Dagblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. FEBRUAR 1978. Sjálfstæðismenn með prófkjör í Reykjaneskjördæmi: Ef fólk notfærirsér rétt s/iin er tilganginum náð — segir f ormaður yf irkjörsfjórnar viðamesta prófkjörsins sem haldið er fyrir kosningarnar í vor Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi til undir- búnings vals frambjóöenda í al- þingiskosningum í vor verður um næstu helgi. Kosið verður á laugardag og sunnudag báða dagana frá klukkan 10 fyrir hádegi til klukkan 22 um kvöldið. Kosið verðúr á þrettán stöðum víðsvegar um kjör- dæmið. Er þeta prófkjör vafa- laust hið viðamesta sem haldið er til undirbúnings kosning- anna í vor. DB birtir hér sýnishorn af kjörseðli og er það ráð kunnugra að fólk merki á það eins og ætlan þess er að kjósa i prófkjörinu. Síðan má hafa sýnishornið með á kjörstað til öryggis. „Við vonumst eftir að kjörsókn verði góð. Eftir því sem mér er bezt kunnugt hefur undirbúningur prófkjörsins gengið vel en hann hófst snemma í haust,“ sagði Guðmar Magnússon í viðtali við DB, en hann er í forsvari fyrir yfir- kjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. „Ef fólk notfærir sér almennt rétt sinn til að velja þá fulltrúa sem það vill og treystir til þing- starfa þá er tilganginum náð,“ sagði Guðmar að lokum. Hér á eftir er upþtalning á kjörstöðum og þær reglur sem kjósendur verða að hafa i huga þegar þeir neyta atkvæðisréttar síns. Kjalarnes- og Kjósarhreppur Kjörstaður Fóikvangur, Kjalarnesi. Mosfellshreppur Kjörstaður Hlégarður, Mosfellssveit. Seltjarnarnes Kjörstaður Andd.vri íþrhússins, Seltjarnarnes Kópavogur Kjörstaður Sjálfstæðishúsið Kópavogi. Garðabær Kjörstaður Barnaskólinn v/Vífilsstaðaveg, inng. um norðurdyr. Hafnarfjörður Kjörstaður Sjáifstæðishúsið Hf. Vogar Kjörstaður Glaðheimar, Vogum. Njarðvík Kjörstaður Sjálfsthúsið, Njarðvík. Keflavík Kjörstaður Sjálfsthúsið, Keflavík. Garður Kjörstaður Dagheimilið Gefnarborg, Garði. Sandgerði Kjörstaður Leikvallarhúsið, Sandgerði. Hafnarhreppur Kjörstaður Skólahúsið, Höfnum. Grindavík Kjörstaður Félagsheimilið Festi, Grindavík. Kosningin fer þannig fram, að kjósandinn kýs ákveðinn mann í ákveðið sæti framboðs- listans til Alþingis. Skal þetta gert með því að setja tölustaf fyrir framan nöfn manna á prófkjörseðlinum og tölusetja i þeirri röð, sem óskað er, að þeir skipi framboðslistann. Enginn prófkjörseðill er gildur nema merkt sé við 5 menn á prófkjör- seðli. Heimilt er að hver kjósandi í prófkjöri megi kjósa 2 menn, sem ekki eru í fram- boði, með því að rita nöfn þeirra og heimilisföng á próf- kjörseðilinn. Ef þátttaka í próf-* kjörinu nemur VS eða meira af fylgi Sjálfstæðisflokksins við síðustu alþingiskosningar i Reykjaneskjördæmi er kjör- nefnd skylt að gera þá tillögu til kjördæmisráðsfundar um skipan framboðslista flokksins við kosningarnar, að í þrjú efstu sæti listans skuli skipa þeim frambjóðendum, sem í þau voru kósnir. Sá maður hlýtur efsta sætið í prófkjörinu, sem flest atkvæði fær í það sæti. Annað sæti hlýtur sá, sem ekki hefur hlotið efsta sætið, en hefur flest atkvæði, þegar saman eru iögð atkvæði hans í 1. og 2. sæti. Þriðja sæti hlýtur sá, sem ekki hefur hlotið 1. eða 2. sæti, en hefur flest atkvæði þegar saman eru lögð atkvæði hans í 1., 2. og 3. sæti. Síðan hljóta menn önnur sæti í próf- kjörinu með sama hætti. -ÓG. Salóme Þorkelsdóttir gjaldkeri: Ætlazt er til að leiðtogarnir geri eitthvað til að stöðva verðbólguna „Fyj-st og fremst eru það efna- hagsmálin sem mér eru ofarlega í huga. Ég lít svo á að við tslending- ar verðum að taka okkur mjög á í þeim efnum, en við viljum halda virðingu okkar og trausti meðal annarra menningarþjóða," sagði Salóme Þorkelsdóttir gjaldkeri í viðtaii við DB. „Alit mitt er að almenningur ætlist til þess af leiðtogum þjóðarinnar að þeir geri eitthvað til að stöðva verðbólguna, þó þar verði auðvitað að fara með gát. Við þurfum að leggja áherzlu á að menntun og atvinnuöryggi haldist í hendur og megum ekki gleyma því að stuðla að rannsókn- um til stuðnings bæði nýjum og rótgrónum atvinnugreinum. Húsnæðismálin eru mikilsverð og úrbætur í þeim aðkallandi. Auka þarf lánastarfsemi bæði til bygginga nýs húsnæðis og kaupa og endurbóta á eldra húsnæði. Gömlu hverfin þurfa endur- nýjunar við og hún næst bezt með því að gefa ungu fólki kost á íbúðum þar. Einnig er aðkallandi að finna leiðir til að byggja ódýrari íbúðir. 1 sambandi við húsnæðismál vil ég benda á að nauðsynlegt er að endurskoða byggingar- samþykktir, lög þar um og þvernig eftirliti skuli varið með byggingu húsa og ábyrgð á göllum. Ég vil að verkefnin verði færð heim í sveitarfélögin þar sem staðarþekking er fyrir hendi. Við megum ekki gleyma öldruðum og öryrkjum og þurfum að tryggja þeini lífeyri við hæfi og klípa ekki af honum I skatta. Hvers vegna ég gef kost á mér í prófkjör vil ég svara með þvi að benda á að nú sitja þrjár konur á Alþingi og fimmtíu og sjö karlmenn. Eg trúi því að málum þjóðarinnar væri ekkert ver borgið í höndum Alþingis ef fleiri konur væru hafðar þar með í ráðum," sagði Salóme Þorkels- dóttir að lokum. -ÓG. Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra: Hallalaus ríkisbúskapur og minni hluti þjóðar- f ramleiðslu til ríkisins „Eg tel að umfram allt verði að tryggja núverandi stefnu í utan- rikis- og öryggismálum, svo og skynsamlega hagnýtingu fiski- miðanna, eftir fullan sigur í land- helgismálinu," sagði Matthías A. Mathiesen fjármálaráðherra í viðtali við DB. „Stefnt verði að hallalausum ríkisbúskap. Enn verði hert eftir- lit og aðhald með ríkisútgjöldum og minnkaður hiuti ríkisins af þjóðarframleiðslunni. Verðbólguvandanum, sem verið hefur hér á landi um langt árabil, verðum við nú að sigrast á ef komast á fyrir þær endalausu kollsteypur sem verðbólgan hefur valdið í þjóðfélaginu. Samfara þeirri miklu búbót, sem Reyknesingar hafa fengið með hitaveitunni og þeim góðu samgöngum, sem þar eru orðnar, verður höfuðviðfangsefnið að bregðast við því vandamáli sem minnkandi afli til fiskvinnslu á SV-landi hefur valdið i at- vinnulífi pessara staða,“ sagði Matthías að lokum. -ÓG. „Kollsiglingar eins og þær sem orðið hafa í íslenzku efnahagsiifi þolir ekkert þjóðfélag til lang- frama. Verðbólga sem er 30-50% á góðæristímum hefur gjörbreytt öllu gildismati, skapað ókyrrð og öryggisleysi og síðast en ekki sízt verður unglingum og uppvaxandi kynslóð háskalegur skóli fyrir lífið. Mál er að linni,“ sagði Árni Grétar Finnson hæstaréttarlög- maður í viðtali við DB. „Markviss forusta löggjafar- valds og rikisstjórnar er okkur því höfuðnauðsyn, jafnhliða hóf- semi í kröfugerð allra þegna þjóðfélagsins. Á ég þar ekki sizt við þingmenn sem, margir hverjir, virðast óþreytandi í als kyns tillögugerð um aukin út- gjöld. Páll V. Daníelssonforstjóri: Einstaklingurinn og heimilið eru homsteinar þ jóðf élagsins „Mín grundvallarskoðun er að byggja eigi á einstaklingnum og að hornsteinar þjóðfélagsins séu einstaklingurinn og heimiiið," sagði Páll V. Daníelsson fram- kvæmdastjri í viðtali við DB. „Búið er að draga svo mikil völd og áhrif frá fölkinu til ríkisins að það kann ekki góðri lukku að stýra. Miðstýring er hér orðin alltof mikil og einstakling- urinn hefur sífellt minna að segja gagnvart stjórnvöldum. Sökin á þessari þróun hvílir hjá Alþingi sem of mikið skiptir sér af málum bæði smáum og stórum. Ég held að enginn sem mig þekkir fari í grafgötur með skoðanir mínar á þessum máium og vegna þess að fólki á að gefast kostur á að velja um þær stefnur sem til greina koma gef ég kost á mér til prófkjörs," sagði Páll. „Við verðum að snúa aftur af þeirri miðstýringarbraut, sem við nú erum á og færa valdið aftur til fólksins. Valdsvið sveitarstjórna byggðarlaga verður að auka. Til dæmis tel ég, að fræðslumálunum ætti algjörlega að stjórna heima í héraði, fyrst og fremst grunnskól- unum. Að lokum minni ég á að engin vandamál okkar verða leyst nema almenningur beri traust til stjórn- valda,“ sagði Páll V. Daníelsson að lokum. -ög. Árni Grétar Finnsson hrl: Markviss forusta jafnhliða hófsemi íkröfugerð er höfuð- nauðsyn Eg vek athygli á að í þeim lönd- um þar sem efnaleg velferð þegn- anna virðist mest er frjáisræði í atvinnu- og viðskiptalífi einnig mest. Af þessu verðum við íslend- ingar að draga okkar lærdóm. Einn af mikilsverðum þáttum í að tryggja sem mest jafnrétti þegnanna er að allir sitji við sama borð varðandi kosningarétt. Nú er ástandið orðið þannig að allt að fimmfaldur munur er á atkvæðis- rétti manna eftir því hvar á landinu þeir búa. Leiðrétting á kjördæmaskipuninni þolir því ekki frekari bið. Að lokum vil ég benda á að íslqndingar búa yfir mikilii auðlegð, tungu okkar og menningu, mannvirkjum og at- vinnutækjum og síðast en ekki sízt þeirri kynslóð sem taka ntun við af okkur. Við skulum sýna að við séum menn til að fara með þá auðlegð," sagði Árni Grétar Finnsson. -()(,. Segir ekkert um stefnumál Richard Björgvinsson viðskiptafræðingur býður sig fram í prófkjöri Sjálf- stæðismanna í Reykjanes- kjördæmi. Hann vildi ekki. láta hafa neitt eftir sér um stefnumál sín eða ástæður fvrir framboði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.