Dagblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUfi 3. J’EBRÚAR 1978. — ný reglugerð um brunavarnir væntanleg með vorinu Gert að skyldu að hafa slökkvi- tæki f blokkum „Það er náttúrlega lágmarks- krafa að menn hafi einhver slökkvitæki á heimilum sínum. Með nýrri reglugerð um bruna- varnir, sem væntanlega verður sett með vorinu, verður gert að skyldu að hafa slökkvitæki í fjölbýlishúsum,“ sagði Bárður Daníelsson, brunamálastjóri ríkisins, í samtali við frétta- mann blaðsins vegna hinna tíðu húsbruna, sem orðið hafa í Breiðholtshverfum að undan- förnu. Það vakti athygli þegar kviknaði í íbúóinni í Gaukshól- um 2 í síðustu viku, að þar á göngum voru engin slökkvi- tæki. Bárður sagði að raunar væri það ákvæði í lögum um bruna- varnir og brunamál frá 1949, að húseiganda sé skylt að hafa við- hlítandi brunavarnir í húsi sínu. „Það er mjög algengt úti á landsbyggðinni, að slökkvitæki séu fyrir hendi í húsum," sagði Bárður, „enda hafa þau fengizt þar með mjög góðum kjörum frá tryggingafélögunum. Með nýju reglugerðinni verður þetta skylda í fjölbýlishúSum í Reykjavík og annars staðar. Sú reglugerð bíður nú afgreiðslu í félagsmálaráðuneytinu, en lög- boðnar umsagnir ýmissa aðila um reglugerðina eiga að vera komnar fyrir 1. marz.“ Um brunavarnir og eld- varnareftirlit af opinberi hálfu í Reykjavík sagði Bárður Daníelsson, að eldvarnaeftirlit- inu væri ekki skylt að skoða íbúðarhúsnæði, nema þar væri olíukynding og þá væri því aðeins ætlað að fylgjast með ráðstöfunum í kyndiklefum, sem hverfandi lítið er orðið af í Reykjavík. -ÖV Ifr Slökkviliðið á góð tæki til slökkvistarfa við háhýsi og til björgunar fólks. af svölum húsa. „Samningsfrelsi gildir líka um húsaleigusamninga” — segir Húseigendafélagið Dómur Hæstaréttar um lög- mæti verðtryggingar á fjárskuld- bindingum hefur þegar haft víð- tækari áhrif en til túlkunar á vísi- töluákvæðum í samningum um fasteignaviðskipti. Dómur þessi var kveðinn upp hinn 12. janúar sl. eins og Dagblaðið hefur þegar skýrt frá. Nú telur Húseigendafélag Reykjavíkur, að dóminn megi túlka þannig, að hér eftir sé hús- eigendum heimilt að setja ákvæði um vísitölubindingu á húsaleigu í sámninga. Sá fyrirvari er þó gerður á þessum skilningi, að húsaleiga virðist háð verð- stöðvunarlögum. Sé því ekki sjálfskrafa heimilt að hækka húsaleigu í samræmi við vísitölu strax og hún hefur verið reiknuð út. Hins vegar verði vísitölu- ákvæði gildandi þegar Verðlags- nefnd hefur gefið grænt ljós. Það gerir hún á þann hátt, að hún auglýsir, að hún láti óátalið að hækka leigu í samræmi við vísi- töluhækkun ákveðins tímabils. Tilkynning Verðlagsnefndar er þó venjulega með þeim fyrirvara, að húsaleiga hafi ekki verið hækkuð með öðrum hætti á þvi tímabili, sem um ræðir. BS Landkynning í London: „More Than Meets the Naked Eye” Þessa dagana er verið að vinna að undirbúningi á opnun farand- sýningar á litmyndum eftir Gunn- ar Hannesson ljósmyndara í Lon- don. Sýningin er á vegum Ferða- málaráðs og Flugleiða. Á henni eru fjörutíu og sex myndir, eins konar úrval úr sýningunni sem haldin var á verkum Gunnars heitins á Kjarvalsstöðum. Sýning- in heitir More than meets the Naked Eye. „Þetta er fyrsta sýningin sem haldin er á okkar vegum erlendis. Okkur fannst viðeigandi að heiðra minningu ágætis ljós- myndara sem unnið hefur prýði- legt landkynningarstarf með ljós- myndum sínum,“ sagði Heimir Hannesson formaður Ferðamála- ráðs í samtali við DB. Á sýninguna verða kallaðir til. forystumenn bæði Flugleiða og aðrir og gerð áætlun um sýning- una í fleiri borgum Evrópu." - A.Bj. Leitandi auga á öllum borðum meistaranna Það verður að líkindum glæsi- legur bragur yfir Reykjavjkur- mótinu í skák, sem hefst á Loft- leiðahótelinu siðdegis á laugar- dag. Auk óvenjulegs leiktíma fyrir skákmenn, sem m.a. hefur í för með sér tvær „tímapressur" á vénjulegum skáktíma þ.e. eftir 90 mínútur og aftur eftir 150 mín. sé skák ekki lokið, þá er mikið gert þarna fyrir væntanlega' áhorf- endur. Skákskýringar verða í ráð- stefnusalnum og sjónvarpað um alla ganga. Sýnd verður „skák kvöldsins" á hverju kvöldi og má víða fylgjast með henni og ræða um hugsanlegan framgang í henni á sjónvarpsborðum. En nýlunda verður að sérstak- ur ,,skanner“ eða það sem Högni Torfason varaform, skáksam- bandsins hefur skýrt „skyggnir" fylgist með skákmönnunum við taflborðin. Sé einhvers staðar eitthvað spennandi að gerast á einhverju keppnisborði, getur „skyggnirinn" flutt þá atburðarás fram í sali til áhorfenda sem vilja ræða saraan og fjalla um málin. „Skyggnirinn" verður nú í fyrsta sinn notaður í þessum efnum á skákmóti hér. Eftir því sem hon- um er lýst ætti hann að bæta mjög aðstöðu áhorfenda. og hefur þó ýmislegt nýstárlegt verið gert í þeim efnum á fyrri mótum. ASt. Atvinnuleysi á Akureyri minna en nokkrusinnifyrr Akurevringar geta nú glaðzt yfir því, að atvinnuleysl meðal þeirra hefur ekki verið eins lítið og nú í fjölda ára. Á síðasta ári voru samt greiddir 2647 atvinnu- leysisdagar og þykir það eflaust nokkuð mikið. En miðað við að árið 1969 voru samsvarandi dagar 49.500 sést að ástandið hefur batnað mjög mikið. Á sama tíma hefur fólkinu fjölgað þannig að störfum hlýtur að hafa fjölgað meira en þessar tölur bera með sér. - DS A ÆFINGU I ÍÞRÓTTAHÚSINU — Haukamenn höguðu sínum málum í samræmi við þarfir okkar, segir Björgvin Halldórsson. Síðan þessi mynd var tekin hafa orðið hljómborðsleikaraskipti í Brimkló. DB-mynd: Ragnar Th. BRIMKLÓARTÍÐ í SIGTÚNI Reykjavíkurhljómsveitunum fjölgar um eina í dag, er Brimkló tekur til starfa að nýju. Hún leikur á sínum fyrsta dansleik í kvöld í veitingahúsinu Sigtúni. Þar verður hún einnig á morgun og á föstudögum og laugardögum næstu vikur og mánuði. „Lagavalið hjá okkur er blandað, svo sem helmingur lög af plötunum okkar og helmingur er- lendur,“ sagði Björgvin Halldórs- son söngvari Brimklóar, er DB ræddi við hann í gær. „Þegar fram líða stundir eiga gestir Sig- túns einnig von á að heyra eitt og eitt nýtt lag eftir okkur, því að við ætlum að taka upp nýja plötu áður en langt um líður.“ Starfandi hljómsveitum sunn- anlands hefur farið fækkandi að und'anförnu og því fagnaðarefni að ein gömul/ný skuli bætast i hópinn. — Frá því að æfingar hófust hjá Brimkló fyrir nokkr- um vikum hefur ein breyting orðið á liðsskipan. Guðmundur Benediktsson hefur leyst Pétur Hjaltested af hólmi. Björgvin var inntur eftir þeirri breytingu. „Það kom upp smá misskiln- ingur hjá okkur, sem leystist far- sællega með þessum mannaskipt- um,“ svaraði hann. „Sömuleiðis áttum við í nokkrum erfiðleikum vegna hljóðfæra. Okkur vantaði píanóleikara í hljómsveitina, en pétur er fyrst og fremst orgelleik- ari.“ Björgvin Halldórsson bað að lokum að skila beztu kveðjum og þakklæti frá Brimklóarmönnum til íþróttafélagsins Hauka í Hafnarfirði. „Þeir lánuðu okkur fundarsal- inn í nýuppgerðu íþróttahúsi sínu til æfinga og höguðu síðan starf- seminni alveg í samræmi við þarf- ir okkar,“ sagði Björgvin. „Aðstaðan var eins og bezt verður á kosið og við erum stútfullir af þakklæti til Haukanna fyrir alla hjálpina. Eg óska þeim að lokum til hamingju með íþróttahúsið, sem er til sóma og á eftir að verða starfseminni mikil lyftistöng.“ - ÁT -

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.