyrir. Jafnframt
beinist rannsóknin að því að
ganga úr skugga um hvort um
aðrar fjártökur eða ónnur brot
hafi verið að ræða en þegar þvkir
í ljós leitt.
Rannsókn sakarefna máls þessa
er eigi lokið, enda umfangsmikil,
en hefir verfð hraðað eftir föng-
um og miðar vel áfram.
Guðmundur Skaftason hæsta-
réttarlögmaður og löggiltur
endurskoðandi, hefir verið
rannsóknarlögreglu ríkisins til
ráðuneytis við skipulagningu
rannsóknar þessa máls og at-
hugun sakargagna, þ.á m. að því
er varðar öflun gagna og greinar-
gerða af hálfu Landsbankans og
athugun bókhaldsgagna frá þeim
viðskiptaf.vrirtækjum bankans
sem koma við sögu. Þá hef ég
tilnefnt Ölaf Nilsson, löggiltan
endurskoðanda, til að hafa um-
sjón með þeirri. gagnavinnslu sem
fram fer innan bankans. A þeim
tíma, sem liðinn er síðan mál
þetta kom upp, má heita að gögn
og greinargerðir af hálfu bankans
hafi stöðugt verið að berast eftir
því sem kæruefni og rannsókn
þeirra hefir þótt gefa tilefni til.
Ríkissaksóknara hefir verið
gerð grein fyrir rannsókn
rannsóknarlögreglu rikisins í
máli þessu og fullt samráð verið
haft við hanri um rannsókn og
meðferð þessa máls.
Frekari upplýsingar verða
veittar svo fljótt sem kostur er
vegna rannsóknar málsins.
Hallvarður Einvarðsson.
Hauki í máli þessu.
Á því sem hér hefur verið lýst
eru kærumál bankastjórnar á
hendur Hauki Heiðari reist.
Rannsókn málsins er hins vegar
undir forræði og yfirstjórn
rannsóknarlögreglustjóra og er
það ekki á valdi bankastjórnar að
gefa skýrslu um hana.
Af bankans hálfu hefur verið
lögð áherzla á að flýta rannsókn
málsins eftir því sem það stendur
í hans valdi. Rannsóknarlög-
reglustjóri hefur að beiðni banka-
stjórnar tilnefnt óháðan, löggiltan
endurskoðanda til að hafa yfirum-
sjón með þeirri gagnavinnslu,
sem fram fer í bankanum og
starfslið bankans vinnur að.
A þeim rúma mánuði, sem
liðinn er síðan mál þetta kom upp,
hafa farið fram á vegum banka-
ráðs og bankastjórnar ítarlegar
umræður og undirbúningur að að-
gerðum, sem hrundið verður í
framkvæmd á næstunni i því
skyni að koma eins og fært er í
veg fyrir að atburðir af þessu tagi
geti endurtekið sig. Þessar
aðgerðir munu einkum verða
tvenns konar:
1 fyrsta lagi verða teknar til
endurmats og endurnýjunar allar
vinnuaðferðir endurskoðunar-
deildar bankans. Þörfin á slíkri
endurnýjun hefur komið til
umræðu í bankanum áður. Nú
hafa hins vegar verið gerðar
ráóstafanir til að fá utan-
aðkomandi sérfræðiaðstoð til að
annast þetta endurmat án tafar.
í öðru lagi verður tekinn upp sá
siður sem allsherjarregla að flytja
menn til í störfum innan bankans
á hæfilegu árabili. Þessi siður
tíðkast í mörgum erlendum
bönkum og þykir hafa marga
kosti en hefur ekki tíðkazt hér-
lendis fyrr en Landsbankinn tók
hann upp í nokkrum mæli fyrir
6-7 árum.
Sími84848
Bflasalan
Skeifan,
Skeifunni 11, nordurendi
Sími35035
SKODA PARDUS
árg. 1977, ekinn 14000
sumar- og vetrardekk og út-
varp fylgja. Verð 1050.000.
Skipti á dýrari bíl.
MAZDA 1100
árg. 1974, ekinn 60.000 km.
Verð 1050.000.
CITR0ÉN SUPER
árg. 1974, ekinn 70.000 km.
Verð 1.750.000.
SUNBEAM 1600
STATI0N
árg. 1974, ekinn 50.000 km.
Verð 1.200.000.
SAAB 96
árg. 1972, ekinn 57.000 km.
Verð 1.050.000.
SUNBEAM 1250
árg. 1972, ekinn 30.000 km.
Verð kr. 600.000.
DATSUN 1600
árg. 1971. Verð kr. 850.000.
MAZDA 616 C0UPÉ
árg. 1972. Verð 900.000.
FIAT 125 SPECIAL
árg. 1972.
FORD BR0NC0
árg. 1972. ekinn 97.000 km.
Verð 1.650.000. Góður híll.
F0RD EC0N0LINE
árg. 1971. Verð 1.480.000.
HÖFUM KAUPENDUR
AÐ
Volvo 144 og 244 ’72-’77,
Saab 99 ’74-'75, VW 1972-’76.
Toyota Crown ’74-’76 og'
Toyota IWark II ’74-’77.
VIÐ SELJUM ALLA BÍLA
FLJÓTT OG ÖRUGG-
LEGA.
LEIÐIN LEIGGUR í
SKEIFUNA.
★ Þvotta-aðstaðafyrirhendi ★ Kappkostum fljóta og örugga þjónustu
Bflasalan
SKEIFAN
Skeifunni 11, nordurenda
Sími84848- 35035
Opið frá kL 10-21 virka daga
og 10-19 laugardaga